Alþýðublaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 3
Sigfinnur svarar Fram- kvæmdaráði Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga i Suðurlandskjör- dæmi, Sigfinnur Sigurðsson, gerir eftirfarandi athugasemd við „ummæli Framkvæmdaráðs Framkvæmdastofnunar rikis- ins”: „1* Það er með öllu rangt, að byggðasjóði rikisins sé bann- að i lögum að veita fjármagn til byggðaþróunar á Islandi, enda hefir Framkvæmdaráð stofnunarinnar nýlega gert samning við ráðgjafarfyrir- tækið Hagvang h/f, um vinnu að Austurlandsáætlun gegn greiðslu alls kostnaðar auk eigin vinnuframlags stofn- unarinnar. Þetta ráðgjafarfyrirtæki er hið sama og vann mest að gerð 1. hluta Suðurlandsáætl- unar. 2. Alþingi samþykkti fyrir tæpu ári að fela Framkvæmda- stofnun gerð Suðurlandsáætl- unar i samvinnu við Samtök sveitarfélaga i Suðurlands- kjördæmi. 3. A fundum i september og október s.l., varð það að sam- komulagi milli Fram- kvæmdaráðs Framkvæmda- stofnunar rikisins og fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga i Suðurlands- kjördæmi, að hann tæki að sér forystu i þessu máli, þar eð Framkvæmdastofnunin hefði ekki nægu starfsliði á að skipa vegna vinnu við þrjár aðrar landshlutaáætlanir. Það hefir komið i ljós, að þessi af- greiðsla málsins hefir ekki enn verið lögð fyrir stjórn stofnunarinnar né heldur hefir bréf forsætisráðherra frá s.l. sumri, fengið þar afgreiðslu. En í þvi bréfi fól hann stofnun- inni umrætt verkefni, skv. þingsályktuninni. 4. Það má benda á, að 1. áfangi að Suðurlandsáætlun liggur nú fyrir, en stofnunin hefir enn ekki birt neitt af þeim byggða- áætlunum, sem forgangsröö- un hafa híotið”. Heimsmeistaraeinvígið í skák 1975: NU TAKA RÚSSAR Á HONUM STÓRA SÍNUM Tap Spasskys gegn Fischer i einvigi þeirra um heimsmeist- artitilinn hefur heldur betur ýtt við skákáhugamönnum i Sovét- rikjunum. Er nú öll áherzla á það lögð af hinni voldugu skák- vél Sovétmanna, að Rússi endurheimti heimsmeistara- tignina árið 1975, en þá á næsta heimsmeistaraeinvigi að fara fram. „Það hefur ekkert slaknað á skákáhuganum hérna”, sagði Anthony Saidy, bandariskur skákmeistari, sem nýiega er kominn heim frá skákmóti i Eistlandi. „Ef eitthvað er, þá hefurtapið gert það að verkum, að Sovétmenn hafa einsett sér að leggja sig meira fram”. Sú i hæsta máta óvanalega staða fyrir Sovétmenn að hafa orðið númer tvö i heimsmeist- araeinvigi hefur orsakað, að „þeirra maöur”, Spassky, er heldur i ónáð þessa stundina. Hann hefur verið ávitaður i blöðum fyrir slæman undirbún- ing undir einvigið og sagt er, að tvivegis hafi honum verið mein- að að taka þátt i skákmótum á erlendri grund — skákmóti i San Antonio i Texas og skákmóti i Palma de Mallorca. Iþrótta- og likamsræktarráö rikisins og hið opinbera mál- gagn þess, blaðið „Sovetsky Sport”, hafa ekki aðeins gagn- rýnt Spasský, heldur einnig hina tvo fyrri andstæðinga Fischers, Tigran Petrosjan og Mark Taimanov, fyrir að slugsa með undirbúninginn að einvigium Um Spassky sagði ráðið, að hann hefði sinnt skákmótum minna og hefði „unnið minna” á siðari árum, en áður og að i ein- viginu i Reykjavik hefði „brugðizt að hann auðsýndi viljastyrk og skapstyrk”. Hinir tveir höfðu einfaldlega ekki stundað likamlega og bók- lega æfingu af nógri kostgæfni „né heldur kynnt sér tafl- mennsku beztu erlendu skák- mannanna nægilega vel”, sagði Sovetsky Sport. Þá hefur Sovetsky Sport gagnrýnt sovézka stórmeistara fyrir „of litlausar skákir” og iþróttaráðið hefur tilkynnt, að á Skákmeistaramóti Sovétrikj- anna, sem fram fer i október- mánuði n.k., verði ekki leyft að semja jafntefli fyrr en eftir 30 leiki, nema með leyfi dóm- nefndar. Þessu til viðbótar herma heimildir i Sovétrikjun- um, að á undanförnum mánuð- um hafi mikil áherzla veriö lögö á að leita að nýjum, ungum skákstjörnum i Sovétrikjunum og þjálfa liklega verðandi snill- inga. Svo mikil áherzla hafi verið lögð á æskuna, að margir eldri meistarar hafi þurft að liða fyrir það. Aö minnsta kosti einn eldri skákmeistari hafi misst rikisstyrkinn og þurft 'að hefja skákkennslu til þess að afla sér tekna. Spassky ber engin þess merki, að hafa tekiö gagnrýnina nærri sér en er i rólegheitum að undir- búa sig undir hugsanlegt nýtt einvigi við Fischer 1975að þvi er vinir hans i skákheiminum segja. 1 fyrsta skákmótinu, sem hann tók þátt i eftir tapiö gegn Fischer — en það var mót i Tall- in, er lauk 16. marz s.l. — gekk Spassky ekkert sérlega vel — var i þriðja sæti ásamt þrem öðrum þátttakendum. Þátttakendur i mótinu sögðu, að Spassky hefði litiö vel út og hefði leikið án nokkra merkja um, að hann ætti við sálræn vandamál að etja eða fyndist hann þurfa að endursannahæfni sina. Ekki er heldur aö merkja, að rikisstyrkur hans, sem nem- ur 300 rúblum á mánuði (tæpum 40 þús. kr.), hafi verið skertur i vanþóknunarskyni. Gömlu meistararnir enn í ónáð INDRIBI TIL FLESTUM EINTOKUM Á BÚKASOFNUM tslenzk bókasöfn þurftu að kaupa flest eintök af skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar: „Norðan við strið” á árinu 1971, að þvi er segir i nýjustu bóka- safnstiðindum. Þessi bók aflaði Indriða silfurhests bókmennta- gagnrýnendanna og var önnur tslenzkir simamenn hafa átt i málarekstri að undanförnu vegna ágreinings um röðun i launa- flokka. Astæða þótti til að kæra röðun 160 af 1000 félagsmönnum vegna siðustu kjarasamninga BSRA. Samkomulag náðist um launa- flokka 30 þessara starfsmanna án þess að þær færu til dóms. Kjara- tveggja islenzkra bóka, sem lagð- ar voru fram til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs siðast. Hér fer á eftir skrá yfir þær 35 frumsamdar bækur, sem mest var keypt af i almenningsbóka- söfn á árinu 1971: Indriði G. Þorsteinsson: Norðan nefnd hefur fellt dóm i málum 87 félagsmanna Félags islenzkra simamanna, 51 fékk enga úr- lausn, en 36 fengu viðurkenningu á kröfum sinum að öllu eða ein- hverju leyti. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi félagsins fyrir nokkru. Formaður félags is- ienzkra simamanna er Agúst Geirsson. við strið..................200 Guðmundur Danielsson: Spitalasaga................188 Guðmundur G. Hagalin: Or Hamrafirði til himinfjalla ....183 Andrés Kristjánsson: Agúst frá Hofi.......................161 Kristmann Guðmundsson: Sum- ar i Selavik...............145 Helgi Haraldsson (I.G.Þ.): Eng- um cr Helgi likur..........132 JónHelgason: Orðskulu standa.....................132 Þráin Bertelsson: Stefnumót i Ilublin....................130 Vésteinn Lúðviksson: Gunnar og Kjartan....................125 Óskar Aðasteinn: Dísir drauma minna .....................120 Guðmundur Frimann: Rósin frá Svartamó...................120 Halldór Laxness: Yfirskyggðir staðir.....................120 Steinar J. Lúðviksson: Þrautgóð- ir á raunastund............120 Guðjón Sveinsson: Svarti skugg- inn........................115 Ingibjörg Sigurðardóttir: Hrafnhiidur................113 Þorbergur Þórðarson: Einar rlki III........................107 Guðm. Böðvarsson: Atreifur og aðrir fuglar.................105 Guðjón Albertsson: ósköp .... 103 Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson: Gamlar slóðir. 100 Pétur Eggertz: Minningar rikis- stjóraritara..............100 Jónas Guðmundsson: Hægur sunnan sjö.................100 1 greinarstúf i bókasafnstíð- indum er þess getið, að „ljóða- bækur virðast ekki sigla háan byr inn i söfnin”. „Þó komu út á þessu ári bækur eins og Klmblöð Hannesar Péturssonar og Visur jaröareftir Þorgeir Sveinbjarnarson. Væri næsta eðlilegt, að slikar bækur væru til i öllum stærri bókasöfn- um landsins. Vonandi ber það ekki vitni þverrandi ljóðelsku þjóðarinnar, að svo fá eintök ljóðabóka eru keypt i almenn- ingsbókasöfn. Kaup á fræðibók- um virðast heldur ekki vera ýkja mikil — En meðan svo að segja öll bókasöfnin berjast i bökkum fjárhagslega er varla nema eðli- legt, að helzt séu keyptar þær bækur, sem fólkið spyr mest eft- ir”. Kæra niðurröðun 160 símamanna í launaflokka „Loki þó” nefnist nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson, sem Leikfélag Reykjavikur tekur til sýninga i vikunni.Efni leikritsins er sótt i Snorra-Eddu, og fjallar um það uppátæki grallarans Loka Laufeyjarsonar að klippa hárið af Sif konu Þórs, og afleiðingar þess verknaðar. Vigdis Finnbogadóttir leikhús- stjóri sagði á blaðamannafundi, að Böðvar færi frjálslega með efnið. Hann hefur sniðið það við hæfi barna sem fullorðinna, enda er meiningin að sýna leikritið bæði á kvöld- og siðdegissýning- um. Leikbúningar eru eftir Magnús Pálsson og tónlist eftir Jónas Tómasson. Leikstjóri er Stefán Baldursson, en leikarar eru 12 talsins. Böðvar Guðmundsson skrifaði leikritið að beiðni LR. Hann dvel- ur við nám i Paris i vetur, en er annars islenzkufræðingur að mennt, sonur Guðmundar Böðvarssonar skálds. Hvers vegna hét Snorri Snorri? Þórhallur Vilmundarson prófessor, forstööumaður ör- nefnastofnunar Þjóðminjasafns, flytur fyrirlestur i Háskólabiói á skirdag 19. april kl. 3. Fyrirlest- urinn nefnist: Hvers vegna hét hann Snorri Sturluson? öllum er heimill aðgangur. Gufaði R-11465 upp? Engu er likara en Volkswagen bill einn sé nú gufaður upp, þvi þrátt fyrir mikla leit og stöðugar auglýsingar, hefur ekkert til bils- ins sézt siðan á laugardaginn. Billinn er af árgerð 1967, hvitur að lit og er númerið R-11465. Bill- inn stóð á Reykjanesbraut, á móts við Shell, þegar honum var stoliö. — Bjarni Sigtryggsson formaður B.í. Bjarni Sigtryggsson, rit- stjórnarfulltrúi Alþýðu blaðsins, var kosinn formaður Blaðamannafélags Islands á aðalfundi þess á sunnudag. Aðrir i stjórn eru: Atli Steinarsson, Elias Snæland Jónsson, Arni Gunnarsson og Eiður Guðnason. 1 varastjórn eru: Árni Berg- mann, Edda Andrésdóttir og Friða Björnsdóttir. Þriöjudagur T7. apríl T973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.