Alþýðublaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 2
Axel Kristjánsson: ° HLUTA- FJÁREiGN RÍKIS- SJÚÐS Þriðjudaginn 10. þ.m. svar- aði fjármálaráðherra fyrir- spurn á Alþingi um hlutafjár- eign rikissjóðs. Fram kom, að rikissjóöur á beint eignarhlut i 12 hlutafélögum, ekki var ti- undað þaö, sem rikið á óbeint. Þar sem ég hef orðið þess var, að svör ráðherrans hafa valdið misskilningi, þykir mér ástæða til leiðréttingar, að þvi er varðar H.F. Raftækjaverk- smiðjuna i Hafnarfiröi. Réttilega er eign rikissjóðs talin 500 þúsund 1971, en i árs- lok 1972 2,500 þúsund kr., hvort tveggja rétt. En þess er ekki getiö hvernig aukningin verð- ur til, og i því felst mis- skilningurinn. Rikissjóður lagði upphaflega kr. 50 þús. hlutafé i Rafha 1936 og hefur aldrei lagt fyrirtækinu eyrir meir i hlutafé, hins vegar hefur verðbólgan 50 faldað hlutaféð, fyrst 10 faldað og á árinu 1972 5 faldað það hlutafé, sem þá varð kr. 8.050 þús. Rafha hefur frá 1939 greitt arö og rikissjóöur notið hans eins og aðrir hluthafar, flest árin 10%,meöal annars öll árin frá þvi hlutaféð var 10 faldað, og þannig fengið upphaflegt hlutafé i arð árlega um árabil. Aðalfundur Rafha fyrir ,árið 1972 er nýafstaöinn og var þar samþykkt að greiöa 7% arð fyrir árið 1972 og að sjálfsögðu af hinu nýja hlutafé. Þannig fær rikissjóður væntanlega kr. 175 þús. i arð af hlutafjáreign sinni i Rafha fyrir árið 1972 eða 3 1/2 sinnum upphaflegt framlag sitt. Ástæða er til að geta þess að rikissjóður á i mörgum fleiri hlutafélögum gegnum ýmsar rikisstofnanir og hefði vissu- lega verið ástæða til, að fjár- málaráöherra hefði einnig ti- ndað þær og arðsemi þeirra. Yfirlýsing „Undir fyrirsögninni Ori- flame snyrtivörur sem valda útbrotum, viljum við lýsa furðu okkar á þvi að nokkur snyrtisérfræðingur skuli leggjast svo lágt að ófrægja eitt einstakt snyrtivörumerki. Sérstaklega með tilliti til þess að sú hin sama virðist ekki hafa kynnzt tilnefndri vörutegund af eigin reynslu. Þar sem viðkomandi snyrti- sérfræðingur virðist ekki vilja láta nafns sins getið, liggjum við að sjálfsögðu allar undir grun hvort heldur við nefnum okkur snyrtisérfræðinga eða fegrunarsérfræðinga. Þótt engin okkar lyti það stórt á sig að telja sig frægari öðrum sny rtisérfræðingum. Við lýsum hér með yfir aö engin okkar átti hlut að þessu máli. Virðingarfyllst Guðrún M. Jónasdóttir Valgerður Guðmundsdóttir Rósa Jónasdóttir Inga Kjartansdóttir Guðrún Marinósdóttir Sigrún Kristinsdóttir RutÁrnadóttir Asta Sigurðardóttir Kristrún Kristófersdóttir Arný Þórðardóttir” Loðnuvertiðinni er nú svo að segja lokið. Aðeins 10—15 bátar eru enn aö veiðum, og þeir hafa sáralitið fengið siðustu daga. Má fastlega reikna með þvi að sið- ustu bátarnir hætti loönuveiöum um páskana. Heildaraflinn er farinn að nálg- ast 440 þúsund lestir, en sam- kvæmt nýjustu tölum Fiskifé- lagsins er hann 436,226 lestir. Vikuaflinn i siöustu viku var 14,026 lestir. I fyrra var vertið löngu lokið, og var aflinn þá 158,571 lest minni. 19skip fengu afla i siðustu viku, og voru það einu skipin sem voru að veiðum. Hér fer á eftir skrá yf- ir afla þessara skipa, en siöasta þriðjudag birtist skrá yfir þá báta sem fengið höfðu 1000 lestir eða meira. Guðmundur er aflahæstur sem fyrr, en skráin yfir bátana 19 litur annars þannig út: lestir: 1. Guðmundur RE 18.029 2. Eldborg GK 15.276 3. Gisli Arni RE 12.153 4. FifillGK 10.748 5. SúlanEA 10.558 6. HeimirSU 10.287 7. Skirnir AK 10.221 8. Reykjaborg RE 10.212 9. Rauðsey AK 9.761 10. HilmirSU 9.224 11. AsbergRE 3.894 12. Jón Garöar GK 8.609 13. Börkur NK 8.290 14. Þórður Jónass. EA 8.218 15. Helga 11 RE 7.223 16. ísleifur VE 63 7.068 17. Sæberg SU 6.314 18. Seley SU 5.744 19. Vonin KE 3.039 Reykjavik er langhæsti lönd- unarstaðurinn, en Neskaupstaður hefur krækt sér i annað sætið: Siglufjörður lestir: 8.102 Krossanes 760 Raufarhöfn 6.386 Vopnafjörður 5.800 Seyðisfjörður 38.500 Neskaupstaður 38.662 Eskifjörður 29.477 Reyðarfjörður 16.214 Fáskrúðsfjörður 13.795 Stöðvarfjörður 13.827 Breiðdalsvik 6.485 Djúpivogur 10.089 Hornafjörður 16.346 Vestmannaeyjar 23.299 Þorlákshöfn 21.150 Grindavik 18.961 Sandgerði 4.765 Keflavik 38.321 Hafnarfjörður 22.803 Reykjavik 50.989 Akranes 27.203 Patreksfjörður 3.300 Tálknafjörður 1.016 Bolungarvik 9.975 listir á fær- Norræna húsinu Skerpukjöt og eyskri viku í „Færeyingar eru skyldastir Is- lendingum allra þjóða og engir njóta hér meiri vinsælda um þessar mundir en þeir”, segir m.a. i formála dagskrár for- eyskrar viku, sem haldin verður i Norræna húsinu dagana 27. april til 2. mai. Færeyska vikan hefst með þvi að kl. 18 föstudaginn 27. april verður opnuð málverkasýning og heimilisiðnaðarsýning, en daginn eftir opnar i Norræna húsinu fær- eysk bókasýning. Þessa viku verður svo margt á boðstólum, kvikmyndasýningar, fyrirlestrar, söng- og dans- skemmtanir og rithöfundakvöld, svo nokkuð sé nefnt. Hingað kemur til lands fjöldi færeyskra manna og kvenna, sem þátt tekur i þessar Færeyjakynn- ingu. En það verður boðið upp á fleira en hina andlegu mennt, þvi i kaffistofu Norræna hússins verður gestum boðið að prófa brauð með færeysku „skerpu- kjöti" — sem er eins konar þjóð- arréttur frænda okkar. 0 Ottar Yngvason lögfræðingur: UM NEYTENDASAMTÖKIN I Alþýðublaðinu 1. april sl. birtist þetta i grein Bjarna Sig- tryggssonar „Um helgina”: „Þetta (Neytendasamtökin) er samtök fárra manna, sem þiggja laun fyrir að sitja i stjórn eða „vinna” ýmis verk fyrir þessi samtök. Þetta er hópur sem kominn er á jötuna og þigg- ur styrki frá riki og bæ, inn- heimtir félagsgjöld, en sinnir ekki vandamálum neytandans fremur en hann væri ekki til”. Ég bað ritstjóra blaðsins strax 2. april um leiðréttingu á þess- um rakalausu ósannindum og var sú beiðni itrekuð við höfund- inn sjálfan i gær. Loks i dag, 10. april, birtist „leiörétting”, sem lætur reyndar óbeðið einnig að þvi liggja, að stjórnarmenn fái greitt „fyrir störf og viðvik unn- in fyrir samtökin”. Þessi skrif um laun til stjórnarmanna Neytendasam- takanna eru hreinn uppspuni. Stjórn og varastjórn þeirra hef- ur ávallt verið ólaunuð, og engin launuð „störf og viðvik” hafa átt sér stað við stjórnarstörf. Ritstjórn Neytendablaösins var um tveggja ára skeið unnin i hjáverkum af einum stjórnar- manni fyrir lága greiðslu, en frá miðju sl. ári hefur sérstaklega ráðin ritnefnd utan stjórnar samtakanna annazt þau störf. Þetta eru einu greiðslurnar sem hafa át't sér stað „til einstakra stjórnarmanna”. öllum er frjálst aö gagnrýna Neytendasamtökin, en gera verður þá kröfu til blaðamanns, að hann kynni sér nokkuð störf Neytendasamtakanna, áður en hann sýður saman skrif um þau fyrir almenning. Hjálagt sendast Bjarna 4 sið- ustu tbl. Neytendablaðsins frá 1971 og 1972. Þar er m.a. fjallað um þessi mál: Kynning á al- þjóðasamtökum neytenda og brezku neytendastarfi, mats- nefndir Neytendasamtakanna, verðmerkingar i verzlunar- gluggum, rafmagnsslys, neyt- endavernd i nútimaþjóðfélagi, afborganakaup og raunvexti neytendalána, opnunartima verzlana, dómstólakerfið, nor- rænu 'neytendanefndina, aug lýsingar, merkingar raftækja, ábyrgð á söluhlut, skó, dreifingu iandbúnaðarafurða, ferðamál, vörumerkingar, kartöflur, barnaleikföng, efnalaugar, snyrtivörur, ýmis kvörtunar- mál, þvottaefni, rannsókn á salati i verzlunum i Reykjavik, kaup á notuðum heimilistækj- um, viðbótarefni i mat, leka- straumsrofa, egg, o.fl. 1 2. tbl. 1972 eru einnig birt lög samtak- anna og siðustu reikningar þeirra. Stjórn neytendasamtaKanna komu á óvart áðurnefndar rangfærslur blaðamannsins um samtökin, einkum þar sem hann var sjálfur varamaður i stjórn þeirra frá þvi i febrúar 1970 til mai 1971 — (varamenn hafa verið boðaðir á alla stjórnar- fundi). En hver var áhuginn fyrir ólaunuöum störfum stjórnarinnar. Hann mætti á einum fundi af fjórtán, sem haldnir voru þetta starfs- timabil. Tillaga okkar til blaðamanns- ins er. Littu yfir meðfylgjandi lesmál i Neytendablaðinu, og skrifaðu siðan greinar um hags- munamál neytenda. Þú ert einnig velkominn til viðræðna við stjórn samtakanna og starfsfólk. 10. april 1973, f.h. Neytendasamtakanna Óttar Yngvason Þriðjudagur T7. apríl 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.