Alþýðublaðið - 22.08.1973, Side 5
alþýðu
n RTlITll
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
stjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf.
BRAUTRYÐJENDUR
Alþýðuflokkurinn er flokkur jafnaðarmanna
og jafnaðarmenn hafa hvarvetna verið braut-
ryðjendur i þjóðfélagsumbótum þar sem sótt
hefur verið fram til að auka frelsi, lýðræði og
jafnrétti. Þess vegna hafa þau riki, þar sem
sjónarmið jafnaðarmanna hafa fengið mestan
hljómgrunn, orðið öðrum til fyrirmyndar um
þegnrétt og alla aðbúð borgaranna. Þvi sterk-
ari, sem jafnaðarmannaflokkur hvers lands
hefur orðið, þeim mun skjótar og betur hafa um-
bæturnar komið, en stærð flokkanna er þó langt
i frá að vera einhlýtur mælikvarði um þau mál.
Hugsjónir jafnaðarstefnunnar og hugmyndir
hennar hafa haft mikil áhrif langt út fyrir raðir
þeirra, sem telja sig vera félagsbundna i jafn-
aðarmannaflokki. Þeim hefur verið svo vel tek-
ið af allri alþýðu manna, að þær hafa ekki aðeins
mótað viðhorf jafnaðarmannaflokka ,heldur
einnig annarra stjórnmálaflokka i rikum mæli
og hafa þvi haft miklu meiri áhrif, en flokks-
félagatala jafnaðarmannaflokksins eins getur
sagt til um.
Þannig hefur þvi t.d. verið farið hér á íslandi.
Þar fyrirfinnst enginn stjórnmálaflokkur, sem
ekki hefur — a. m. k. i orði kveðnu — reynt að
tileinka sér mikilsverð atriði jafnaðarstefnunn-
ar. Einmitt þess vegna hefur ísland svo mjög
fylgt i fótspor næstu nágrannaþjóða þar sem
jafnaðarmenn hafa ráðið ferðinni. Þetta er
glöggt merki um, að islenzkur almenningur
hefur talið jafnaðarstefnuna réttasta leiðarljós-
ið. Ella hefðu stjórnmálaflokkar, sem i sinu
innsta eðli eru andvigir jafnaðarstefnunni, ekki
talið það rétt vera — já óhjákvæmilegt — að
þjóðfélagsþróunin á tslandi félli eftir sama far-
vegi og i þeim löndum, þar sem sterkir jafn-
aðarmannaflokkar hafa ráðið ferðinni.
En enda þótt allir islenzku stjórnmálaflokk-
arnir hafi fyrr eða seinna orðið fyrir miklum
áhrifum af hugmyndum og úrræðum jafnaðar-
stefnunnar þá er okkur hollt að minnast þess, að
slikt gerðu þeir ekki fyrr en þeir töldu það óhjá-
kvæmilegt ef þeir vildu fylgi halda. Jafnaðar-
mennirnir hafa ávallt verið boðberar hinna nýju
og réttlátu hugmynda og það var ekki fyrr en
þeir höfðu unnið þeim samúð meginþorra þjóð-
arinnar, sem aðrir andstæðir flokkar töldu óhjá-
kvæmilegt að ganga að einhverju leyti til liðs
við þær. Og það er aðdáunarvert hversu fram-
sýnir þessir boðberar jafnaðarstefnunnar hafa
verið. Þeir hafa verið svo langt á undan sinni
samtið, að það, sem þá d;reymdi um fyrir mörg-
um árum, jafnvel áratugum, eru þýðingar-
mestu viðfangsefni stjórnmálanná i dag.
Skýrt dæmi um þetta er að finna i yfir 20 ára
gömlu stefnuplaggi, sem Alþýðuflokkurinn gaf
út. Þar er þess m.a. krafizt, að alþýðan sæki
fram til aukinna lýðræðisáhrifa á stjórn at-
vinnulifsins á sama hátt og hún hefur sótt fram
til aukinna áhrifa á stjórn rikis og sveitarfélaga.
Þar er sett fram sú krafa, að alþýðunni verði
tryggð aukin áhrif á stjórn þeirra atvinnufyrir-
tækja, sem hún starfar við.
Þarna er sem sagt sett fram krafan um at-
vinnulýðræði, sem nú er i brennipunkti verka-
lýðs- og stjórnmála á Islandi. Þessa kröfu setti
Alþýðuflokkurinn fram fyrir 20 árum. Þanniger
framsýni brautryðjenda jafnaðarstefnunnar —
þeirrar stjórnmálastefnu, sem mestu hefur
áorkað i heiminum til frelsis og framfara.
Jón G. ívarsson, verzlunarmaður
VERKALÝOSSKATTURIHH
Aldrei held ég, að verka-
lýðurinn hafi verið skattpindur
eins og nú i ár, menn hittast ekki
svo að þeir samhryggist ekki hver
öðrum með skattinn. Mörgum
hefur eflaust brugðið að loknu
sumarfrii þegar skattseðilinn lá i
bréfaboxinu. Ég fór vestur og
norður um land i júlimánuði en þá
voru skattseðlarnir að koma til
fólksins.
Margt fólk minntist fyrst frétta
á skattinn og voru margar sögur
um viðbrögð fólks bæði sagðar i
gamni og alvöru. Ein var á þá
leið, að hann Guðmundur gamli á
ísafirði hefði litið á sinn seðil
snemma morguns og las hann
aðeins nokkrar tölur, en þá leið
yfir hann, en þegar hann rankaði
úr rotinu sagðist hann aldrei
kjósa þessa stjórn aftur. Siðan tók
hann fram gleraugun sin og leit
betur á skattseðilinn sinn og nú
vita menn ekki hvort hann sé lifs
eða liðinn en sumir töldu vist, að
hann hefði dáið úr hjartaslagi.
Og þá er það spurningin: af
hverju er láglaunafólkið svona
skattpint? Er þetta ekki stjórn
hinna vinnandi stétta?
Ekki nóg að lagt hefur verið á
gamalmenni heldur er ráðizt á
námsmenn hvar á námsstigi sem
er. Þeir sluppu þó á siðasta ári.
Fólk spyr: hvað ætlast stjórnin
fyrir með allt þetta fé? Greiða
erlendar skuldir?
Og mikið kom nú Vestmanna-
eyja gosið stjórninni i góða þarfir.
Hjálpin til þeirra hlaut að koma
að neðan. Annars staðar frá gat
hjálpin ekki komið til
stjórnarinnar.
Hvers á fólkið svo að gjalda,
sem vinnur við aðal atvinnuveg
þjóðarinnar fiskiðnaðinn? Þetta
fólk, sem lagt hefur nótt við dag
til að bjarga fiskinum.
Jú, það má segja, að öll nætur
og helgidagsvinna hafi verið tekin
af þvi í skatta. Ef það er ekki ein-
mitt þetta fólk, sem ætti að fá
eitthvað fyrir sinn skerf, þá er
það enginn.
Viö verðum að gera okkur grein
fyrir þvi, að það er þetta fólk, sem
fær smánarlaun fyrir 40 stunda
vinnuviku.
Þau laun duga ekki fyrir
brýnustu nauðþurfum.
Nú ættu ráðherrar að athuga
betur hvernig endurskoðunin
hefur tekizt á skattalögunum. I
sannleika er hún til skammar.
Þessi fjölskyldufrádráttur er
fjarstæðukenndur Þessir herrar
hljóta að gera sér grein fyrir þvi.
Vita þeir virkilega ekkert um,
hvað það kostar að lifa i islenzku
þjóðfélagi i dag?
Sennilega ekki.
Að sjálfsögðu ætti fjölskyldu-
frádrátturinn að vera i samræmi
við þá staðreynd.
Stjórnendur landsins verða að
finna aðrar tekjuöflunarleiðir.
Það dugar ekki alltaf að leggja á
miðlungstekjur og lágtekjur. Þvi
ekki að skattleggja heldur eyðslu
fólks-munaðarvarning. Munaðar-
varningur er svo sannarlega vel
til þess fallinn. Undir það mundi
falla utanlandsferðir, bilar, hjól-
hýsi, uppþvottavélar og svo
margt og margt.
I dag er tekjuskatturinn nefni-
lega farinn að virka sem hemill á
framleiðslu i landinu.
Á siðasta Alþýðusambands-
þingi komu fram ýmsar tillögur
og áskoranir, einmitt i sambandi
viö skatta og launamál láglauna-
stéttanna, en það virðist sem
rikisstjórnin hafi ekki fengið þær i
hendur, en ég tel, að hæg hafi
verið heimatökin með Hannibal
og Björn i rikisstjórninni.
Sennilega hefur rikisstjórnin
byggt þetta skattakerfi eingöngu
fyrir eignamenn, skuldakónga og
braskara þar sem þingmenn
stjórnarinnar, eru flestir stór-
eignamenn að tveim undanskild-
um, sem eru þó verkalýðssinnar,
en ráða engu.
Og nú sitja þeir með sárt enni,
sem nennt hafa að vinna fyrir
þjóð sina og þeir, sem gefa rétt
upp til skatts.
Þetta fólk verður að leggja nótt
við dag til að geta lifað og greitt
skatta fyrir auðhringa atvinnu-
vegana. Auðhringarnir sleppa við
að greiða. Það hefur komið fram
nú þegar.
Skattgreiðslukerfi skatta
verður að komast á nú þegar, nú
þýða ekki nein undanbrögð.
Annað er orðið keyri á verka-
lýöinn. Ég held, að það sé kominn
timi til hjá Alþýðubandalagsráð-
herrunum að kynna sér stefnu-
skrá samtakanna betur og lesa
yfir 15 kafla flokkslaga. Þar er
sérstaklega um skattakerfið. Það
er ekki nóg að semja lög, en fara
ekki eftir þeim. Það er ekki nóg
að tala og tala og rita um hug-
sjónir það verður lika að vinna og
framkvæma þær, en þar hafa
forustumennirnir brugðist hrapa-
lega.
Sósialistaflokkurinn, sem einu
sinni var, gerði þó ýmsar til-
raunir til að framkvæma i 5ta
kafla sinna laga og tókst sumt vel
en það voru sannir verkalýðs-
sinnar þar innanum sem komu
sinu fram. En nú er allt farið i
baklás hjá Alþýðubandalags-
klikunni og lausnin verður
ábyggilega sú að búa til eitt nýtt
nafn i viðbót við öll hin
kommúnistanöfnin og það nafn
mundi þá sennilega ná yfir heil-
siðu i Þjóðviljanum.
Þvi ekki vantar mennta-
menninga til að vera i forsvari
fyrir þeirri deild frekar en undan-
farin ár, þegar skift hefur verið
um nafn og númer.
Jón G. tvarsson.
KJÖRDÆMISFUNDIR
ALÞÝÐUFLOKKSINS
SUÐURLAND
laugardaginn 25. ágúst kl. 14,30
Næstkomandi laugardag — þann 25.
ágúst — efnir Kjördæmisráð Alþýðu-
flokksins á Suðurlandi til fundar á Hótel
Selfossi og hefst fundurinn kl. 2.30 e.h.
Fundarefnið verður nánar auglýst sið-
ar.
Gestur fundarins verður formaður Al-
þýðuflokksins, GYLFI Þ. GISLASON, og
mun hann hafa framsögu á fundinum og
svara fyrirspurnum.
Stjórn kjördæmisráðsins.
GEYMSLUHUSNÆDI
Alþýðuflokkurinn óskar eftir að taka á
leigu geymsluhúsnæði — kjallaraherbergi
eða eitthvað þvi um likt — einhvers staðar
i Reykjavik.
Fyrirhugað er að geyma þar ýmis skjöl
og umgangur um húsnæðið verður ekki
mikill.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að
leigja slikt húsnæði, eru vinsamlegast
beðnir að láta skrifstofu Alþýðuflokksins
vita. Simar skrifstofunnar eru 1-50-20 og
1-67-24
Okkur vantar
blaðburðarfólk í Skjólin,
og Lambastaðahverfi,
Seltjarnarnesi
Miðvikudagur 22. ágúst 1973
o