Alþýðublaðið - 29.07.1973, Blaðsíða 4
3IIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIII1IIIIIIIIIIII1IIIIIII1IIII1IIIIIII1IIII1IIII1IIII1IIII1IIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Lífskjör okkar verða stöðugt betri
það verður heilsufar starfsfólksins
þjáist það af martraðardraumum.
kanna orsakirnar.
/Vr
„Segið mér hvernig heilsufarið ei
stað, og ég skal segja hvernig að
og andrúmsloftið er á þeim stað’
andrúmsloftið á vinnustað ekki s
„Mér bragðast enginn matur
framar, og aqk þess hef ég stöð-
ugt kvöl i maganum”, kvartaði
Hermann Schnitzer, rúmlega
fértugur byggingaverkamaður i
Dortmund við heimilislækni
sinn. Og svo hélt hann áfram:
„Maður kemst bókstaflega ekki
hjá þvi að verða veikur, þegar
maður vinnur hjá fyrirtæki sem
þessu. A hverjum degi kemur
verkstjórinn og eys yfir mig
skömmunum og hefur i hótun-
um...”
Dr. Gerd, heimilislæknirinn,
sannfærðist um það við athugun,
að kvölin i maganum var ekki
nein uppgerð, og lét sjúklingi
sinum i té viðeigandi lyf. Og þar
sem læknirinn hafði aflað sér
nokkurrar þekkingar á félags-
fræði, ráðlagði'hann sjúklingn-
um og dálitiö annað i og með —
sumsé að skipta um vinnustað.
Áhrif þessa læknisráðs urðu
hin furðulegustu — það mátti
heita að Hermann Schnitzer
yrði friskur á einni nóttu. Maga-
kvölin var meö öllu horfin.
Verkstjóri hans á nýja vinnu-
staðnum var rólegur maður og
sanngjarn, og þeim kom prýði-
lega saman.
Dr. Beer hafði af mannþekk-
ingu sinni og skilningi komizt að
sömu niðurstöðu og visinda-
menn þeir, sem unnið hafa að
rannsókn á þessum málum-,
teija sig nú hafa fundið dæmi til
sönnunar svo þúsundum skiptir.
Neikvætt og þvingandi and-
rúmsloft á vinnustað veldur las-
leika og heilsuleysi! Geðvondir
verkstjórar og viðskotaillir yfir-
boðarar, geta aukið veikinda-
forföll starfsfólksins svo engu
tali tekur.
I sambandi við þær orsakir,
sem auka á vanheilsu starfs-
fólksins, er það framkoma yfir-
boðaranna og öll afstaða þeirra
til þess, sem ræður ákaflega
miklu.
„Sérhver sá, sem telur sig
sæta kúgun og ósanngirni af
hálfu yfirboðara sins”, segir fé-
lagsfræðingurinn, dr. Wolfgang
Kellner við háskólann i Giesen,
„er þjáður stöðugri streitu af
sálfræðilegum og félagslegum
toga, er hefur i sér fólgna þá
hættu, er meðal annars getur
leitt til hjartabilunar. Þannig
getur neikvæð og óæskileg
framkoma yfirboðarans leitt til
ótimabærrar örorku og jafnvel
dauða samstarfsmannanna”.
Sýna má og sanna með tölum
hvilika hættu neikvætt og ó-
heppilegt andrúmsloft á vinnu-
stað getur haft i för með sér
hvað snertir afköst og fram-
leiðslu. Á Vestur-Þýzkalandi
glatast árlega 70 milljónir
vinnudaga árlega fyrir veik-
indaforföll, en það jafngildir árs
framleiðslu 250.000 verka-
manna.
Að sjálfsögðu má einnig
reikna með að sóttkveikjur,
veirur og slikir sjúkdómsvaldar
eigi lika sinn þátt i þessu. En þó
hafa starfssálfræðingar, sem
þetta hafa rannsakað, komizt að
óvæntum og furðulegum niður-
stöðum, einmitt hvað það snert-
ir.
Félags-sálfræðingurinn, sál-
könnuðurinn og læknirinn, dr.
Helmut Sopp hefur ekki alls
fyrir löngu lokið við samanburð
á heilsufari starfsmannanna i
tveim plötusmiðjum sama stál-
framleiðsluhringsins, þar sem
allur aðbúnaður af hálfu fyrir-
tækisins var jafn, kjörin söm,
starfið eins.
Eigi að siður voru starfs-
mennirnir i annarri plötuverk-
smiðjunni tvöfalt oftar og leng-
ur frá vinnu sökum lasleika,
heldur en i hinni. 1 smiðju A
voru með öðrum orðum þrisvar
og hálfu sinni meiri veikinda-
forföll en i smiðju B.
Orsakirnar: I smiðju A rikti
stöðugt ófriður og togstreita,
þar sem allir ráku olnbogana i
alla. Starfsmennirnir kunnu
ekki vel við sig á vinnustaðnum.
I hinni smiðjunni, B, var and-
rúmsloftið hinsvegar eins og
það átti að vera.
Dr. Sopp: Sérhver sá verka-
maður, sem nýtur sin til fulls i
sinu starfi og telur sjálfur að
hann leggi sig fram við það eftir
beztu getu, er vel varinn gegn
hversdagslegum lasleika”.
Dr. Sopp vann og að viðtækari
félagsfræðilegum rannsóknum i
sambandi við járn- og stáliðnað-
inn. Hann lét skipta starfs-
mönnunum i fjóra flokka eftir
afköstum: A) framúrskarandi,
B) mjög góða, C) i meðallagi og
D) fyrir neðan meðallag.
Tala veikindaforfalla árlega,
miðað við veikindadaea á ári,
varð þessi eftir áðurnefndri
flokkun:.
100 framúrskarandi — 40
veikindaforföll, 100 mjög góðir
— 60 veikindaforföll, 100 mið-
lungs verkamenn — 95 veik-
indaforföll, 100 fyrir neðan
meðallag — 195 veikindaforföll.
Þeir sem teljast i fyrsta flokki
eruofti þeirri aðstöðu, sem ger-
ir miklar kröfur til heilsufars
þeirra, sálfræðilega séð, en aðr-
ir minni afkastamenn bera það
álag ekki eins vel, og leita þá oft
ásjálfrátt hvildar i lasleikafor-
föllum.
Ljóst dæmi um það hve smá-
vægilegar orsakir geta breytt
andrúmsloftinu á vinnustað i
einni svipan, mátti sjá i opin-
berri stofnun þar sem vinna um
2000 manns, og mestmegnis
konur. Yfirmaðurinn lét gera
breytingu á hitastillingu i
vinnusölum, þannig að konun-
um þótti vafasöm bót að, og
kvörtuðu meðal annars um
dragsúg. Sá sem fyrir breyting-
unni stóð, kvað þær ekki vera
nein kornabörn — en svo fór
samt að veikindaforföllunum
fjölgaði verulega fyrst i stað.
Og það var ýmislegt annað,
sem visindamennirnir komust
að raun um með rannsóknum
sinum. Meðal annars að það er
ekki alltaf nóg að vel sé búið að
starfsmönnum. Veikindafor-
fallatala meðal embættismanna
er sér i lagi há. Að meðaltali
30% hærri en meðal venjulegra
verkamanna.
Orsökin — fjölda margir em-
bættismenn þjást af þvi að starf
þeirra sé litils metið. Þeim ter
ekki greitt eftir afköstum eða
gildi vinnunnar, heldur sam-
kvæmt þvi sem ákveðið er um
stöðu þeirra.
Margir atvinnurekendur hafa
ekki nema litla hugmynd um
hve mikið kostnaðaratriði
„andrúmsloftið á vinnustað”
getur orðið i sambandi við
rekstur þeirra. Þeir borga veik-
indi verkamanna sinna með
milljónum marka.
Þá eru það og margir at-
vinnurekendur, sem álita að
andrúmsloft á vinnustað hafi
litla þýðingu. og að veikindafor-
föll starfsfólksins sé oft að
miklu leyti uppgerð.
Það er þó ekki raunin. Báðir
visindamennirnir, dr. Sopp og
dr. Keller fullyrða, að krank-
leiki starfsfólksins, þar sem um
er að ræða lélegan aðbúnað á
vinnustað eða óheppilegt
andrúmsloft, sé læknisfræðilega
„ósvikinn”.
Dr. Sopp hefur sannað það, að
einnig imyndaðir annmarkar
geta valdið ósviknum sjúk-
dómum. Hann fékk talið for-
stjóra nokkurn i vélsmiðju á að
koma þvi inn hjá starfsfólkinu
að aðbúnaðurinn þar væri
lélegur, og þvi mætti gera ráð
fyrir að til muna drægi úr af-
köstunum.
Og það var eins og við
manninn mælt — veikindafor-
föllunum fjölgaði að miklum
mun. Yfirmenn verksmiðjunnar
töldu það gefa auga leið, að
veikindaforföllin væru uppgerð.
Sunnudagur 29. júlí 1973