Alþýðublaðið - 22.08.1973, Síða 2
Holl fæða — hraustur líkami
Matur og málmsölt 2.
BLOÐLEVSIÐ
- HINN LÆV SI
SJÚKDÓMUR
I síðustu grein Knud
Lundbergs, læknis, um
HOLLA FÆÐU —
HRAUSTAN LÍKAMA
var rætt nokkuð um ýmis
frumefni og þýðingu
þeirra fyrirmatarræðiðen
áður höfðu birzt nokkrar
greinar um vítamínin og
mikilvægi þeirra. I þess-
ari grein er áfram haldið
þar sem frá var horfið í
þeirri síðustu og rætt um
járn og blóðleysi, kalci-
um, kalk og fluor.
Likaminn er svo sparsamur á
járn sitt, að 97% af þvi járni sem
losnar þegar blóðkorn deyja,
nær lifrin aftur i og er þaö notað
aftur til þess að byggja upp ný
blóðkorn i beinmergnum.
En 3% tapast sem sagt út úr
likamanum ásamt með úr-
gangsefnum. Kvenmaður milli
15 ára og 50 þarf þvi að fá dag-
legan 1 mgr. járnskammt til
þess að allt sé eðlilegt.
Og þótt magnið sé ekki mikið
er það þó nógu mikið — ef það
vantar. Spurningin um járnið er
þvi ekki litilvæg. Margir þjást
af blóðleysi — og nú eru menn
sem sagt farnir að draga i efa,
að járnbæting brauðkorns hafi
nokkur áhrif, en það er einmitt
þess kyns bæting matar, sem
/ið höfum hingað til sett mjög
traust okkar á.
Jafnvel þótt hinir lærðu menn
séu ekki sammála um gagnsemi
— eða öllu heldur gagnsleysi —
þess að bæta brauðkorn með
járni, þá gerðum við réttast i
þvi að borða mikið af mat, sem
inniheldur „náttúrlegt” járn, en
slikur matur er t.d. lifur, nýru
og hvers kyns innmatur. Einnig
væri ekki óviturlegt að gripa til
taílnanna — eins og um svo
margt annað.
Ekki rétt
meðhöndlun
Vandamálið er sem sé ekki
það að fá nóg járn i kostinum
heldur hitt — að fá likamann til
þess að „veita þvi viðtöku”.
Of mikið járn veldur maga-
kveisu. Þess vegna gefast svo
margir upp á járntöflunum.
Læknarnir kvarta yfir litilli
þolinmæði þeirra, sem eru á
„járnkúr”. Fólk sem þjáist af
blóðleysi, þarf oft að fara i
hvern kúrinn á fætur öðrum.
Vegna hvers? Vegna þess, að
þvi likar ekki töflurnar og áhrif
þeirra. Eða vegna þess, að sjúk-
dómseinkenni blóðleysis eru svo
væg, að það gleymir að taka
töflurnar.
Og meðalið ER e.t.v. ekki hin
rétta meðhöndlun. Hinar sterku
járntöflur eru það a.m.k. oft
ekki.
Bezt er að fá járnþörf sinni
fullnægt i fæðunni. bvi er um að
gera að kynna sér vel járninni-
hald ýmissa fæðutegunda og
taka svo tillit til þess, þegar
matreitt er.
Enginn boröar
svo mikla persillu
Siðar i þessum þáttum verður
greint frá málmsaltainnihald
ýmissa fæðutegunda á svipað-
an hátt og við gerðum um vita-
minin fyrr i sumar. Þar verður
greint frá NÆGINGARHLUT-
FALLI ýmissa fæðutegunda og
nægingarhlutfallið 100 táknar
það, að ef einhver lifði af við-
komandi fæðutegund EINNI
SAMAN, þá myndi hann fá full-
nægt þörfum sinum fyrir þann
málm, sem um er rætt.
En enginn maður lifir á einni
fæðutegund og vonandi dettur
engum i hug að reyna það.
Nægingarhlutfallstala járns i
persillu er 2500. Það merkir, að
ef 1/25 hluti hitaeiningarþarfar
manns væri fenginn úr persillu
hlyti hann nóg járn. En enginn
lifandi maður borðar svo mikla
persillu.
Uppgefnar tölur um næging-
argildi hinna ýmsu fæðutegunda
gagnvart vitaminum, málm-
söltum o.fl. ber þvi aðeins að
hafa til leiðbeiningar um sam-
ansetningu FJÖLBRE YTTS
matseðils með heilbrigðum og
hollum mat. Þær eru til þess að
hjálpa okkur við aö sannreyna,
hvernig fá megi allri næringar-
og efnaþörf likamans fullnægt i
matarræðinu einu saman. En
þótt einhver ákveðin fæðuteg-
und sé rik af mörgum mismun-
andi næringarefnum þá er ekki
þar með sagt, að sá, sem vill
heilsu sinni vel, eigi að kasta sér
yfir hana eina og láta allan mat
lönd og leið. Slikt kann aldrei
góðri lukku að stýra. öll melt-
ingarfæri mannsins eru gerö til
þess að nýta fjölbreyttan mat —
og þvi er honum lika hollast að
gera það. Slikt matarræði er
honum eðlilegast.
Kvenfólkið
í mestri hættunni
Það eru konurnar, sem ættu
einkum og sér i lagi að vera á
varðbergi gagnvart blóðleysinu.
Og þar sem 90% lesenda þess-
ara þátta eru sennilega kven-
fólk, þá skulum við ræða nánar
um það, hvers vegna.
Þegar talað er um 1 mgr. af
járni sem nauðsynlegan dag-
skammt — til þess að bæta upp
það járn, sem eyðist úr likam-
anum — þá er miðað við full-
vaxna karlmenn.
Konur missa hins vegar um
tvöfalt þetta magn —einkum og
sér i lagi vegna blóðtapsins þeg-
ar þær hafa á klæðum.
Hver tiðablæðing kostar kon-
urnar þannig 25-30 mgr. af
járni, Þetta er ástæðan fyrir
þvi, að flestir þeii- sjúklingar,
sem þjást af blóðleysi, eru kon-
ur.
A meðgöngutimabilinu vex
hin daglega járnþörf kvenna svo
upp i ca. 3 mgr. á dag — þrefalt
meiri en karlmanna — vegna
þess, að verið er að byggja upp
járnbirgðir fóstursins og það
getur hvergi tekið sitt járn
nema frá móðurinni. Blæðing-
arnar, sem verða við fæðingu,
kosta likama móðurinnar einnig
mikið járn.
Þær vita það
ekki sjálfar
Sjúkdómseinkenni blóðleysis
eru ekki sérstaklega áberandi.
Það er þess vegna — og vegna
þess, að blóðleysið kemur svo
laumulega — sem svo margar
konur þjást af blóðleysi án þess
að vita það.
Fyrstu einkennin eru þreyta,
höfuðverkur og taugastreyta —
ásamt þreytuverkjum i baki.
Stundum fær sjúklingurinn
einnig lágan hita.
Siðan fer hann að missa mat-
arlyst og tiðablæðingar verða ó-
reglulegar. Háls og munnur
verða þurr, konan fær tiðan
kverkaskit og stundum annað
hvort hægðatregðu eða jafnvel
þrálátan niðurgang.
Hjá fullorðnum konum, sem
lengi hafa þjáðst af blóðleysi án
þess að vita það, er oftast mjög
auðvelt að greina sjúkdóminn af
útliti þeirra einu saman. Þær
eru oft horaðar, þreytulegar,
með þunnt grátt og slitið hár,
bleika, þurra og hrukkótta húð,
mjúkar, þunnar og rifnar neglur
og þunnar varir — oft með sár i
munnvikjum.
Einnig börnum
er hætt
En sjúkdómurinn er ekki allt-
af svona slæmur — og sjúk-
dómseinkennin svona glögg.
Fólk getur fengið höfuðverk og
vanliðan þótt blóðskorturinn sé
aðeins mjög litilvægur. Þess
vegna er rétt aö gæta sin ávallt
sem bezt.
Með þvi að borða réttan og
hollan mat.
Og með þvi að sjá svo um, að
börnin fái mat, sem inniheldur
rikulegt járn.
Þau þurfa nefnilega eins og
konurnar að fá meiri járn-
skammt en fullvaxnir menn —
vegna þess, að börnin eru að
vaxa og að byggja upp járn-
birgðir likama sins. Þess vegna
verða þau að fá meira járn en
likami þeirra missir.
Einkum og sér i lagi eru ung-
börnin viökvæm fyrir járn-
skorti. Þau eru fædd með tals-
yerðar járnbirgðir, en mjólk er
frekar snauð af járni svo eink-
um og sér i lagi börn, sem lengi
eru á brjósti, eru i hættu fyrir
blóðleysi.
Fluor - nytsamt
eiturefni
Auk kalciums, fosfórs og
járns þarfnast likaminn ýmissa
annarra frumefna, sumra
þeirra i aðeins mjög litlu magni.
Hins vegar er mjög sjaldgæft,
að hann skorti þessi efni. Við
þurfum þvi ekki aö taka tillit til
þeirra við daglega matargerð.
Þó er fluor þar undantekning.
Að visu sýnir fluorskortur
ekki ótviræð og skýr sjúkdóms-
einkenni — a.m.k. hefur verið
mjög erfitt að hreinsa mat til-
raunadýra svo gersamlega af
fluor, að sjúkdómseinkenni
verði merkjanleg. En á hinn
bóginn er sannað, að fluorskort-
ur veldur tannskemmdum.
Holur koma i tennurnar fyrir
tilvist ákveðinna sýkla, sem
mynda við ákveðin lifsskilyrði
sýru, sem eyðir tannglerjungin-
um og étur holur inn i hið við-
kvæma tannbein. Lifsskilyrðin,
sem sýklarnir þurfa að hafa,
eru m.a. þau, að sykur- og fæðu-
upplausn sé til staðar i munnin-
um. Sykurætur og fólk, sem
sjaldan og illa burstar tennur,
er þvi i meiri hættu fyrir tann-
skemmdum en hinir, eins og al-
mennt er vitað.
Fjöldi tilrauna, sem fram-
kvæmdar hafa verið viðsvegar
um heim, sanna, að iblöndun
fluors i drykkjarvatn minnkar
mjög tannskemmdir.
En fluor er eiturefni — eins og
svo mörg önnur efni, sem við
neytum litils af án þess að það
hafi skaðvænleg áhrif.
Það er ekki miklu sem munar
á æskilegu magni af fluor i mat
og drykkjarvatni og á hættulegu
magni — þar sem eituráhrifa
efnisins fer að gæta.
I sjávardýrum,
beinum og te
Einmitt þess vegna hefur
spurningin um blöndun fluors i
drykkjarvatn valdið deilum —
og það hörðum deilum — viðs
vegar um heim.
A Islandi sem i nálægum lönd-
um berjast tannlæknar mjög
fyrirþvi, að drykkjarvatn verði
bætt með fluor, þar sem fluor-
innihald vatnsins er litið. Þessi
KNUD LUNDBERG LÆKNIR SKRIFAR
barátta hefur borið nokkurn ár-
angur i nágrannalöndunum —
en litinn hér. Þess vegna skortir
viðast hvar fluor i drykkjarvatn
okkar.
Einmitt þess vegna ættum við
að gefa sérstakan gaum að flu-
orauðugum fæðutegundum. En
þvi miður eru þær næsta fáar.
Þær eru einna helzt fiskar úr
söltu vatni — einkum skeldýr —
bein og te, einkum kinverskt te.
En nú borðum við aldrei kjöt-
bein og þvi verðum við að leita
annað. Þar getum við t.d. borið
niður þar sem eru sardinur og
smásild. Þessi smáfiskur er til-
tölulega auðugur af fluor — og
svo fáum við kærkominn auka-
skammt úr beinunum, sem
jafnan eru etin lika þegar um
slika smáfiska er að ræða.
Einnig er fiuor að finna i sild-
inni, sem við íslendingar erum
nú óðum að læra að borða.
Fiskmetið — sem lengi hefur
verið þjóðarfæða okkar Islend-
inga — er þvi góðmeti.
Og ekki bara með tilliti til flu-
orsins.
Hér lýkur hinum al-
menna texta í kaflanum
um MATOG MÁLMSÖLT
i matarræðisþáttum
danska læknisins Knud
Lundberg í næstu tveimur
þáttum munum við birta
töflur um næringargildi
ýmissa algengra fæðu-
tegunda með tilliti til um-
ræddra frumefna og síðan
gefa nokkrar uppskriftir
af hentugum réttum.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen k
allflestum litum. Skiptum á einum degi'
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Hilasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Helgason hf. STEINtOJA
Clnholtl 4 Slmar 26677 00 14254
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiösla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
guUsmiÖur, Bankastr. 12
UR 00 SKARIGKIFIR
KCRNELÍUS
JONSSON
SKÖLAVÖROUSIÍG 8
BANKASIR4116
^•iH^ae-ieGoo
Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 86660
MINNINGAR-
SPJÖLD
H ALLGRÍMS-
KIRKJU
fást í
Hallgrímskirkju (Guðbrandsstofu),
opið virka daga nema laugardaga kl.
2-4 e.h., sími 17805, Blómaverzluninni
Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall-
dóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26, Verzl.
Björns Jónssonar, Vestuzgötu 28, og
Biskupsstofu, Klapparstíg 27.
0
Miðvikudagur 22. ágúst 1973