Alþýðublaðið - 22.08.1973, Page 3

Alþýðublaðið - 22.08.1973, Page 3
SETTll HAUKANESH) A UPPBOO 00 LÉTU KAUPA ÞAÐ AFTUR Yfirlýsing frá Hauki Olafsyni starfsm. Náttúruverndarráðs ,,í Alþýðublaðinu þann 15. ágúst 1973 birtist opið bréf frá Hrólfi Ingólfssyni, sveitarstjóra Mosfellshrepps. Þar sem ofanritaður kom þar nokkuð við sögu, þá hafði ég hugsað mér að svara þessu bréfi, a.m.k. þeim atriðum, sem viku beinlinis að mér. En föstudags- morguninn 17. ágúst, þegar ég var að starfi i Mosfellssveit, kom fyrir mjög alvarlegur atburður.sem varð þess valdandi, að mér var ekki gert kleyft að ljúka ætlunarverki minu. Ég hef þó ákveðið að láta þetta mál kyrrt liggja, a.m.k. um sinn, m.a. vegna þess, að við- komandi aðili hefur beðið mig persónulega afsökunar og einnig framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs”. / r Sögu togarans Haukaness frá Hafnarfirði er nú senn að ljúka, þar sem hann var seldur á upp- boði um daginn fyrir 430 þús. krónur. Þeir kaupendurnir eru aftur búnir að selja hann úr landi til niðurrifs. IHaukanesið stöðvaðist upp- haflega i fyrrahaust, er vélar skipsins voru orðnar ónýtar. Eigendurnir, sem einnig áttu á sinum tima Hamranesið, sem sökk, rifu þá vélarnar úr Haukanesinu hugðust setja nýj- ísinn nýtur mikilla vinsælda Hjá ungum, sem öldnum yfir sumatímann, enda þægilegt að fá sér eitthvað svalandi/þegar heitt er í veðri. FYRSTA HAUSTSALAN Togarinn Rán seldi i lok síöustu viku liölega T00 tonn af fiski i Ostende i Belgíu. Þetta er fyrsta sala islenzks togara erlendis á þessu hausti. Næst mun Júpiter selja í Þýzkalandi í byrjun september, og þá mun togbáturinn Bergþór GK einnig selja i Þýzka- landi á næstunni. Rán fékk 4.1 milljón fyrir afia sinn, sem er um 40 krónur kílóið. Er það ágætt verö. Uppistaöan iaflanum var ýsa, en afgangurinn blandaður fiskur. LEIGUBILSTJORAR í ÚTVARPSSTRÍÐI ar i staðinn. Eitthvað gekk treglega að fjármagna þær framkvæmdir, og lá togarinn bundinn við bryggju i Hafnarfirði. Siðan, i aftaka roki i vetur, slitnaði hann frá bryggju og strandaði. Voru orðin all mikil gjöld á honum, og þar sem eigendur greiddu ekki, var hann seldur á uppboði um daginn. En eftir þvi sem blaðið kemst næst, keyptu hann sömu aðilarnir og áttu fyrir, eða menn á þeirra snær- um. PÓSTURINN FINNST HVERGI Abyrgðarpósturinn frá Þórs- höfn, sem týndist hinn 14. júni sl. hefur enn ekki fundizt. Meðal þess, sem i póst^okanum var, má nefna tvær póstávisanir frá Sparisjóðnum á Þórshöfn til Seðlabanka Islands, að fjárhæð um hálf milljón króna, auk ýmissa bréfa. Rafn Júliusson, póstmálafulltrúi, sagði við Al- þýðublaðið i gær, að ekkert benti til þess, að hér væri neitt sak næmt á ferðinni, og hefði allt verið gert, sem hægt er til þess að hafa upp á þessum týnda pósti. Hann kvað liggja ljóst fyrir, hvaða verðmætii hefðu verið i pokanum, og fengi hver sitt, en kvað þetta einstaka óhapp óneitanlega bagalegt eigi að siður. Póstur þessi var sendur með flugvél Flugfélags Islands fimmtudaginn 14. júni sl. Lenti flugvélin á Akureyri en hélt sið- an til Reykjavikur, þar sem pósturinn kom ekki fram, eins og sagt var frá hér i blaðinu á sinum tima. Rafn Júliusson tel- ur enga tilgátu annarriliklegri hafa komið fram um þetta póst- hvarf, og gæti póstpokinn þvi allt eins verið á leiðinni i kring- um hnöttinn. Um leíðog afnotagjöld af bílaútvörpum lækkuðu i ár úr870 krónum í fyrra niður í 572 krónur í ár, hækkuðu afnotag jöld af útvörpum í leigubílum í T700 krónur. Greiða leigubilstjórar þvi þrefalt hærri afnotagjöld en venjulegir neytendur, þrátt fyrir aö þeir greiði einnig full afnotagjöld af útvörpum á heimilum sin- um. Þess má einnig geta að næsta ár verða afnotagjöld af útvörpum i einkabilum felld alveg niður. Úlfur Markússon formað- ur bílst jóra félagsins Frama, sagði i viðtali við blaðið í gær, að hann tryði ekki öðru en þarna væri um gróf mistök að ræða, og sýndi reyndar glöggt hvað ýmsum aðilum hafi liðizt að troða á leigubílstjórum undanfarin ár. Niðurfelling á afnotagjöldum einstaklinga væri túlkuð þannig að bilútvarpið væri aðeins „hátal- ari” frá heimilisútvarpinu, þar sem nær allir ættu útvörp heima. Leigubilstjórar eiga lika útvörp á heimilum sinum, og þvi mætti hugsa sér þann möguleika að íella niður afnotagjöld af þeim, sem „hátölurum” frá biltækjun- um, Það væri hins vegar ekki gert, og sætu leigubilstjórnarnir þvi ekki við sama borð og aðrir. Ekki væri heldur svo að skilja, að það væri hagnaður fyrir leigubilstjóra að hafa útvörp i bilunum þvi ekki borgaði fólk fyrir að fá að hlusta á þau, og ekki tækju skattayfirvöld þau til greina sem kostnað við rekstur bilanna. KUNNA Á KERFIÐ Skipulagður. þjófnaður, var framinn i Nesti við Artúnshöfða i fyrrinótt, og leikur engin vafi á að þar hafa kunnáttumenn verið á ferð. Þeir klipptu sundur vira þjófabjöllukerfisins, en þéir vir- ar voru innan um marga fleiri vira, sem ekki voru snertir. Virðast þjófarnir þvi bera gott skynbragð á rafleiðslur. Vel er gengið frá sölulúgunum aö næturiagi, stálgrindum rennt fyrir og læst með sterkum hengilásum. Ekki stóð þar fyrir þjófunum, þvi þeir hafa haft járnklippur meðferðis og klippt upp lásana. Siðan fóru þeir um allt, og nið- ur i kjallara þar sem vörubirgð- ir eru geymdar. Ekki er ljóst hversu miklu var stolið, þar sem erfitt er að sjá hvar vantar i allar birgðirnar, en talið er lik- legt að þjófar sem þessir hafi ekki staðið svona að verki fyrir eitthvað smáræði. Þess má geta að stutt er siðan annað þjófabjöllukerfi var gert óvirkt fyrir innbrot, og virðast þvi innbrotsþjófar nota æ þró- aðri aðferðir viðiðju sina. — HORNIÐ FOTSPOR í STEYPUNA Nú er Austurstræti orðin göngugata að erlendri fyrir- mynd og þá væri ráð að taka annað vinsælt erlent fordæmi til eftirbreytni: Láta þrykkja fót- spor kunnra borgara úr Austur- stræti i blauta steypu i gang- stéttum götunnar. Sá maður, sem flestum skóm hefur slitið á þessu frægasta stræti Islands, er án efa Óli blaðasali. Væri þvi rétt að leita fyrst til hans og fá fótsporin hans á gangstéttar- hellu á frægasta horni þeirrar frægu götu — horninu við Reykjavikurapótek, þarsem Óli blaðasali hefur manna lengst staðið og selt borgarbúum nýj- ustu fréttir”. MAD OC SKATTURINN Er nokkuð til i því, aö ameriska timaritið „MAD” ætli að nota skattskrána i Reykjavik óbreytta, sem uppistöðu i næsta hefti? Við hérna á vinnustaðn- um höfumoft hlegið mikið að alls konar grini, sem þetta blað hefur gott auga fyrir. En okkur finnst það of langt gengið, ef það ætlar að gara að gera gys að álagningu opinberra gjalda á tslandi. Það getur vel verið, að hægt sé að benda á ýmislegt spaugilegt i skattskránni, en er það ekki einkamál skattsins og gjaldendanna? Alla vega finnst okkur, að það eigi að vera inn- anlandsmál, þó að það sé mjög likt sumri vitleysunni i „MAD”. HÉR RÍS ALBERT HÆST „Þegar byggingarnefnd Sjálf- stæðisflokksins f jallaöi um hvað standa skyldi á skiltinu, sem sett var upp við nýbyggingu flokksins við Kringlumýrar- braut urðu menn ekki á eitt sátt- ir um textann. Eftir mikil heilabrot varð úr, að á skiltinu skyldi standa Hér byggja Sjálfstæðismenn. Sumir vildu láta standa Hér rls nýtt Sjáifstæðishús. Og ein tillaga kom upp um svohljóðandi texta: Ifér ris Aibcrt hæst. SÍMI HORNSINS ER 8.6666 Miðvikudagur 22. ágúst T973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.