Alþýðublaðið - 18.05.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.05.1973, Blaðsíða 9
 Það er núna fvrst sem þýzka knattspyrnan er að ná sér eftir áfall mútumálsins 1971 Vestur-þýzka knattspyrnusambandið hefur nú endanlega sagt sitt siðasta orð i mútuhneykslinu fræga sem hefur verið i gangi i 20 mánuði. Knatt- spyrnusambandið hefur beitt hörðu til þess að endurvekja álit manna á vestur-þýzkri knattspyrnu. Það var voriö 1971, að upp komst um þrjú lið á botni 1. deildar sem höfðu greitt mót- herjum sinur fyrir að tapa leikj- um. Ljóst er nú, að 50 leikmenn tóku við peningagreiðslum, og hafa þeir allir verið reknir úr kanttspyrnunni um lengri og skemmri tima. Nokkrir voru dæmdir frá knattspyrnu ævi- langt, aðrir fengu tveggja eða þriggja ára bann. Félög rekin Félögin þrjú sem inntu af hendi peningagreiðslurnar, hafa verið dæmd i þungar fjár- sektir og auk þess verið rekin niður i lægri deildir. Hertha Berlin og Schalke 04 eru þau félög sem verst hafa orðið úti vegna þessa margslungna hneykslismáls. Hertha hefur misst 15 af leik- mönnum sinum i bann. Þessi blóðtaka hefur að sjálfsögðu valdið þvi, að félagið hrapaði niður eftir stigatöflunni þetta keppnistimabil. Annars er Hertha vel stöndugt félag fjár- hagslega, og hefur þess vegna getað keypt nýja menn til þess að fylla skörðin. Þetta verður Schalke 04 einnig að gera. 1 fyrra sigraði félagið i v.-þýzku bikarkeppninni og varð i öðru sæti i I. deildinni. 1 ár berst liðin hinsvegar fyrir lifi sinu i deild- inni, 11 af fastamönnum liðsins frá i fyrra hafa verið reknir. Dómur er nýlega fallinn i máli þriggja þeirra, lykilmanna, sem höfðu bjargað félaginu frá enn- þá verri útreið. Hjartað rifið „Við misstum lungu og nýru i fyrra. Nú var hjartað rifið úr „Hann hefur hagað sér vel hjá okkur og okkur varðar ekkert hvað hann gerði af sér i Þýzka- landi”, segja þeir i Skotlandi. Það eru samsagt 50 leikmenn sem hafa verið útskúfaðir af vestur-þýzka knattspyrnusam- bandinu og eru þeir frá 7 félög- um. okkur” segir þjálfari Schalke GÓða barnið 04. Dómurinn yfir þremenning- unum kom aðeins tveimur dög- um áður en Schalke átti að mæta Sparta Prag i Evrópu- keppni bikarmeistara. Þýzka liðið hafði nauma forustu eftir fyrri leik liðanna, en tapaði auð- vitað stórt er það missti þrjá beztu menn sina. Beiðni for- ráðamanna Schalke um að dómurinn kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en eftir Evrópu- leikinn var umsvifalaust visað frá. Til þess að geta mætt með fulltlið iPrag var félagið i snar- hasti að herja út undanþágu fyrir tvo leikmenn úr unglinga- liði félagsins. „Við höfum nú tvo markverði og ellefu útispilara”, segir þjálfarinn, Ivica Horvat. Libuda dæmdur Stjarna Schalke liðsins gegn- um árin, Reinhard Libuda, er einn þeirra sem var dæmdur. Hann hélt yfir til Frakklands og leikur nú með Racing i Strass- bourg. Margir muna eflaust vel eftir Libuda úr HM keppninni i Mexico 1970, þar sem hann átti frábæra leiki á kantinum i v-þýzka landsliðinu. Vestur-þýzk yfirvöld hafa reynt að koma i veg fyrir að hin- ir burtreknu knattspyrnumenn geti starfað i öðrum löndum, en það hefur ekki tekizt. Ungverski snillingurinn Varga, sem Hertha keypti fyrir nokkrum árum, hefur einnig verið settur út fyrir dyrpar og fær aldrei framar að leika knattspyrnu i Þýzkalandi. Hann reyndi að komast að i Frakk- landi en var hafnað og sneri hann sér þá til Skotlands. Þar tók Aberdeen við honum og er Varga nú markahæsti maður liðsins. Það eru raunar fleiri en leik- mennirnir sem verða að hætta afskiptum af knattspyrnu. Nokkrir þjálfarar hafa misst réttindi sin og margir forustu- menn mega aldrei framan hafa nein störf með höndum i félög- unum, þvi það voru þeir sem greiddu fram þúsundir marka til þess að afla félagi sinu auð- fenginna stiga i baráttunni. „Við höfum nú hreinsað til i eitt skipti fyrir öll, vonandi”, segja þeir hjá vestur-þýzka knattspyrnusambandinu. Eftir 20 mánuði er þetta mesta hneyksli knattspyrnunnar i V.- -Þýzkalandi uppgert. Hinn afburðasnjalli útherji, Keinhard Libuda, var einn þcirra sein flæklur var I mútumáliö. Hann hlaut dóm, og leikur nú I Frakklandi. Þaö var mikiö áfall fyrir þýzka landsliöiö að missa l.ibuda, þvi hann var fádæma Jipur útherji, cíns og vel sést á þessari mynd. Takið eftir þvlhvernig hann ieikur snilldarlega á andstæðinginn. Iþróttir 2 TAP LEEDS ÁFALL FYRIR DERBY Fáir i Englandi hata Leeds eins mikið og Brian Clough, fram- kvæmdastjóri Derby. Samt var það hann sem var manna sorg- mæddastur yfir því að Leeds skyldi tapa i úrslitum Evrópu- keppni bikarmeistara I fyrra- kvöld. Það var þvi ekki af neinni um- hyggju fyrir Leeds, þvert á móti, Clough var aðeins að hugsa um sitt eigið lið. Þetta tap Leeds þýð- ir nefnilega að Derby fær ekki sæti i UEFA-keppninni i haust. Ef Leeds hefði unnið, hefði liðið sjálfkrafa farið i sömu keppni, þ.e. bikarmeistara, og Derby fengið sæti i UEFA. En það verða Arsenal, Leeds, Ipswich, Wolves og West Ham sem komast i keppnina, en Derby situr úti i kuldanum. Þetta er ekki sérlega glæsilegur árangur hjá fyrrverandi Eng- landsmeisturum, og hætt er við að gjammarinn Clough verði að gera einhverjar breytingar, ætli hann sér að gera stóra hluti næsta keppnistimabil. Hann hefur þó aðeins um deildina að hugsa i þetta sinn — SS. * ,: Mf|§| 'Já t".' ■■ C ÍSLANDSMÚTID HEFST f KVttLD tslandsmótiö i knattspyrnu hefst i kvöld. Þá fer fram einn leikur i 2. deild, Ármann og Haukar leika á Melavellinum klukkan 20. Keppni 1. deildar hefst á morgun. Keppnin i 2. deild verður án efa mjög skemmtileg og spennandi I sumar. Svona fyrirfram má halda aðbaráttan komi til meö aö standa milli Vikings og FH. önnur liö i deildinni eru Ármann, Haukar, Völs- ungar, Þróttur Reykjavik, Þróttur Neskaupstaö og Selfoss. Vart er viö þvi að búast að þessi lið blandi sér i toppbaráttuna. Þó er aldrei aö vita hvað Húsvikingar gera, en i liöi þeirra eru margir mjög góðir knattspyrnumenn, og má þar nefna Kristinn Jörundsson, Magnús Torfason, Arnar Guölaugsson og Hrein Elliöason. Á morgun verður nánar skýrt frá þvl hvaöa leikir eru framundan I 1. deild — SS. í |S A' 1 ' ■■■' V • . ■ ■;■ o Föstudagur 18. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.