Alþýðublaðið - 23.03.1973, Side 12
V
alþýðu|
aðið
KOPAVOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kL 1 09 3 Simi 40102.
Ekki loku skotið fyrir góð úrslit
BÍÐ SPEHNTUR
TIL MANUDAGS
SEGIR EYJfl-
BÍLSTJÓRINN
„Eg biö auövitað
spenntur eftir lokaaf-
greiðslu málsins á mánu-
dag”, sagði Jóhann Ingi
Einarsson, leigubilstjóri
úr Eyjum, i samtali við
Alþ.bl. i gær, en sifelldur
dráttur á svari við beiðni
hans um atvinnuleyfi i
Reykjavik, vakti þann
misskilning, aö beiðninni
hefur verið neitað. Nú er
hins vegar ljóst, að loka-
afgreiðsla málsins verður
á mánudag og kvaðst Jó-
hann gera sér góðar vonir
um jákvæða niðurstöðu.
Jóhann sagðist hafa
verið atvinnulaus meöan
umsóknin hefur veriö til
afgreiðslu. Af heilsufars-
ástæðum er þetta eina at-
vinnan, sem hann á gott
meöaö stunda. „Við vor-
um tveir úr Eyjum, sem
reyndum að fá atvinnu
við leigubilaakstur' f
Reykjavik”, sagði hann.
„Hinn gafst upp á aö fcíða
og er farinn til K^fjjaWkur
i atvinnu. En é|g ofNÍund-
inn við bilinn/'Fafr évo ó-
liklega,að beiðni Jóhanns
verði neitað, sér hann sér
ekki annað fært en að
selja bílinn. Og hvað svo?
„Ja. Það veit ég hreint
ekki”, segir hann. „Þetta
er það eina, sem ég með
góðu móti get gert.
Hreyfill hefur þegar
boðizt til að taka mig, fái
ég atvinnuleyfið. Málið
horfði auðvitað allt öðru
vísi við ef ég væri fær I
flestan sjó. En einhvern
veginn leggst það svo í
mig, að mér verði leyft að
stunda þá atvinnu, sem
ég get.1'
jru ■
Gosið lækkaði bílinn ekki lítið í verði
„Tjóniö á bilnum minum er laus-
lega áætlaö á 100 þúsund krónur, en
lögreglan tók hann til handargagns
fyrstu daga gossins, og varð hann
þá fyrir miklu hnjaski,” sagði Jó-
hann Ingi.
Jóhann sendi billyklana út til
Eyja fyrsta dag gossins, i von um
að fá hann sendan i land, en þar
sem það dróst á langinn fór hann
sjálfur til Eyja að sækja hann. Þá
var verið að setja hann i skip, og
gaf lögreglan honum vottorð um að
hún hefði notað bilinn.
„Billinn sem er viðkvæmur eins
og aðrir fólksbilar”, sagði Jóhann,
„fór mjög illa á þessum fáu dögum,
þvi aliar rúður eru ónýtar, lakkið
ónýtt, allt króm ónýtt og ryðvörnin
að mestu horfin af undirvagnin-
um.”
Sagðist Jóhann vona að Viðlaga-
sjóður bætti honum eitthvað tjónið,
þar sem það varð, er bfllinn var i
notkun almannavarna, eins og
Jóhann hefur vottorð upp á.
ÞRIR I
BLÓÐ-
PRUFU
HVERN
SÓLAR-
HRING
Þetta mál hefur vissu-
lega verið til athugunar, og
i nýju lögreglustöðinni, er
gert ráð fyrir aðstöðu fyrir
lögreglulækni ”, sagði
Asgeir Friðjónsson fulltrúi
lögreglustjóra i viðtali við
blaðið.
1 svari yfirlæknis slysa-
deildar Borgarspitalans
vegna málsins, þegar
læknar deilarinnar neituðu
á mánudagskvöldið að taka
blóðprufu úr manni, segir
hann m.a., að honum sé
ekki kunnugt um, að lög-
reglan hafi reynt að gera
nokkuð til að finna réttu
lausnina á þessu. Einnig
segir hann að læknar deild-
arinnar séu engir lögreglu-
læknar. Asgeir sagði, að
hann skildi afstöðu lækn-
anna, nokkurt ónæði væri
af þessum sökum, þar sem
að meðaltali væru um þrir
menn færðir þangað til
blóðprufu á sólarhring.
Hins vegar gengi hann á,
að læknaskortur væri i
landinu, og maður, sem
tekur blóðprufur, þarf að
vera læknir. Einnig þarf
hann að vera tiltækur allan
sólarhringinn, allan ársins
hring.
Að lokum taldi Asgeir
liklegt að atvikið á mánu-
dagskvöldið yrði til þess að
einhver ákveðin endanleg
lausn fengist á þessu máli,
en eins og blaðið hefur
skýrt frá, eru læknar slysa-
deildarinnar á móti því að
taka blóðprufur úr mönn-
um, sem neita að láta
framkvæma slikt.
TOCARABNIR AFRAM I HOFN
VECNA REKSTRARFIÁRSKORTS?
Einn af eigendum þeirra
nýju skuttogara, sem
keyptir hafa verið til lands-
ins að undanförnu, spurði i
gærmorgun bankastjóra
viðskiptabanka sins, hvert
rekstrarlán fengist úr
bankanum, þannig að tog-
arar útgerðarmannsins
kæmust á veiðar strax og
verkfall yfirmanna leyst-
ist.
Svör bankans voru þau,
að þvi blaðinu er tjáð, að
ekki kæmi til mála, eins og
sakir stæðu, að nokkurt lán
fengist vegna togaraút-
gerðar vegna mikillar ó-
vissu um aðstoð rikissjóðs
við atvinnugreinina og
mikils halla, sem fyrirsjá-
anlegur væri framundan.
1 umræðum á Alþingi i
gær og fyrradag var upp-
lýst, að starfandi eru
nefndir, sem kanna eiga
rekstrarafkomu togaraút-
gerðarinnar i landinu. Að
sögn sjávarútvegsráðherra
hafa togaraeigendur farið
fram á það við rikisstjórn-
ina m.a. að hún greiði úr
Tveir ætluðu að bjarga einum
— svo biargaði einn tveimur
Sjúkraflugvél flutti i gær
slasaðan mann frá Flateyri
til Reykjavikur, eftir að
maðurinn hafði slasazt við
að bjarga öðrum manni frá
drukknun, en þriðji maður-
inn bjargaði þá báðum.
Maðurinn er ekki i lifs-
hættu.
Um kl. sex i morgun féll
maður fyripborðá vélbátn-
um Sóleyju i höfninni á
Flateyri. Hékk maður, sem
er Flateyingur utan á
hjálp, en tveir aðkomu-
menn sem staddir voru á
bryggjunni sáu til hans, og
fóru þegar til hjálpar.
Maðurinn, sem féll fyrir
borð, var eitthvað við skál
og er hann mjög þungur.
Þegar mennirnir tveir voru
rétt að ná honum inn fyrir
borðstokkinn, misstu þeir
hann úr höndum sér, og
datt hann þá i sjóinn..
Stungu hinir sér þá þegar
á eftir honum, þrátt fyrir
að veður væri slæmt, og
sjórinn mjög kaldur. Náðu
þeir manninum, en hvernig
sem það vildi til, þá slasað-
ist annar björgunar-
mannanna við það.
Sá sem eftir var fullfær
bjargaði mönnunum báð-
um á öruggan stað, og brátt
rankaði sá við sér. sem
fyrst hafði fallið i sjóinn, og
hefur hann náð sér.
rikissjóði tap á togaraút-
gerðinni á s.l. ári að upp-
hæð 100 milljónir króna og
greiði ennfremur áætlað
tap hennar á árinu 1973 að
upphæð 175 milljónir
króna.
1 umræðum i efri deild
Alþingis i gær sagði einn af
þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, Jón Arnason, út-
gerðarmaður á Akranesi:
„Hver láir viðskiptabanka,
þó að hann hiki við að veita
miklu fjármagni til at-
vinnugreinar, sem rekin er
með gífurlegum halla?”
Jón Arnason sagði enn-
fremur við sömu umræðu,
„að eins og nú horfir og
með lögfestingu kjara-
samnings yfirmanna á tog-
urum, er togaraútgerðin
skilin eftir i algerum
ógöngum og ekki annað
sýnt, en útgerðarmenn
neyðist til að halda togur-
um sinum bundnum áfram
um ófyrirsjáanlega fram-
tið, nema mjög verulega
aukin aðstoð af hálfu rikis-
sjóðs komi til”.
Knattspyrnuhetjan og
hálfgoð yngismeyja,
George Best, hefur snú-
ið sér að fasteignasölu
ásamt tveim vinum sin-
um frá Manchester.
Stjarnan fyrrverandi
frá Manchester United
og irska landsliðinu sér-
hæfir sig i sölu jarð-
eigna á Spáni — en
fyrirtæki þremenning-
anna heitir Chelcombe.
„Ég er loks að gera
mér grein fyrir þvi að
ég mun ekki leika knatt-
spyrnu nokkru sinni
framar”, sagði Best.