Alþýðublaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 6
Verkfræðingar —
Tæknifræðingar —
Viðskiptafræðingar
Vegna framkvæmda iðnþróunaráætlunar
óskum við eftir að ráða eins fljótt og unnt
er Verkfræðinga
Tæknifræðinga
Viðskiptafræðinga
til að annast ráðgjöf á sviði iðnaðar, fram-
leiðslu og rekstrar. Góð vinnuskilyrði.
Þjálfun erlendis kemur til greina.
Skriflegar umsóknir þurfa að berast sem
fyrst. IÐNÞRÓUNARSTOFNUN
ÍSLANDS,
Skipholti 37, simi 81533.
Yfirlæknisstaða
við Sjúkrahúsið á Blönduósi
Yfirlæknisstaða við Sjúkrahúsið á Blöndu-
ósi er laus til umsöknar. Umsækjendur
skulu hafa staðgóða menntun i lyflæknis-
fræði. Umsóknir stilaðar til stjórnar
Sjúkrahússins á Blönduósi skulu sendar
skrifstofu landlæknis fyrir 15. mai næst
komandi. Staðan verður veitt frá 1. júni
1973.
Stjórn Sjúkrahússins á Blönduósi
Fjárfestingafélag
íslands hf.
Aðalfundur Fjárfestingarfélags íslands
h.f. fyrir árið 1972 verður haldinn að Hótel
Sögu, Súlnasal (hliðarsal) miðvikudaginn
25. apriln.k. kl. 16:30
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða
afhentir á skrifstofu Fjárfestingarfélags-
ins að Klapparstig 26, þrjá siðustu virka
daga fyrir fundardag og til hádegis á
fundardegi, 25. april.
Stjórnin
KENNARAR -
KENNARAR
A Akranesi eru lausar stöður sem hér seg-
ir frá 1. sept. n.k.
Tvær stöður við Gagnfræðaskólann,
kennslugreinar: islenzka, danska, enska.
Við barnaskólann: tvær almennar kenn-
arastöður og staða söngkennara.
Auk þess er laus iþróttakennarastaða
fyrir stúlkur við báða skólana (ein staða).
Umsóknarfrestur er tii 20. mai n.k.
Upplýsingar gefa skólastjórarnir:
Sigurður Hjartarson simi 1603 og Njáll
Guðmundsson simi 1452.
Fræðsluráð Akraness
Það eru fáar þjóðir jafn
framarlega i húshitunarmálum
og fslendingar. Astæðan er ein-
föld. Þörfin er þar ekki eins
brýn.
En dokum samt eilítið viö.
Það getur lika verið anzi napurt
á svalri vetrarnóttu i Frakk-
landi eða á Englandi. Og um
aldir hafa þessar þjóðir barizt
við kuldann á heimilum sinum.
Allar aðferðir hafa þær reynt —
nema þá að kynda almennilega.
Englendingar t.d. eru allt of
ihaldssamir og þvermóðsku-
fullir til þess að taka upp mið-
stöðvarhitun eins og almenni-
legt fólk gerir með árangri upp
á íslandi. Nei, frekar vilja þeir
hita upp heilt múrsteinsfjall til
þess að taka með sér i kalt og
þvalt rúmið.
A meðan William Gladstone
var forsætisráðherra Englands
— svo eitt dæmi sé nefnt — þá
hafði hann það fyrir sið að taka
með sér hitapoka fullan af heitu
tei i rúmið á kvöldin. Ekki
vegna þess, að teið héldi i sér
ylnum betur en vatn Heldur
vegna hins, að með þvi að setja
te i pokann sló Gladstone gamli
tvær flugur i einu höggi — og
hann var mikið fyrir slika hluti
kallinn. Þá gat hann nefnilega
lika fengið sér kaldan tesopa
strax og hann vaknaði á mórgn-
ana án þess að þurfa að fara
framúr. Og gamli Gladstone var
mikill aðdáandi kalds tesopa.
Eins og kunnugt er tiðkaðist
það lengi vel að ylja upp rúm
meginlandsbúa með heitum
múrsteinum. F'rakkar fundu
upp endurbætur á þessari að-
ferð á 18. öld. Þeir slepptu múr-
steininum úr keðjunni og fóru
þess i stað með eldinn sjálfan
beint i rúmið. Var kolaeldi
komið fyrir i pjáturpotti, sem
aftur var hengdur neðan i grind,
sem sett var undir sængina i
rúmið. Þannig var rúmið nota-
lega heitt, þegar Franzmaður
skreið upp i — en þá var betra
að hafa munað eftir að taka eld-
potlinn úr rúminu.
Hætta
Frakkar hafa ávallt stundað
hættulegt liferni i bólinu — og
gera vist enn. Karl illi, kóngur i
Navarra, revndi einu sinni að
leiða hitann, sem fór til spillis
upp um strompinn i höllinni
hans i rúm sitt um pipur. Hann
reyndi það bara einu sinni
vegna þess, að þá brenndi hann
sig til bana.
En slikar og þvilikar tilraunir
Frakka fóru þó að borga sig
Enn þann dag í dag eru milljónir
Englendinga og annarra Evrópumanna, sem í
svefnherberginu fá aöeins yl frá hitapokanum
sínum - og konunni sinni. Þrjózkir og þverir
halda þeir áfram að skjálfa úr kulda í
rúmunum milli þess sem þeir reka á sér
belginn i sjóðheitan hitapokann með
tilheyrandi afleiðingum.
eftir þ
Það ví
fyrstur
flösku
bólið.
gerði-it
Hital
tini. Þ'
út — et
hraða
raun u
flöskur
1 næi
örum
hitaflö:
Viktori
farið a
pössuö
Lengrr
Eða
gúmmí
Þá var
þróuna
sem þ£
poka.i
sem fél
og sön
þess ai
Steiki
Viktc
og s;
notuðu
MANN
Pl
ÞAR ERU EITURSÖLT STÖÐUVÖTN, GAPAN
OG KYNDUGUSTU KVIKINDI, SEM BERJAS
Övinalegt landslagið er sund-
urskorið af gigjum. Þar eru
tjarnir af söltu vatni, nærðar á
heitum uppsprettulindum þar
sem ógeðslegar staflaga skepn-
ur mjakast áfram með svipu-
sláttarhreyfingum.
t þéttum skógi vöxnum héruð-
um ferðast áttfættar ormlaga
skepnur um á hornkenndum,
laufvana trjábolum á fótum
þöktum sogskálum.
Annars staðar, i dimmum,
ósléttum hellisskútum, þyrpast
dýrahjarðir saman sér til
verndar gegn óvinum.
Er þetta ekki eins og lýsing á
fjarlægri, f jand sa m legr i
plánetu eftir höfund framtiðar-
skáldsagna?
Þetta er a.m.k. nóg til þess að
láta þig fá gæsahúð. Og það er
ekkert skrýtið. Það var einmitt
verið að lýsa henni — húðinni
þinni.
Húðin á þér, með öllum sinum
hrukkum og sprungum er heim-
kynni u.þ.b. 2ja billjóna smálif-
vera og sýkla.
,,Mann-plánetan” hefur
ítöðugt hitastig og landslagið er
breytilegt.
Söltu uppsprettulindirnar eru
svitakirtlarnir okkar, trjábol-
irnir hár okkar, hellisskútarnir
nasaholur okkar og eyru og gig-
arnir svitaholurnar okkar.
Mary Marples, örveruliffræð-
ingur frá Auckland i Nýja Sjá-
landi hefur rannsakað húðina
itarlega.
óheiöarlegt
Hún segir, að gestirnir okkar
safnist saman ,, i frumskógi
framhandleggjanna, i svölum
skógi höfuðhára og i hitabeltis-
skógum holhandanna".
Ungfrú Marples hefur komizt
að raun um, að hol
hendin er þéttbýlasta svæði
mannslikamans. Bekteriur geta
þar verið 2.500.000 á fersenti-
metra.
Str jálbýlustu svæðin eru
auðnirnar á herðablöðunum.
Þar er ibúafjöldinn aðeins
nokkur hundruð á fersenti-
metra.
Fólk tengir örverur, bakteriur
og gerla við óhreinindi og sjúk-
dóma. Það er ekki sanngjarnt.
Margar þessar lifverur gera
meira gagn en ógagn. Flestar
þeirra eru meinlausar.
Við höfum jafnvel samið
vopnahlé við margar af hættu-
legri gerðinni, svo lengi sem
þær halda sig á sinum
stað. Það er til dæmis heill her
skari gerla i þörmunum, sem
hjálpa við meltingu matarins.
En efþeirberast tii annarra lif-
færa, þá valda þeir bólgum og
igerðum. Komist þeir i þvag-
blöðruna geta þeir valdið
blöðrubólgu.
Gerlar, sem valda sjúk-
dómum, hafa tilhneigingu til
þess að ,,laumast i felur” þar
sem þeim fjölgar geysilega.
Nema til staðar séu i likaman-
um örverur, sem eru óvinir
þeirra og geta barizt gegn þeim.
Margir þessara „góðu stráka”,
sem berjast við „vondu menn-
0
Þriðjudagur 17. apríl 1973.