Alþýðublaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 6
ENN LÍTUR TÍTÚ Á SIG SEM ALÞÝÐU- MANN Leiötogi Júgóslavlu, Titó marskálkur, sem núverandi utanrikisráðherra Dana K.B. Andersen og fyrrum utan- rikisráöherra Poul Hartling gerðu tiilögu um að hlyti friöarverðlaun Nóbels, litur á sig enn þann dag i dag sem aiþýðumann. Sigraði Þjóðveria Titó fæddist i Króatiu á Itimabili yfirdrottnunar austurriks-ungverska I keisaradæmisins. Faðir hans var fátækur járnsmiður. Titó ; tók snemma virkan þátt i stjórnmálum. Hann varð heimsfrægur i andspyrnunni 1 gegn Þjóðverjum á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. | Við lok styrjaldarinnar var hann æðsti foringi mörg hundruð þúsunda júgóslav | neskra andspyrnuhreyfingar manna, sem unnu m.a. sigur á I 40 þýzkum herfylkjum. t kosningunum 1945 stjórn aði hann sigurgöngu hinnar I kommúnistisku alþýðufylk ingar. Pétur konungur 2. var | settur frá völdum og stofnað alþýðulýðveldið Júgóslavia. ] Ný stjórnarskrá geröi Titó j áriö 1953 að fyrsta forseta j Júgóslaviu og þvi embætti j hefur hann gegnt upp frá þvi Sagði skilið við Moskvu í Það athyglisveröasta við ! feril Tltós er e.t.v. þegar hann j sagði skilið við hinn kreddu- ; fasta Moskvukommúnista i árið 1948. Þar opnaði hann til | vesturs og olli ótta meðal I Rússa um, að önnur austan- tjaldslönd kynnu að ganga | þeim úr greipum að meira eða | minna leyti lika. Titó slapp þó jvið alvarlegar refsi- eða I hefndaraðgeröir og rekur enn i sinn eigin kommúnisma. Meö ! þvi hefur Titó átt rikan þátt i j þvi að hindra skiptingu heims t ins 1 tvær andstæðar fylk j ingar. Titó varð áttræður I mai árið 1972. A afmælisdaginn lýsti j hann þvi yfir, að hann myndi áfram standa við stjórnvölinn til þess aö stýra Júgóslaviu 1 gegnum þá erfiðleika, sem brennandi endurvakin þjóð- erniskennd króata hefur vakið. Klukka í hverri frumu Ilinn sólarhrings langi iíffræðilegi rytmi, sem er fyrir hendi i öllum mannlegum verum, er ekki undir stjórn „Miðklukku” I heilanum, eins og visindamenn héldu áður. Nýjustu rann sóknir við Max Planck Stofnun Hegðunarsál- fræðinnar i Erling-Andechs i grennd við Munchen sýna, að liffræðileg klukka er i sér- hverri frumu i likamanum og allar eru þær samtengdar. Ástæðan fyrir þvi, að fólki finnst erfitt að laga sig að nýjum tíma eftir að það hefur farið í gegn um mörg tima-svæði, orsak- ast af þvi, að þvi er visindamennirnir halda fram, að allar þessar mörgu liffræðilegu klukkur verða að samræmast og samtengjast á nýjan leik. Það var fyrsti vor- dagurinn, nánar tiltek ið föstudagurinn var. Leigubílstjórínn sem ók mér i vinnuna sagð- ist hafa ekið gömlum manni um morguninn og sá vildi fullyrða að nú væri vorið komið að fullu og öllu. Við höfðum þó fyrir- vara á orðum gamla mannsins, komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eftir páskahret og fleiri illviðradagar, enda fullsnemmt að spá vori svona í byrjun marz. En hvað um það, — fólkið í borginni tók þessum fyrsta vordegi vel, það varð léttara á fæti og léttara í svip, og sumir brugðu á litinn leik. Vingaðist jafnvel við endurnar i tilefni dagsins og gerði óspart að gamni sínu. Síma- stúlkan okkar fékk að fara örlitið fyrr úr vinnunni til að sjá síð- ustu sólargeislana, og sendlarnir voru óvenju viljugir að hlaupa út. SJÁLFSTJÓRN Max Planck Visindafélagið — bezt þekkta Visindarannsókna- félagiö I V-Þýzkalandi — hefur fundið upp nýja vlsindalega aðferð, sem ætluð er fólki, sem vill hætta reykingum smám saman. Heyrði almenningur um hana nokkru áður en timabært var að fremja nýárs-heitstreng- ingu á Gamlárskvöld siðast- liðið. Dr. Johannes Brengelmann, forstööumaður Geðsjúkdóma- stofnunar Munchen-borgar og yfirmaður sálfræðideildar hennar, og aðstoöarmaður hans, dr. Elisabeth Sedlmayr, önnuðust framkvæmd við- tækustu tilraunar, sem fram hefur fariö á þessu sviði og reyndu sjö misjafnar leiöir til þess aö hætta reykingum. Bezta aðferðin reyndist vera hin ein- faldasta: Sú, að reykingamað- urinn hefði stjórn á sjálfum sér. Með þvi að nota þessa aðferð minnkuðu jafnvel keðjureyk- ingamenn neyzlu sina um meir en 10 sigarettur á dag á átta vikna skeiði, úr þvi er auðvelt að hætta algjörlega. Aðferöin hefur enn áhrif, ári siðar — jafnvel án sérstakra viðbótar- aðgerða. „Meðan á tilraunum okkar stóð komumst við að þvi, aö flest það fólk, sem háð er nikó- tini, notaði óhæfar aðferöir til þess að hætta reykingum”, sagði dr. Brengelmann, sem sjálfur reykir sigarettur af og 'til. „Ahrif lyfja eða ákvörðunin ein saman um að hætta reyk- ingum endast venjulega ekki mjög lengi”, bætti hann við. „Það var af þeirri ástæðu, sem viö skiptum okkar aðferð niður 37 stig”. Samkvæmt aðferö dr. Brengelmann fær fólk að reykja eins mikið og þvi sýnist. Það verður aðeins að hlýða 37 númeruðum fyrirmælum, sem veröa ákveönari með hverri viku sem lfður. Og sérhver reykingamaður ábyrgistsjálfan sig og hefur stjórn á sér. Svo aö dæmi séu tekin má geta þess, að skipta um sigarettutegund eftir að þeir hafa lokið við pakkann, regla númer 15 biður þá að anda djúpt þrisvar sinnum áður' en þeir kveikja I sigarettu, og regla númer 34 krefst þess, að þeir reyki aldrei þegar þeir eru innan um fólk, sem reykir. Dr. Sedlmayr, sem sjálf er reykingakona, segir: „Meira aö segja sú regla, að reykinga- menn veröi að skrá sérhverja sigarettu sem þeir reykja, hjálpar til viðminkun neyzlunn- ar. En fyrstu freistingarnar koma eftir tvær vikur. Konur hafa áhyggjur af vexti sinum og óttast aö þær taki að borða meira en venjulega. Karlmenn óttast á hinn bóginn að þeir geri sig hlægilega með þvl að reyna að hlita þessum flóknu fyrir- mælum.” Þau Brengelmann og Sedl- mayr vörðu heilu ári til þess að rannsaka reykingamenn. Þetta starf þeirra var á vegum Stofn- unar heilsufræöslu v-þýzka rikisins. Samtals 355 karlmenn og konur á aldrinum 17-70 ára reyktu I þágu visindanna. Sum þeirra reyktu meir en 100 sigar- ettur á dag og öll þeirra meira en 20 sigarettur. Mörg þeirra eru nú hætt. Dr. Brengelmann kvaöst hafa gert eina mikilvæga uppgötvun: „Með okkar aöferð getur hver og einn dregið úr sigarettuneyziu sinni eöa jafn- vel hætt með öllu. Sumir myndu gera þaö af heilsufarsástæðum, aðrir til að spara peninga, til aö reyna vilja sinn eða til aö forð- ast árekstra við eiginkonur eða starfsfélaga, sem ekki reykja.” Eins og mýs i gildru Starfsmenn nýlenduvöruverzlunarinnar i Steinfiscbach i Vestur-Þýzkalandi halda þvi fram, að jafn auðvelt sé að veiða þorpara sem mýs með osti. Með byssu i hönd kröfðust tveir ræningjar peninga úr peningaskápnum i verzl- unni og komust undan með 150 þúsund krón ur. En þegar þeir reyndu að komast undan varð billinn þeirra fyrir árás osts úr búðinni. Einn eða tveir pakkar af osti festust á númers- plötu bilsins. Lögreglubill tók eftir þessari óvenjulegu skreytingu og stöðvaði hann. 25 ára gamall karlmaður og 21 árs stúlka héldu að leikurinn væri tapaður og viðurkenndu allt saman. Og lÖgreglumennirnir fundu peningana og vopnin, sem notuð voru i árásinni, i bilnum þeirra. Hugsýki Einn maður af hverjum 10 verður sjúkur á sálinni einhverntíma i lifi sinu, og þarfnast þá sálfræðilegiar meðferðar. Að minnsta kosti 8 prósent af þeim, sem eru 65 ára eða eldri, eiga við samfelld sálræn vandamál að stríða, aðeins er unnt að veita 3 prósentum þeirra vist á geð- sjúkrahúsum. Talsmaður heilsugæzludeildar- innar i Rhineland-héraðinu i V-Þýzkalandi til- kynnti þessar tölur skömmu áður en opnuð var ný geðsjúkradeild i Rheydt með 100 sjúkra- rúmum. FYRSTI VOR- DAGURINN Bezta leiðin til að hætta að reykja Fjóröungur Osióæskunnar- öðlast fyrstu kynlifsreynslu sina áður en hún nær lögaldri, 16 ár- um. Þetta sýnir viðtalsrannsókn, sem gerð var með þátttöku 502 ungmenna og fjaliað er um f grein eftir Sverre Asmervik i nýút- komnu tölubiaði af timariti norska læknafélagsins (Tidsskrift for den Norske Lægeforening). Rannsóknirnar voru gerðar á par mánuöum að voriagi og snemm- sumars 1970, og hinir spurðu voru á aldrinum 16—19 ára, jafnmarg- ar stúlkur og drengir. Ef sá hóp- ur, sem enn hafði enga kynlffs- reynslu fengið, er skiiinn frá, þá höfðu hvorki meira né minna, en 42% af hinum „reyndu” haft sin- ar fyrstu samfarir innan 16 ára. Af öllum, sem spurö voru, höfðu 43% haft samfarir áöur en þau voru fullra 17 ára, — þ.e.a.s. áöur en skólaskyldu þeirra var lokið samkvæmt norskum fræðslulög- um. Fá ekki fræðslu á heimilunum En á hvern hátt mætir skólinn þessum staðreyndum? t leiðbeiningum mennta- og kirkjumálaráðuneytisins I Noregi frá árinu 1962 segir um æxlunar- fræðsiu: „Allir unglingar verða þess vegna að ganga i gegnum þroskatimabil, biðtima, sem gera á þá hæfa til þess að stofnsetja heimili. Margir unglingar lenda i erfiöleikum og sálrænum trufi unum, þegar þeir láta kynhneigð- ina þroskast óháð verndunar- kenndinni.” 1 grunnreglugerðinni frá 1971 er þvi slegiö föstu, að „leiðbeiningar i getnaðarvörnum eru ekki á námsskrá grunnskólans”. Annað hvort lætur skólinn enga kynferðisfræðslu i té, eða veitir fræðsluna út frá þeim forsendum, sem gera það lifsins ómögulegt fyrir skólann að mæta nemendun- um á „heimavelli”, skrifar Sverre Asmersvik i grein sinni. Afleiðingarnar I báðum tilvikum verða þær sömu: Skólinn lætur fræðsluna i hendur kunningjum nemendanna, atvinnurekstri, er hefur gróðahagsmuna aö gæta o.s.frv. Bezta svarið við spurn- ingunni um, hvenær og hvernig beri að taka upp kennslu um kyn- ferðismál i skólanum, fæst hins vegar ef höfð er hliðsjón af þeim aldri, þegar unglingarnir öðlast sina fyrstu reynslu af kynferðis- málum. Ég fæ ekki annað séö, en þær staðreyndir, sem hér eru raktar, hljóti að hafa áhrif til þess að ýta undir að skólinn taki fræðslu um getnaðarvarnir til alvarlegrar yfirvegunar, segir læknirinn. FJQRÐUNGUR ÆSKUFÚLKS ÖÐLAST KYN- LÍFSRFYNSLU INNAN1G ARA I grunnskólanum má ná til allra Berthold Grunfeld tekur málið til umræðu I leiðara læknablaðs- ins og bendir þar á, að aðeins I frunnskólanum gefist tækifæri til ess að ná til allra unglinga á einu bretti. Siðar dreifist þeir i allar áttir, og einmitt þeir, sem mest þarfnast leiösagnar — hinir veiklyndu og hæfileikasnauðu — verða að grunnskólanum loknum þeir, sem erfiðast er að ná til. Þess vegna sé ekki neinn vafi á þvi, að fræðsla um kynferðismál og getnaðarvarnir verði að fá rúm I námsskrá grunnskólans. Mesti fjöldi fóstureyðinga Fleiri tölulegar staðreyndir mæla einnig með þessu. Þegar spurt var, hversu mörg hinna ungu karla og kvenna hefðu notað oofnaðarvarnir við fvrstu kvnllfs- reynslu kom i ljós, að 40% höfðu engar varnir viðhaft, — þ.e.a.s. svo stór hluti unga fólksins var i hættu með að geta börn strax við fyrstusamfarirog á þessum unga aldri. Skýrslur sýna, að af Skandinaviulöndum eru flestar fóstureyðingar framkvæmdar i Noregi, enda þótt löggjöfin um þau mál sé þar sennilega sú allra „ihaldssamasta”. Jafnframt er vitað, að fræðsla um getnaöar- varnir er miklu alvarlegri og ýtarlegri i bæði dönskum og sænskum skólum en I norskum. Að lokum setur Grunfeldt fram I leiöaranum svofellda spurningu: Hversu margar fóstureyðingar skyldi þurfa að framkvæma i Noregi á ári hverju til þess að getnaðarvarnir væru teknar eins alvarlega og þyrfti aö gera? Hvatning til ólifnaðar Meðal mikils þorra almennings hefur verið og er enn talsverð andstaða við að veita fræðslu um getnaðarvarnir I grunnskólanum vegna þess, að slik fræðsla yrði aðeins hvatning til ólifnaðar aö dómi þessa fólks. — Niðurstaða rannsóknarinnar var hins vegar sú, að ómögulegt var að sjá að nokkurs sliks sam- hengis gætti, ritar Asmervik. Þarf að byrja snemma Kynlifsfræðsluna á að byrja snemma. 1 annarri grein I lækna- rimaritinu skrifar Arvid Söhr: 1 skólanum ætti að byrja að kenna um æxlun mannsins þegar i 1. bekk með hætti, sem hentaði þessum aldursflokki. Fyrir þá, sem þegar hafa fengiö einhverja uppfræðslu heima verður slik kennsla fyllilega eölileg og fyrir þá, sem engrar slikrar heima- fræðslu hafa notið yrði kennslan einungis til þess að afmá allt það „leynilega og spennandi” úr kyn- lifsmálunum, sem þessi börn hafa e.t.v. þegar gert sér I hugarlund i þvi sambandi og ekki mun draga úr á næstu 6-7 árum verði þá eng- in frekari fræðsla veitt, ritar Arvid Söhr. STARFSLIÐ GEÐSPÍTALA FÉLL í GEÐHEILBRIGÐISPROFI! Hver er geðveill? Hver ekki? Sálfræðingar, geðiæknar og annað starfslið geðspltala getur ekki sagt til um þaö svo fullöruggt sá, segir David Rosenhan, prófessor viö Standford-háskóla. Rosenhan prófessor sagði, að hann og sjö aðrir samverkamenn hans heföu gengið undir geöheil- brigðispróf, sem notuð eru viö 12 mismunandi geöspftala tii þess að greina sjúkdómseinkenni, og allir hefðu þeir falliö á prófunum! Sem sagt: prófanirnar sýndu þá alla geðveika. En Rosenhan prófessor sagði, að það heföi vcriö „mjög algengt”, að geðsjúklingarnir sjálfir á stofnunum þessum hefðu greint „boðflennurnar”. „Sú staðreynd, að sjúklingarnir fundu iöulega, að viðkomandi ein- stakiingur var heilbrigður, þegar starfsfóikið hafði ekki minnstu hugmynd um það, vekur athygiis- verðar spurningar, sagði prófess- orinn. Rosenhan prófessor grcindi frá niðurstööum athugana sinna i grein I visindatimaritinu „Science magazine”, sem út kom 19. janúar s.l. Rosenhan prófessor sagði, að hann og félagar hans sjö hefðu verið útskrifaöir af starfsliði sjúkrahúsanna sem „geðsjúkl- ingar á batavegi” þrátt fyrir áköfustu tilraunir þeirra til þess aö sannfæra starfsliöið um, að þeir væru fullkomlega heiibrigö- ir. Þess ber að geta, að starfsliö sjúkrahúsanna 12, sem felldu prófessorinn og félaga hans á geðheilbrigðisprófunum og tóku þá I lækningu, vissi aidrei annað en allt væri með fullkomlega eðli- legum hætti — vlsindamennirnir væru raunveruiegir sjúkiingar. „Við vitum nú, að við getum ekki greint geðveilt fólk frá heil- brigðu fólki meö neinni vissu, fullyrti Rosenhan prófessor. „Við munum halda áfram að eyrnamerkja sjúklinga sem geð- klofa, manio-depressiva og örvita eins og við hefðum höndlað ávöxt skilningstrésins meö þessum orö- um”, skrifaði prófessorinn. „Staðreyndir málsins eru, að við höfum oft komizt að raun um og höfum lengi vitað, aö sjúk- dómsgreininear okkar eru ekki réttar né áreiöanlegar, en engu að siður höfum við haldiö áfram eins og ekkert hafi I skorizt.” Rosenhan prófessor, sem einn- ig kennir lögfræði i Stanford, sagði, aö hann og hinir gervi- sjúklingarnir heföu verið undr- andi og slegnir yfir reynslu sinni. En, sagði hann, við ásökum ekki sjúkrahúsafólkiö. „Þaö var yfirleitt velviljaö fólk og viö viljum ekki á nokkurn hátt hafa horn i slðu þess,” sagði hann. ÁHRIF UMHVERFISINS: „Sjúkrahúsið sjálft myndar sérstakt umhverfi og aðstæður, þar sem mjög auðvelt er að mis- skilja hegðan fólks. Það er aug- ljóst mál, aö við getum ekkt greint sjúka frá heilbrigöum á geðsjúkrahúsum”. Rosenhan prófessor sagði, að I hópi gervisjúkiinganna hefðu verið geðlæknar, fótsnyrtingar- kona, húsamálari, húsmóðir, sál- fræðistúdent við Stanfordháskóla og þrlr sálfræðingar — sjálfur er svo prófessorinn sálfræðingur. Hann sagði, að þeir hefðu feng- ið aðgang að sjúkrahúsum I Cali- fornlu, Oregon, Pennsylvanlu, New York og Delaware meö þvi að gera sér upp sjúkdómsein- kenni. „Hið samdóma getuleysi allra þessara aðila tii þess að þekkja gcöheiibrigði er ekki hægt að af- saka með skorti á aöstöðu. Marg- ar mismunandi aðfcröir voru notaðar af sjúkrahúsunum til þess að skera úr um heilbrigöi eða sjúkleik, og margar þeirra eru álitnar óaðfinnanlegar”, sagði Rosenhan prófessor. AÐ MEÐALTALI 19 DAGAR „Þá er heldur ekki hægt að segja, að ekki hafi gefizt nægur timi til þess að fylgjast meö gervisjúklingunum. Sjúkra- hússdvölin varði frá sjö upp I 52 daga — að meðaltali 19 daga.” „Aliir gervisjúklingarnir skrif- uðu hjá sér athugasemdir slnar og fóru ekkert leynt meö þaö. Undir venjulegum kringumstæð- um hefði sllk hegðun vakið spurn- ingar i hugum áhorfenda, eins og raunverulega varð meðal sjúkl- inganna.” Miðvikudagur 14. marz 1973 Miðvikudagur 14. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.