Alþýðublaðið - 22.08.1973, Blaðsíða 4
Viðlagasjóður auglýsir
Umsóknarfrestur um bætur fyrir tjón á
bifreiðum af völdum eldgossins i Vest-
mannaeyjum samkvæmt 39. grein reglu-
gerðar nr. 62 frá 27. marz 1973 rennur út
28. ágúst 1973.
Þeir, sem enn eiga eftir að skila umsókn-
um sinum eru vinsamlega beðnir að gera
það fyrir ofangreindan dag.
Viðlagasjóður.
Auglýsing frá Viðlagasjóði
Tjónaskoðun bifreiða Vestmannaeyinga i
Reykjavik og nágrenni mun ljúka i lok
þessa mánaðar.
Siðustu skoðunardagar eru sem hér segir:
þriðjudaginn 21. ágúst
fimmtudaginn 23. ágúst
mánudaginn 27. ágúst
þriðjudaginn 28. ágúst
fimmtudaginn 30. ágúst.
Bifreiðaskoðunin fer fram i Skeifunni 8
áðurnefnda daga frá 5.30 til 10 siðdegis.
Viðlagasjóður.
Þetta er orðsending til
þín frá Alþýðublaðinu!
Það líður óðum á sumarið og því erum við farnir að
hugsa fyrir blaðburðinum i
vetur. Þeir, sem vilja
starfa við hann eru beðnir
að hafa samband við
útbreiðslustjóra
Alþýðublaðsins.
Sendisveinn óskast
Sendisveinar óskast nú þegar eða fyrsta
september næstkomandi. Upplýsingar á
skrifstofunni, Borgartúni 7. Fyrirspurn-
um ekki svarað i sima.
ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN
RÍKISINS
LYFJAVERZLUN RÍKISINS
Innilegustu þakkir færi ég'öllum þeim er minntust min
með höfðinglegum gjöfum og heillaóskum á áttræðisaf-
mæli minu þann 10. ágúst siðastliðinn.
Guð fylgi ykkur i framtiðinni.
Gunnar ó. Kristófersson
Hrafnistu
MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON,
framkvæmdastjóri:
KAUPSTAÐUR
EÐA
HREPPUR?
SÍÐARI HLUTI
Þessi grein
er tekin úr
nýjasta hefti
Sveitar-
stjórnarmála
Skattgreiðslur hreppa til
sýslusjóða
bvi er ekki að leyna, að skatt-
lagning sýslunefndanna er mik-
ill þyrnir i augum margra
hreppa, bæði að þvi er varðar
sýsluvegasjóðsgjöld og sýslu-
sjóðsgjöld. I þessu sambandi
má vekja athygli á þvi, að
sýslunefndarmenn eru kosnir
beint, einn sýslunefndarmaður i
hverjum hreppi án tillits til
stærðar hreppa. Þannig kjósa
ibúar Selvogshrepps einn sýslu-
nefndarmanna og ibúar Selfoss-
hrepps einn sýslunefndarmann,
þótt ibúar á Selfossi séu nær 100-
sinnum fleiri en i Selvogi.
Mörgum hreppum, sérstak-
lega þéttbýlishreppum, finnst
þeir fái litið til baka af þvi fé,
sem þeir greiða til sýslufélags-
ins. Að visu er þetta mismun-
andi.
(Jtgjöld og framkvæmdir á
vegum sýslunefnda eru mjög
mismunandi og sýslusjóðsgjöld-
in þar af leiðandi.
Samkvæmt hagskýrslum
námu t.d. meðaltalsútgjöld
hreppa árið 1965 vegna sýslu-
sjóðsgjalda 7.7% af heildarút-
gjöldum þeirra og vegna sýslu-
vegasjóðsgjalda 2.2%. útgjöld
þessi voru hins vegar mjög mis-
munandi eftirsýslum eða sýslu-
sjóðsgjald allt frá 0.6% (Gull-
bringusýsla) til 12.3% (Skaga-
fjarðarsýsla). 1 Húnayatnssýslu
voru meðaltalssýslusjóðsgjöld
árið 1965 11.8% af heildarút-
gjöldum hreppanna og i
Árnessýslu 10.3%. Þess ber að
geta, að i þeim sýslufélögum,
þar sem sýslusjóðsgjöldin eru
hæst, eru sameiginlegar fram-
kvæmdir sveitarfélaganna á
vegum sýslufélaganna mjög
miklar, s.s. rekstur skóla, bygg-
ing og rekstur sjúkrahúsa,
safna, elliheimila o.fl., og spar-
ast þvi oft hliðstæð útgjöld á
vegum sveitarfélaganna, sem
ella hefðu þurft að koma til.
Samanburður á útgjöld-
um kaupstaða og hreppa
begar borin eru saman út-
gjöld eða einstakir útgjalda-
flokkar kaupstaða annars vegar
og hreppa hins vegar, virðist
ekki um mikinn mun að ræða, ef
undan eru skilin framlög hreppa
til sýslusjóða sbr. áður sagt.
Skv. hagskýrslum 1965 var
t.d. maðaltalsstjórnunarkostn-
aður kaupstaða og hreppa 7.7%.
Var meðaltalsstjórnunarkostn-
aðurinn hjá hreppunum annars
vegar og kaupstöðunum hins
vegar nokkurn veginn sá sami.
Hins vegar reyndist innbyrðis
um mikinn mun að ræða i þess-
um útgjaldalið. Þannig reyndist
stjórnunarkostnaður hjá kaup-
stöðunum árið 1965 frá
3.8%—10% af heildarútgjöldum
þeirra og i kauptúnahreppunum
frá 3.5%—10%.
Form sveitarfétagsins virðisl
ekki skipta máli i þessu sam-
bandi. Samkvæmt þessu virðisl
mega álykta, að stjórnunar-
kostnaður kaupstaðar þurfi ekki
að vera meiri en hrepps með
sama ibúafjöida.
Hvað snertir aðra útgjalda-
flokka, var um hliðstæð útgjöld
að ræða hjá kauptúnahreppum
annars vegar og kaupstöðum
hins vegar, og væri um mismun
að ræða, var ekki unnt að rekja
hann til forms sveitarfélagsins,
heldur virtust koma þar aðrar
ástæður til.
Hvenær gerist hreppur
kaupstaður?
Engar reglur eða lög eru til
um það, hvenær hreppur gerist
kaupstaður. Það er háð mati og
óskum sveitarstjórna viðkom-
andi hreppa og ákvörðun lög-
gjafans, þar sem kaupstöðum
verður ekki fjölgað, nema með
lögum, skv. ákvæðum sveitar-
stjórnarlaga.
Reynslan sýnir, að i öllum til-'
vikum hafa viðkomandi sveitar-
stjórnir orðið að hafa frum-
kvæðið gagnvart löggjafarvald-
inu, enda virðist það ekki óeðli-
legt.
Þótt ekki séu til almennar
reglur um það, hvenær heppi-
legt þyki, að hreppur öðiist
kauðstaðarréttindi, má þó nefna
nokkuratriði, sem hafa má hlið-
sjón af í þessu sambandi.
t fyrsta lagi má telja,að ein-
ungis þéttbýlishreppar komi til
greina i þessu sambandi. Fólks-
flestu kauptúnin kæmu helzt til
greina, s.s. Garðahreppur með
3363 íbúa, Selfosshreppur með
2484 ibúa og Seitjarnarnes-
hreppur með 2389 ibúa. Næst
fólksflestu kauptúnin eru Njarð-
víkurmeð 1641 ibúa, Grindavik
með 1350 ibúa og Borgarnes
með 1235 ibúa. Þá koma næst i
röðinni sjö kauptún með um eða
yfir 1000 ibúa: Sandgerði
(1084) Ólafsvik (1048), Stykkis-
hólmur (1049), Patreksfjörður
(989), Dalvik (1087), Eskifjörð-
ur (928) og Höfn (1013).
Helztu matsatriðin
Mörg atriöi koma til álita i
sambandi við mat sveitar-
stjórnar (hreppsnefndar) á þvi,
hvort rétt sé, að hún æski þess,
að hreppurinn verði með lögum
gerður að kaupstað.
Meðal þessara atriða má
nefna:
1. ibúafjöldi hreppsins, sbr.
hér að framan.
2. Hvortteija megi, að útgjöid
sveitarfélagsins hækki við
breytinguna.
3. Mat á þvi annars vegar, að
sveitarfélagið fái aukið
sjálfsforræði og hins vegar,
að tengsl þess við nágranna-
sveitarfélög og byggðarlög
rofni við brottför úr sýslufé-
laginu.
4. Hagræði og aukin þjónusta
við fbúa sveitarfélagsins við
stofnun bæjarfógetaembætt-
is, ef sýslumaður hefur
ekki veriö búsettur f sveitar-
félaginu.
Afstaða rikisvaldsins til
fjölguna^ kaupstaða
Nú eru liðin átján ár síðan
hreppur fékk siðast kaupstaðar-
réttindi, það var Kópavogs-
kaupstaður, með lögum nr. 30
frá 11. mai 1955.
Ekki er til þess vitað, að nokk-
urt sveitarfélag hafi siðan form-
lega óskað eftir þvi við stjórn-
völd að fá slik réttindi, fyrr en
hreppsnefnd Dalvikurhrepps
fékk nú nýverið flutt á Alþingi
frumvarp um kaupstaðarrétt-
indi til handa Dalvikurhreppi,
og þvi er ekki vitað, hvernig
rikisvaldið (Alþingi) muni nú
bregðast við ósk eða óskum
hreppa um að öðlast slik rétt-
indi, þvi að frumvarpið um Dal-
víkurhrepp var svo seint fram
borið, að það náði ekki að hljóta
þá meðferð á þinginu, að nokkuð
reyndi á.
Þar eð bæjarfógeti verður að
hafa aðsetur i kaupstað, er ljóst,
að lögfesting kaupstaðarrétt-
inda til handa hreppi hefur i för
með sér útgjaldaaukningu fyrir
rikissjóð, hafi sýslumaður ekki
verið búsettur i viðkomandi
hreppi (kauptúni). Hafi sýslu-
maður hins vegar verið þar bú-
settur, virðist ekki ætti að vera
um útgjaldaaukningu fyrir
rikissjóð að ræða.
Af 13 kauptúnum, sem talin
eru hér að framan, eru 5 aðsetur
sýslumanna.
Af framansögðu er þvi ekki
óeðlilegt aö álykta, að nokkurr-
ar tregðu muni gæta hjá lög-
gjafarvaldinu við að samþykkja
lög um að veita hreppum kaup-
staðarréttindi.
Að lokum má geta þess, að á
siðasta fulltrúaráðsfundi Sam-
bands islenzkra sveitarfélaga
28. marz s.l. var samþykkt til-
laga, framborin af tiu fulltrúa-
ráðsmönnum um, að stjórn
sambandsins vinni að þvi, aö af-
numinn verði úr lögum sá mis-
munur, sem gerður er á sveitar-
félögum.
AUGLÝSINGASÍMI OKKAR ER 8-66-604
a
Miðvikudagur 22. ágúst 1973