Alþýðublaðið - 14.08.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.08.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- ðlþýólljsti^ri Sighvatur B jörg vinsson. ■ Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. i ír t 1 r WR'íst|órnarfuHtrúi Bjarni Sigtryggsson. I||<ll][ll Ritstjórí og ábyrgðarmaður Freysteinn " Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. „LÍFIÐ ER SIRKUS" Rikisstjórn íslands er orðin að hringleikahúsi þar sem ráðherrarnir fara með skemmtihlut- verkin. Það blandast vist engum hugur um, hverjir fara þar með hlutverk sirkustrúðanna. Það eru ráðherrar Alþýðubandalagsins — þeir Magnús Kjartansson og Lúðvik Jósepsson. Upp á siðkastið hafa kringileikir Lúðviks Jósepssonar vakið einna mesta athygli áhorf- enda. Eins og honum var til trúandi hefur hann alveg ,,stolið senunni” frá leikbróðurnum Magnúsi. í grinhlutverki bankamálaráðherrans hefur Lúðvik verið hreint óborganlegur — eink- um þó og sér i lagi i boltaleik sinum með Seðla- bankann. Sá trúðleikur er að verða með mestu glansnúmerum hringleikahússins. Upphafið á Seðlabankabrellunum var i vor sem leið. Þá tilkynntu seðlabankastjórarnir að höfðu samráði við rikisstjórnina um miklar vaxtahækkanir. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu alveg gagnstæð fyrirheitum rikisstjórnarinnar i Ólafskveri, en þarlofarrikisstjómin landslýð að vextir verði stórlækkaðir. En varla höfðu seðlabankastjórarnir lokið máli sinu, þegar æðsti yfirmaður allra banka- mála i landinu, hringleikahússtrúðurinn Lúðvik Jósepsson, lýsti þvi yfir, að hann væri á móti vaxtahækkúninni. Undirmenn ráðherrans, bankastjórar Seðlabankans, höfðu sem sé vart lokið við að lýsa yfir vaxtahækkunum, sem þeir höfðu fengið leyfi fyrir frá rikisstjórninni, þegar æðsti yfirmaður þeirra, bankamálaráðherrann, fetti sig og gretti framan i þá og sagðist ekki vera með i leiknum. Ef Lúðvik Jósepsson hefði verið „alvöruráðherra” en ekki „sirkusartist” og hefði meint það, sem hann sagði, hefðu að sjálfsögðu aðeins verið tvær leiðir opnar fyrir hann eins og komið var. Annað hvort að fara sjálfur frá eða að reka undirmenn sina, seðla- bankastjórana, úr starfi fyrir að breyta þvert gegn vilja ráðherrans. En að sjálfsögðu gerði Lúðvik hvorugt. Hann var bara að leika grin- hlutverk sitt. Og áfram hélt Seðlabankaævintýrið — bank- inn ákvað að reisa stórbyggingu á sjálfum Arn- arhóli. Menn geta nærri, hvort slik ákvörðun hafi ekki verið borin undir rikisstjórnina og þar með „bankamálaráðherrann” áður en hún var gerð opinber. Auðvitað var hún það. Og auðvitað hafa rikisstjórnin og „bankamálaráðherrann” gefið bankastjórum Seðlabankans grænt ljós. Annars hefðu þeir ekki ráðizt i að láta grafa upp hólinn. En byggingaáformin sættu mikilli andstöðu almennings um leið og þau litu dagsins ljós. Og hringleikahús rikisstjórnarinnar var ekki lengi að búa til trúðleik úr öllu saman. Höfuðtrúðarn- ir, Lúðvik og Magnús, létu blað sitt, Þjóðviljann, hefja öflugan andróður gegn bankabyggingunni eftir öfugum forteiknum Glaumbæjarhreyfing- arinnar sálugu. Og Þjóðviljinn spurði: Hver hefur valdið? En það hefur ekki fundizt enn. Hundurinn sagði: „Ekki ég”, kötturinn sagði: „Ekki ég”. . . . og litla gula hænan hefur ekki komið i leitirnar. William Shakespeare sagði: „öll veröldin er leiksvið, og við erum leikendurnir”. Lúðvik og Magnús segja: „öll veröldin er sirkus og við er- um trúðarnir”. KOSIÐ r I NOREGi STRANDBUARNIR TREYSTA VERKA- MANNAFLOKKNUM — Fiskveiðar er helzta at- vinnugrein á strandlengjunni og hefur mesta að segja um atvinnu manna og afkomu sveitarfélaga. Góð aflabrögð hin siðari ár hafa sýnt okkur þetta. En þar sem fjárhagsafkoman hefur þó ekki orðið eins góð og vænta mætti, þá er það ýmsu að kenna, sem taka þarf til athugunar i náinni fram- tið. Það er Eivind Bolle sjómaður i Vestvogsey i Lófót, sem segir þetta. Hann hefur verið útnefndur 2. maður á framboðslista Verka- mannaflokksins i Norðurlands- kjördæmi og verður á næsta kjör- timabili einn af fremstu tals- mönnum flokksins um sjávarút- vegsmál á Stórþinginu. Eivind Bolle hefur stundað róðra frá barnæsku, en han verður fimmt- ugur i haust, en störf hans hafa ekki verið bundin fiskibátnum einum, þvi að hann hefur látið mjög til sin taka félagsmál stétt- ar sinnar og haft talsverð afskipti af stjórnmálum. Siðan 1965 hefur hann setið i stjórn sjómannafé- lagsins i fylkinu og Sjómannafé- lags Noregs, og frá 1971 er hann varaformaður i stjórn Skreiðar- sambandsins norska. Enn fremur á hann sæti i mörgum nefndum, sem starfa að sjávarútvegsmál- um, og hefur Sjómannafélagið kjörið sumar, en aðrar eru skip- aðar af hinu opinbera. begar Bolle er spurður, hvað mest kalli að, segir hann, að fyrst af öllu verði að gá að undirstöðun- um i náttúrunni sjálfri. Þróunin.á þessu sviði vekur ugg bæði hjá fiskimönnunum sjálfum og fólk- inu i strandhéruöunum yfirleitt. Vandamálin, sem fram undan eru, eru svo stórkostleg, að þau má telja til aðalmála, ekki aðeins fyrir okkar þjóð, heldur alþjóð- lega. Framtið þeirra þjóða, sem á fiskiveiðum lifa, er undir þvi komin, að við komum á skynsam- legu skipulagi og skiptingu á auð- lindum hafsins, og þessu liggur á. Útfærsla landhelgi til fiskiveiða er ekki nema einn þátturinn i þessu viðfangsefni. Þótt við fær- um landshelgislinuna út, verður ekki innan hennar nema hverf- andi litill hluti af höfunum. Fyrir utan verður norðausturhluti Atlantshaf, og þar er forðabur okkar, þar vaxa seiðin upp og ungfiskurinn. Það er þar, sem framtið okkar verður ráðin og undir þvi komin, að hverju leyti tekst að fá komið á alþjóðlegu skipulagi, sem verndar og varð- veitir þessa undirstöðu lifsins. Tvö meginatriði. 1 sambandi við þetta koma i ljós að minnsta kosti tvö meginatriði. 1 fyrsta lagi verðum við mark- visst að vinna að auknum yfir- ráðarétti yfir hafinu undan ströndum okkar, og i öðru lagi að fá komið á alþjóðlegu skipulagi á hafsvæðum, sem liggja utar og skipta máli fyrir sjávarútveg okkar. Við þurfum lika að muna eftirþvi, að við höfum hagsmuna að gæta i veiðum við önnur lönd, og einhliða aðgerðir hér heima geta haft afleiðingar, sem við sjá- um ekki fyrir i dag. Lausnin á vandamálinu er, að fiskiveiða- þjóðirnar komi sér saman um skiptingu og skipulagningu á öll- um auðlindum náttúrunnar i höf- unum i samhengi, svo að við hrifsum ekki meira af náttúrunni en henni er fært að láta i té. Fiskiflotinn Framtið okkar sem fiskveiða- þjóðar veltur fyrst og fremst á þvi, að okkur sé unnt að gera út virkan og fjölbreyttan fiskiflota og halda honum sæmilega við. Hér hefur fjárhagur og sérkunn- átta mikið að segja. Við verðum að haga málum þannig, að ungu fólki skiljist að hér biði þeirra einhver framtið. bað þarf að hvetja til sjósóknar allt árið með heppilegu lánafyrirkomulagi og útvegun skipa, sem til þess eru hentug. Rannsóknir vegna fiski- veiða þarf að auka. En þegar kemur að lausn bú- Eivind Bolle, sjómaöur. Hann skipar 2. sæti á framboöslista Verkamannaflokksins i Noröur- landskj ördæmi. setumála svo að strandhéruðun- um verði að gagni, skiptir mestu máli að strandveiðiflotinn og strandveiðarnar fái ráðandi stöðu i Norður-Noregi eins og náttúr- gæðin þar segja fyrir um. Sá landshluti hefur sérstöðu að þvi leyti, að hér koma meðal annars til greina árstiðabundnar fiski- veiðar. Það leiðir þá af sjálfu sér, að þar sem búsetumálin gera það æskilegt verður að koma á sam- bandi milli fiskiveiðanna og ann- arra atvinnugreina, svo að tekjur manna verði sæmilegar og trygg- ar. Þá skiptir miklu máli að ungir og áhugasamir sjómenn fái fjár- magn til bátakaupa. Einstakling- urinn verður að sjá um að afla sér höfuðstóls. En við eigum að koma til móts við framlagsvilj- ann og haga þannig málum, að ungir og dugandi sjómenn geti fengið sér viðeigandi báta, sem fullnægja kröfum timans. Þegar litið er á hve mikils fjármagns er þörf og hve mikið af þvi er heimt- að að sé eigið framlag, þarf engan að undra þótt margur maðurinn sé dálitið vondaufur um að honum sé unnt að komast yfir sæmilegan bát. En sé skynsamlega úr þess- um málum greitt, leysist bæði þetta mál og betri aldursskipt- ing á fiskiflotanum á viðunandi hátt. Leyfiskerfi. Það liggur i augum uppi, að ekki kemur okkur að gagni sú þróun, sem leiðir af sér ofvöxt fiskiflotans. Við höfum áður fund- ið fyrir afleiðingunum af þvi. Þess vegna verðum við að koma á leyfiskerfi fyrir allar tegundir fiskiskipa. bað er ekki einungis fjárhagurinn heldur það sem i upphafi var sagt um náttúruauð- lindirnar i sjónum, sem gerir þetta nauðsynlegt. En um alla þróun fiskiflotans verður að vera náið samstarf við samtök fiskimannanna, og einnig verður að vera fyrir hendi hæfi- leiki og vilji til að stjórna sam- kvæmt skipulagi. Þetta ætti aö sjást greinilega í sjávarútvegs- stefnu Verkamannaflokksins og i stefnuskrá hans um þróun fiski- veiða í Norður-Noregi. Nýting aflans. Fiskiðnaðinn þarf að auka á þann hátt, að tekjur þeirra, sem að honum vinna, verði sem ör- uggastar og söiumöguleikarnir þá sem mestir. Verkamanna- flokkurinn leggur i þvi sambandi mikla áherzlu á sem rækilegasta nýtingu hráefnisins á staðnum. Meira af aflanum á að nýtast til vinnslu til manneidis. 1 vaxandi mæli á að leggja i rannsóknir til að fá fram verðmiklar, jurta- hvitu-auðugar framleiðsluvörur, meðal annars með þróunarlöndin fyrir augum. Eigi fiskiðnaðurinn að verða betri atvinnustaður en nú er, verðum við að fá tryggingu fyrir lágmarkslaunum eða eitthvert það fyrirkomulag, sem tryggir lágmarkstekjur. Til þess að jafna aðfærslu hráefnisins má meðal annars nota frystingu eða tvi- frystingu fiskjar i auknum mæli. Framtiðaráætlun Verið er að vinna að framtiðar- áætlun fyrir sjávarútveginn með það fyrir augum að koma á betra jafnvægi milli fiskistofnsins ann- ars vegar og veiða og fram- leiðslugetu hins vegar og meiri skipulögðum afskiptum hins opinbera. Hin opinbera sjávarútvegs- stjórn verður að aukast eftir þvi, sem hverju héraði hentar. Þar verður að starfa i fullu samræmi við aðrar áætlanir og fram- kvæmdir og stefna yfirleitt að þvi að bæta atvinnuskilyrðin i sveitarfélaginu. Með verðlagsákvæðum og stefnu i framkvæmdum þarf að örva þá þróun, sem fiskimenn og fiskibæjafóik óska eftir, og leggja mesta áherzlu á að vinna úr hrá- efninu sem allra mest þar, sem það er flutt að landi. úppeldi fiskjar Við stöndum einnig frammi fyrir nýjum viðfangsefnum þar sem er uppeldi fiskjar og nýting þess hráefnis. Hér verður opin- bert eftirlit óg skipulagning að koma til, svo að gætt sé hags- muna fólksins i strandbyggðun- um. Einnig verður hið opinbera að gera sitt til að rannsaka á hvern hátt uppeldi fiskjar geti i framtiðinni orðið til að afla nýrra hráefnislinda. Eigi aukning fiskiðnaðarins að koma að fullum notum, verður það að gerast i samstarfi og stjórn, i skipulögðu starfi og skynsamlegum og atvinnuauk- andi vinnslustofnunum, þar sem hráefnið er unnið að eins miklu leyti og unnt er á útgerðarstaðn- um og honum tryggð með þvi betri undirstaða til vaxtar og þrifa. Kennsla. Kennsla i fiskifræðum bæði i hinu einfaldasta og hinu, sem sér- fræði getur kallazt, verður i framtiðinni eitt hið mikilvægasta til þess að unnt sé að nýta hrá- efnið eins skynsamlega og fært er, svo að það gerist i samræmi við undirstöðurnar i náttúrunni og einnig við óskir okkar um fyllra lif með auknu fjárhagsör- yggi og velgengni. Kennslu i fiski- fræðum þarf þvi að auka, og verð- ur eftir þörfum að sinna kennslu Framhald á bls. 4 Þriöjudagur 14. ágúst 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.