Alþýðublaðið - 09.05.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig-
tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset-
ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf.
ER PÓLITÍKIN ÞÁ
FYRIRLITLEG?
Stjórnmál eru miklu meira en
það eitt, sem stjórnmálaflokkar
gera eða ræða. Stjórnmálabar-
átta fer fram á ölium sviðum
þjóðfélagsins. Bak við flestar
félagslegar athafnir einstakl-
inga eða hópa liggja atriöi
stjórnmálalegs eðlis hvort held-
ur fólk er sér þess meðvitandi
eða ekki. Það er þvi hin mesta
firra ef einhver heldur, að eng-
inn faist við stjórnmál nema
nokkrir pólitikusar. Allt lifið —
öll samskipti manna eru pólitik
að einhverju leyti.
Þetta ættu menn að hafa i
huga og þá ekki hvað sizt þeir,
sem þykjast hafa skömm á
stjórnmálum — en slik og þvílík
afstaða er nú mjög i tizku hér á
landi. Jafnvel þótt stjórnmálin
væru þar skilin hinum þrengra
skilningi — scm valdaumfjöllun
stjornmálaflokka og stjórn-
máiaforingja — þá ætti fólk að
gera sér grein fyrir þvi, hvað
það hefði i för með sér, ef fyrir-
litningn á stjórnmálunum ætti
rétt á sér. Væri þá öll sjálf-
stæðisbarátta tslendinga fyrir-
iitleg, því hvað var hún annað
en pölitik? Og hvað um sjálf-
stæðishetjurnar okkar gömlu
eins og t.d. Jón Sigurðsson og
Hannes Hafstein? Eða siðari
tima menn eins og Jón Bald-
vinsson, ólaf Thors, Einar
Olgeirsson og Jónas frá Hriflu
svo nefndir séu nokkrir þeirra
manna úr ólfkum flokkum, sem
fólk hefur hvað fastast fylgt —
eru þessir menn þá fyrirlitn-
ingarinnar verðir gagnsleys-
ingjar, scm ekki er annað hægt
en að hafa skömm á? Það er
annað mál með þá — þetta voru
svo miklu hæfileikarikari menn,
en stjórnmálamennirnir i dag,
segir sumt fólk. En það er ekki
satt. Við lestur samtimaheim-
ilda sjáum við, að fornar sjálf-
stæðishetjur og gamlir baráttu-
kappar úr flokkapólitikinni voru
nákvæmlega sams konar stjórn
málamenn og stjórnmálamenn-
irnir eru i dag: hvorki betri né
verri. Og eru þá öll þau vcrk,
sem stjórnmálin hafa unnið
fyrir okkur islendinga fyrirlit-
leg — þjóöarsjálfstæði, velsæld,
öryggi og velferð fyrir öll lands-
ins börn? Að sjálfsögðu ekki.
Þeir, scm hafa skömm og fyrir-
litningu á stjórnmálum geta
fundið staði, þar sem umhorfs
er eins og var á islandi áður en
stjórnmálabaráttan kom til sög-
unnar, þar sem rikir fátækt, ör-
yggisleysi, kúgun, harðrétti og
gróf mismunun. Vilja þeir
skipta?
Fyrirlitningin á stjórnmálun-
um, sem einn étur upp eftir öðr-
um i fulikomnu aðgátarleysi, er
varhugaverð — ekki fyrst og
fremst fyrir stjórnmál og stjórn
málamenn, heldur þjóðina.
Fyrirlitning á stjórnmálaaf-
skiptum er fyrirlitning á lýð-
ræðinu og þeir, sem hafa fyrir-
litið lýðræðið hafa iðulega glat
að þvi og orðið svo að berjast
harðri baráttu við að öðlast það
aftur. Óskar nokkur tslending
eftir slfku? örugglega ckki.
Hitt er svo að sjálfsögðu satt
og rétt, að nauðsynlegt er að
breyta bæði pólitisku Iffi og
pólitiskum flokkum. En hvað er
slikt annað en stjórnmálabar-
átta? Og hvernig geta menn ætl-
azt til þess, að umbæturnar séu
framkvæmdar fyrir þá þegar
fólk nennir ekki sjálft?
Forsenda hamingjusams og
heilbrigðs þjóðfélags er almenn
þátttaka fólksins i öllum mál-
efnum samfélagsins. Það verð-
ur ekki öðru visi en með öflugu
stjórnmálalegu starfi almenn-
ings og tizkan um andúð á
stjórnmáium cr ekkert annað en
bein ógnun við það fagra og
réttláta mannlif, sem við öll
viljum skapa — en sem ekki
verður skapað nema með bar-
áttu og sigrum á stjórnmála-
sviði.
GLÆSILEG SUMAR-
HÁTÍÐ HJÁ F.II.J.
Guðrún Á. Símon-
ar, óperusöng-
kona, söng fyrir
fólkið á FUJ-
fagnaðinum.
Hljómsveit Þor-
steins Guðmunds-
sonar, sem lék
fyrir dansi á
sumarhátiðinni.
Laugardaginn 5. mai hélt Félag
ungra jafnaðarmanna i
Reykjavik sumarhátið sina að
félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli.
Hátiðin hófst klukkan 9 e.h. um
kvöldið og lauk henni klukkan tvö
um nóttina.
Mikið fjölmenni sótti hátiðina.
Að sögn Guðlaugs Tryggva
Karlssonar, sem sá um allan
undirbúning hátiðarinnar, sóttu
hana langt á fimmta hundrað
gestir og var húsfyllir. Mest var
þetta ungt fólk, bæði af Suður-
landi og eins úr kaupstöðunum á
Suð-Vesturlandi, en úr Reykjavik
komu tveir áætlunarbilar fullir af
fólki og á Selfossi bættust tveir
við setnir ungu fólki úr Arnes-
sýslu.
Mjög fjölbreytt skemmtiatriði
voru á hátiðinni. Ómar Ragnarss.
flutti gamanþátt af sinni alkunnu
snilld og Guðrún Á. Simonar,
óperusöngkona, söng við undir-
leik Guðrúnar Kristinsdóttur. Var
flutningi skemmtiatriðanna mjög
vel tekið.
Þá flutti Guðlaugur Tryggvi
Karlsson ávarp. t ávarpinu bauð
Guðlaugur Tryggvi gesti vel-
komna og lýsti ánægju sinni með
það, að FUJ i Reykjavik skyldi
efna til sumarhátiðarinnar á svo
fögrum stað og i svo fögru um-
hverfi. Þá þakkaði hann
skemmtikröftunum þeirra þátt i
hátiðarhaldinu og kynnti atriðin.
Að sögn Guðlaugs Tryggva
Karlssonar fór sumarhátiðin
mjög vel fram og skemmti fólk
sér yfirleitt mjög vel.
Gott starf hefur verið hjá
Félagi ungra jafnaðarmanna i
Reykjavik i vetur. Félagið hefur i
vetur gefið út þrjú blöð — eitt
helgað menntamálum, annað
helgað iðnaðarmálum og svo
jólablað. Voru blöðin öðrum
þræði ætluð til tekjuöflunar fyrir
félagið og hefur fjáröflunarstarf-
ið gengið sæmilega vel i vetur.
AÐ OFAN: Omar Ragnars-
son skemmtir viö mikil
fagnaðarlæti frá áhorfend-
um.
AÐ NEÐAN: Séð yfir hluta
þess stóra hóps af ungu
fólki, sem sótti hina glæsi-
legu sumarhátíð FUJ í
Reykjavík
í vetur efndi FUJ til funda-
seriu. 1 seriunni voru sex fundir
um ólik efni. Allir fundirnir voru
haldnir á Hótel Esju og fékk
félagið sérstaka fyrirlesara á
hvern fund. Fundirnir, sem voru
með fræðslu- og upplýsingasniði,
voru yfirleitt sæmilega sóttir.
Þá efndi félagið til fjölmennrar
árshátiðar seinni partinn i vetur
auk þess sem það efndi til annara
skemmtana fyrr. Hefur
skemmtanastarfið gengið mjög
vel hjá félaginu.
Félag ungra jafnaðarmanna i
Reykjavik hefur verið og er
stærsta FUJ-félagið i landssam-
tökum ungra jafnaðarmanna.
Margvisleg starfsemi helur jain-
an átt sér stað á vegum félagsins
— m.a. iþróttastarfsemi, sem oft
hefur veriö rekin af miklum
krafti. Það hefur háð störfum
félagsins, að nokkur undanfarin
ár hefur það ekki átt sér neinn
samastað, eða siðan það missti
félagsheimilið BUIIST fyrir
nokkrum árum.
o
Miðvikudagur 9. maí 1973