Alþýðublaðið - 29.07.1973, Blaðsíða 8
Það er eitt af einkennum
islenzks stjórnarfars, að i hvert
skipti, sem ný rikisstjórn kemur
til valda, upphefjast deilur um
bankamál. En deilurnar snúast
ekki um það, hvernig reka eigi
bankana eða hvernig eigi að
haga útlánum þeirra, heldur um
hitt, hvort réttir menn hafi setið
i bankastjórastólunum i tið frá-
farandi rikisstjórnar og hvort
ekki sé hægt að gera þar á ein-
hverjar breytingar, með góðu
eða illu. Auðvitað eru bankarnir
áhrifamiklar stofnanir, og
bankastjórar valdamiklir
menn, auk þess sem banka-
stjórastöðurnar eru hátt
launaðar. Það eru ekki aðeins
mánaðarlaunin, sem eru há,
heldur var það einhvern tima
fundið út i bönkunum, að hægt
væri að telja árið hafa þrettán
mánuði, þegar væri verið að
reikna út laun. Auk þess eru
bankastjórar taldir geta tekið á
móti miklum fjölda gesta árlega
án þess að það kosti þá nokkuð,
og án þess raunar að nokkuð sé
skipt sér af þvi, hvort gesta-
nauðin sé mikil eða engin. Þá
munu þeir eiga aðgang að rif-
legum biiakosti, ekki aðeins til
þess að aka um borgina, heldur
einnig til þess að heimsækja
laxveiöiár, sem bankarnir
leigja handa yfirmönnum sinum
og erlendum og innlendum gest-
um þeirra.
Ekki mun þó þetta vera aðal-
skýringin á þvþað hver ný stjórn
á tslandi telur sjálfsagt að
stokka upp kóngana og gosana i
bankastjóraspilunum. Hitt mun
ráða meiru, að stjórnmála-
flokkarnir hafa meðal áhrifa-
manna sinna ýmsa, sem þurfa á
miklu fé að halda. Þessir menn
heimta, að i bankastjórastólun-
um sitji menn, sem þekki sinn
vitjunartima og þekki þau réttu
andlit, sem þurfa á að halda
lánum, sem siðar verður hægt
aö endurgreiða með verðminni
verðbólgukr.i Og hvað gera
ekki stjórnmálaflokkar fyrir
þurfandi stuðningsmenn sina,
einkum og sér i lagi ef þeir geta
sagt frá þvi, að þessi eða hinn
stuðningsmaður annars stjórn-
málaflokks, sem áður sat við
kjötkatlana, hafi getað étið fylli
sina á lánamarkaðnum?
Þegar vinstri stjórnin fyrri
tók við völdum^ fannst henni
Sjálfstæðisflokkurinn vera
búinn að koma sér iskyggilega
vel fyrir i bankakerfinu. Hann
var meira að segja nýbúinn að
koma mági ölafs Thors,
Gunnari Viðar, sem verið hafði
starfsmaður i Landsbankanum i
bankastjórastöðu i Útvegs-
bankanum. Vinstri stjórnin
gerði sér litið fyrir og lét hann
segja af sér og bauð honum full
iaun til æviloka, þótt hann væri
þá enn á bezta aldri. Sá, sem
embættið hlaut, var einn af
þingmönnum Alþýðubanda-
lagsins, Finnbogi R. Valdi-
marsson. Hann er einn af
snjöllustu undirheimamönnum
islenzkra stjórnmála. Enginn
hefur frýjað honum vits, nema
þá helzt fjármálavits, og samt
tókst honum að láta gera sig að
bankastjóra. Er það eitt af
snjöllustu brögðum hans á löng-
um stjórnmálaferli, sem
einkennzt hefur af laumuspili og
baktjaldamakki.
Þá gerði vinstri stjórnin
annað, sem einnig var ætlað að
hnekkja ofurvaldi Sjálfstæðis-
flokksins i bankamálum, sem
orðið var almenn hneykslunar-
hella. I viðskiptamálum, ekki
sizt i viðskiptum við liðið á
Keflavikurvelli, höfðu Sjálf-
stæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn komið á sin á
milli hárfinni helmingaskipta-
reglu, og höfðu báðir aðilar vel
upp úr krafsinu. En i spila-
mennskunni um bankastjóra-
stólana höfðu Sjálfstæðismenn
haft betur. Þar höfðu þeir slegið
Framsóknarhöfðingjunum við,
og töldu hinir siðar nefndu, að
Ihaldið hefði þar sýnt sitt gamla
andlit og ekki alltaf haft rétt
við. Nú skyldu þvi spilin stokkuð
rækilega upp á nýtt. Einn liður i
þvi var að koma á fót visi að
seðlabanka og gera Vilhjálm
Þór einráðan þar. Var honum
ætlað að segja óhlýðnum ihalds-
bankastjórum fyrir verkum, ef
á þyrfti að halda.
Þegar viðreisnarstjórnin kom
til valda, vildi hún ekki una ein-
ræði Vilhjálms Þór i seðla-
bankanum, sem enn var i
tengslum við Landsbankann.
Dugði þvi ekkert minna en að
stofnsetja sérstakan seðlabanka
og fjölga bankastjórunum i
þrjá, svo að Vilhjálmur yrði i
öruggum minni hluta. Honum til
höfuðs voru settir þeir Jóhannes
Nordal og Jón Mariasson.
Allir þrir bankastjórar
Landsbankans eru tiltölulega
nýkomnir i stöður sinar. Allir
hlutu þeir hin ábyrgðarmiklu
störf sin með hinum sögulegasta
hætti. En sögulegust varð þó
skipunin i embætti Péturs Bene-
diktssonar, enda þótti sæti hans
mjög vandfyllt, sem von var.
Allir gengu út frá þvi sem visu,
að Sjálfstæðisflokkurinn gæti
ráðið eftirmanni hans, og
upphófst fljótlega hatrömm
barátta innan flokksins um
starfið. Útvegsmenn eru sagðir
hafa heimtað formann sinn,
Sverri Júliusson. i embættið.
Kaupmenn kváðu hafa krafist
þess, að Kristján G. Gislason,
formaður Verzlunarráðsins
fengi sætið. Ýmsir valdamenn i
Sjálfstæðisflokknum nefndu
Birgi Kjaran. En sprengjan
sprakk, þegar hvorki meira né
minna en sjálfur Gunnar
Thoroddsen sagðist vilja fá
stöðuna! Hvernig væri hægt að
neita fyrrverandi borgarstjóra
og f jármálaráðherra Sjálf-
stæðisflokksins um annað eins
litilræði? Ekki mætti minna
vera en að Sjáfstæðisflokkurinn
bætti fyrir svikin i forseta-
kosningunum með þvi að láta
hann hafa þetta starf.
Nú gerðist það, sem er eitt af
aðaleinkennum systemsins á
Islandi, að upp hófust óskapleg
átök bak við tjöldin, fundahöld,
klikumyndanir og sögusagnir,
en slikt gerist aldrei fremur en
þegar stór og vellaunuð embætti
losna. Margir munu hafa talið,
að hér hlyti Gunnar Thoroddsen
að bera sigur úr býtum. En þá
gerðist undrið. Jónas Haralz
varð fyrir valinu! Amenningur
mun ekki hafa borið birgður á
hæfileika Jónasar til starfsins,
en ýmsir máttarstólpar Sjálf-
stæðisflokksins urðu svo reiðir,
að þeir hafa varla jafnað sig
siðan.
Ekki hefur heldur verið
tiðindalaust i Útvegsbankanum.
Finnbogi R. Valdimarsson
hefur alilengi ekki gengið heill
til skógar. Hann hafði fengið
embættið sem fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins. Nú var Lúðvik
Jósepsson orðinn bankamála-
ráðherra og heimskari maður
en Finnbogi og ókunnugri
hugrenningum manna i þeim
herbúðum hefði auðvitaö
gert sér grein fyrir þvi, að Lúð-
vik ætlaði einhverjum sinna
manna sætið. En nú sýndi Finn-
bogi R-. Valdimarsson enn einu
sinni, að fáir standa honum á
sporði i þvi að snúa á aðra.
Hann tók syndilega upp á þvi að
segja af sér, en hafði rétt áður
tryggt fylgi meiri hluta banka-
ráðsins við flokksbróður bróður
sins i Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna. Armann
Jakobsson, fyrrverandi
kommúnista, sem starfað hafði
lengi i útvegsbankanum og
getið sér gott orð. Klókindi
Finnboga komu ekki sizt fram i
þvi, að hann gat fengið atkvæði
fulltrúa Alþýðubandalagsins i
bankaráðinu með Ármanni,
Halldór nokkurn Jakobsson, þvi
að hann var hvorki meira né
minna en bróðir Armanns!
Lúðvik Jósepsson hefur aldrei
fyrr verið gerður heimaskits-
mát með jafn óvæntum hætti.
En Finnbogi R. Valdimarsson
hefur áreiðanlega hlegið þvilik-
um hrossahlátri að bergmálað
hefur milli Útvegsbankans og
Marbakka.
Lúðvik Jósepsson hafði heitið
þvi við myndun rikisstjórnar-
innar, að einhver af broddum
Alþýðubandalagsins skyldi fá
bankastjóraembætti. En nú
voru góð ráð orðin dýr. Þess
vegna beindist athyglin að
Búnaðarbankanum. Þar eru
aðeins tveir bankastjórar, og
virðist bankastjórnin samt
ganga ágætlega. En valdahlut-
föllin i bankastjórninni eru ekki
rétt. Þar er Sjálfstæðis-
maðurinn Magnús Jónsson.
Enginn virðist vita, hvar Stefán
Hilmarsson er i flokki. ef hann
er þá nokkursstaðar. En þarna
eru hvorki Framsóknarmaður
né kommúnisti. Þegar Lúðvik
er sagður hafa farið fram á það i
rikisstjórninni, að vegna undir-
ferlis Finnboga R. Valdimars-
sonar i útvegsbankanum yrði
Guðmundur Hjartarson
skipaður þriðji bánkastjórinn
i Búnaðarbankanum, þá eiga
Framsóknarráðherrarnir
loksins að hafa tekið rögg á sig
og sagt nei. Þeim hefur ekki
reynzt sérlega mikið i mun,
hvað orðið hefur ofan á i við-
ræðunum við Breta og Þjóð-
verja um landhelgismálið, og
þeir láta sér liklega i léttu rúmi
liggja, hvað gerist i varnar-
málaviðræðunum. En þegar um
bankastjórastöðu er að ræða!
Þá vita þeir sannarlega, hvað
þeir vilja! Á þeirra vegum er
nefnilega kandidat, sem er ekki
lamb að leika sér við, Hannes
nokkur Pálsson, sonur Páls
Zóphóniassonar. Hann væri vis
til þess að gera uppreisn, sem
gæti orðið Ólafi Jóhannessyni og
Einar Agústssyni hættuleg, ef
fram hjá honum yrði gengið.
Bankastjóramálum Búnaðar-
bankans er þvi þrátefli.
En ekki er allt búið enn! Einn
af bankastjórum Seðlabankans
verður sjötugur á næstunni,
Svanbjörn Frimannsson, bróðir
Jakobs Frimannssonar. Fram
sóknarmaður, en mætur og vel
látinn embættismaður. Lúðvik
Jósefsson á að skipa eftirmann
hans. Og þar telur hann sig eiga
lauk á borði. Hann mun hafa
sagt við Framsóknarherrana:
Ef þið samþykkið ekki
Guðmund Hjartarson sem
bankastjóra i Búnaðarbankan-
um, þá skipa ég þann sem mér
sýnist sem seðlabankastjóra i
stað Svanbjarnar Frimannss.
Þá yrði Framsókn bankastjóra-
laus i seðlabankanum. Til sliks
má hún auðvitað ekki hugsa.
Lúðvik á jafnvel að hafa sagt,
að hann muni skipa Hauk
Helgason seðlabankastjóra, þvi
að Guðmundur Hjartarson mun
hafa vit á þvi, að bera sig ekki
eftir þvi starfi.
Það ætlar löngum að reynast
svo, að erfitt sé að fá botn i það,
hverjir eigi að fá að njóta þess,
að árið er talið þrettán
mánuðir.
Tósti
BARÁTTAN UM
BANKASTJÚRASÆTIN
0
Sunnudagur 29. júlí 1973