Alþýðublaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 3
Siglingar - ný vin í velferðareyðimörkinni
Nú eru sportsiglingar að hefja göngu sina hér á landi. Þær teljast
til iþrótta, enda er keppt i þeirrigrein um viða veröld, og liklega eru
það fáar iþróttir, sem gripa menn eins föstum tökum og siglingar.
Fyrir þvi eru margar ástæður. Ein þeirra er sú, að þær reyna i
mörgu tilliti á mannlega getu til hins ýtrasta. Menn sveigja til
hlýðni við sig örlitið brot af frumkrafti náttúrunnar. Þar reynir á
listræna kunnáttu og eðlisávisun að færast ekki meira i fang en
hentar, eftir öllum aðstæðum. Siglingar eru hættuleg iþrótt.
íþrótt sem
temur
mönnum
sem varkárni
einfaldlega ógilt, ef stigið er
fram fyrir plankann i upp-
stökkinu. Til að koma i veg fyrir
liftjón hafa verið sett lög og
reglur, sem ná til flestra tilvika,
sem séð verða fyrir, og varða
brot viðurlögum, þó að ekki
hljótist af þeim slys eða aðrar
alvarlegar afleiðingar. Hér
þurfa slikar reglur strax að
koma til, og eftirlit með þvi, að
þeim sé fylgt. Einhverjir slá sér
á lær og segja : „Hana nú, eitt
eftirlitið enn”.
Hér er ekki eftir neinu að
biða, og reyndar segir mér svo
hugur, að forstöðumenn okkar
hefðbundnu siglingamála hafi
góðan skilning á þessari
'nýlundu, sem er að ryðja sér til
rúms. Það æskufólk, sem kemst
á bragðið i þessari göfugu og
skemmtilegu iþrótt, verður ekki
stöðvað, enda engin ástæða til,
en hér þarf að byrgja brunninn i
tima. Siglingaklúbbarnir, sem
nú starfa, standa vel að hlut-
unum, og er enginn vafi á þvi,
að þegar fram liða timar, verði
sportsiglingar almenn Iþrótt, en
ekki aðeins rikra manna
gaman. Hún gerir miklar kröfur
til iðkenda i mörgu tilliti, bæði
til hugar og handa, og munu
fáar iþróttir temja mönnum
jafnt áræði sem varkárni, eins
og þessi. Siglingar eru ný vin I
velferðarey.ðimörkinni, sem
vert er að hlynna að frá byrjun,
ekki hvað sizt með ströngum
reglum og góðu eftirliti.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Tvær stöður AÐSTOÐARLÆKNA við
KLEPPSPiITALANN eru lausar til
umsóknar og veitast frá 1. september
og 1. október n.k.
Umsóknarfrestur er til 17. ágúst n.k.
Staða SÍMAVARÐAR við LAND-
SPÍTALANN er laus til um
sóknar nú þegar. Vaktavinna,
aðallega næturvaktir.
Staða RITARA við LANDSPÍTAL-
ANN er laus til umsóknar nú þegar.
Staðan er hálft starf.
Umsóknum,er greini aldur, menntun
og fyrri störf ber að skila til stjórnar-
nefndar rikisspitalanna. Umsóknar-
eyðublöð fyrirliggjandi á skrifstof-
unni.
Reykjavik 16. júli 1973
SKRIFSTOFA
RIKISSPÍTALANN A
EIRÍKSGÖTU 5,SlM111765
Ég hefi einhvers staðar séð
þvi haldið fram nú fyrir
skemmstu, að Island sé sérstak-
lega ákjósanlegt fyrir þessa
iþrótt. Fyrir svona staðhæfingu
er rétt að gera mikinn fyrir-
vara, og þannig má ýmislegt til
sanns vegar færa. Að öðrum
kosti vonast ég til, að þetta mat
fái sem minnstu ráðið um þróun
þessarar göfugu iþróttar, sem
enn er á algeru byrjunarstigi
hér, þótt nokkrum sinnum hafi
óskipulega verið fitjað upp á
henni áður.
Okkur íslendingum er ekki
sýnna en öðrum að fylgja
boðum og bönnum, en mestu
varðar, að menn skilji ástæð-
urnar, sem að baki liggja
slikum ákvæðum. Það verður
vitanlega löngum lagt i hendur
einstaklingsins að taka ákvarð-
anir eftir aðstæðum. Það þarf
engan að brýna á þvi nú, hvað
litið þarf út af að bera, til þess
að ófyrirsjánlegur breytileiki
náttúrunnar verði jafnvel
hinum hæfustu mönnum ofjarl.
Þá er þjóðarsorg á íslandi.
Það er áræði einstaklinganna,
sem hefur hjálpað okkur niður
úr trjánum og á leið til stjarn-
anna. En einmitt fyrir það,
höfum við öðlazt hæfileikann til
að tileinka okkur reynslu ann-
arra og læra af henni. í löndum
þar sem sportsiglingar eru
gömul iþrótt, eru mjög itarlegar
reglur og fyrirmæli um
hvaðeina, sem horfir til öryggis.
Það er ekki bara svona eins og i
þristökki, þar sem stökkið er
Bragi Sigurösson
# Aukin gæði þorsk-
aflans færðu okkur
milljónatugi
Gæði þorskaflans voru nokkru
betri á siðustu vertið en ver-
tiðinni þar áður. 56,03%
þorskaflans fóru 11. gæðaflokk á
vertiðinni nú, á móti 51,07% á
vertiðinni 1972. Þessi 5%
aukning þýðir tugi milljóna i
auknum gjaldeyristekjum, þvi
mikill verðmismunur er á 1. og
2. gæðaflokki.
Allflestir útgerðarstaðir á
vetrarvertiðarsvæðinu frá
Hornafirði til Stykkishólms
bættu sig frá fyrra ári. Mest
Vogar, um 16,8%, Stokkseyri
næstmest 12,7% og Grundar
fjörður 12,4%. Einstaka staður
var með verri útkomu, og var
Sandgerði þar i nokkrum sér-
flokki, en þar fór 4,9% minna 11.
gæðaflokk en á fyrri vertíð.
Útgerðarstaðirnir við Breiða-
fjörð náðu beztri nýtingu
þorskaflans á siðustu vertið,
voru allir með yfir 60% i 1.
flokk. Stykkishólmur var
hæstur á blaði með 68,1% i 1.
flokk, en lélegasta nýtingu
höfðu Eyrarbakki, Sandgerði og
Hafnarfjörður með 46-47% i 1.
gæðaflokk. Fiskmat rikisins tók
saman þessar tölur.
•Aflaverðmæti Norð-
ursjávarbátanna
ríflega tvöfaldast
Afli islenzku sildveiði-
skipanna i Norðursjó er nú
kominn yfir 10,000 iestir frá
byrjun vertiðar. Var aflinn um
siðustu helgi orðinn 10,482 lestir,
en var á sama tima I fyrra 8.653
lestir. Verðmæti aflans i ár er
212 miljónir, en var i fyrra 107
milljónir. Er þetta nær
helmingsmunur.
Aflinn I siðustu viku var 2.064
lestir, og verðmæti hans rúmar
40 milljónir. Alls fengu 31 bátur
afla i siðustu viku. Frá byrjun
vertiðar hefur Súlan EA fengið
mestan afla, 932,8 lestir að sölu-
verðmæti 20,3 milljónir. Gisli
Arni RE hefur aflað 837,5 lestir,
að verðmæti 17,1 milljón og
Loftur Baldvinsson hefur aflað
785,1 lest að verðmæti 20,2
milljónir.
FRETT-
NÆMT
Sök bítur sekan
Lincoln skaddaðist
við að sigla a Ægi
Ekki er hægt að segja, að
sjóliðarnir á brezku
freigátunum séu beint heppn-
ir i áreitni sinni við Islenzk varð-
skip. Um klukkan þrjú I gærdag
kom skyndilega ný freigáta á
miðin út af Hvalbak, þar sem
Ægir var að stugga við sjö brezk-
um veiðiþjófum. Þetta var frei-
gátan Lincoln, og voru báðar
siður herskipsins þaktar frlholt-
um. Reyndi herskipið Itrekað að
sigla á varðskipið og braut allar
siglingarreglur. Skyndilega, eða
um kl. 15.45, hægði freigátan
skyndilega ferðina og lenti á skut
Ægis. Varðskipið skemmdist
ekkert, en svonefndur kefi á
freigátunni brotnaði. Ljósmyndir
og kvikmyndir voru teknar af
atburðunum.
Eins og fyrr segir var Ægir að
stugga við sjö brezkum togurum,
sem voru að ólöglegum veiðum út
af Hvalbak, og voru i nágrenninu
freigátan Berwick og dráttar-
bátarnir Englishman og
Irishman. Fimm togaranna hífðu
strax vörpur sinar, og var Ægir
að eiga við hina tvo, þegar fyrr-
greindur atburður átti sér stað.
Á sama tima stuggaði varð-
skipið Óðinn við erlendum togur-
um við Grimsey, en ekki kom til
árekstra.
Kapítalísk
háborg reist
í Moskvu
Bandariskir einkaaðilar hafa
i hyggju að reisa alþjóðlega viö-
skiptamiðstöð i Moskvu áriö
1978, þar sem rými verður fyrir
skrifstofur 200-400 erlendra
fyrirtækja. Til þess hafa aðeins
um 100 erlend fyrirtæki fengið
leyfi til að opna skrifstofur 1
höfuðborg Sovétrikjanna.
Bandariskur oliumilljóna-
mæringur, Armand Hammer,
sem af Moskvublöðunum er lýst
sem „vini Lenins” hefur átt I
samningum við sovézk yfirvöld
um þessi atriði. Fyrr á þessu ári
fékkst vilyrði þeirra fyrir þvi,
að orðið yrði við óskum erlendra
fyrirtækja um að byggt yrði
nýtizku viðskiptamiðstöð, en
undirbúningi og ákvörðunum
um fjármögnun byggingarinnar
er enn ekki lokið.
Samstarfsnefnd erlendra
banka, undir forystu Chase
Manhattan Bank i New York
hefur boðizt til að fjármagna
þessa byggingu, og i máimánuði
heimsótti aðalbankastjóri
Chase Manhattan, David
Rockefeller, Sovétrikin.
Auk skrifstofubyggingarinnar
á að vera i þessari miðstöð hótel
með þúsund herbergjum, 650
ibúðir fyrir erlenda viðskipta-
menn sem búa eða dvelja I
Moskvu. og stórt bilastæði.
Starfsfólk og ferðafólk á Lod
flugvelli við Tel Aviv varð
meira en litið undrandi um
daginn þegar það heyrði ein-
hverja enskumælandi bölva og
ragna og klæmast hástöfum inni
i flugstöðvarbyggingunni.
Reynt var að hafa upp á
þessum óhefluðu Englending-
um, en þeir fundust hvergi.
Skýringin fékkst hins vegar
fljótlega. Starfsfólk dýra-
garðsins I Tel Aviv hafði átt leið
um flugstöðvarbygginguna meö
nokkra páfagauka.
FERÐAMENN
BENZÍN —
OG
OLÍUSALA
A
BÁÐUM
STÖÐUM.
Liggi leið yðar landleiðina frá Vestfjörð-
um eða til — farið þér um hlaðið i
BJARKARLUNDI og FLÓKALUNDI.
Á báðum stöðum bjóðum vér yður gistingu
i vistlegum herbergjum ásamt máltiðum
og annarri þjónustu i fögru og friðsælu
umhverfi.
Barðstrendingafélagið i Reykjavik
Miðvikudagur 18. júlí 1973.
o