Alþýðublaðið - 29.07.1973, Blaðsíða 7
BILAR OG UMFERÐ
Lotus Evrópa heitir
þessi bill, sem maður-
inn er að bisa við að
komast út úr. Eins og
af myndunum má sjá
þarf talsvert lag til
þess arna, og varla er
billinn ætlaður gamal-
mennum. Raunar
virðist á siðustu
myndinni ótrúlegt að
maðurinn skuli yfir-
leitt hafa komizt inn i
bilinn.
En að þvi er sagt er
gleyma menn erfið-
leikunum á þvi að
komast inn i bilinn og
hugsa ekki um það
hvernig þeir ætla aö
komast út úr honum,
þegar þeir eru búnir
að koma sér fyrir und-
ir stýri og stiga á
benzingjöfina. Þeir
sem hafa ekið þessum
bfl segja, að það sé
miklu frekar likt að
fljúga i litilli flugvél
en aka bil, — eða þá
aka kraftmiklu mótor-
hjóli.
Þetta er heldur eng-
in slor kerra, — verðið
segir sitt, i Danmörku
kostar hann góða
milljón, og sina sögu
segir lika velgengni
Lótussins i kapp-
akstri, enda stendur á
áberandi stað á hlið
hans: „lst John
Player Grand Prix”
ogennfremur: „World
Champion Car
Structure”.
Það sem einkum
einkennir Lotus
Evrópa Special er, að
vélin er i miðjum biln-
um, þ.e. fyrir aftan
ökumanninn. Hún er
fjögurrastrokka, 1558
rúmsentimetrar með
tvöföldum - knastás-
um, tveimur tvöföld-
um 40 mm blöndung-
um, og girkassinn er
fimm gira Renault
kassi. Með þjöppu-
hlutfallinu 10.3:1 fást
126 DIN hestöfl úr vél-
inni, og þar sem
bfllinn er aöeins 712
kg. að þyngd er
hámarkshraðinn yfir
200 km/klst og við-
bragðið 0-100 7.2
sekúndur.
Gerið svo vel: Lotus
Evrópa Special á eina
milljón, — en ef ein-
hver ætlar að kaupa
skal hann athuga að
hann getur ekki tekið
tannburstann sinn
með i ferðalög, hann
kemst ekki fyrir.
BILAVERKSMIÐJA
Á KÚPUNNI
Um þessar mundir er verið að
gera tilraunir til þess að forða
einu bilaverksmiðjunni, sem
starfrækt er i Wales i Bretlandi,
frá þvi að verða gjaldþrota, en
fyrirtækið skuldar Lloyds banka
meira en 90.000 sterlingspund,
eða um 20 milljónir islenzkar
krónur. Verksmiðja þessi heitir
Gilbern og framleiðir Invader
Mk III, sem i Bretlandi kostar
nærri sex hundruð þúsund is-
lenzkar krónur.
Hjá fyrirtækinu störfuðu 60
manns, en þeim hefur nú flest-
um verið sagt upp, aðeins f^ein-
ir starfsmenn eru eftir til pess
að ljúka við siðustu sex bilana.
Ekki stafa þessir örðugleikal- af
sölutregðu á þessum dýru |bil-
um, að þvi er segir i brezka
blaðinu Sunday Times Bussi-
ness News, en undanfarna mán-
uði jókst salan úr sex bilum á
viku, sem verksmiðjan annaði,
upp i það, að taka varð niður
pantanir tvo mánuði fram i tim-
ann Aðal vandamál fyrir-
tækisins hefur verið stöðugur
rekstrarfjárskortur, en eftir
fund sem umboðsmenn þess
héldu með forstjóranum,
Michael Leather, voru þeir
bjartsýnir á að takast mætti að
vekja áhuga helztu viðskipta-
jörfa i Wales til að leggja fram
fé.
Gilbern hóf starfsemi sina ár-
ið 1960, og var lengi talin
fremsta bilaverksmiðja þeirra
brezkra, sem framleiða bila i
þessum flokki, þ.e. rándýra
sportbila. Núverandi forstjóri,
Leather, tók við rekstrinum i
fyrra, en þá hafði fjárskortur
þegar gert illilega vart við sig.
Leather þessi var óður sölu-
stjóri, en þar áður veitti hann
forstöðu brugghúsi.
Gilbern framleiddi lengi vel
bila, semseldir voru ósamsettir,
en þegar fleiri verksmiðjur hófu
slika framleiðslu söðlaði Gil-
bern yfir i að fullgera bilana. Þá
hófst framleiðsla Mark III með
glæsilegri trefjaplast yfirbygg-
ingu og þriggja litra V6 Fordvél.
Billinn nær 120 milna, eða nærri
200 km hraða, en verðið er eins
og fyrr segir nærri sex hundruð
þúsund isl. krónur i Bretlandi
(27000 pund), og sé hann fluttur
til íslands má tvöfalda þá upp-
hæð, eða riflega það.
Siðustu Invaderbilarnir, —að minnsta kostiibili —, komnir út á enda færibandsins.
TÍU Á TOPPNUM
í bíiaframleiðslunni i heiminum
Heildar bilaframleiðsla 25 f
stærstu framleiðenda heimsins
var árið 1971 26.800.965 bilar, en i
fyrra var hún 28.306.264 bflar. 1
þessari tölu er ekki framleiðsla
sovézkra bila, pólskra,
braziliskra, kanadiskra né
ástralskra, en i siðasttöldu lönd-
unum fjórum eru rekin dóttur-
fyrirtæki stærstu bilaframleið-
endanna.
General Motors i Bandarikjun-
um hafa framleitt flesta bila und-
anfarin ár, en næst kemur Ford i
Bandarikjunum. Siðan taka Jap-
anir við og skipa þriðja og fjórða
sæti.
Listinn yfir tiu stærstu bila-
framleiðendurna litur þannig út:
TÍU Á TOPPNUM
í bílasölunni innanlands
Þegar árið 1973 er hálfnað hafa verið fluttar samtals 3874 bifreiðar til
landsins, en þar eru 2772 nýjar fólksbifreiðar. Sú breyting hefur um leið
orðið á vinsældarlistanum, að mest selda tegundin er Ford, en eftir
fyrstu þrjá mánuðina var Fiat i efsta sæti. Að visu er þess að gæta, að
um er að ræða Ford bæði frá Bandarikjunum og Bretlandi, og mun auk
inn innflutningum á þeim fyrrnefndu hafa valdið söluaukningunni aö
verulegu leyti. Þýzkir Fordbilar hafa ekki verið fluttir inn, enda fram-
leiöir Ford eins bila I báðum löndunum núoröið, — og eins og allir vita
er gengi þýzka marksins óhagstætt fyrir okkur um þessar mundir.
Vilsændalistinn litur þá þannig út:
8. Datsun ...,
9. Volga Gaz ,
10. Skoda_____
Sendibifreiðir:
1. Volksw. ...,
2. Ford.....
3. Moskvits..
120
120
110
39
20
18
1. Ford..........464
2 Fiat........ .411
(þar af 106 pólskir)
3. Volkswagen....371
4. GeneralM 186
5 Moskvits 155
6. Volvo.........130
7. Saab..........129
Vörubifreiðir:
1. M.Benz........ 42
2. Volvo......... 21
3. Scania........ 13
1. GM Bandar
1971 1972
5.764.384 5.741.820
2. Ford Bandar.........
3. Toyota, Japan.......
4. Nissan, Japan (Datsun)
5. Chrysler............
6. Fiat................
7. Volkswagen..........
8. Renault.............
9. British Leyland.....
10. Opel...............
3.169.848
2.087.133
1.864.244
1.692.073
1.587.532
1.477.343
1.360.902
1.055.501
877.963
2.804.481
1.955.033
1.591.490
1.518.072
1.571.796
1.715.905
1.270.526
1.062.745
838.718
UMSJoN: ÞORGRlMUR GESTSSON
Sunnudagur 29. júlí 1973