Alþýðublaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 11
KRÍLIÐ 'iMVSKT H»L£/V~Dt LURKfí TifíKfí RfíK/N SK/Pó VOFuR 'ftUT /H DRUS Lfí NOKjC Rfí 7 , 5 JO » ÚNM £/A//<. ST. L/lkN. VENJfí ÚTL TiTiLL f£STf\ 'fíiVÓXr UR f FjfíLL /n£Ð TÓLU Í , FoR S K. 1 'HV'/LT fíérHlR > 'fí RBIKN TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkrðfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 MINNINGAR- SPJÖLD HALLGRÍMS- KIRKJU fást i Hallgrímskirkju (Guðbrandsstofu), opið virka daga nema laugardaga kl. 2-4 e. h.; sími 17805, Blómaverzluninni Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall- dóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26, Verzl. Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og Biskupsstofu, Klapparstíg 27. UR tK> SKAHIGKIHIR KCRNELÍUS JONSSON SK0LAV0ROUS1IG8 BANKASTR4T16 1H‘)H8 -18600 alÞÝH Sími mm 86660 William Terry Hannie Caulder — Alltaf tveir á móti einum, svaraði Rufus ólundarlega. — Þið yrðuð ekki lengi að hætta ef pabbi væri lifandi. — Hann væri það ef þú hefðir ekki skotið hann, hélt Emmett áfram. Rödd Rufus varð að góli: — Hvað á ég að segja ykkur það oft? Ég var að hreinsa byssuna mina. Hann kreisti tár úr sljóum augun- um. — Það liður ekki svo nótt aö ég fari að sofa án þess að hugsa um andlitið á pabba. — Þú átt við það sem eftir var af þvi, hreytti Frank i yngra bróður sinn og rak upp enn eitt sársaukavein þegar Emmett herti á umbúðunum og hnýtti fast. — Hættiði, kallaði Emmett og leit af einum á annan um leið og hann reis á fætur. — Þó enginn hafi náð okkur ennþá, þýðir það ekki að þeir geri það ekki. Geturðu riðið, Frank? Frank reyndi að standa upp, stiga i særða fótinn og kveinaði sér. — Ég veit ekki. — Ég sagði riðið, ekki gengið, Emmett lagði handlegginn um mitti bróðurs sins og hóf hann á loft. Frank hlunkaðist niður i hnakk- inn og rak enn upp vein. — Það er ekki litið sem hann veinar, sagði Rufus og glotti um leið og hann fór á bak. — Hann hefði átt að fá skotið i hausinn. Þá hefði hann ekki fundið eins mikið til. — Ég skal... — Hættiði, segi ég, gelti Emmett og lyfti sér i hnakkinn á sinum eigin hesti. — Við verðum að komast eins langt frá þessari bæjarholu og viö getum. Hann keyrðihestinn áfram með hælunum og hinir fylgdu á eftir, Rufus glottandi og Frank kveink- andi sér við hverja hreyfingu. — Hvert förum við, Emmett? spurði Rufus eftir nokkra stund. Emmett skyrpti. — Niður til Nyju Mexico, býst ég við. — Þú ert á leið austur, skaut Frank inn i. — Kansas er i þessari átt. Emmett varð ögn hvumsa við, en breiddi yfir það með reiði. — Ég veit, ég veit, flýtti hann sér að svara, tók i taumana á hesti sinum og sneri honum á hægagang i aðra átt. — Ég var bara að villa um fyrir þeim, ef einhverjir væru á eftir okkur, kallaði hann um öxl sér. Rufus hvatti hest sinn á eftir bróðurnum, en Frank stöðvaði sinn. — Þeir halda áreiöanlega ekki að þú hafi farið til Nýju-Mexikó þegar þeir sjá þessa slóð eftir þig, hrópaði Frank kaldhæðnislega en veikróma af sársauka. — Þetta er norður. Leiöin til Wyoming og Montana. — Ég veit, ég veit, sagði Emmett og andlit hans dökknaði af reiði. — Heldurðu að ég sé einhver bjáni? Ég er að reyna að rugla þá. En hann snarsneri hestinum óðara og flengreið framhjá Frank með Rufus heimskulega glottandi á hælunum. Frank fékk að gjalda þess að hafa gert gys aö þvi hvað Emmett var gersamlega áttavilltur. Þvi Emmett hélt miklum hraða allt það sem eftir var dagsins og leyfði aðeins örfárra klukku- stunda hvild áöur en þeir þeystu af stað aftur i dagrenningu. Kraftar svolans entust honum vel og á honum sáust engin þreytumerki. Rufus var litið anna.ð en heilalaus vél, sem fylgdi bróður sinum hugsunarlaust án þess að vita af þreytunni, sem læddist að honum. En Frank, illa haldinn af likamlegum sársauka og nýjum blóðmissi i hvert skipti sem hestur hans hnaut á grýttri jörðinni, var sér fyllilega meðvitandi um þá örmögnun sem fylgdi honum i hverju spori. Oft sofnaði hann i hnakknum en var vakinn aftur af enn meiri sárs- auka. Aldrei sáust nein merki um eftirför, en Emmett reið eins og hann hefði úlfahjörð á hælum sér, leit aldrei um öxl á skeiðinu. Vél- mennið Rufus hélt sér jafnt og þétt tiu metrum á eftir fyrirlið- anum og Frank rak lestina, gleypti rykið og lét hesti sinum það eftir að fylgja hinum. Það var viljastyrkurinn einn, sem hélt honum i hnakknum og þar tolldi hann i nærri þrjá daga. Þá var það hestur hans, sem gafst upp ásamt hinum hestunum. ■ ■ ■ ■ j Áskriftarsíminn er j BS666 nytt AFBURÐA LAKK Ákjósanlegt fyrir verksmiðjur, frystihús, fiskvinnslustöðvar-og vélar, skipslestar og sundlaugar. Jícupahf Það þarf ekki að blanda með herði og hefur hörkuslitþol. Það þornar fljótt og fyrir áhrif loftraka. Það stenzt lút, ýmsar sýrur, olíur, þynningarefni o.þ.u.l. Við þekkjum ekkert sterkara lakk! aðeins nokkra dropa Þriöjudagur 17. april 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.