Alþýðublaðið - 09.05.1973, Page 4

Alþýðublaðið - 09.05.1973, Page 4
Frá mönnum og málefnum Spurninga- keppni Þjóðviljans Um þessar mundir stendur yfir einskonar spurningakeppni i Þjóðviljanum. 1 gær spurði biaðið Ólaf Ragnar Grimsson, en i dag spyr það Steingrim Hermannsson. Hin næmu eyru heyra allsstaðar óm af svikum, eins og það hafi ekkert haft aö segja að lesa stjórnarsamning- inn kvölds og morgna og um miðjan dag. Og Ólafur Ragn- ar svarar einhverju og Stein- grúmur svarar einhverju og all- ir eru jafnnær, þvi engum dettur i hug að þessir tveir menn fari að trúa Þjóðviljanum iyrir innstu hugrenningum hvað þá pólitiskri vitneskju um her- stöðvarmálið, sé hún einhver á annað borð. Fyrir utan blaða- menn hafa einstaklingar utan úr bæ fengið að gripa inn i spurn- ingakeppni blaðsins. Útvarps- stjóri hefur verið spurður um K- sjónvarpið. Hann trúði bjóðvilj- anum heldur ekki fyrir neinu, og á sömu lund fór, þegar mennta- málaráðherra var spurður af sama tilefni, hvað liöi lokun K- sjónvarpsins. Hann hengdi samvizku sina á kerfið. Nú eru vanalega veitt verð- laun i spurningakeppni. Þeim hefur ekki verið heitið enn, en liklega verða þau ókeypis áskrift að Þjóðviljanum. En þá vaknar sú spurning hvort nokk- ur vilji vinna keppnina. Þó er Steingrimur liklegastur sigur- vegari af þeim, sem þegar hafa svarað. Hann er svo afdráttar- laus i yfirlýsingum sinum. Hann er spurður hvort Framsóknar- flokkurinn sé meö miöstjórnar- samþykkt um herstöðvamálið búinn að gefa endurskoðun her- stöðvarsamningsins upp á bát- inn. Það tel ég alrangt, segir Steingrimur. Það er ekki hægt að komast lengra i spurninga- keppni en að svara afdráttar- laust spurningu, sém enginn kann svör við. Slikan mann er ekki hægt að sigra. Hér i blaðinu hefur Fram- sóknarflokknum vérið lýst sem kamelljóni. Grunnurinn sé ekki annað en svart ihald, sem taki á sig alla liti regnbogans fyrir kosningar og tindri eins og óðinshani i tilhugalifi, en birtist á raunveruleikastundum eins og Lagarfljótsormurinn, gljáandi á belginn og einlitur, svartur eins og erfðasyndin. Þetta er nokkuð hastarleg pólitisk úttekt á for- ustuflokki vinstri stjórnar i landinu. En svona litaskipta- flokkur hvetur auðvitað til spurninga. Þá hafa ungu menn- irnir i flokknum ekki auðveldað neinum að komast að hinum svarta kjarna flokksins fyrir moldviðri lýðræðis, samvinnu og jafnaðar, sem þeirhafa þyrl- að upp bláeygir af hugsjónum. En nú fer þetta að breytast fyrst þeir voru felldir mitt i yfirlýs- ingaflóði sinu um stuðning við rikisstjórnina. Kannski endar þetta með þvi að Þjóöviljinn þurfi einskis að spyrja. Svörin liggi á borðinu. Næst ætti Þjóðviljinn að beina spurningum sinum til Jóns Skaftasonar og Björns Pálsson- ar og Björns Fr. Björnssonar. Allt eru þetta góðir og gildir þingm. Framsóknarflokksins. beir ættu að geta frætt blaöið um framtiöarhorfur i her- verndarmálum og gefið af- dráttarlaus svör ekki siður en Steingrimur. En svo visað sé til litaskipta kamelljónsins, þá ber að hafa i huga að það sem er al- rangt i dag getur oröið alrétt á morgun. Þeim eðliseigindum getur engin spurningakeppni breytt, þótt hún geti dregið stað- reyndina i ljós. Þjóðviljinn tek- ur herverndarstefnu eða stefnu- leysi Framsóknar eins og hvert annað Watergate-mál, og boðar rannsókn fyrir opnum tjöldum. Og hér er svo ein spurning i keppni Þjóðviljans. Fyrst Ólafur Ragnar er titlaður ,,ung- ur maður” hvenær varð þá Steingrimilr svo gamall að vera talinn i hópi öldunganna. Og miðað við slika flokkun: Hverjir eru kararaumingjarnir. Eru það kannski þeir sem sakir elli hafa misst eiginleikann til að skipta um lit. VITUS ÞESSIR ERU TlU STÆRSTU Tiu stærstu sparisjóðir landsins eru þessir samkvæmt nýjasta hefti Hagtiðinda: Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis, Sparisjóðurinn i Keflavik, Sparisjóður Hafnar- fjarðar, Sparisjóður Mýrasýslu, Sparisjóður Kópavogs, Spari- sjóður vélstjóra, Sparisjóður Sigluf jarðar, Sparisjóöur V- Skaftafellssýslu, Sparisjóður Norðfjarðar og Sparisjóður Vest- mannaeyja. * LÍTT HRIFNIR AF EYJABYGGÐ Af réttum Suðurnesjatiðinda má dæma, að Keflvikingar séu ekki of hrifnir af skipulagi Eyja- byggðarinnar sem nú er að risa i Keflavi'c, en þar reisir Viðlaga- sjóður 10 hús. , „Sigurður Thoroddsen, arki- tekt, sem hefur verið potturinn og pannan i þessari skipulagningu, á greinilega vinkil og reglustiku, og allt skal vera beint og hornrétt, fyrir utan að fram hjá honum virðist alveg hafa farið þær auknu kröfur, sem viða er farið að gera i sambandi við umhverfismál, og að slita eins litið og hægt er tengsl mannsins og náttúrunnar”. Þannig segir orörétt i frétt Suðurnesjatiðinda. KLUKKU STREDGIRNIR HANS JðKULS Leikfélag Akureyrar fitjaði upp á þeirri nýjung i vetur að fá Jökul Jakobsson til að semja leikrit fyrir félagið, og var það æft jafn- óðum og hver þáttur var tilbúinn. Leikritasmiðin tók þrjá mánuði, og á laugardaginn kemur fá Akureyringar tækifæri á að sjá árangur vinnunnar. Þetta nýja leikrit Jökuls nefnist Klukkustrengir. Leikstjóri er Magnús Jónsson, Jón Þórisson gerði leikmyndir, og leikendur eru sjö. * EINLEIKARI FYRSTA SINNI Guðný Guðmundsdóttir leikur fyrsta sinni sem einleikari með Sinfóniuhljómsveit Islands i Háskólabiói á fimmtudagskvöld, en þar er ma.a á efnisskrá fiðlu- konsert i A-moll eftir Dvorak. Stjórnandi verður Alexander Rumpf. Siðustu hljómleikar Sin- fóniuhljómsveitarinnar á þessu starfsári verða svo 24. mai. Þá stjórnar Finninn Okko Kamu og einleikari verður hollenzki fiðlu- leikarinn Szymon Goldberg. Meðal verka á þeim tónleikum verður verk eftir Jón Nordal. Vegna skorts á vörubrettum eru þeir, sem hafa undir höndum vörubretti merkt — EIMSKIP — beðnir að skila þeim nú þegar til Vöruafgreiðslu félagsins i Reykjavik eða til umboðsmanna félagsins utan Reykjavikur. H.f. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS ATHUGIÐ —Vesturbæingar— ATHUGIÐ Munið skóvinnustofuna að Vesturgötu 51. Ef skórnir koma i dag, tilbúnir á morgun. Virðingarfyllst Jón Sveinsson OKKUR VANTAR BLADBURÐAR- FÚLK IEFTIR- TALIN HVERFI Laugarteigur Laugarnesvegur Rauðilækur Sundin Vogar Hvassaleiti Iláaleitisbraut Sogavegur Langageröi HAFIÐ SAM- BAND VIÐ AF GREIÐSLUNA MJOR ER MIKILS § SAMVINNUBANKINN WM Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 86660 Garðleigjendur á Akranesi Tekið verður á móti greiðslum fyrir garðaleigur á bæjarskrifstofunni, til 18. mai n.k. Óheimilt er að setja niður i garða, nema leigan hafi verið greidd. Þeir sem skulda leigu fyrir slægjulönd geri skil nú þegar, annars verða löndin leigð öftrum. Bæjarritari. Skrifstofustúlka óskast í röntgendeild Landspitalans er laust starf fyrir skrifstofustúlku. Vinnutimi frá kl. 10 til 16. Nánari upplýsingar gefur skrif- stofustjóri röntgendeildar Landspitalans á staðnum og i sima 24160. Reykjavik, 8. mai 1973. Skrifstofa rikisspitalanna. Leyfi til rekstrar faarnaheimifa Mennlamálaráðuneytið vekur athygli á því að sækja þarf um leyfi til ráðuneytisins til þess að reka sumardvalar- heimili og önnur barnaheimili. Sérstök umsóknareyðublöð i þessu skyni fást i ráðuneytinu og hjá Barnaverndarráði islands og barnaverndarnefndum. Umsóknum fylgi með- mæli héraðslæknis og barnaverndarnefndar, svo og saka- vottorð umsækjanda. Þeir aðilar, sem fengu slik leyfi síðastliðið sumar eða fyrr, þurfa að sækja um leyfi á ný til ráðuneytisins. MENNTAM ALARAÐUNEVTIÐ, 7. MAÍ 1973. Tilboð óskast i 20 tn. valtara er verður sýndur að Grensásvegi 9 næstu daga. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri fimmtudaginn 17. mai kl. 11 árd. Sala varnarliðseigna. RAFVIRKJAR - RAFTÆKNAR Staða rafmagnseftirlitsmanns III hjá Raf- magnsveitum rikisins á Suðurlandi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri störf send- ist starfsmannadeild fyrir 15. mai n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 Reykjavik. Slökkviliðsmenn STOFNÞING Landssambands slökkviliðsmanna verður haldið að Hótel Esju dagana 12. og 13. mai 1973 og hefst kl. 14.00 báða dagana. Athygli skal vakin á, að þótt ekki sé búið að stofna aðildarfélag að sambandinu, hafa allir slökkviliðsmenn rétt til seiu á þinginu. Áriðandi að sem flestir mæti. Undirbúningsnefnd o Miðvikudagur 9. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.