Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Alþýðublaðið - 29.07.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1973, Blaðsíða 2
>n Eiginkona sem gefur sig frygðinni á vald í örmum eiginmanns síns um leið og hún ímyndar sér að það sé Marlon Brando, sem nýtur hennar, er að öllu leyti eðlileg. Það er sálfræðingurinn, dr. Barbara Hariton, sem kemst að þeirri niðurstöðu. Hún hefur spurt 141 bandaríska eiginkonu, sem býr í hamingjusömu hjónabandi, spjörunum úr hvað snertir kynferðislega óskhyggju þeirra. Diana er 26 ára bandarisk eiginkona, og er hjónaband hennar hið hamingju- samasta. Hún gengur fegin til rekkju með manni sinum, og hefur sizt yfir nokkru að kvarta hvað kynmökin snertir. Nýtur i hvert skipti ýtrustu full- nægingar. Hún leynir eiginmann sinn yfir- leitt ekki neinu — að einu undanskildu. En það er hlutur, sem hún minnist aldrei á við hann. Þegar hún gengur til kynmaka við hann, gerir hún sér sumsé i hugarlund að hún sé ambátt i kvennabúri, sem berar brjóst sin yfirkomin af atlotahungri. Og þegar eiginmaðurinn liggur hana, gerir hún sér það oft i hugarlund, að hún sé tekin með valdi i aftursæti i bil, eða hún sé þátttakandi i æsilegu kynsvalli, og margir karlmenn i senn taki hana nauðuga. Bandariska eigin- konan Sue, 30 ára telur sig lika hamingjusama i hjónabandinu. Þegar eiginmaðurinn liggur hana, er það venja hennar að gefa imyndunaraflinu lausan tauminn. Til dæmis gerir hún sér það oft i hugarlund, að hún liggi f jötruð uppi á borði og nokkrir karl- menn nauðgi henni, hver á eftir öðrum. Þessar hugsýnir hverfa þó samstundis við full- næginguna. Flestir sálfræðingar og sálkönnuðir komast að þeirri niðurstöðu, er þeir kynna sér hugsýn- ir þeirra Diönu og Sue, að þær séu eiginkonur, sem þarfnist sálfræði- legrar meðhöndlunar og aðstoðar. Þeir eru, hvað það snertir, á sama máli og Freud, en hann er höfundur 0 Sunnudagur 29. júlí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 169. Tölublað - Sunnudagsblað (29.07.1973)
https://timarit.is/issue/234888

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

169. Tölublað - Sunnudagsblað (29.07.1973)

Aðgerðir: