Alþýðublaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 6
Hinn nýji formaður Kristilega demókrata i Þýzkalandi: Helmut Kotii Tekst honum að halda saman hinum frjáls- lyndu og erkiíhaldinu? Rainer Barzel, formanni Kristi- legra demokrata (CDU) i Þýzkalandi, var ljóst, að for- mennska hans var i hættu er honum tókst ekki að fá stuðning bróðurflokksins CSU, er lýtur forystu Franz Josefs Strauss, við hina hófsömu stefnu sina varðandi skiptingu Þýzkalands i tvö riki. Að fenginni sterkri gagnrýni dró hann sig siðan i hlé i mai-mánuði siðastliðnum. A þriðja degi hvitasunnu var svo forsætisráðherrann i Rein- land-Pfalz, einu þýzku fylkj- anna, kjörinn formaður flokksins. Hinn nýi formaður heitir Helmut Kohl og er aðeins 43 ára að aldri. Með for- mennskunni i flokknum hefur hann fengið eitthvert erfiðasta verkefnið, sem nú er við að glima i þýzkum stjórnmálum. Stafar það af þvi, að fiokkurinn er klofinn i stefnunni á sviði utanrikismála, menntamála, félagsmála og ýmissa félags- legra umbóta. Helmut Kohl fæddist i Lud- vigshafen hinn 3. april 1930 og var aðeins 17 ára að aldri er hann gerðist félagsmaður i æskulýðshreyfingu CDU, er nefnist Junge Union eða Æsku- lýðssambandið. Hægt en örugg- lega óx honum ásmegin i flokknum þar til svo var komið árið 1963 að hann var orðinn þingflokksformaður hans á fylkisþinginu i Mainz. Það er meðal annars ólikt með honum og fyrirrennara hans, Rainer Barzel, að Kohl var of ungur til þess að hann væri kvaddur til herþjónustu i siðari heims- styrjöldinni og er hann þó aðeins 6árumyngri en Barzel. Er styrjöldinni lauk var Kohl enn i menntaskóla, en lagði siðan stund á stjórnvisindi og sögu, er i háskóla var komið. Starfsferill hans hófst i iðnrekendafélaginu i Ludwigs- hafen árið 1959. Kohl er frjáls- lyndur kaþólikki, er hóf stjórn- málastarf sitt úti á lands- byggðinni, ef svo mætti segja, en ekki i höfuðborginni. Skjót- lega varð hann kunnur þar-, ekki aðeins i CDU-flokknum i heima- fylki sinu, heldur einnig i lands- flokknum öllum. Og þegar hinn gamli CDU-baráttumaður,Peter Altmeier dró sig i hlé sem for- sætisráðherra i Rheinland-Pfalz varð Kohl eftirmaður hans og hefur siðan veit.t fylkisstjórninni þar trausta forystu. Hann er þekktur sem ákafur pipu- ERLEND SVIPMYND mmmasmmm reykingamaður og sagður hafa mikla þekkingu á vinum. Arið 1964 var hann kjörinn i miðstjórn CDU-flokksins og siðastliðin þrjú og hálft ár hefur hann verið einn af varafor- mönnum flokksins. Hann er hár vexti (193 sm ) og sver um sig og hefur það leitt til þess, að hann er gjarnan kallaður einn af „stærstu stjórnmálamönnum” Sambandslýðveldisins. Gælu- nafn vina hans um hann er hins vegar „svarta kempan”. Mörg ár eru nú um liðin frá þvi, að Kohl tók að búa sig undir að taka við formennskunni i flokki Kristilegra demokrata. Þegar árið 1971 tók hann þá áhættu að bjóða sig fram er fyrrverandi kanzlari, Kurt-Georg Kiesinger, lét af formennsku flokksins. En flokksþingið kaus þá Rainer Barzel til formennskunnar. Siðan hefur komið í ljós, að sú ákvörðun var miður heppileg. Undir forystu Barzel lenti flokkurinn i alvarlegustu for- ystu-vandræðum, er hann hefur nokkru sinni átt i. Kohl hafði þvi löngugefiðf skyn,aðBarzel ætti að láta af formennskunni og jafnframt sagt berum orðum, að hann væri fáanlegur til þess að taka við henni. — í Bonn hefur Kohl 'starfað sem venju- legur flokksmaður i þinginu, en hins vegar reynzt framúr- skarandi fulltrúi rikisfylkjanna — eða landsbyggðarinnar, ef menn vilja hafa það heldur. Hann skortir mjög reynslu af störfum i rikisþinginu i Bonn og einnig af ráðherrastörfum, en eftir langa veru i flokknum þekkir hann þar allt og alla. Kohl er kunnur sem and- stæðingur of mikillar vald- söfnunar á eina hendi og er vitað og ljóst, að það fellur ekki alltof vel i kramið hjá CSU-for- ingjanum Franz Josef Strauss, þvi að hann er einræðissinnaður mjög og hefur oftar en einu sinni sýnt það, að samstarf flokkanna tveggja helzt ekki án hans samþykkis. Enda þótt Kohl geti sýnilega nú um hrið reiknað með stuðningi frá Strauss hefur hinn ráðriki „bajari” gert það lýðum ljóst, að hann muni engan veginn ná til allraannarra stefnumiða, er Kohl gæti hugsað sér. — Mesta og erfiðasta verk- efni Kohl i formennskunni verður að stýra hinum fyrrum volduga flokki Kristilegra demokrata á þann veg, að deilur innan hans hjaðni og samstilling fáist, svo að vegurinn opnist til þeirrar rikisstjórnar, er flokkurinn hafði i sinum höndum fyrstu 20 ár Sambands- lýðveldisins. Og hér verður Kohl að snúast gegn straumnum og gegn tiðarandanum. Flokkurinn væntir þess, að hann muni á flokksþinginu i október koma með a.m.k. megindrættina i nýrri stefnuskrá. Til þess arna hefur hann aðeins rúma tvo mánuði ög það þykir að vonum skammur timi. Vinstrimenn i flokknum munu reyna að koma þvi til leiðar, að hann taki nýjar félagslegar umbætur upp á sina arma, en gegn þvi snýst annar hópur manna undir forystu Gerhard Stoltenberg, fyrr- verandi visindamálaráðherra, sem ekki má heyra nefnda „neina tilraunastarfsemi”. Og svo má ekki gleyma CDU-for- ingjanum i Hessen, Alfred Dregger, sem berst á hæl og hnakka fyrir þvi, að stefna flokksins verði sem lengst til hægri, i samræmi við stefnu erkiihaldsins, Franz Josefs Strauss. Af þessu er ljóst, að það er allt annað en auðvelt að vera Helmut Kohl um þessar mundir. Orð sérfræðingsins: HASS ER MES KYNSINS I DAi O Eftir Finn H. Andreássen „Hass er mesta hætta mann- kynsins i dag”, segir Norðmaður- inn Olav Brænden, forstjóri Árið 1484 fyrirskipaði Ríkharður III herskip< ÞORSKASTRÍÐ BRETA i LANDSMIÐUM FYRIR 4! t siðasta mánuði birtist í brezka blaðinu The Sunday Times bréf frá sögufróðum Breta. í bréfi sinu gerði hann að umtalsefni fisk- veiðideilu Breta og tslend- inga. Breti þessi sendi með bréfi sinu afrit af bréfi sem Rikharður III. Englands- konungur skrifaði 23. febrúar 1484. Bréf þetta er stllað til allra sjó- manna og útgerðarmanna i Suffolk og Norfolk, sem ætla sér til Islands án nauðsynlegs öryggis. í byrjun bréfsins býöur konungur þeim að kaupa sér leyfi til fararinnar og að leyfinu fengnu skuli þeir safnast saman við ána Humber, vel búnir vopnum og vistum og biða þar skips frá Hull, er verði þeim til varnar á leiðinni. Þá býður konungur þeim einnig að hafa samflot bæði á leiðinni til og frá ís- landi. Til þess að fræðast betur um þetl timabil i sögu samskipta Islendinga c Englendinga, þá slógum við upp doktorsritgerð prófessors Björns Þo steinssonar, Enska öldin, og fundui þar ýmsan fróðleik um þetta timabi Þjóðleiðir lágu hingað noröur til í lands á síðasta fjórðungi 15. alda þúsundir evrópskra sæfara þreyti kappsiglingu hingað á vorin og börðu um beztu hafnirnar. 1 lok 15. aldarinnar voru Bretar undanhaldi á Atlantshafinu, en Þjé verjar i sókn. Englendingar voru undanhaldi hér við íslandog höfðu á ur verið hraktir frá Skandinavfu. Ög 8. tug aldarinnar tóku Englending að leita nýrra griðlanda og fiskimi þegar tók að þrengja verulega að þei við ísland. Bréf Rlkharðs III sannar að ens stjórnin lét hart mæta hörðu og sner til varnar gegn öryggisleysi á hafi og hernaði þýzk-danskra umboi manna hér á landi. A þessum tima var hér landsstji Diðrik Pining,en hann var sá fyrs sem bar þann titil. Diðrik þessi v þýzkur höfuðsmaður og marg reynd 0 Miðvikudagur 18. júli 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.