Alþýðublaðið - 23.03.1973, Page 4

Alþýðublaðið - 23.03.1973, Page 4
„Óhætt er að fullyrða, að kol- munninn verður nýttur i stórum stil á næstu árum, ekki aðeins til bræöslu heldur einnig til mann- eldis. Við þær veiðar á Guðmundur eftir að sanna enn betur gildi sitt sem gott afla- skip”. Þannig komst Páll Guðmundsson, útgerðarmaður, að orði i samtali, sem blaða- maður Alþýðublaðsins átti við hann og Hrólf Gunnarsson, skipstjóra og aflakóng á Guðmundi RE-29 i gær, en þeir tveir eru eigendur skipsins. Eftir þriggja vikna úthald kom Guðmundur i fyrradag inn til heimahafnar sinnar i Reykjavik og fengu skipverjar sólarhrings fri, en um hádegi i gær lagði Guðmundur úr höfn til nýrrar atlögu við loðnuna. Eins og kunnugt er hefur ekkert veiðiskip fært eins mikinn afla á land á yfir- standandi loðnuvertið og Guð- mundur RE-29, eða samtals 13.800 tonn, og er útflutnings- verðmæti aflans talið vera um 2,5 milljarðar króna. ,,bað er ekki gott að spá neinu um það, hvenær loðnuvertíðinni ljúki”, sagði Hrólfur i sam- talinu, ,,en sjálfsagt fer nú óð- um að styttast i henni. Við höld- um áfram, meðan veiðist, en þeir hafa verið að fá’ana á svæðinu frá Hafnarbergi og austur fyrir Vestmanna- eyjar”, og bætti við: ,,'Það er auðvitað spurning, hve lengi islenzku skipin geta haldið loðnuveiðum áfram. Ef til vill geta stór skip á borð við þetta, sem er um 800 lestir, haldið loðnuveiðum áfram við Grænland, en þar kann að leyn- ast loðna, sem litið eða ekkert er nýtt af öðrum. Þess ber að geta i þessu sambandi, að Norðmenn hafa verið að veiða á loðnu á þeim slóðum, sem við sóttum sildina á, fyrir 6-8 árum”. Varðandi yfirstandandi vertiö kvaðst Hrólfur, skipstjóri, vilja láta koma fram: „Tvimæla- laust er góðri skipulagningu á löndun fyrir að þakka, hve mikill loðnuafli er nú kominn á land. Verksmiðjukosturinn i landi hefur aldrei verið nýttur eins vel á loðnuvertið og i vetur og loðnumiðin hafa aldrei verið fullnýtt fyrr en i vetur, þó að það hefði verið hægt áður”. Aðspurður um afkomu út- gerðar og sjómanna svöruðu þeir tvimenningar, Páll og Hrólfur: „Hún hefur verið góð, en þennan pening hefði lika verið hægt að taka inn i landi. Væri afkoman ekki góð á afla- hæsta skipinu, væri enginn til sjós. Annars fer ágóðinn ekki nema aö hluta til okkar. Ein- hverjir fá meiri hagnað en við, þvi að verðmæti aflans, sem við komum með á land, liðlega þrefaldast, þegar hann er orðinn að útflutningsvöru”. Þess skal getið, að Guðmundur RE-29 sýndi ágæti sitt strax á sildveiðunum i Norðursjó i fyrrasumar og á hann hæstu sildarsölu, sem nokkurt islenzkt skip hefur náð i Danmörku, er hann seldi eitt sinn afla eftir eina veiðiferð fyrir liðlega 3 milljónir króna. — — segir Páll Guðmundsson útgerðarmaður og Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri á Guðmundi RE og aflakóngur ÍBUHR ORVRKIA BRATT ORDKAR 244 f HATÚNI Styrktarfélag vangefinna 15 ára í dag Læknir getur lokið allt að þrem fóstur- eyðingum a klukkustund Við sæmilegar aðstæður getur læknir framkvæmt þrjár til fimm fóstureyðingar á klukku- stund. Það er ekkert i veginum fyrir þvi að meöhöndla konur „á færibandi” af fullri ábyrgð, ef öll varasöm og erfið tilfelli eru greind frá áður. Þetta segir i grein i nýút- komnu tölublaði af Vikuriti lækna i Danmörku. Þar segir dr. Erik Gregersen frá þvi, hvernig fóstureyðingar hafi verið meðhöndlaðar á þennan hátt á héraðssjúkrahúsinu i Gentofte: Konurnar koma fastandi til sjúkrahússins að morgni dags, leggjast undir aðgerðina og er ekið heim af sjúkrahúsinu siðdegis. Aður hefur það verið tryggt, að ein- hver sé heima til þess að taka á móti konunni og hlynna að henni. Um það bil 80% allra fóstureyöinga eru framkvæmd á þennan hátt, og áhættan veröur engu meiri meö þvi móti. 1 umsögn um fóstureyðingar- grein þessa i læknatimaritinu ritar Poui E. Lebsch, yfirlæknir: — Það bezta væri, ef konan sjálf gæti orsakaö fósturlátið strax eftir að hún hefur ákveðið ekki aö fæða barnið. Ef til vill veröur [ framtiðinni hægt að prófa aðferöir, sem gera þetta unnt — t.d. mcð fastákveönum hormónagjöfum. Konur I fóstureyðingahug- leiðingum, sem leita á vit sjúkrahúsa á aö sjálfsögðu að meðhöndia alveg jafn vel og aðra sjúklinga. Samfélagið, sem setur ákveðin lög, verður að sjá til þess, aö þeim sé hægt að framfylgja án þess að það geti skaðað aðra sjúklinga. En vitað er um fjöldann allan af atvikum erlendis frá, sem sýna, að hægt er að framkvæma fóstureyöingu án þess aö til þurfi aö koma sjúkrahússvist — með staödey fingu. Þegar konurnar eru fræddar á þvi, að staödeyfing sé mun hættu- lausari en svæfing hafa flestar þeirra ekkert á móti stað- deyfingu. Að lokinni aðgerðinni eru aðeins örfáar, sem kvarta um sársauka, ritar Lebsch yfir- iæknir. Styrktarfélag vangefinna á 15 ára afmæli i dag, en stofnfundur þess var haldinn i Reykjavik 23. marz 1958. Markmið félagsins frá upphafi hefur veriö að vinna að þvi, að komiö verði upp nægilegum og viðunandi hælum fyrir vangefið fólk, sem nauðsynlega þarf á hælisvist að halda. Ennfremur að vangefnu fólki veitist ákjósanleg skilyrði til þess að ná þeim þroska, sem hæfileikar þess leyfa, að starfsorka vangefins fólks verði hagnýtt, að einstak- lingar, sem vilja afla sér mennt- unar til að annast vangefið fólk, njóti riflegs styrks i þvi skyni, og að lokum er markmið félagsins að annast kynningu á málefnum vangefinna með útgáfustarfsemi eða d annan hátt. Sama ár og Styrktarfélag van- gefinna var stofnað voru sam- þykkt á Alþingi lög um aðstoð við vangefið fólk, sem samkvæmt þessum lögum var stofnaður Styrktarsjóður vangefinna með gjaldi af öli og gosdrykkjum, sem framleitt er hér á landi. Fé sjóðsins er varið til að reisa eða endurbæta stofnanir fyrir vangefið fólk en félagsmálaráð- herra ráðstafar fé sjóðsins að fengnum tillögum stjórnar Styrktarfélags vangefinna. Tekjum Styrktarsjóðsins hefur verið þannig variö á undan- förnum árum: Við rikishælið i Kópavogi var fullgert elzta vistmannahúsið, byggt fbúðarhús fyrir starfs- fólkið, byggð vistmannahús og byggð lækna- og stjórnunar- bygging með skólastofum fyrir gæzlusystur eða fóstrur, m.ö.o. þroskaþjálfaskóli. A Kópavogshælinu dvelja 182 vistmenn, en hælið er talið ofsetið um 30 vistmenn. A hælinu að Sólheimum i Grimsnesi var byggt mötuneyti, styrkir veittir til byggingu skóla, byggingu vistmannahúsa fyrir 12-14 manns og til starfsmanna- húsa, sem nú eru i smiðum. Vist- mannafjöldi á Sólheimum er um eða yfir 40 manns. A hælinu i Skálatúni voru byggð tvö starfsmannahús. Annað þeirra var fullgert á s.l. ári, byggt vistmannahús fyrir 30 vistmenn með eldhúsi, borðstofum, skóla- stofum og öllu tilheyrandi fyrir stofnunina og endurbætur gerðar á gamla vistmannahúsinu. 1 Skálatúni eru nú rúm fyrir 55 vistmenn. Á Akureyri var byggt hæli fyrir vangefna ásamt ibúðum fyrir starfsfólk, skóla-og vinnustofum. Hælið á Akureyri rúmar 50 vist- menn. Þá hafa verið veittir styrkir i Styrktarsjóðnum til bygginga dagvistarheimila Styrktarfélags vangefinna. Hælin að Sólheimum, Skála- túni, Akureyri og Tjaldanesi eru öll sjálfseignarstofnanir, en Styrktarfélag vangefinna rekur dagvistarheimilin Lyngás og Bjarkarás fyriri eigin reikning. Þegar á fyrsta starfsári var ákveðið af hálfu félagsins að koma á fót leikskóla fyrir van- gefin börn. Nokkru siðar réðst félagið i byggingu dagvistar- heimilisins i Lyngási og hóf rekstur þess 1. júni 1961. Heimili þetta hefur rúm fyrir 40 vist- menn, en þar hafa verið allt að 58 vistmenn. Nokkru siðar réðst félagið i byggingu annars dagvistarheim- ilis i Reykjavik, og hóf það rekstur fyrir rúmu ári. Heimili þetta heitir Bjarkarás og er þar rúm fyrir 52 vistme.m og sækja nú heimilið 32. Styrktarfélag vangefinna er aðili að öryrkjabandalagi Islands. Eins og kunnugt er hefur, bandalagið byggt 160 ibúðir, sem leigðar eru öryrkjum i tveimur háhýsum við Hátún i Reykjavik og hafið byggingu 84 ibúða háhýs- is til viðbótar á sama stað. Föstudagur 23. marz. 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.