Alþýðublaðið - 08.04.1973, Blaðsíða 3
KARL
Karlmaður fæddur í
Steingeitarmerki
og kona fædd í
STEINGEITARMERKI,
21. des.—19. janúar.
Þau mundu ekki fara varhluta
af þvi sem oft vill verða, að það
hjónaband fari ekki allskosta
vel, þar sem báöir aðilar eru
fæddir i sama stjörnumerki.
Þar sem þau hafa að visu sömu
kosti, en einnig sömu galla,
mundu þau ekki bæta hvort ann-
að upp. Og þar sem þau eru bæði
dul og hlédrægi ástum, er líklegt
að þau tengsl yrðu aldrei mjög
sterk. Bæði eru mjög hagsýn, en
bæði lika mjög sparsöm, og þar
sem þau myndu ekki sækja
skemmtanir að heitið gæti, eða
ef til vill koma innan um fólk, er
liklegast að þau yrðu smám
saman leið hvort á öðru. Senni-
lega mundu bæði vilja ráða öllu
á heimilinu, og eflaust mundi
hún vilja skipta sér af störfum
hans utan heimilisins. En svo er
lika til að bæði láti skynsemina
ráða og geri með sér samkomu-
lag, þar sem hún léti afskipta-
laus störf hans utan heimilis, og
hann heimilishald hennar. Þá
gæti sambúðin orðið farsæl,
Karlmaður fæddur í
Steingeitarmerki
og kona fædd í
VATNSBERAMERKI,
20. jan.—18. febr.
Það er fremur óliklegt að sam-
an dragi með þeim tveim, þar
eð þau eru sannarlega ólik um
flest. En færi nú svo að þau
gengju i hjónaband, er hætt við
að þeim reyndist erfitt að sigr-
ast á þeim vandamálum, sem
hjúskapurinn mundi hafa i för
með sér. Áhugamálum hennar
er ekki markaður bás, þau geta
snert gervallt mannkyn, en
sjálfur hefur hann sjaldnast á-
huga á öðru en þvi sem næst
honum er og beinlinis tengt
starfi hans og fjölskyldu. örlæti
hennar við alla sem örðugt eiga
mundi honum finnast heimsku-
legt, einkum ef hún gefur sér til
skaða. Hætt er viö að hún liti á
peninga sem gagnlegasta til
þeirra hluta, en ekki til þess að
geyma þá i banka. Hneigð hans
til að kerfisbinda alla hluti svo
þeir gangi sem mest sjálfkrafa,
svo og stjórnsemi hans, mundi
ekki finna neinn hljómgrunn hjá
henni. Henni mundi einfaldlega
finnast það afrek, ef hún kæmi
einhverju i verk heima fyrir, og
dást að sjálfri sér fyrir. Hún á
að visu til ástriki, en tilfinningar
hennar munu þó vart nógu heit-
ar eða stöðugar til þess að losa
um viðbrögð hans, og er þvi eins
vist að aldrei tækjust með þeim
heitar ástir. En slikt er þó aldrei
unnt að fullyrða.
Karlmaður fæddur í
Steingeitarmerki
og kona fædd í
FISKAMERKI,
19. febrúar—20. marz
Betri konu Steingeitarmanni til
handa getur varla, en þá sem
fædd er i Fiskamerki. Eiginleik-
ar þeirra hvors um sig eru
þannig, að þau mundu bæta
hvort annað upp, ef svo má að
orði komast, og mynda þannig
jafnvægi, sem gera mundi hjú-
skap þeirra, einkar farsælan.
Ljúft og heitt ástriki hennar
mundi smám saman ylja við-
brögð hans og vinna bug á fálæt-
inu og hlédrægninni. Hún er
yfirleitt mjög háð maka sinum
og mundi sækja til hans styrk og
öryggi. Ekki getur hún ef til vill
kallazt hagsýn, en hún vill yfir-
leitt þóknast eiginmanni sinum i
öliu og mundi virða ráð hans og
leiðbeiningar. Hún mundi reyna
á allan hátt að móta heimilis-
haldið samkvæmt óskum hans,
en hins vegar ekki skipta sér
neitt af hans starfi. Ef til vill
mundi honum ekki finnast hún
nægilega sparsöm, einkum ei
hún léti i ljós löngun til að eign-
ast fallegan felæðnað og þess
háttar, en eflaust mundi hún
einnig þar fúslega hlita ákvörð-
unum hans. Fyrir áhrif hans
mundi hún verða stöðugri i rás-
inni, og hún mundi gera honum
lifið ljúfara og skemmtilegra.
NÆST:
KONAÍ
VATNS-
BERA-
MERKI
★ ★
STORA* *
STJORNUBuKIH
Háðgert er að gefa út i sumar bók um stjörnuspeki, þar sem
m.a. verður að finna i heild sérprentaða alla þá kafla, sem birzt
hafa i Alþýðublaðinu um stjörnuspeki.
Lýsingar á prsónuleika — 12 þættir.
Hvernig eigið þið saman? — 24 þættir.
Þeir sem vilja tryggja sér bókina á forlagsverði geta sent
þennan miða til:
Stjörnuspeki
pósthólf 320
Reykjavik
og fá þá bókina senda i póstkröfu.
Vero bókarinnar áætlað kr. 1200.
Forlagsverð aðeins kr. 800.-
NAFN.
Heimilisfang
Hljótt hefur verið um sam-
einingarmálið um sinn. Þó er
ekki svo að skilja, að þar hafi
ekkert gerzt i viðræðum aðila.
Frekar er hitt, að aðrir við-
burðir á stjórnmálasviðinu hafi
þokað þvi til hliðar. Þó er málið
ekki langt undan. Upp á sið-
kastið hefur aukin áherzla verið
lögð á viðræðurnar og liklegt er,
að lokatiðinda i þessum áfanga
málsins sé að vænta á næstunni.
Ýtir það að sjálfsögðu mjög á
eftir mönnum, að margir búast
við kosningum á næstunni.
Eins og kunnugt er, þá eru
vinstri viðræður i gangi á milli
fjögurra flokka: Alþýðuflokks,
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna, Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks. Þar fyrir
utan hafa ungir Framsóknar-
menn og SFV-menn ræðst við og
auk þess hafa verið haldnir
nokkuð reglulegir viðræðu-
fundir ungra manna úr Alþýðu-
flokknum, SFV og Framsóknar-
flokknum um sameiningar-
málið. Aðal-viðræðurnar eiga
sér þó stað á vegum flokkanna
sjálfra. Þar starfa sérstaklega
kjörnar viðræðunefndir að
málunum og fara viðræður
fram á tvihliðagrundvelli —
þ.e.a.s. milli Alþýðu-
flokks/Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks/SFV o.s.frv.
Fundir hafa aldrei verið haldnir
um málin þar sem viðræðu-
nefndir allra flokkanna fjögurra
hafa setið samtimis og tilraun
til þess að halda sameiginlegan
fund viðræðunefnda Alþýðu-
flokks, Framsóknarflokks og
SFV fór út um þúfur.
1 viðræðum milli flokkanna
hefur eftirfarandi komið i ljós:
Alþýðubandalagið hefur
minnstan áhuga á vinstri við-
ræðunum. Það mun að visu hafa
áhuga á einhvers konar vinstra
samstarfi, þá bæði i rikisstjórn
og i verkalýðshreyfingu, en
engan áhuga á vinstri
sameiningu. Aðeins fáir fundir
hafa verið haldnir með Alþýðu-
bandalaginu og hinum flofekun-
um.
Mun meiri áhugi er cikjandi
fyrir vinstri viðræðunum i
Framsóknarflokknum. Bæði
stigs- og eðlismunur er þó á af-
stöðu yngri Framsóknarmanna
annars vegar og þeirra eldri
hins vegar. Ungu mennirnir
vilja ræða sameiningu —
þ.e.a.s. sameiginlega flokks-
stofnun og sameiginleg framboð
lýðræðissinnaðra jafnaðar- og
samvinnumanna, en eldri
mennirnir vilja ræða samstarf
og þá ekki hvað sizt þann mögu-
leifea, að fá Alþýðuflokkinn með
i stjórnarsamvinnuna. Einnig
vilja þeir fá að fylgjast sem
nánast með gangi viðræðnanna
almennt — einkum og sér i lagi
milli Alþýðuflokks og SFV — þá
væntanlega út frá sömu
forsendum; þ.e.a.s. hvaða áhrif
þau samtök kynnu að hafa á
stöðu rikisstjórnarinnar.
Eins og sjá má af þessu er
töluverður skoðanamunur á
milli yngri og eldri Fram-
sóknarmanna og vilja hvorir
um sig túlka sinn skilning sem
hinn rétta á samþykktum
flokksþings og flokksstjórnar
Framsóknarflokksins i
sameiningarmálinu. Þá veldur
það einnig töluverðum kurr i
liðinu, að ungir Framsóknar-
menn skuli vera i einkaviðræð-
um við annan stjórnmálaflokk
um samstarf og samstöðu —
þ.e.a.s. SFV, auk þess sem sagt
er, að meinlitið sé á milli
ýmissa forsvarsmanna SUF og
sumra framámanna i Alþýðu-
flokknum. Andstæðingar Ólafs
Ragnars Grimssonar og
Baldurs Oskarssonar i Fram-
sóknarflokknum — og þeir eru
margir — segja fullum fetum,
að fyrir þeim vaki ekkert annað
en að ota sinum tota og séu þeir
reiðubúnir til að selja sig öðrum
og kljúfa Framsófenarflokkinn
fái þeir ekki metnaði sinum
svalað þar.
Einnig fylgir sögunni, að óró-
leikinn i forystumönnum SUF sé
mikilstil sprottinn af þvi, að(
hafi komizt að raun um þai
eftirgrennslan, að af þeirró
Ytir sameiningar-
málið undir
haustkosningar?
„öruggu” þingsætum á fram-
boðslistum, sem losna munu hjá
Framsókn við næstu kosningar,
eigi þeir ekki möguleika á
neinu. Leiki þeir þvi tveim
skjöldum nú i þeirri von i fyrsta
lagi, að geta með hótunum um
brottför úr flokknum nælt sér i
vonarsæti á listum Fram-
sóknarflokksins og ef það
bregðist að hafa þá til vara þann
ás uppi i erminni að fá að fara i
framboð fyrir sameiningar-
menn. Hafa þessi ummæli
andstæðinga ungu mannanna i
Framsóknarflokknum haft tölu-
verð áhrif út fyrir raðir Fram-
sóknarmanna og orðið til þess,
að sumir sameiningarmenn
i öðrum flokkum tortryggja
SUF og þykir, sem þar sé um of
leikið tveim skjöldum. Stað-
reyndin mun hins vegar vera sú
að hvort tveggja er til — menn
innan^, SUF, sem af einlægni
vilja sameiningarmálið fram og
menn innan SUF, sem af ein-
lægni vilja sjálfir fram. Er lik-
iegt, að það dæmi verði gert upp
áður en langt um líður, jafnvel i
þessum mánuði og hljóta þeir
atburðir að teljast til tiðinda,
hvernig sem þeir verða og með
hvaða hætti, sem þá ber að.
Af þessu má ljóst vera, að
hinar raunverulegu
sameiningarviðræður á flokka-
grundvelli eru enn einvörðungu
á milli Alþýðuflokksins og SFV.
Munu viðræðunefndirnar telja
tima til kominn að greina
endanlega á milli vinstri við-
ræðna og sameiningarviðræðna
og halda i fullri alvöru lengra út
á braut sameiningarviðræðna.
Hafa nýlega verið skipaðar tvær
undirnefndir til þess að vinna að
afmörkuðum efnisatriðum
sameiningarmálsins — önnur
nefndin á að semja uppkast að
sameiginlegri stefnuskrá
væntanlegra sameiningarsam-
taka, hin nefndin á að semja
uppkast að skipulagi þeirra.
Hvor nefndin um sig er skipuð
fjórum mönnum: tveim frá
hvorum, og er þeim ætlað að
hafa skilað niðurstöðum til
aðal-viðræðunefndanna fyrir
páska. Er sá timi talinn meira
en nægur, þvi þessi tvö mál hafa
verið töluvert mikið rædd á
fundum viðræðunefndanna og
liklegt er, að um þau náist sam-
komulag án teljandi fyrir-
hafnar.
Að sjálfsögðu gera menn sér
grein fyrir þvi, að þriðja málið
af stórmálunum er óleyst, þótt
gangi saman um bæði þau tvö,
sem hér voru nefnd — en það
eru f ramboðsmálin og
skipulag þeirra. Sé skammt til
kosninga verður þetta vanda-
málenn torleystara.Viðræðu-
nefndirnar hafa þó ekkert um
mál þetta fjallað, enda munu
þær telja það vera utan sins
verkahrings — þeim hafi aðeins
verið falið að leita eftir þvi,
hvort um málefnalegan og
skipulagslegan samstarfs-
grundvöll væri aö ræða. Ekki
hefur verið á framboðsmálin
minnzt i viðræðum aðila, en hins
vegar hafa þau verið þeim mun
meira hugleidd innanflokks hjá
báðum. Eru þar ýmsar hug-
myndir uppi um lausn, en allir
munu þó sammála um, að hér sé
um að ræða eitt af meginatrið-
um sameiningarmálsins, sem
alls ekki megi afgreiða með
einu eða neinu móti nema eftir
ýtarlegar umræður i félögum og
kjördæmissamtökum um land
allt. Munu flokksforingjarnir
Að tjaldabaki
áforma að nota sumarið til
þeirra hluta.
Að sjálfsögðu er staða
flokkanna tveggja — SFV og
Alþýðuflokksins — ekki lengur
sú sama og hún var um og eftir
kosningarnar 1971. Það hefur að
sjálfsögðu töluverð áhrif á stöðu
sameiningarmálsins. Nú liggur
t.d. fyrir, að hluti SFV mun ekki
fylgja með til sameiningar við
Alþýðuflokkinn. Bjarni
Guðnason er sem óðast að
undirbúa aðskilnaðinn við
Hannibal og Björn og hefur
heitið sinum mönnum framboði
i öllum kjördæmum. Þar sem
allir helztu ævintýramenn og
pólitiskir utanveltubesefar, sem
gengu i lið með frjálslyndum i
kosningunum 1971, íylgja
Bjarna að málum, mætti ætla,
að brottför hans gæti auðveldað
sameiningu Björns/Hannibals
liðsins við Alþýðuflokkinn. Að
nokkru leyti er það rétt, að
nokkru leyti ekki. Þannig mun
það „skuespil”, sem átt hefur
sér stað hjá Frjálslyndum i
skiptum Hannibals/Björns við
Bjarna, þar sem aðilar hafa
m.a. staðið með fógeta hvor
framan i öðrum, hafa fengið
gott og gegnt Alþýðuflokksfólk
til að biðja guð fyrir sér og
spyrja, hvers konar fénaður það
eiginlega sé sem Gylfi og co.
hyggist leiða til beitar á gras-
lendum krata. „Ætli fógeti fylgi
þeim lika? ”, spyr fólkið, og lizt
ekki meira en svo á. Þá hafa öll
þessi læti komið mjög illa við
kaunin á ihugulli mönnum hjá
Frjálslyndum, og munu sumir
þeirra jafnvel hafa verið farnir
að hugleiða að gefa málin með
öllu frá sér eða að leita auð-
veldasta samkomulags við
Alþýðuflokkinn til þess að losna
úr leiknum.
Ástandið i Alþýðuflokknum er
með nokkuð öðru móti. Jafn-
framt þvi, sem fylgi
stjórnarinnar hefur hrakað og
aðstaða SFV versnað hefur
Alþýðuflokknum vaxið fiskur
um hrygg.
1 stað móðleysis, sem ein-
kenndi Alþýðuflokksmenn eftir
siðustu kosningar, er kominn
mikill hugur. Hið almenna
flokksfólk telur stöðu flokksins
nú mjög góða og sumir óttast,
að samvinna við hluta þeirra
manna, sem ábyrgð bera á nú-
verandi rikisstjórn, kunni að
spilla henni. Nú þurfi SFV-menn
meira á Alþýðuflokknum að
halda, en Alþýðuflokkurinn á
þeim — og það miklu meira.
Eigi þvi að fara að öllu með
mestu gát og þeim hefur farið
fjölgandi i Alþýðuflokknum,
sem andvigir eru sameiningu út
frá ýmsum ástæðum.
Ein þeirra er sú, hversu litið
hefur af gangi málsins frétzt.
Öttast flokksfólkið, að þögnin
kunni að vera til marks um, að
þrengsti hópur flokksforingja sé
búinn að semja við Frjálslynda
á bak við tjöldin og ætli svo
þeim óbreyttu að fylgja á eftir.
Hafa ýmsar „fregnir” af
frágengnum framboðssamning-
um ýtt enn meira undir þennan
óróleika.
Foringjar Alþýðuflokksins
eiga þvi mikið starf fyrir hönd-
um, sem þeir verða að vinna i
sumar. Gylfi Þ. Gislason og
Benedikt Gröndal telja það enn
rétt vera, að Alþýðuflokkurinn
og Björns/Hannibalsarmurinn i
SFV taki höndum saman og
telja, að öll ágreiningsefni þar i
veginum sé hægt að leysa. En
þeir eru ekki búnir að sannfæra
alla flokksmenn sina um það.
Það kann að verða erfitt verk.
Sparri
o
Sunnudagur 8. apríl 1973.