Alþýðublaðið - 20.06.1973, Side 5

Alþýðublaðið - 20.06.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. TÓKU ÁMEÐOKKUR Nýlokið er i Stokkhólmi Norræna alþýðu- þinginu 1973, sem háð var þar i borg dagana 15.-17. júni s.l. Þing þetta, sem siðast var kallað saman árið 1965, var skipað rösklega 200 full- trúum úr forystusveit jafnaðarmannaflokka og verkalýðshreyfinga Norðurlanda. Þarna voru þvi saman komnir ýmsir þekktustu stjórnmála- menn álfunnar. Frá Sviþjóð sátu þingið m.a. ráðherrarnir Olof Palme, Krister Wickman, Sven Aspling, Gunnar Stráng, kunnir einstak- lingar eins og Alva Myrdal og Torsten Nilson og þekktir verkalýðsleiðtogar eins og Gunnar Nilsson. Frá Noregi voru m.a. mættir Trygve Bratteli, Ronald Bye, Reiulf Steen og Guttorm Hansen, sem allir eru mjög kunnir stjórnmála- menn og i fylkingarbrjósti norska Alþýðu- flokksins og frá verkalýðshreyfingunni norsku komu ýmsir þekktustu forystumenn hennar með Tor Aspengren, formann Alþýðusambandsins i fylkingarbrjósti. Frá Danmörku komu m.a. Anker Jörgensen, forsætisráðherra, Ivar Nör- gaard og aðrir úr danska Alþýðuflokknum ásamt þekktum framámönnum danska Alþýðu- sambandsins. Frá Finnlandi komu einnig fremstu jafnaðarmannaforingjar og stjórn- málamenn landsins svo sem eins og Kalevi Sorsa forsætisráðherra og Rafael Paasio ásamt fjölmennri sveit framámanna finnsku verka- lýðssamtakanna. Þarna voru sem sagt saman komnir allir helztu og kunnustu leiðtogar i verkalýðs og stjórnmálum Norðurlandanna — menn, sem njóta mikils álits og mikillar virð- ingar langt út fyrir landamæri fósturlanda sinna Og þessir menn — þessir fulltrúar fram- sæknustu og voldugustu félagslegu afla, sem til eru á Norðurlöndum — viku út af fyrirfram ákveðinni dagskrá þinghalds sins til þess að láta i ljós öflugan stuðning við íslendinga i land- helgismálinu. Þingið, sem fjallaði um félags- legar nýjungar i atvinnulifi, gerði tvær sam- þykktir i þinglok — eina um viðfangsefni þingsins og aðeins eina aðra. Og sú eina sam- þykkt var ekki um almenn utanrikismál, eða málefni þriðja heimsins, sem ávallt hafa skipað rúm mjög ofarlega i hugum jafnaðarmanna á Norðurlöndum. Hún var ekki til þess að styðja við bakið á tveim jafnaðarmannaflokkanna, sem nú eru i þann mund að ganga til erfiðra kosninga. Hún var gerð til þess að taka á með íslandi i landhelgismálinu og hún var ekki aðeins samþykkt með öllum atkvæðum þingfull- trúa heldur með löngu og innilegu lófataki. Það var Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokksins, sem greindi þingfulltrúum i athyglsiverðri ræðu frá landhelgismálinu og okkar málstað. Á þá ræðu var vel hlustað af þingheimi öllum. Vakti hún einnig mikla athygli blaðamanna, sem þingið sátu. Og það stóð heldur ekki á undirtektunum. Þessir 200 fremstu stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar Norður- landa gerðu einróma samþykkt þar sem þeir styðja kröfur Islands um tryggari yfirráð yfir auðlindum íslandsmiða og krefjast þess, að skjót lausn fáist þar sem þessi yfirráð séu íslandi tryggð. Norrænu blaðamennirnir, sem fylgdust með þinginu, voru sammála um, að þessi samþykkt væri stærsti atburðurinn, sem gerðist á Nor- ræna alþýðuþinginu. Þvi megum við íslendingar vel una — og við þökkum þann ein- læga vináttuvott og samhug, sem okkur hefur verið sýndur þarna af jafnaðarmannaleiðtogum Norðurlanda. URSLIT ÞINGMALA ALÞYÐUFLOKKSINS TANNLÆKNINGARINN I TRYGGINGAKERFIÐ 1 Sviþjóð hefur nýlega verið gert mikið félagslegt átak i tann- heilbirgðismálum. Hið opinbera i þvi landi hefur nú tekið upp þá nýbreytni, að greiða niður tann- læknisþjónustu fyrir almenning og telja sænskir jafnaðarmenn það véra eitthvert mesta fram- faraspor, sem þeir hafa stigið um langa hrið og hyggjast nota það mál sér til framdráttar i ihönd- farandi kosningabaráttu. En það eru ekki aðeins Sviar, sem leiða hugann að þessum mál- um. Um nokkurt skeið hafa is- lenzkir jafnaðarmenn — Alþýðu- flokksmennirnir — einnig haft mikinn áhuga fyrir þvi, að koma tannlækningunum inn i sjúkra- tryggingakerfið þannig að al- menningi væri auðveldað að verða sér úti um þennan sjálf- sagða þátt heilbrigðisgæzlu. Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins, Pétur Pétursson, hefur nú komið fram með nýja hug- mynd i málinu, sem ætti að geta gert þetta fyrirtæki fjárhagslega viðráðanlegt, en vissulega fylgir þvi mikill kostnaður að taka tann- heilbrigðismálin inn i sjúkra- tryggingakerfið. bessi hugmynd Péturs kemur fram i frumvarpi til laga um breytingu á almanna- tryggingalögunum, sem hann hefur nú flutt á Alþingi i tvo vet- ur. Frumvarpið hljóðar svo: 1. gr. ,,a. Aftan við lið h i 43. gr. laganna komi nýr liður, svo hljóðandi: i. Tannlækningar samlagsmanna, barna og fósturbarna, sbr. 40. gr., allt að 20 ára aldri. b. í stað orðanna ,,svo og greiðslu fyrir tannlækningar” i siðustu mgr. komi: svo og greiðslu fyrir allar tannlækningar. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1973” 1 greinargerðinni útskýrir Pét- ur nánar hvað fyrir honum vakir. bar segir hann: „Samhljóða frumvarp flutti ég á siðasta þingi þá fylgdi þvi svo hljóðandi greinargerð: „Frá upphafi almannatrygg- inga á Islandi hefur það verið hugmynd forustumanna um tryggingamál, að nauðsynlegar tannlækningar skyldu greiddar af sjúkrasamlögum. Um skeið er i lögum heimilt að greiða kostnað við tannlækningar þeirra, sem eru innan 18 ára, en sú heimild var ekki notuð. Var ákvæði þetta numið úr lögum og i stað þess sett almenn heimild til handa sjúkra- samlögum til að greiða rannlækn- ingar, en sú heimild hefur ekki heldur verið notuð, aö talizt geti. Ekki er þörf á að færa rök að nauðsyn þess, að sjúkrasamlög greiði kostnað við tannlækningar eins og aðrar lækningar. Er raun- ar sérstök ástæða til þess, þar eð mörgum hættir til að draga um of að leita tannlæknis sökum kostn- aðar. Mikill áhugi hefur veriö á þvi að fella tannlækningar undir trygg- ingakerfið, en fjárhagsástæður hafa verið aðalástæða þess, að það hefur ekki verið gert. Oft hafa verið flutt um þetta mál frum- vörp á Alþingi, m.a. af Alfreð Gislasyni lækni og siðast af Ein- ari Agústssyni, núverandi hæstv. utanrikisráðherra. Málið er nú tekið upp enn einu sinni. Enda þótt Alþýðuflokkur- inn hafi mikinn áhug á að koma öllum tannlækningum, sem telja má heilsufarslega nauðsyn, undir tryggingakerfið, er nú aðeins gerð tillaga um að slikar trygg- ingar nái til allra undir 20 ára aldri. bessi leið er valin i þeirri von, að unnt reynist að koma málinu fram i áföngum. Alþingi samþykkti fyrir 25 árum, að tryggingar skyldu greiða tann- lækningar til 18 ára aldurs, en tryggingakerfið hafði ekki fjár- hagslegt bolmagn til að fram- kvæma þá ákvörðun. Nú er þjóðin stórum auðugri en þá og hefur vafalaust góð ráð á að stuðla að bættri tannheilsu ungmenna, sem þau geta búið að alla ævi, ef vel tekst. Spyrja mætti, hvort þjóðin hafi ráð á að gera þetta ekki. Ekki er lagt til, að breytt verði ákvæðum um samninga sjúkra- samlaga við lækna o.fl., þar eð teija má, að orðið „Læknar” geti einnig átt við tannlækna”. Frumvarp þetta var sent heil- brigðis- og tryggingamálanefnd neðri deildar til afgreiðslu og klofnaði hún um málið. Meiri hluti nefndarinnar skilað svo- hljóðandi áliti: Nefndin hefur kynnt sér frum- varpið. Með hliðsjón af þvi, að nefnd, sem vinnur að endurskoð- un tryggingalaganna, hefur enn ekki skilað endanlegu áliti, og þar sem vitað er, að eitt þeirra atriða, sem hún athugar sérstaklega, er einmitt það, sem frumvarpið fjallar um, leggur meiri hl. heil- brigðis- og trygginganefndar til, að frumvarpinu verði visað til rikisstjórnarinnar i trausti þess, að það fái jákvæða afgreiðslu i endurskoðunarnefndinni. En Alþýðuflokksmaðurinn Stefán Gunnlaugsson, sem átti sæti i nefndinni, hafði þetta um málið að segja: Nefndin hefur ekki getað orðið sammála um afgreiðslu frum- varpsins. Meiri hluti nefndarinn- ar leggur til, að það verði afgreitt með rökstuddri dagskrá, en undirritaður gerir það að tillögu sinni, að frumvarpið verði sam- þykkt. Steindór Steindórsson frá Hlööum: HVAÐ GLEYMDIST? Fyrir nokkrum dögum birti Alþýðublaðið frétt af fundahöld- um þeirra Gylfa b. Gislasonar og Benedikts Gröndals á þremur stöðum í Norðurlands- kjördæmi eystra, Akureyri, Húsavik og Dalvik um s.l. mánaðamót. Var ræðum þeirra hrósað að maklegleikum, og látið vel af fundunum i heild. Eitt vakti þó þegar athygli mina á frétt þessari, að þar er þriðji framsögumaður á fundunum, Bárður Halldórsson, menntaskólakennari sniðgeng- inn með öllu, en hann flutti framsögu á öllum fundunum af hálfu heimamanna. Kom hann þar eigi siður við mál flokksins en þeir alþingismennirnir, og fengu orð hans mikinn hljóm- grunn meöal áheyranda. Var það einkum tvennt, annars vegar fræðileg rök fyrir sam- einingu jafnaðarmannaflokka, semalltofoft gleymist að rekja, þegar um slika samciningu er rætt, en hinsvegar mál kjördæmisins og byggðastefna almennt. Sýndi hann fram á með Ijósum rökum, hversu rangri stefnu væri þar fylgt, enda sýnilegt, að úrbætur i þeim efnum væru meira á orði en á borði meðal stjórnmálafiokk- anna, og aö þar er Alþýðu- flokkurinn á enga lund hinum frcmri. Ekki minntust þeir sunnanmenn á byggðamál enda ekki af miklu að státa i þeim efnum. Ég hefði ekki gert þessa frétt né tilcfni hennar aö umtalsefni, ef mér þætti ekki sem fleirum, að hún speglaði, þótt i smáu sé, það viðhorf, sem ráðandi hjá alltof mörgum ráðamönnum lands vors, sem raunar eiga allan sinn heim milli Breiðholts og Kópavogs. bað er ekki talin ástæða að minnast heimamanna úti á landi, rétt eins og allar hugsanir og vit sé komið frá forystunni syðra. Einnig aö láta ekki hátt um það að taka þurfi upp nýja stefnu i byggðamálum. Ég geriekki ráð fyrir að þetta sé beint gert að yfirlögöu ráði, ræturnar liggja dýpra, þ.e. i fálæti gagnvart landsbyggðinni og þeim, scm þar búa og starfa. bvi að varla trúi ég þvi, aö það, geti hafa komið illa við þann er fréttina hefir samið að hér kemur við sögu ungur maður og upprennandi, en stundum hafa að visu slikir menn ekki verið alltof mjög i hávegum hafðir af sumum þeirra eldri. Akureyri 8. júni 1973 Steindór Steindórsson ATHUGASEMD RITSTJORA Steindór Steindórsson frá Hlöðum spyr, hvers vegna þriðja framsögumanns, Bárðar Halldórssonar, hafi ekki verið getið i frásögnum Alþýðublaðs- ins af fundum á Norðurlandi eystra. Var það gleymska for- ráðamanna Alþýðublaðsins? Var það e.t.v. gleymska „að yfirlögðu ráði”? — virðist mér raunar spurningin hljóða frá minum gamla og góða læriföð- ur. Einfaldasta svarið við þeirri spurningu er að sjálfsögðu að spyrja annarar: hvað i ósköp- unum ættum við Alþýðublaðs- menn að vinna með þvi að þegja um Bárð Halldórsson? En hver er þá skýringin á þvi, að ekki var greint frá þætti Bárðar Halldórssonar i þessum fundahöldum. Einfaldlega sú, að ég — sem frásögnina skrifaði — hafði ekki hugmynd um, að hann hefði verið framsögumað- ur á þessum fundum. bessi fundahöld áttu upptök sin i samþykkt framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins um að flokksskrifstofan byði stjórnum kjördæmisráða Alþýðuflokks- ins að undirbúa fyrir sitt leyti stjórnmálafundi i kjördæmun- um með þátttöku forystumanna landsflokksins. Var mér falið að vinna að þeim undirbúningi fyrir flokksskrifstofuna. Að höfðu samráði við stjórn kjördæmisráðsins á Norður- landi eystra var ákveðið að efna til þriggja funda i kjördæminu á vegum kjördæmisráðsins um s.l. mánaðamót og báðu for- ystumenn þess um tvo fram- sögumenn að sunnan — þá Gylfa b. Gislason og Benedikt Gröndal. Var sérstaklega eftir þvi leitað, hvort einhverjir sér- stakir framsögumenn kæmu frá heimamönnum og svaraði stjórn kjördæmisráðsins þvi til, að svo væri ekki. Að visu myndu fulltrúar heimamanna taka þátt i umræðunum, en aðeins bæri að augiýsa gestina tvo sem fram- sögumenn á fundunum. Af hálfu kjördæmisráðsins, sem var fundarboðandi, væri ekki um aðra framsögumenn að ræða. 1 samræmi við þetta voru svo fundirnir auglýstir bæði i út- varpi og i Alþýðublaðinu. 1 frá- sögn minni af fundunum sem Framhald á bls. 10 Miðvikudagur 20. júní 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.