Alþýðublaðið - 22.08.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.08.1973, Blaðsíða 12
INNLÁNSVIÐSKIPT) LEIÐ TIL LÁNSVIDSKIPTA JBUNAÐARBANK mm ÍSLANDS KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl' 1 °93'Simi 40102. SENDI8IL AS7ÖDIN Hf Spáö er áframhaldandi hæg viðri um land allt i dag. Þó má búast við rigningu undan suð vesturströndinni, og nær si rigning kannski inn á Reykja nesinu. A fimmtudaginn er spáð hægr suðaustan átt og smá vætu í Suður- og Vesturlandi. Annars staðar á landinu ei spáð hægviðri og björtir. KRILIÐ umF£fH> SMflÞyM □ SP/K £&/í> VERSti RÐ/ my/vT 6£Ð vonb EFNI LfíUU L Sfí/flTR 50*0 B/r//V iW/a zm SvflRfl □ 'fiTF ro/?m /R/NN S HFN ADI NVTft S T 6/ÍFU l c mr r//na 3/E (j£LT I CrLÖÐ Í5ÖáA' _ F>£F! Eina lífsmarkiö að rífa niður hús Engar framkvæmdir þrátt fyrir ítrekaðar óskir íbúa Við Stangarholt i Reykjavik er opiö svæði, heldur óhrjálegt á að lita. Svæðið hefur mikið að- dráttarafl fyrir börn ur ná- grenninu, enda hefur verið komið þar fyrir leiktækjum. Sá gaili er þó á gjöf Njaröar, að leiktækin eru meira og minna biluð. Hefur engin lagfæring fengizt þar á af hálfu borgarinn- ar, þrátt fyrir itrekaöar beiönir fólks i nágrenninu, nema hvað i gær var gert við aðra róluna af tveimur sem þarna eru, en hún hafði verið biluð siðan i vor. Körfuboltahringur brotnaöi i mai i vor, og hefur ekki verið lagfærður. Aðsögn ná- grannanna sést aðeins lifsmark hjá bæjarstarfsmönnunum þeg- ar krakkarnir hafa byggt sér hús úr kassafjölum á svæöinu. Þá eru óðar komnir menn frá bænum til að fjarlægja húsin. Alþýöublaðsmenn litu á svæð- ið I gær. Þar var nýbúið að reisa hús úr kassafjölum, en krakk- arnir voru vondaufir um að þaö fengi að standa lengi. Það hélt þó ekki aftur að þeim við fram- kvæmdirnar, þvi þau áformuöu að reisa tvö hús til viðbótar. Sem fyrr segir er þetta svæöi heldur óhrjálegt, einkum i bleytu, þvi þá er það ein sam- felld leðja. Hafa nágrannarnir margsinnis beðið um að svæðið verði skipulagt og eitthvað gert fyrir það, en litið orðið um svör hjá borgaryfirvöldum. barnanna Ráðstefnuhald, heilsulindir og sport eru framtíðin í okkar ferðamálum Skýrsla um möguleika til að lengja ferðamannatímann Nú er til meðferðar hjá rikisstjórninni fyrsti hluti skýrslu um könnun á möguleikum til að lengja ferðamannatímann á ári hverju. „Þessi athugun stefnir ekki að fjölda — „túrisma" heldur fremur hægfara þróun. Og á- herzla er lögð á náttúru- vernd", sagði ólafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóri i sam- gönguráðuneytinu, í við- tali við blaðið. Könnun þessi er framkvæmd á vegum Samgönguráðuneytis- ins í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, og hefur ameriskt sérfræðifyrirtæki aðallega gert hana. Til þess að lengja ferða- mannatimann hér á landi, hafa þessar athuganir fyrst og fremst beinzt að: 1) Ráðstefnu- haldi á Islandi, 2) Vetrariþrótt- um, 3) Sportveiði i ám, i vötnum og á sjó, 4) Nýtingu jarðhitans til heilsuræktar. Lúðvik Hjálmtýsson, frkvstj. Ferðamálaráðs, sagði, að frá áramótum til júniloka hefði ferðamannastraumur hingað til lands aukizt um ca. 10%, miðað við árið 1972, en frá þeim tima hefði aukningin orðið til muna minni en á sama tima i fyrra. Sagði Lúðvik, að brezkum ferðamönnum hefði fækkað verulega, og væri ekkert vafa- mál, að orsök þess væri land- helgisdeilan. Þá hefði lakari staða dollarans einnig haft sin áhrif hér. Arið 1972 urðu beinar og óbeinar tekjur af ferðamál- um 1,3 milljarður króna, og eru þá fargjöld meðtalin. PIMM á förnum vegi Hvað gerir þú í tómstundunum? Sigriður Sigurjónsdóttir, skrif- stofustúlka.: Ég geri nú mest litiö. Fer i bió öðru hverju og horfi á sjónvarpið. Ég les nokk- uð mikið. Ég bý I Hveragerði og fer stundum á sveitaböllin þar i kring og skemmti mér auðvitað alveg konunglega. Sigurður Kristjánsson, fram- lciðslumaður.:Það er nú svo til ekki neitt, sem ég geri i tóm- stundum. Maður gerir þetta venjulega, fer i bió,horfir á sjón- varpið. Eða hlustar á útvarpið. Siðan les ég þó nokkuð. Þegar ég hef tima til, þá reyni ég stundum að fara I golf. Hjálmar Jónsson, verkamað- ur.: Ég geri nú ýmislegt, samt hugsa ég að ég geri mest af þvi að tefla. Þá spila ég oft bridge og önnur spil. Yfir sumartim- ann fer ég mikið i ferðalög. Svo fer maður mikið i bió. Iþróttir er ég alveg hættur aö stunda. Kolbrún óskarsdóttir, starfar 1 kirkjugörðunum.: Ég leik á pianó, þó varla sé hægt að kalla það tómstundagaman, þvi ég geri svo mikið af þvi. Svo geri ég bara þetta sama og allir hin- ir, fer i bió, horfi á sjónvarp, hlusta á útvarp og les góðar bækur. Halla Arnardóttir, nemi.: Ég fæst aðallega við saumaskap og er útsaumur þar efstur á blaði. Stundum fer ég á böll og þá helzt i Ungó I Keflavik og Þórscafé. Þá spila ég stundum á spil, þó ekki flókin spil eins og bridge. Einnig hef ég gaman af að fara i bió.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.