Alþýðublaðið - 22.03.1973, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.03.1973, Síða 4
BROS Yfirlæknisstaða við lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness. Staða yfirlæknis við lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness er laus til umsókn- ar. Umsækjendur skulu vera sérfræðingar i lyflækningum. Umsóknarfrestur er til 24 april, en staðan veitist frá l.mai næst komandi. Umsóknir stilaðar til stjórnar Sjúkrahúss Akraness, skulu sendar skrifstofu landlæknis. Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni sjúkrahússins. Stjórn Sjúkrahúss Akraness. Bílstjóri Maður óskast til starfa við akstur á vörubil og við lagerstörf. Upplýsingar gefnar i vöruafgreiðslu, ekki i sima HF. HAMPIÐJAN Stakkholti 4. Viljum ráða starfsmenn STÁLVER SF. Funahöfða 17, Ártúnshöfða. Simar 30540 — 33270. Óskum eftir að ráða rennismið, rafsuðumann og aðstoðarmenn VÉLAVERKSTÆÐI SIG. SVEINBJÖRNSSONAR HF., Arnarvogi, Garðahreppi, simi 52850. FOLK I FRETTUNUM AKIO MORITA - HINN IAPANSKI STÓR- FYRIRTÆKJASMIDUR Það vörumerki, sem skráð er i flestum löndum, er SONY, en segulbönd með þessu vöru- merki, trinitron sjónvarpstækin með hinum framúrskarandi chromatron-myndskermi, transi.storútvarpstæki og önnur smærri rafmagnsáhöld eru seld i 147 löndum. Með gæðum fram- leiðsluvöru sinnar hefur þetta japanska fyrirtæki gert meira á umliðnum 10 árum en nokkurt annað japanskt fyrirtæki til þess að breyta áliti heimsins á Japan, sem útflytjanda á ódýrum eftirlikingum af vest- rænni framleiðslu. Masaru Ibuka og Akio Morita heita eðlisfræðingarnir tveir sem stofnuðu saman SONY-fyr- irtækið og stjórna þvi enn. Þeir sækja hugmyndir sinar ekki i framleiðsluvörur, sem nú þegar eru á markaðinum, heldur i framúrstefnu tækniuppfinn- ingar, sem enginn hefur enn fundið praktisk not fyrir. Þessar uppfinningar betrum- bæta þeir og aðlaga þær til notk- unar í nýjum framleiðslu- vörum. A meðan Ibuka litur eftir deildunum, sem fást við rannsóknir og tilraunir er Morita — sem er glöggskyggn heimsborgari —' sá, sem ber ábyrgðina á hönnun, sölustarf- semi og markaðsstjórn SONY- fyrirtækisins. Akio Morita, en nafn hans merkir „frjósamur hrisgrjóna- akur”, á ætt sina að rekja til fjölskyldu, sem efnaðist á bruggun á „saki” — japönsku hrísgrjónabrennivini. Þar sem hann var elstur þriggja bræðra og þvi útvalinn til þess að stjórna f jölskyldufyrirtækinu, sá faðir hans um að veita honum uppeldi, sem vel hentaði slikri framtið. En allt frá blautu barnsbeini var áhugi Akio Morita á rafeindafræðinni og hann var aðeins smástrákur, þegar hann sjálfur teiknaði og smiðaði eigin sendistöð. Að lokum samþykkti faðir hans að næst elsti sonurinn skyldi taka við stjórn fjölskyldufyrirtækis- ins, en Akio Morita skyldi fá að fara i hinn keisaralega háskóla i Osaka, þar sem hann lagði stund á eðlisfræði og lauk prófi árið 1944. Að prófi loknu var hann strax skikkaður til starfa við tilrauna- stofnun japanska sjóhersins og fékk þar liðsforingjanafnbót. Þar kynntist hann Ibuka, sem var yfirverkfræðingur. Að styr- jöldinni lokinni fékk hann kennarastöðu við háskólann i Tókió, en þar sem fyrirskipanir bandarisku hernámsstjórnar- innar bönnuðu öllum uppgjafar- liðsforingjum að gegna kennarastöðum varð hann að láta af þvi starfi. Þá var það, sem hann og Ibuka með hjálp ca 45 þús. króna, er Morita hafði fengið hjá föður sinum, stofn- settu fyrirtæki til þess að fram- leiða rafeindatæki. Húsakynni þessa nýja fyrir- tækis voru fyrst um sinn i sundursprengdu ibúðarhúsi i Tókió, en árið 1947 fluttu þeir félagar ásamt 50 starfsmönnum sinum I gamlan hermanna- bragga i útjaðri Tókió. Fyrsta framleiðsluvaran var volt- mælar og ýmsir smáhlutir til að nota fyrir póstþjónustuna og út- varpið. Transistorinn — islenzkt nýyrði: smárinn — var fundinn upp i Bell-tilraunastofnuninni i Bandaríkjunum og fyrst framan af var litið á hann sem algerlega ónothæfan i venjulegar fram- leiðsluvörur, en Ibuka taldi, að hann mætti örugglega nota i útvarpsviðtæki og keypti réttinn til þess að mega hagnýta sér einkaleyfið. Arið 1955 hafði þeim félögum lánazt að búa til sitt fyrsta transistor-útvarps- tæki, árið 1957 kom frá þeim fyrsta vasa-útvarpstækið og fyrsta transistorútvarpstækið með FM-bylgju árið 1958. SONY fylgdi svo fljótlega á eftir með fyrsta transistor-sjónvarps- tækið 1959, og fyrsta transistor- segulbandstækið árið 1960. Aðeins einu ári seinna kom svo SONY með fyrsta transistor-- = ferðasjónvarpstækið á mark- aðinn. Morita, sem hafði rannsakað markaðinn og sölutæknina i Bandarikjunum, Kanada og Evrópu allt frá árinu 1953, bjó i byrjun 6. áratugsins i 15 mánuði með fjölskyldu sinni i New- York, á meðan hann var að stofnsetja ameriskt dótturfyrir- tæki SONY. Arið 1963 varð SONY svo fyrsta japanska fyrirtækið, sem bauð hlutabréf sin til sölu á hlutabréfamark- aðinum i Bandarikjunum. SONY var fyrsta fyrirtækið til þess að setja á markaðinn i Bandarikjunum árið 1965 mynd- s e g u 1 b a n d s u p p t ö k u til „heimilisnotkunar”. Aðeins einu ári siðar sendi fyrirtækið á markaðinn myndsegulbands- upptökutæki fyrir litmyndir og fyrsta 7 tommu litsjónvarps- tækið kom á markaðinn frá fyrirtækinu árið 1967, svo nokkur dæmi séu nefnd um hinar nýrri framleiðsluvörur SONY. A 6. áratugnum gerðu visindamenn SONY-fyrirtækis- ins tvær mjög mikilvægar upp- götvanir, — önnur þeirra var senditæki, sem ekki var stærra en skyrtutala, hin var Chrom- atron-myndrörið fyrir litsjón- varpstæki. Fyrirtækið hafði keypt einkaleyfisréttinn á cromatron af Paramount-kvik- myndafélaginu og notað 12 millj. dollara til frekari tilrauna og rannsókna á fyrirbrigðinu áður en það setti árið 1969 á markaðinn Trinitron-litsjón- varpstækin með Chromatron- rörinu. SONY- fyrirtækið rekur verksmiðjur sínar samkvæmt japanskri hefð, en samt sem áður er SONY það fyrirtæki, sem gert hefur fleiri umbætur með vestrænu sniði á rekstri sinum, en nokkurt annað fyrir- tæki i Japan. Meðal annars hafa þeir innleitt alveg nýja siðvenju i Japan um, hvernig fólk hækkar ábyrgð og stöðu innan fyrirtækisins. Þar er það bara hæfnin og dugnaðurinn, sem gilda. Akio Morita er hvithærður, grannvaxinn maður 172 cm á hæð. Hann er sagður vera glað- lyndur, opinskár og heiðarlegur náungi. Hann kvæntist i mai árið 1950 og á þrjú börn. Fjöl- skyldan býr á iburðarmiklu heimili i japönskum stil sem er aðeins örfáa kilómetra i burtu frá skrifstofubyggingu SONY i Tókió. Akio Morita eyðir um þriðjungi tima sins i ferðalög og hefur farið með flugvél yfir Kyrrahafið til Bandarikjanna lOOsinnum. Honum þykir góður matur, sem matbúinn er á vest- ræna visu, finnst glóðarsteikt nautakjöt sérlega gott og þykir gaman að leika á glymskratta. Jafnvel þótt hann að ýmsu leyti sé maður tveggja siðmenninga — vestrænnar og austrænnar — talar hann þó frekar bjagaða ensku, vegna þess að hann lærði tungumálið af manni, sem sjálfur hafði numið það af bókum. Morita hefur enga þörf fyrir áhugamál til hi;ðar við aðalstarfið. Hann fær n eira en nóg út úr starfi sinu og vinnur venjulega 12 kls.t. á degi hverjum. En á sama hátt og flestir aðrir japanskir við- skiptahöldar leikur hann golf af og til. Gunnar Haraldsen. Bl Fimmtudagur 22. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.