Alþýðublaðið - 29.07.1973, Blaðsíða 3
kennisetningarinnar
kunnu: „Einungis
óhamingjusamar
manneskjur flýja á
náðir imyndunarinnar
— hamingjusamar
manneskjur ekki”.
Lærisveinn hans,
Wilhelm Reich, skil-
greindi kynferðislegar
hugsýnir i sambandi
við samræði sem
ósjálfráða flóttavið-
leitni, tæknilega aðferð
til að öðlast full-
nægingu, en annars
fengist ekki. Reich
taldi með öðrum orð-
um, að þarna væri um
að ræða geðræn við-
brögð gagnvart þvi að
viðkomandi aðilar
samhæfðust ekki kyn-
ferðislega.
Einnig margir nútima sál-
fræðingar lita á kynmaka-
hugsýnir eiginkonunnar sem af-
brigðilegt. Þær gefa til kynna að
hún sé haldin annarlegum
„getnaðarlims-ötta”, og að hún
freisti með óskhyggju sinni að
mynda sem breiðast bil á milli
sin og viðkomandi samræðis-
maka likamlega — samtimis
þvi sem hún reyni að finna
þeirri frygð og nautn, sem hún ,
hefur af samræðinu, annan
uppruna en frá þeim, sem liggur
hana.
En frá sjónarmiði bandariska
sálfræðingsins, dr. Barböru
Hariton eiga slikar skýringar á
Imyndun og hugsýnum eigin-
konunnar i sambandi við kyn-
mök, einungis rætur sinar að
rekja til þess að karlmaðurinn
telur slikt móðgun við sjálfan
sig og getu sina. „Það eru karl-
mennirnir sem setja svipmót
sitt á öll sálfræðileg visindi, og
þeir geta ekki með neinu móti
sætt sig við það, að eðlileg og
heilbrigð eiginkona geti gefið
imyndunarafli sinu lausan
tauminn, þegar eiginmaðurinn
liggur hana — karlmaðurinn
getur ekki og vill ekki sætta sig
við að konan geti imyndað sér
nokkuð það, sem tekur þvi fram
að sofa hjá honum”.
Með atbeina yfirgripsmikillar
sálfræðilegrar athugunar kemst
dr. Barbara Hariton að þeirri
niðurstöðu, að báðar þessar
eiginkonur, Diana, 26 ára og Sue
30 ára, séu að öllu leyti andlega
heilbirgðar. Báðar þessar
bandarisku konur eru i hópi 141
bandariskra eiginkvenna, sem
sálfræðingurinn hefur spurt i
sambandi við visindalega
rannsókn, spjörunum úr um
kynmakalega óskhyggju þeirra.
Niðurstöðurnar af þessari
rannsókn hefur dr. Barbara
Hariton birt fyrir nokkru i
bandariska fag-timaritinu,
„Psychology Today”.
Þessar niðurstöður hljóta að
koma á óvart. 65% af þessum
aðspurðu eiginkonum, gefa kyn-
ferðislegu imyndunarafli sinu
lausan tauminn i hvert skipti,
sem eiginmaðurinn liggur þær,
án þess að þær trúi honum
nokkru sinni fyrir þvi. 28%
skýrðu svo frá að þær mönuðu
fram slikar sýnir i huga sér
alltaf öðru hverju. Einungis 7%
aðspurðra segja, að slikt og þvi-
likt hvarfli aldrei að þeim,
þegar þannig stendur á.
Það virðist mega skipta þess-
um hugsýnum i tvo megin-
flokka, samkvæmt svörum
hinna aðspurðu 141 eiginkonu.
# Að það sé einhver annar en
eiginmaðurinn, sem liggur þær,
fyrri elskhugi, einhver þekktur
og dáður leikari, eð jafnvel ein-
hver kalmaður, sem þær hafa
kynnzt aðeins lauslega.
• Að þær séu teknar með
valdi af einhverjum ókunnum,
andlitslausum, sterkum hrotta.
Ekki taldi sálfræðingurinn
það hafa komið i ljós við
spurningarnar og svörin, að
þessar konur, sem gæfu kyn-
íerðislegu imyndunarafli sinu
lausan tauminn við samfarir,
væru á neinn hátt óánægðari
með kyngetu eiginmannsins en
þær hinar, sem aldrei beittu i-
myndunaraflinu þegar þannig
stæði á. Margar af þeim eigin-
konum, sem brugðu þannig
undir sig betri fætinum i óeigin-
legri merkingu, kváðust njóta
hamingjusælla samfara með
eiginmanninum, og það væri þvi
alls ekki neinna vonbrigða
vegna, þegar þær mönuðu fram
slikar hugsýnir.
Að visu taldi dr. Barbara
Hariton að finna mætti nokkur
tengsl með skaphöfn og per-
sónugerð viðkomandi eigin-
konu, og kynrænum hugsýnum
hennar. Aleitnar, fljóthuga,
sjálfstæðar og gagnrýnis-
hneigðar eiginkonur — en sálf-
ræðingurinn tilnefndi 27 ára
gamla eiginkonu i New York,
Dotty að nafni, sem dæmi um
þær — eru ásóttar sér i lagi æsi-
legum vökudraumum, þar sem
það eru þær, sem freista karl-
mannsins til samræðis við sig.
Eða að þær séu teknar með
valdi á baðströnd og legnar i
briminu. Dotty til dæmis
imyndaði sér iðulega að hún
stundaði simavændi, og kvik-
myndaleikarar, eins og Marlon
Brando, ættu viðskipti við hana.
Samtimis þvi að sæta áleitni af
hálfu slikra „dagdrauma-
manna”, espaðist fýsn hennar
til eiginmannsins.
Eiginkonur, sem eru mjög
sjálfstæðar i öllum skoðunum
eins og Dotty, sögðu sálfræðingi
þessum að þessar imyndanir og
hugsýnir æstu frygð þeirra
sjálfra um allan helming, um
leið og ekki þyrfti nein sérstök
atlot til að ýta við imyndunar-
aflinu. Dr. Barbara Hariton
kemst svo að orði: „Hvað
þessar eiginkonur snertir, þá
eru þessar hugsýnir jafn ná-
tengdar ást og kynlifi og
kossar, að þær séu snertar
gómum og lófum, eða njóti
svipaðra undirbúningsatlota”.
Yfirleitt var kynferðislif
þessara kvenna rikt og átaka-
mikið og fýsn þeirra heit og
sterk.
Meðal hinna aðspurðu var
Nora, 24 ára, sem taldist til þess
hóps eiginkvenna, sem stöðugt
beitti imyndunarafli sinu i þá
átt að mana aðra karlmenn en
eiginmann sinn fram fyrir
hugskotssjónum sinum Nora
þessi unni eiginmanni sinum
ekki lengur. Þegar hann svo átti
likamleg mök við hana,
imyndaði hún sér, að þeir Paul
Newman eða Burt Reynolds
væru þar að verki. Þá gerði hún
sér þaö oft I hugarlund að ger-
samlega ókunnugur maður tæki
hana með valdi. Þá rifjuðust og
oft upp fyrir henni samræðis-
myndir úr klámblöðum, þegar
eiginmaðurinn lá hana. Um
hana segir sálfræðingurinn:
„Konur eins og Nora að njóta
þeirrar nautnar með atbeina
imyndunaraflsins, er geri þeim
illt hjónaband bærilegt”.
Margar af þeim eiginkonum,
sem dr. Barbara Hriton lagði
spurningar sinar fyrir, áttu sér
sina dagdrauma meðan á sjálfu
samræðinu við eiginmanninn
stóð, Mary til dæmis, 33 ára,
imyndaði sér að tveir karlmenn
tækju hana með valdi i
myrkvuðu kvikmyndahúsi, og
oft gat sú imyndun orðið svo
sterk að hún hvislaði? „Fyrir
alla...muni, nei.það
heyrist...ekki svo að heyrist!”.
Að áliti dr. Barböru Hariton
verða konur eins og Mary
aðnjótandi ákafrar og marg-
faldrar fullnægingar. Hún
heldur þvi fram að þessar hug-
sýnir þeirra veiti kynlifi þeirra
dýpri og heitari fyllingu. Þeir
eru öðrum fremur hamingju-
samar varðandi samfarirnar
við eiginmanninn. Yfirleitt eru
þessar konur hlédrægnar i kyn-
mökum og hafa sig þar litt i
frammi. Að persónugerð eru
þær öðrum háðar og gera yfir-
leitt litlar kröfur, og dular eru
þær en tilfinninganæmar.
Og loks koma þær konur, sem
svöruðu spurningum dr.
Barböru Hariton á þann hátt, að
þær vissu ekki hvað það væri að
gefa imyndunarafli sinu lausan
tauminn i sambandi við kyn-
mök, og hefðu aldrei vitað.
Þeirra á meðal var Elaine, 27
ára, traust kona og hreinskilin,
Ihaldsöm og fáskiptin. Hún er
móðir fjögurra barna, virðist
ekki eiga sér nein sérstök
áhugamál. 1 foreldrahúsum
hennar var aldrei minnzt á
leynd samskipti karls og konu,
uppeldi hennar var strangt og
kröfuhart. Hún kvaðst einkar
hamingjusöm i hjónabandinu,
enda þótt hún vissi naumast af
raun hvað fullnæging væri.
Dr. Barbara Hariton telur sig
hafa fundið sönnun þess I niður-
stöðunum af rannsókn sinni, að
sálfræðingurinn og sál-
könnuðurinn Abraham Maslow
hafi haft þar rétt fyrir sér,
þegar hann taldi að þær konur,
sem væru sjálfstæðar að
skaphöfn, mönuðu fram hjá sér
með atbeina imyndunaraflsins
þær hugsýnir, þar sem þær yrðu
nauðugar viljugar að beygja sig
undir vald karlmannsins, en
þessa gætti hins vegar ekki hjá
þeim konum, sem voru
hlédrægar.
Dr. Hariton: „Eiginkona, sem
er sjálfstæð i skoðunum, finnst
ekki að þessar kynferðislegu
hugsýnir séu á nokkurn hátt
óeðlilegar. Hún kynokar sér
meira að segja við að leggja
nokkrar hömlur á imyndunarafl
sitt hvað þær snertir”.
Sálfræðingar telja að þessar
kynferðislegu ímyndanir eigi
rætur sínar að rekja til fyrstu
æskuáranna, þegar telpan lifir
einungis i dagdraumum enn,
hvað við kemur kynferðislegu
samlifi. Þessar dagdrauma-
sýnir og imyndanir fylgja henni
svo yfir I hjónabandið eins og
ómeðvituð óskhyggja um upp-
fyllingu þeirra þegar kynmökin
eru orðin að veruleika.
Að telja slikar draumasýnir
og imyndanir á nokkurn hátt af-
Jt
birgðilegar eða óheilbirgðar,
væri þvi alrangt, segir dr.
Barbara Hariton. Frá sjónar-
miði konunnar er samræðið
ekki einungis likamleg, heldur
og huglæg athöfn karls og konu.
Það verður henni uppfylling
æskukennda hennar og dag-
drauma, sem liffræðilegar
hvatir höfðu vakið hjá henni.
Og sálfræðingurinn, dr. Bar-
bara Hariton lætur enn svo um
mælt, að samlif karls og konu
ætti að vera með þeim hætti,
eigi það að teljast einlægt og
innilegt, að eiginkonan hefði
alltaf frjálsræði og tækifæri til
að gefa kynferðislegu
imyndunarafli sinu lausan
tauminn, og fengið óskhyggju
sinni fullnægt, fyrir atbeina
þess, i örmum eiginmannsins”.
Sunnudagur 29. júlí 1973
o