Alþýðublaðið - 14.08.1973, Blaðsíða 6
Frumskógagyðjan
má ekki gráta
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
NÝ, SPENNANDI
FRAMHALDSSAGA EFTIR
HEINZ G. KONSALIK
Þetta hefur gerzt:
Tveggja hreyfla flugvél
hefur hrapað í frumskóg-
um Brasiliu, og fjórir kom-
izt lifs af: hin 17 ára gamla
Gloria Pfeil, ungur verk-
fræbingur, Hellmut Peters;
systir Rudoipha og faðir
Juan, en honum hafði tekizt
að bjarga illa slösuðum út
úr brennandi flakinu.
Faðir Juan dó þremur
dögum siöar. Systir
Rudolpha, Gloria og
Hellmut Peters sátu hjá
snörlandi, skaðbrenndum
manninum og báðu þess, að
guð byndi enda á þjóningar
hans.
A kvöldin, þegar litils
háttar dró úr kæfandi
gróöurhúsasvækjunni,
grófu þau likin, sem lágu á
við og dreif.
Faöir Juan horfði
þegjándi á þau. Þau vissu
ekki, hvort hann skynjaði
það, sem gerðist i kringum
hann.
„Horfið ekki svona mikið
á hann, Gloria,” sagöi
Hellmut Peters.
Gloria hristi höfuðiö.
„Hvers vegna ekki?
Vegna þess, aö hann er
Gloría er á ferðalagi
með flugvél, sem
hrapar í frumskóginn.
Hausaveiðarar
telja hana
í
hvíta gyðju
svona hryllilegur útlits?
Við verðum að venjast þvi.
Þannig er frumskógurinn”.
„Það verður gerð leit að
okkur og við munum bjarg-
ast”. Peters reyndi að láta
þetta hijóma sennilega.
„Það eru sextiu stundir
siðan við áttum að vera
komin á áfangastað”.
„Og heyrið þér til ferða
flugvéla?”
„Hvar ætti svo sem að
leita yfir þessu land-
flæmi?”
„Já, hvar ætti að leita?”
Þau litu hvort á annaö og
skildu.
Það hafði komið i ljós,
sem Gloria haföi óttazt
mest: Er loftskeytamaður-
inn hafði sent út neyðar-
kallið, höföu þrjár flugvél-
ar verið sendar til að leita á
þeirri leið, sem talið var,
að vélin þeirra hefði farið.
En ekkert var að sjá nema
óendanlegan skóg, enga
reyksúlu, ekkert brak.
Leitað var úr lofti i fimm
daga. Svo lágt var flogið,
að flugvélarnar snertu
næstum trjátoppana. En
siðan var vélunum snúið
heim.
Þegar Pfeil læknir frétti,
aö flugvélin, sem flutti
dóttur hans, hefði farizt,
hélt hann miöur sin af sorg
til fundar við foringja hinn-
ar litlu herstöðvar i Porto
Velho.
Ógnþrungin
barátta föðursins
„Hvað er hægt að gera?”
spurði hann fullur örvænt-
ingar. „Segið mér, hvað
get ég gert?”
„Þér verðið að biða og
biða”, svaraði foringinn.
„Biðja og biöa.”
Um nóttina leysti Gloria
Hellmut Peters við sjúkra-
beð fööur Juans. Munnur
hans var galopinn.
„Ég fann landabréf I
stjórnklefanum”, sagði
Peters. „En við þurfum að
vita, hvar við erum”.
Þau skriðu út úr flakinu.
Systir Rudolpha lá hrjót-
andi undir flugvélarvæng.
Drep hafði hlaupiö i sárið á
öxl hennar.
„Það litur mjög illa út
fyrir henni, ef hún fær
óráð”, sagði Peters.
„Þetta er ekki óráð,
heldur kolbrandur”, svar-
aði Gloria rólega. „Hún er
lika að deyja”.
„Hérna er Leticia”,
sagði Peters eftir nokkra
þögn og benti með visi-
fingri á iandabréf. Þau
höfðu breitt úr þvi yfir
hnén, og er þau beygðu sig
yfir jjaö, snertust vangar
þeirra. örstutta stund
börðust hjörtun svo ört i
brjóstum þeirra, að þeim
fannst, aö hitt hlyti að
heyra hjartsláttinn. Þau
horfðu á landabréfiö og
þögðu.
„Við áttum eftir um
tveggja stunda flug”.
Peters dró hring meö fingr-
inum um svæöi, en þar
voru aðeins tvær bugðóttar
ár teiknaðar á kortið. „Við
hljótum að vera um það bil
hérna — fyrir sunnan
Xirua-fljót. Næsta byggð
við okkur er Boca do Moaco
viö Pauinifljót eða
Mamoria við Purus-fljót . .
hvort tveggja i um 200 km
fjarlægð”.
Hún stóð upp og skreið
inn I fiakið. Hún sá, að faðir
Juan var látinn. Fleiðraðar
varir hans voru lokaðar.
Augu hans voru opin.
Gloriu liggur
við sturlun
A sjötta degi tók lif syst-
ur Rudolphu að fjara út.
Sárið á öxl hennar var
hræöilegt útlits. Þau höfðu
ekkert fengið að eta i tvo
daga. Birgöirnar úr flakinu
voru þrotnar. Gloria hafði
reynt að saxa niður fitug,
dökkgræn laufblöö og sjóða
þau. Þau voru gallsúr á
bragðið, og þau fengu
svima. Allir litir breyttust,
og þau heyröu furðulegan
klið, eins og skógurinn um-
hverfis þau væri gerður úr
gleri.
Þau snertu ekki framar á
þessum laufblöðum. En
sulturinn varð æ áleitnari,
og smám saman dró úr
þeim máttinn.
„Eruð þið bara að biöa
eftir þvi, að ég deyi?”
spurði systir Rudolpha með
erfiðismunum. „Það er
ekki ómaksins vert. Guö er
meö þér, barnið gott. Þiö
ættuð að reyna að komast
héðan”.
„Yður fer að liða betur
eftir tvo-þrjá daga”, þving-
aði Gloria sig til að segja.
Systir Rudolpha brosti
þvingaö. Daginn eftir
missti hún meðvitund.
Þannig mókti hún i fimm
daga, áður en hún dó.
„Hve lengi þolum við
enn?” spurði Gloria dauf-
lega. Peters yppti öxlumi
„Ef við höfum nægilegt
drykkjarvatn, getum við
lifað við svona aðstæður i
hér um bil þrjár vikur.
Annars fer það eftir þvi,
hve feitur maður er”.
Gloria lagðist niður með-
al burknanna. Hún var far-
inn að fá ofskynjanir annað
slagið. Hún þóttist finna
steikarilm og bragö af ný-
bökuðu, ljúffengu brauði.
Peters hafði tálgað boga
og örvar og reynt að skjóta
apa, sem var á sveimi uppi
i tré, en gafst upp. Hann
hugsaöi um gestinn, sem
hafði komið til þeirra
kvöldið áður og valdiö
mikilli skelfingu.
Það var svart pardusdýr,
sem haföi komiö inn i
rjóörið i ljósaskiptunum.
„Ég skal drepa pardus-
inn”, sagöi Peters. „Ef
hann kemur aftur i kvöld,
geng ég einfaldlega á móti
honum. Ég verð vopnaður
öxi og spjóti. Hve þungur
skyldi hann vera?”
„Hann er alltaf sjötiu
pund”.
„Meira. Yfir hundraö.
Hundrað pund af kjöti
myndu bjarga lifi okkar,
Gloria.”
„Þú þarft ekki að ráðast
til atiögu við pardusinn”,
sagði Gloria, en hún hafði
einnig séö hann.
Þau höfðu þúazt I þrjá
daga. „Viö fáum nægan
mat i næstu á”.
„Og hvar er næsta á?”
Nú varð fátt um svör.
Þess i stað sagði hún hærra
og með meiri þunga en
fyrr: „Þú gerir það ekki!”
„Hvers vegna ekki?”
„Af þvi að ég vil það
ekki. Og af þvi aö ég elska
þig . . .”
„Gloria! ”
Hann ætlaði að hlaupa til
hennar, en hún bandaði frá
sér.
„Ekki hérna, Hellmut, ef
þú vilt vera svo vænn. Ekki
hérna hjá gröfunum”.
Klukkan nákvæmlega tiu
kom svarta pardusdýrið út
úr þykkninu. Gloria lá sof-
andi inni I flakinu við hlið
systur Rudolphu.
Hellmut Peters hélt spjót-
inu með skörðótta hnifnum
fyrir framan sig og reiddi
öxina til höggs. Hann
mjakaði sér i áttina til villi-
dýrsins.
Pardusinn staröi á hann
köldum augum og lét skina
i vigtennurnar. Þvinæst
krauphann, unz höfuð hans
nam viö jörö. Hann lamdi
jörðina meö halanum, án
þess að nokkurt hljóð
heyrðist.
Á morgun:
Þau gleyma
aldrei nótt
skelfingar
innar
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
•■■§.
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
■■■■
:■■■
■■■
■■•■
■■■•
■■■■
■■■■
Þarna stóðu þeir augliti til auglitis: Hinn svarti dauði — stæltur pardusinn, tilbúinn að
ráðast á manninn —og Hellmut Peters. Verkfræöingurinn ungi hélt spjótinu meö skörð-
ótta hnlfnum fyrir framan sig og reiddi öxina til höggs. Hann mjakaði sér f áttina til
villidýrsins og hugsaði aðeins um eitt: drepa, drepa! Hann langaði ekki til að verða
hungurmorða.
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■••■■•■■■■•.....................■■■■......•■■■■■■■....................................................
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>•■■■■■■■■■■■■
_________________________________________________________________________________________________________■■■■■••••............■■••••■■•■■■..............■■••■•■•••......■■■■■■■■•.....■■■■■■•■■••■■■■■■■■■■•■■■•■■■••■■■■...............
■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■/<■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■"■■■
■■■■■■■■
Þriðjudagur 14. ágúst 1973.