Alþýðublaðið - 23.06.1973, Page 9

Alþýðublaðið - 23.06.1973, Page 9
á c ^OL F Landsliðið í golfi lagði upp til Portugals í morgun 1 morgun hélt landsliöiö i golfi után til keppni á Evrópumeist- aramótinu sem fram fer i Portu- gal dagana 28. júni til 1. júli. Er þetta i fyrsta skipti sem islend- ingar taka þátt i þessu móti, en vonandi ekki það siðasta. Lands- liöið hafði siðustu æfinguna fyrir utanferðina á miðvikudaginn á Nesvellinum og þar tók ljós- myndarinn okkar, Friðþjófur Helgason, þessar myndir af landsliðsmönnunum. Alþýðublaðið óskar golf- mönnunum góðrar ferðar og góðs gengis i hinni erfiðu keppni. Úþekktur kylfingur skákaði stór- stjörnunum í IIS Open. Johnny Miller, ungur og litt þekktur golfleikari, kom mjög á óvart með þvi að vinna US OPEN keppnina á samtals 279 höggum, fimm höggum undir pari. Var hann einu höggi betri en John Schlee, sem lenti i öðru sæti. Arn- old Palmer lenti i fjórða sæti ásamt öðrum þekktum kylf- ingum, Jack Niklaus og Lee Trevino. Johnny Miller er heittrúaður Mormóni og hann gefur 10% af launum til safnaðarins. Hann segir að golfið komi á eftir fjöl- skyldunni og trúnni og hann trúir þvi að fjölskyldan og kirkjan hans standi að baki honum á golf- vellinum. Miller vann það frábæra afrek i keppninni að fara hringinn á hinum erfiða Oakmont velli á 63 höggum, eða 8 höggum undir pari. Þrátt fyrir þennan frábæra sigur kemst Miller ekki i Ryder Cup liðið þar sem atvinnusam- band golfleikara i Banda- rikjunum viðurkennir hann ekki enn. Hvað gera KR-ingar í Keflavík? Heil umferð í I. deildinni um helgina Að vanda fer fram heil um- ferð i 1. deildinni um helgina og auk þess 2 leikir i II. deild, fjölmargir leikir i III. deild- inni og yngri flokkunum og svo ' hefst keppnin i íslandsmóti kvcnna um helgina. Við skul- um, áður en lengra er haldið, lita á listann yfir helztu leik- ina: I. DEILD: Laugardagur. Melavöllur kl. 14.00: Breiða- blik - ÍBV. Sunnudagur. Akureyrarvöllurkl. 16.00: IBA — 1A. Keflavikurvöllur kl. 20.00: IBK — KR. Mánudagur. Laugardalsvöllur kl. 20.00: Fram — Valur. II. DEILD: Neskaupstaður kl. 16.00: Þróttur NK. — Ármann. Melavöllur kl. 16.00: Vikingur — Völsungur. Leikirnir i I. deildinni eru nú ekki allir á sama tima, þannig að þeim áhugasömustu hér sunnanlands gefst kostur á að sjá þrjá leiki ef þeir vilja hafa sig eftir réttunum. Breiðablik — IBV: Þeir Kópavogsmenn fengu a 11 skverlegan skell um siðustu helgi þegar Skagamenn vægð- arlaust sölluðu á þá 10 mörk- um og ekki þarf að efast um að Breiðabliksmenn hyggjast hrista þetta áfall af sér sem allra fyrst. Þarna komast þeir aftur i ljónagryfjuna sina á Melunum og hvað skeður þá. IBV-liðið er nokkuð dæmigert graslið, leikmenn þess kunna mun betur við sig á grasinu en bévaðri mölinni. Eyjaliðið er nú óðum að ná sér á strik og lék vel um helgina gegn IBK og var óheppið að tapa leikn- um. IBA — ÍA: Botnliðið IBA mætir hér „stórskotaliði” Ak- urnesinga. Ekki er ósennilegt að Akureyringarnir gangi til f þessa leiks með blendinn hug og sú spurning mun brenna heitast á vörum þeirra, verða Skagamenn i sama banastuð- inu nú og um siðustu helgi. Ak- ureyringar eru nú i heldur ó- þægilegri stöðu i deildinni, leikirnir renna úr höndum þeirra, en aðeins eitt stig sem þeim hefur tekist að festa hendur á. Ef þessi leikur tap- ast er voðinn vis. IBK — KR: IBK-liðið geng- ur til þessa leiks sem eina liðið i deildinni, sem ekki hefur tap- að stigi. Það hefur þót mátt greina nokkra hnignun i leik liðsins að undanförnu, hvað sem veldur. Hefur enski þjálfarinn farið og geyst meö liðsmenn sina, þannig að þeir eru nú að springa á limminu? En hvað um það, liðið er gott og það hefur sett stefnuna á titilinn. KR-liðið er nokkuð snúið, og erfitt að átta sig á þvi. Ekki vantar baráttuna og flestir leikmenn eru leiknir og liprir með boltann, en ein- hvern veginn gengur dæmið ekki upp hjá þeim. Fram — Valur: Við þennan leik er óhætt að setja eitt stórt spurningarmerki, liðin eru mjög jöfn að getu og allt eins liklegt að hrein heppni komi til með að skera úr á milli þeirra, ef leikurinn endar þá ekki með jafntefli. Bæði liðin hafa verið að ná sér á strik að undan- förnu og þau ætla sér að halda uppi heiðri Reykjavikur i mótinu. Ölafur Ólafsson hcfur verið jafnbczti maður KR-liðsins i sumar. Eyjamenn hyggja á æfingar í Eyjum I. deildarlið IBV hefur þurft að sækja æfingar um langan veg eftir að liðiö hraktist hingað upp á' fastalandið vegna eldgossins á Heimaey. Æfingar liðsins hafa verið i Njarðvikunumog upp i Mosfellssveit og svo inn á milli á KR-vellinum og i Kópavogi. Og á næstunni mun liðið e.t.v. halda til sinnar heimabyggðar, Vest- mannaeyja, til æfinga. Að undanförnu hefur verið unnið við að hreisa vikurlagið sem þakiö hefur grasvöllinn við Hástein, og mun völlurinn vera litið skemmdur undir vikrinum, en eðlilega nokkuð hrár. Verður sáð i hann og verður hann þá eflaust fljótur að taka við sér. Það rikir mikil stemning meðal leikmanna og forráöamanna IBV- liðsins, að fara einhverja helgina heim til Eyja og æfa þar. Þess má einnig geta, að golf- menn i Eyjum hafa unnið við hreinsun golfvallarins i Herjólfs- dal. flllt frá dvergvikt upp í þungavikt Keppni i lyftingum tviþrautar milli liös KR og sameinaðs liös utanbæjarfélaga fer fram fimmtudaginn 5. júii kl. 20. Keppt verður i7 þyngdarflokkum frá dvergvigt til þungavigtar. Nánar auglýst siöar. Danir sigruðu Norðmenn 1-0 Danmörk sigraði Noreg i landsleiknum á limmtudaginn með 1—0 að viðstöddum 22.300 áhorfendum. Danir höfðu yfirburði i f.h. en i þeim siðari réðu Norðmenn aftur á móti gangi leiksins á löngum köflum. Sigurmark Dana kom strax á 8. min. f.h. og það skoraði Peter Dahl. Norðmenn fengu gott tækifæri að jafna i s.h. þegar Hans Edgar Paulsen skaut i markið, markvörðurinn hálf varði skotið, en Hans Edear skaut framhjá úr frákastinu. Enn sigra Brazzarnir Enn sigra heimsmeistararnir I knatt- spyrnu, Brazilia, I Evrópuferð sinni. A fimmtudaginn léku þeir við Sovétmenn á Lenin-leikvanginum f Moskvu og sigruðu 1—0. Markið skoraði Jair á 69. mfn með skalla. Áhorfendur voru 103.000. I iþróttaþætti sjónvarpsins á þriöjudaginn verður sýndur leikur Brazilfu og V.-Þjóð- vcrja sem leikinn var í siðustu viku. Þessi mynd cr frá lcik Braziliu við V.-Þjóð- verja, sem Brazilia vann einnig 1—0 með marki Dirceu. Það er Gerd Muller sem liggur afvelta og Jupp lleynckes hefur fengið sér sæti á höfði Marco Antonio. Þeir verða í sjónvarpinu ó þriðjudaginn Laugardagur 23. júní 1973. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.