Alþýðublaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 7
ÍA HÆTTA MANH G! annsóknastofu eiturlvHa. er imeinuðu þjóðirnar reka i Genf. r hann talinn einn fremsti kúnn- tumaður i heiminum á sviði ini- og eiturlyfja. Ásamt um það 110 samverkamönnum stjórnar mn alþjóðlegum eiturlyf jarann- iknum á efstu hæð hinnar virðu- gu byggingar Þjóðabandalags- s sáluga i Genf. A rannsóknar- ofu hans og þeirra félaganna er ) finna alls kyns fikni- og eitur- f, allt frá óþynntri hassolíu til orfins. 011 þau eiturefni, sem ir eru að finna, myndu seljast rir milljarða króna á svarta arkaðnum. En hvers vegna er hass svona Ettulegt? Opium og LSD eru þó iklu sterkari efni? — Eg get svarað þeirri spurn- igu með sögu, sem komin er frá siu. Þrir menn koma kvöld eitt 1 borgarhliðum Ispakan (fyrr- jrandi höfuðborg írans). Einn íirra er nánast dauðadrukkinn, nnar hefur tekið inn oplum og inn þriðji hefur reykt hass. Þeir erja að dyrum en enginn anzar. á gerist þetta: Sá ölvaði segir: Við tökum öndum saman og brjótum niður liðið. Opiumistinn segir: Við skulum sggjast fyrir og sofa þar til hliðið erður opnað I fyrramálið. Hassistinn segir: Við skulum mjúga inn um skráargatið. Hass og marihuana eru unnin úr cannabis-jurtinni, sem einnig er kölluð „indverskur hampur”. — „Við vitum enn of litið um áhrif þessara efna. Þó vitum við að notkun — eða réttara sagt mis- notkun — er stórhættuleg, þótt enn sé ekki ljóst hvert tjón þau vinna likama og sál. Margt bend- ir til þess, að cannabis-efnin geti valdið geðveiki. Sýnt hefur verið fram á, að vissar efniseindir úr cannabis safnast fyrir i fituvefj- unum og þetta leiðir siðan smám saman til geðveiki. Cannabis inniheldur samt svo mörg ólik efni, að enn er mörgum spurning- um um það ósvarað. Samt vitum við svo mikið, að ástæða er til að gefa út alvarlega aðvörun. Neyt- endur þessara efna verða sinnu- lausir, einangra sig og glata bæði dómgreind og sjálfsstjórn. Og i kjölfar þeirra fylgja sivaxandi glæpir. En margir halda þvi fram, að áhrif hass-reykinga séu óveruleg, nánast svipuð og alkóhóls? — Að sú skoðun skuli breiðast út sýnir bezt hve alvarlegt á- standið er. Einhver sá, er heldur þvi fram að hann hafi reykt hass fullyrðir sjálfsagt að áhrifin af því hafi verið óveruleg. Og hag- tölur, sem fengnar eru úr há- skólahverfunum i Bandarikjun- um benda til þess. En þegar mað- ur áttar sig á þvi, að rúmlega 50% „cannabis-efnanna”, sem við höfum fengið á rannsóknarstof- una okkar, frá ýmsum stöðum I heiminum, innihalda aðeins hey, verður skiljanlegra þegar þvi er haldið fram, að áhrif hass-reyk- inga séu óveruleg. Neytendurnir eru sem sagt gróflega sviknir. Þannig er „Brænden-aðferðin”. Það er aðferð til ið finna uppruna opíums. Norski fikniefnasérfræð- ngurinn varð heimsfrægur fyrir að uppgötva þessa eið til upprunaákvörðunar á ópium, því hún hefur tjálpað lögreglu og tollvörðum um allan heim að æmast að þvi hvaðan smyglvarningur er upprunn- nn. — En er það ekki staðreynd, að opium og LSD eru sterkari efni en hass og marihuana? — Sterkari i þeim skilningi, að áhrifin skila sér strax, en annað mál er það hvort þau eru hættu- legri”. Olav Brænden hefur oft verið nefndur „Mesti fjandmaður eit- urlyfjanna”. — „Það er oflof”, segir hann, enda hæglátur maður og laus við allt mikillæti. En á jóladagskvöld árið 1957 gerði hann uppgötvun, er fékk honum heimsfrægð á sinu sviði. Hann fann aðferð, sem með mjög ein- földu móti gerði það kleift að komast á augabragði að þvi hvað- an fundinn opium-klumpur kæmi. A skemmri tima en 5 minútum var með aðferð þessari unnt að komast að raun um hver væri upphafsstaður eitursins, ekki að- eins landið heldur beinlinis hér- aðið. Uppfinning þessi fékk strax afar mikla þýðingu. Nú var hægt með tiltölulega einföldum og fljótvirkum hætti að kortleggja smyglleiðir eitursins i heiminum. Enda er Brænden-aðferðin dag- lega notuð I rannsóknastofunni á efstu hæð SÞ-byggingarinnar i Genf. Byggist það á þvi, að eitur- lyf jadeild Sameinuðu þjóðanna er Alþjóðalögreglunni Interpol inn- an handar um rakningu á upp- runa eiturs þess, er finnst viða vegu um allan heim. Astofan með þeim hætti hlut að þeim hindrun- um, sem settar eru i veg fyrir eit- urflóðið I heiminum. — Aðferðin min hefur nú tap- að gildi á þeim 15 árum, sem liðin eru frá þvi að hún kom fyrst til sögunnar”, segir Brænden. „Að- ur fyrr fluttu smyglararnir og eit- urlyfjasalarnir eitrið heimshorn- anna i milli, svo unnt væri að breyta þvi i heroin og morfin, en nú er það gert i grennd við opium- valmúu-akrana. í þvi skyni þarf hvorki vélar né verksmiðju, að- ferðin er einföld og hana mætti jafnvel framkvæma við vegar- brún þjóðvegarins. Þar með er ekki lengur þörf á að flytja hrá- Norski eiturefnasérfræðingurinn Olav Brænden. ópiumið langar vegalengdir. Að- ferð mln getur sagt til um hvaðan opiumplantan er, en hins vegar getur hún ekki sagt hvaðan mor- fin og heroin kemur, þvi þær eit- urtegundir eru unnið opium”. En jafnvel þótt Brænden-aðferðin hafi glatað nokkru gildi, er hún enn mjög gagnleg lögreglumönn- um um allan heim. — Opium-jurtin hefur eyðilagt lif mikils fjölda manna. Er ekki unnt að koma i veg fyrir ræktun og sölu á henni? — „Við erum að vona það”, seg- ir Brænden. Hann byggir þó ekki vonir sinar á bönnum og ströng- um refsireglum heldur á jurt, sem ber latneska nafnið papaver bracteatum. Hún er náskyld opi- um-jurtinnL en inniheldur þó hvorki morfin eða opium-eitur. Vökvinn I jurtinni inniheldur the- bain, sem breyta má i codein — það er hóstastillandi efni, sem er mikið notað við lækningar. Og codein-efnið er einmitt ástæðan fyrir þvi, að ópiumsvalmúu-jurtin er svo útbreidd. Sem næst 90% allrar þeirrar ræktunar eru notuð til framleiðslu á codein. — „Ef við getum fengið rækt- unarmennina til þess að taka upp ræktun þessarar frænd-jurtar ópiumsvalmúu-jurtarinnar er af- ar mikið fengið”. Brænden hefur trú á papaver bracteatum, sem nú er verið að gera umfangsmikl- ar ræktunartilraunir með i Pers- iu. „Ein ástæðan fyrir þvi, að ég bind miklar vonir við þessa jurt, um að hún muni koma i stað opi- umsvalmúu—jurtarinnar er sú, að hún er margær. öpiumsvalm- úan er hins vegar einær”. Brænden og hið alþjóðlega starfslið hans — sem i eru m.a. sérfræðingar frá Sovétrikjunum og ýmsum Afrikulöndum — berst við eiturlyfjaflóðið frá rann- sóknastofunni á efstu hæð hinnar virðulegu Þjóðabandalagsbygg- ingu I Genf. Þeir berjast af hörku, þótt þeir séu fáir. ivernd brezka fiskiskipa \ ÍS- )0 ÁRUM ta vikingur. Hann hafði herjað allt suður )g til Ermasunds og tekið fjölda skipa i herfangi. Verkefni Diðriks hér var að- r- allega að styðja við bakið á þýzkum m kaupmönnum og að vera konungs- il. valdinu til halds og trausts. Sinnti s- hann þeim störfum af mikilli hörku og r, var iðinn við að rýma til fyrir þýzkum tu kaupsýslumönnum og jafnframt að st reka Englendinga i burtu frá helztu fiskihöfnunum. £ Oft er getið um herskipavernd á 16. öld með Islandsförum, en þetta er “ elzta heimildin um slikar öryggisráð- stafanir, skrifar Björn. Þar með er I ú auðvitað ekki sagt að enska stjórnin hafi aldrei áður treynt að tryggja ör- °a yggi íslandsfara. m Ekki höfðu ráðstafanir Rikharðs III. ka tilætlaðan árangur. Hingað komu ist skipin á strjálingi, þrátt fyrir boð kon- nu ungs um samflot og voru sum gripin og )s- önnur urðu að sæta afarkostum. Rikharður III. lézt I orrustu árið 1486 Iri og tók þá við konungsdómi i Englandi iti, Hinrik VII. og hélt hann uppi sömu ar stefnu og fyrirrennari hans i átökun- lur um við Þjóðverja. Breiðholt III: 5-7 þúsund manns flytjast í hverfið — samt er ekki um neina aukningu á kennslu að ræða Fram til áramóta verða teknar i notkun 1600 nýjar ibúðir I Hóla- og Fellahverfi i Breið- holti III i Reykjavik. 1 þessar Ibúðir flytja 5—7 þúsund manns á tæpu hálfu ári, og mun þetta vera örasta uppbygging ibúðahverfis i sögu landsins. Fyrir I hverf- inu eru 8—10 þúsund manns. Þrátt fyrir þessa miklu fólksfjölgun, mun ekki um að ræða neina aukningu kennslu frá þvi sem var á siðasta vetri. Fyrir er i hverf- inu einn skóli, Fella- skóli, og er hann þegar yfirfuliur. Er fyrirsjá- anlegt stórfellt vanda- mái hvernig koma eigi skólanemendum fyrir, og jafvel ráðgert að byggja bráðabirgða fiekahús til kennsiu i vetur. Ekkert bólar á fyrirhuguðum Hóla- skóla. t fréttatilkynningu frá Framfarafélagi Breið- holts III segir, að fram- kvæmdum við félags- lega aðstöðu fyrir börn og unglinga I hverfinu miði mjög hægt áfram. Segir I tilkynningunni að borgaryfirvöld hafi i vor lofað hraðari fram- kvæmdum, en ekki sé sjáaniegt að efna eigi þau loforð. Þannig sé t.d. hönnun tómstunda- aðstöðu fyrir unglinga i kjallara Fellaskóla enn á teikniborðinu, en þessari aðstöðu var lofað strax i haust. Þá er tekið dæmi um sparkvöll. Unnið er að gerð sliks vallar við Vesturberg, og vinnur aðeins einn maður við verkið, er á ýtu og bil til skiptis! „Við viljum efndir loforðanna”, segir i til- kynningu Framfarafé- lagsins. Hin dýrkeypta reynsla af Bjarna kom þó Hafnfirðingum til góða í átt til lands og úr herskipavernd Einu sinni enn tókst skip- verjum á varðskipinu Ægi að klippa á togvira brezks veiði- þjófs beint fyrir framan nefið á brezkum sjóliðum, á freigátunni Berwick og auk þess voru nær- staddir tveir dráttarbátar, Englishman og Irishman. Þessir þjónustumenn hennar hátignar Bretadrottningar virt- ust ekkert geta aðhafzt, þegar skorið var á báða togvira brezka togarans Boston Blemheim þar sem hann var að ólöglegum veiðum út af Hval- bak. Eftir að skorið hafði verið á virana ákváðu skipstjórar á fimm brezkum togurum að sigla nær landi þar sem islenzkir fiskibátar vor.u að veiðum og sigla á þá. Þá tilkynnti skip- stjórinn á Englishman, að þeir væru ekki lengur undir her- skipavernd, en Ægir sigldi á milli togaranna og bátanna. Þegar um ellefu milur voru eftir að Hvalbak sneru togararnir við. Skuttogarinn Júni er væntan- legur til Hafnarfjarðar um hádegisbilið I dag eftir vel heppnaða veiðiferð, Hefur togarinn verið úti I um það bil hálfan mánuð, og er rciknað með, að hann sé með urn 250 tonn af fiski, og allt i bezta lagi um borð. Júni er, eins og kunnugt er, systurskip Bjarna Benediktssonar, sem, vægt til orða tekið, ris ekki undir nafni. A Júni var gengið frá færi- böndum og öðrum útbúnaði á vinnsludekki eftir að skipið kom hingað heim. Þá var sú breyting gerð á, einnig hér heima, að grandaraspilunuin er stjórnað úr brúnni. Telja forráða- menn Hafnarfjarðartogararans hjá Bæjarútgerðinni i Hafnar- firði, að hin dýrkeypta reynsla, sem fékkst af Bjarna, hafi a.m.k. um sumt verið til leið- beiningar. Miðvikudagur T8. júlí 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.