Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Alþýðublaðið - 29.07.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.07.1973, Blaðsíða 1
Ætlar réttvísin að vernda hina nýju „kaupmenn dauðans”? Brezku blöðin birtu þá frétt siðastliðinn þriðjudag, að 12 ára gömul stúlka hefði viðurkennt það fyrir rétti að hafa selt sig fyrir lyf. Tveir piltar, 18 og 19 ára fengu eins árs skilorösbundinn fang- elsisdóm fyrir að hafa lagst með stúlkunni og látið henni i staðinn i té „einhver lyf” sem þeir tóku heiman frá sér, og stúlkan hélt að væru taugatöflur. BJARNI SIGTRYGGSSON UM HELGINA Tveim dögum siðar, á fimmtudaginn, skýrði Alþýðu- blaðið frá þvi að þrir islenzkir menn hefðu fengið skilorðs- bundinn dóm og sekt — fyrir að eiga aðild að smygli og sölu á hugvikkunarlyfinu LSD. Það er ekki langt siðan nokkrir ungir menn voru dæmdir hér fyrir að smygla hassi hingað til lands, og þá birti Alþýðublaðið, eitt blaða, nafn þeirra sem hlutu óskilorðs- bundinn dóm, hin nöfnin voru ekki nefnd, þar sem blaðið taldi rétt að virða mat dómstólsins á mikilvægi lögbrotsins og birta ekki nöfn þeirra, sem skilorðs- bundinn dóm hlutu. Það ætti ekki að vera neitt launungarmál, að blaðinu var boðin fjárupphæð fyrir að þegja yfir nöfnunum. Og blaðinu er einnig kunnugt um að öðrum blöðum var boðin fjárupphæð. An þess að nokkuð sé fullyrt um hvort hún hefur verið þegin af öðrum blöðum eða ekki, þá var Alþýöublaðið sem fyrr segir eina blaðið, sem taldi rétt að birta nöfn þeirra manna, sem dæmdir voru fyrir að hafa haft tekjur af þvi að smygla og dreifa eiturefni, sem nýlega hefur verið úrskurðaö af einum helztafikniefnasérfræðingi Sam- einuðu þjóöanna, sem hættu- legur skaðvaldur. En nú hafa menn verið dæmdir fyrir að smygla og hafa atvinnu af þvi að selja öðrum fiknilyfið LSD, sem talið er vera mun varhugaverðara en hass — og mun auðveldara er að smygla til landsins. Sá dómur var skilorðs- bundinn. Sem hefur það i för með sér að þessir þrir menn munu ekki þurfa að taka út refsingu fyrir brotið. Sé þetta mat dómstólanna á þvi hversu alvarlegum augum réttvisin litur á dreifingu fikni- lyfja — þá er augljóst að það er verið að vernda hina nýju kaup- menn dauðans; eiturlyfjasal- ana. Lyf jaskápurinn er þegar vandamál hér á landi eins og i nágrannalöndunum. Það er komin dýrkeypt reynsla á fikni- efnaneyzlu i Danmörku, þvi landi þar sem flestir Islenzkir unglingar hafa komizt i kynni við botnlausa neyzlu hvers kyns lyfja og eiturefna. Það er hreinn óþarfi að bæta við fleiri vandamálum hér á landi. Við þurfum sizt af öllu að fjölga þeim sorgarsögum, sem eru afleiðing áfengis og tauga- lyfja. Okkur vantar ekki hass, LSD og framhaldið; heróin! Sé það stefna dómsyfirvalda að vernda þá menn, sem leiða ungt fólk niður i dýki lyfja- neyzlu, þá telur Alþýðublaðið sér ekki lengur skylt að miða nafnbirtingu afbrotamanna af þessu tagi við óskilorðsbundna dóma. Við viljum ekki þurfa að birta islenzka frétt um 12 ára stúlkur á valdi þessara „kaupmanna.” III ív.v.y.v.'.v/. . x iiíiíí: ji! ímí; II A IIF III ííííííí: Ixi:! III; iliiiií iiiiiiii: ::íií;::í. iiiiixi. 111 :I:F:F iiiiiii II! iÍÍÍÍÍÍ; iiiiil ÉáÉ .iiÍÍÍÍÍ:-.--......xiSÍiÍáÍ Sunnudagur 29. júlí 1973 169. tbl. 54. árg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 169. Tölublað - Sunnudagsblað (29.07.1973)
https://timarit.is/issue/234888

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

169. Tölublað - Sunnudagsblað (29.07.1973)

Aðgerðir: