Alþýðublaðið - 18.05.1973, Blaðsíða 3
Kristmann — framhald af forsíðu
EINN
Ð-
HERRA
EÐA
TVEIR?
„Skaparinn hefur verið
mér örlátur á konur...”
. „Nú á ég fimm
stelpur”, sagði Krist-
mann, ,,og ég vissi alitaf,
að þetta barn yrði dóttir
Skaparinn hefur verið
mér örlátur á konur, og
mér hefði þótt miður að
þurfa nú að fara að læra á
strák”. Frúin sagðist
hafa vonazt til að fá Htinn
Kristmann, en ekki leyndi
það sér, að hún unir vel
orðnum hlut. ,,Hún heitir
i höfuðið á álfkonu, sem
ég lék mér við, þegar ég
var litill drengur”, sagði
Kristmann. Munu aðdá-
endur Kristmanns kann-
ast við þetta fágæta nafn
úr ævisögu hans.
Rithöfundurinn er pipu-
maður, og nú kveikir
hann sér i einni margra,
sem hann hefur i seiling-
arfjarlægð á bakka og I
grind, og viö spyrjum
hann, hvort hann sé að
skrifa eitthvað. ,,Jú, ég er
alltaf að skrifa eitthvaö,
en ég er nú að vinna við
þýðingar á skáldsögum,
sem ég skrifaði á norsku.
Ég er lika að vinna upp
þýðingar á smásögum,
sem komu út á islenzku
fyrir nokkrum árum. Ég
er ekki ánægður með þá
þýöingu. Það er eiginlega
skömm að þvi að hafa
skrifað fullt eins vel á er-
lendu máli eins og móður-
málinu”, sagði Krist-
niann af lltillæti. En eins
og allir vita, var það álit
norskra gagnrýnenda,
sem þeir fóru ekki dult
með, að hann skrifaöi svo
gott norskt mál, að þar-
lendir rithöfundar mættu
taka hann sér til fyrir-
myndar.
Kristmann er 71 árs að
aldri, þótt þvi verði
naumast trúað. „Lifið
liefur eiginlega platað
mig”, sagði skáldið.
„Maður getur ekki verið
ellilcgur og viröulegur,
þegar svona stendur á”.
ísland vítt á fiskveiðiþingi:
NOREGUR
POLLAND OG
SOVÉTRÍKIN
SÁTU HIÁ
Þjóðir Efnahagsbandalagsins,
með Breta og Þjóðverja i broddi
fylkingar, reyndu að knýja fram
takmarkanir á veiði innan 50
milna landhelginnar við ísland
nýverið. Gerðist þetta á fundi
Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar sem lauk i London i
fyrradag.
Póstmenn
argin
A fundinum báru lönd Efna-
hagsbandalagsins fram tillögu
sem gerði ráð fyrir þvi að nefnd-
in, sem er stjórnnefnd, gæti sett
kvóta á veiðarnar innan 50 milna
markanna. tslenzku fulltrúarnir
komu i veg fyrir að þessi tillaga
næði fram að ganga. Fyrir Is-
lands hönd sátu fundinn þeir Jón
Arnalds ráðuneytisstjóri, Már
Elisson, fiskimálastjóri og fiski-
fræðingarnir Jón Jónsson og
Jakob Jakobsson.
Þegar þessi tillaga náði ekki
fram að ganga, báru Efnahags-
bandalagsþjóðirnar fram tiliögu
sem fól i sér ásakanir á hendur
tslendingum fyrir afstöðuna i
málinu. tslenzku nefndarmenn-
irnir neituðu að taka þátt i af-
greiðslu tillögunnar, en hún var
samþykkt með atkvæðum Efna-
hagsbandalagsþjóðanna en
Noregur, Pólland og Sovétríkin
sátu hjá. 14 þjóðir eiga sæti i
nefndinni.
Fyrir fundinn kom skýrsla sú
sem fiskifræðingar höfðu látið frá
sér fara um ástand þorskstofn-
anna hér við land, en efni hennar
er þekkt af fréttum. Islenzku full-
trúarnir komu á framfæri þeim
viðbótarupplýsingum sem nú
liggja fyrir, þess efnis að stofninn
sé verr farinn en segir i skýrsl-
unni.
Islenzkar náttúrumyndir
eru góð söluvara
Póstmenn eru óánægðir yf-
ir þvi, að póstmálaráðherra
skuli hafa gengið fram hjá
þeim við skipan nefndar til að
athuga skipulag og rekstur
póst- og simamála, þar sem
nefndinni er ætlað það hlut-
verk m.a., að semja frumvarp
til laga um stjórn póst- og
simamála. Telja póstmenn að
með þessu sér póstrekstrinum
og póstmannastéttinni i heild
sýnd óvirðing sem ber að for-
dæma.
Vegna eftirfarandi setning-
ar i áðurnefndu bréfi um skip-
an nefndarinnar telja póst-
menn æskilegt að það verði
látið koma skýrt fram hvort
lita beri á umrædda nefnd sem
nýjan stjórnunaraðila i stofn-
uninni og þá jafnframt hvort
stofnunin eigi að heyra undir
tvo ráðherra i framtiðinni:
„Nefndin skal gefa sam-
gönguráðherra og fjármála-
ráðherra skýrslu um starf-
semi sina eigi sjaldnar en á
sex mánaða fresti. Einnig er
nefndinni falið að sjá um, að
tillögur hennar komist til
framkvæmda, er ráðherrar
hafa samþykkt þær, á grund-
velli skýrslna nefndarinnar”.
Þá lýsir Póstmannafélagið
áhyggjum sinum vegna fram-
tiðar póstþjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu. Telja póst-
menn, að undir sameiginlegri
stjórn pósts og sima, hafi póst
þjónustan orðið hornreka.
Benda þeir á, að i fjölda ára
hafi Póststofan i Reykjavik
búið við algerlega ófullnægj-
andi húsnæði, sem standi
þjónustunni fyrir þrifum.
tslenzka sjónvarpið virðist ætla
að græða töluvert á litmyndum
þeim, sem fræðsludeildin hefur
látiðgera um islenzka náttúru, en
þær vöktu mjög mikla athygli á
sjónvarpsmyndakaupstefnunni i
Cannes fyrir skömmu.
Sem dæmi um þennan mikla á-
huga nefndi Emil Björnsson
fréttastjóri sjónvarps i viðtali við
Alþýðublaðið, að skozka sjón-
Frétt Alþýðublaðsins i gær um
litsjónvarp i bigerö á Keflavikur-
flugvelli hefur vakið mikla at-
hygli að vonum. Margir hafa
hringt til blaðsins til þess að
spyrjast nánar fyrir um málið.
Til frekari upplýsingar við það,
sem Alþýðublaðið sagði i gær, má
bæta þvi við, að umrædd heimild
til nauðsynlegrar fjárveitingar til
stöðvarinnar er sem stendur i
varpið hefði beðið um allar sex
myndirnar, gangi islenzka sjón-
varpið að skilmálum þeirra.
Hverjir þeir skilmálar eru sagðist
Emil ekki geta sagt að svo
stöddu.
Allra mesta athygli vakti þó
myndin um Eyjagosið, þótti hún
frábærlega gerð i alla staði og
hafa allmargar sjónvarpsstöðvar
I þegar pantað hana, og gert er ráð
formi vilyrðis frá yfirvöldum her-
mála i Bandarikjunum. Siðan er
gangurinn sá, að hermálaráöu-
neytið leggur tillögur sínar fyrir
Bandarikjaþing, sem siöan af-
greiðir þær. Fjárveitingarnar
verður svo að nota á fjárhagsár-
inu, sem mun ljúka i júni/júli.
Eins og Alþýðublaðið sagði i
gær eru forráðamenn sjónvarps-
fyrir að enn fleiri semji um kaup
á henni á næstunni.
Um söluverð myndanna vildi
Emil-litið segja, en nefndi þó, að
flæmska sjónvarpið, sem er með
minnstu sjónvarpsstöðvum i
Evrópu, hefði gert samning um
eina sýningu á gosmyndinni fyrir
hundrað þúsund krónur. Benti
Emil á, að þótt ekki sé farið eftir
ákveðnum reglum i verðlagningu
ins á Vellinum ekki fyllilegal
ánægðir með þá fjárveitingu, sem
þeir hafa fengið vilyrði fyrir um
hjá yfirvöldum —400 þús. dollara
til kaupa á senditækjabúnaði
fyrir litsjónvarp. Munu þeir vilja
kaupa stöð, sem kostar 700 þús.
dollara og eru að ihuga að reyna
að fá vilyrðið um féð endurskoðað
til hækkunar.
sjónvarpsmynda, séu það óskráð
lög, að eftir þvi sem sjónvarps-
stöðvarnar hafa stærri áhorf-
endahóp greiði þeir hærra verð
fyrir myndirnar. Aðrar stöðvar
hljóta þvi að greina mun hærra
verð fyrir myndir islenzka sjón-
varpsins en sú flæmska. — Sala á
sjónvarpsmyndum er miðuð við
sýningarréttinn i ákveðinn fjölda
skipta.
Verði vilyrðið staðfest af
Bandarikjaþingi eða það liggi
fyrir að það verði gert verður
málið sjálfsagt tekið upp við is-
lenzk yfirvöld i októbermánuði,
þegar haldinn verður hinn árlegi
fundur forráðamanna varnarliðs-
ins og Varnarmálanefndarinnar
þar sem fjallað er um umsóknir
um framkvæmdir á Vellinum.
LITASJÚNVARPIÐ: BEÐIÐ EFTIR VIL-
YRÐIFYRIR HÆRRIFJÁRVEITINGU
Föstudagur T8. maí 1973