Alþýðublaðið - 22.03.1973, Side 12

Alþýðublaðið - 22.03.1973, Side 12
alþýðu n mm KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3.s|mi40102 Snarpar umræður i tyrkneska þinginu i gær enduðu með slags- málum. Þingmenn létu hendur skipta, og skjálamöppur og blómsturpottar flugu um þing- salina. Varð að flytja a.m.k. einn þingmann á sjúkrahús. Þessar sérstæöu „umræður” spruttu af deilum i stjórnar- skrárnefnd þingsins, vegna frumvarps um að framlengja embættistima Sunsays forseta. Stærsti flokkur Tyrklands, Rétt- lætisflokkurinn. lagði i gær fram frumvarp til breytinga á stjórnarskrá landsins, sem lengir embættistíma forsetans Ekki allir sammála um ,,réttlætis- mál" Rétt- lætisflokksins um tvo ár, ef samþykkt verður. Er augljóst, að ekki eru allir á einu máli um þetta „réttlætis- mál” Réttlætisflokksins. Saksóknari rikisins hefur nú ákært tvo útlendinga, Banda- rikjamann og Hollending, fyrir brot á fiknilyfjalöggjöfinni, en brot á henni geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þetta er i fyrsta skipti sem saksóknari ákærir út- lendinga fyrir fiknilyfjasmygl og sölu hér. Einn Islendingur, var einnig ákærður i tengslum viö útlending- ana og heimiluð var dómsátt á málum fjögurra Islendinga tii viðbótar. Hollendingurinn er ákærður fyrir að hafa smyglað hingað hassi i þeim tilgangi að dreifa þvi hér og selja, og Banda- rikjamaðurinn fyrir að hafa að- stoðað Hollendinginn. Einnig dreifði hann nokkru magni at hassi, en þaö fékk hann hjá þriðja útlendingnum, sem hafði smygl- að þvi hingað. AD SEUA HASS tslendingurinn er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Bandarikja- manninn við dreifingu og sölu, en heimiluð er dómsátt i málum þeirra fjögurra, sem játað hafa kaup og neyzlu á hassi. t ákæru saksóknara er þess m.a. krafizt að það hass, sem út- lendingarnir voru teknir með, verði gert upptækt. Það er tæpt kiló, og verðmæti þess nálægt 400 þúsund krónur á markaði hér. Röskar 200 þúsund krónur, sem 'fundust i fórum Bandarikja- mannsins verði gerðar upptækar, mennirnir verði dæmdir til greiðslu sakakostnaðar, og fari af landi brott eftir að hafa tekið út refsingu hér. — Mennirnir sitja báðir i gæzluvarðhaldi, og hafa þeir verið i varðhaldi á fjórða mánuð. Málið verður bráðlega ■ þingfest. Auðveld björgun Giftusamlega tókst að bjarga danska flutningaskipinu Tomas Bjerco af strandstað þess á Eyjafjatlasandi. Björgunarskipiö Goð- inn kom með skipið I togi til Reykjavikur um miðjan dag f gær. Haft er eftir framkvæmdastjóra Björgunar h.f. Kristni Guðbrandssyni, að björgun Bjercos hafi reynzt sú auðveldasta, sem hann hafi átt aðild að til þessa. Myndina tók Friðþjófur I Reykjavikurhöfn I gær, þegar skipið kom þangað. — Eina leigubílstjóranum í Eyjum var synjað um atvinnuleyfi í Reykjavík Eina leigubilstjóranum, sem starfandi var i Vestmannaeyj- um áður en cldgosið hófst, hefur vcrið synjað um atvinnuleyfi hér i Reykjavík. Samgöngu- ■nálaráðuneytið staðfesti neit- unina i gær, en það vcitir leigu- bilstjórum atvinnuleyfi. Manninum tókst að bjarga bil sinum óskemmdum i Innd og sellisl að i Reykjavik, enda taldi liann beztu atvinnumöguieikana vera hér. I.agði hann fram öll tilskilin gögn auk þess sem liann cr á nýjum og góöum hil, en allt kom fyrir ckki. Ráðuneytið sá sér ekki fært að bæta einum leiguhil við þá nánast 500 sem fyrir cru i borginni. Þar sem maðurinn bjóst við að fá leyfið, kom liann sér vel fyrir á meðan hann beið eftir svarinu. Nú þarf hann sjálfsagt enn að rifa sig upp með rótum, þar sem hann gctur ekki stund- að erfiðisvinnu, og þvi bundinn leiguakstrinum. Maöurinn var sjómaður, en varð fyrir slysi, sem varð þess valdandi að starfsgeta hans rýrnaði, og fór hann þá út i akst- urinn. — ALLT ADSEXARA FANGELSIFVRIR RIKISSJJÓRNIN BANNAR FREKARI VERKFÖLL OG VERKBÖNN '.....1 Rikisstjórnin lagði i gær fram frumvarp um lögfestingu á kaupi yfirmanna á togurum og bann við frekari verkföllum og verkbönnum, þannig að togara- verkfallinu ljúki. t kvöld hefur togaraverkfall staðið i nákvæmlega 60 daga. Það hófst að kvöldi 22. janúar með verkfalli undirmanna, og siðar tók við verkfall yfir- manna. Ögjörningur er að reikna út með nokkurri nákvæmni það tjón, sem verkfallið hefur haft i för meö sér fyrir þjóðarbúið, en það skiptir sjálfsagt hundruðum milljónum króna. t frumvarpi rikisstjórnarinn- ar, sem búizt var við, að afgreitt yrði á Alþingi i gærkvöldi eða nótt sem leið. felst, að siðustu tillögur yfirmanna verði lög- festar, — eins og Alþýðublaðið hefuráður skýrt frá. Útgerðar- menn eru mjög andvigir frum- varpinu, þar eð þeir telja fyrir- sjáaniegt tap á rekstri togar- anna. Rikisstjórnin mun hafa boðið eitthvað aukna rekstrar- styrki, en útgeröarmenn telja þá ekki nægilega. Hannibal Valdimarsson, fé- lagsmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu og kvað þjóðar- nauðsyn að levsa togaradeiluna. Gylfi Þ. Gislason, formaður A1 þýðuflokksins, minnti á, að með hverri vikunni fjölgaði þeim stefnuyfirlýsingum stjórnar- flokkanna, sem þeir brygðust. Þeir framkvæmdu gengislækk- un, þeir breyttu samningum með lögum og þeir breyttu visi- tölugrundvellinum með lögum. Þá hefðu þeir viljað gera miklu meira gegn vilja launþegasam- takanna en þeir hefðu komizt upp með. Gylfi sagði ennfremur i um- ræðunum um frumvarpið á Al- þingi i gær. að mergurinn máls- ins væri sá, hvort launahiutfall- inu milli undirmanna og yfir- manna vær breytt. Ýmislegt virtist benda til þess, að þvi væri breytt undirmönnum i ó- hag. Ef þetta væri lagfært, eða það reyndist misskilningur, myndu þingmenn Alþýðuflokks- ins greiða atkvæði með frum- varpinu. — Frumvarp rikisstjórnarinnar var sainþykkt við 2. umræðu i neðri deild Alþingis i gærkvöldi klukkan 22.20og málinu visað til 2. umræðu. Hún stóð fram á nótt. Frumvarpið liklega sam- þykkt i deildinni, og visað til efri deildar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.