Alþýðublaðið - 22.08.1973, Qupperneq 6
Frumskógagyðjan
Þetta hefur gerzt:
Hin fagra, 17 ára gamla Gloria
og verkfræðingurinn ungi, Hell-
mut Peters komast ein lifs af, er
farþegaflugvél ferst i frum-
skógum Brasiliu. Þau leggja af
stað i 200 kilómetra langa, erf-
iða göngu i gegnum græna vitið
og freista þess að ná til manna-
byggða. Þau nema staðar til að
hvila sig, og Peters vikur frá
stutta stund. A meðan nema
innfæddir striðsmenn af
Ximbu-ættflokki Gloriu á brott.
Þeir eru þess fullvissir, að gyðja
hafi opinberazt þeim. Forspá
hinna framliðnu hefur rætzt:
Sólin mun stiga niður til ykkar
og birtast ykkur f mannsmynd.
Þessi mannvera verður hvit, og
skina mun á hár hennar sem
gull væri. A sömu stund og
Gloria kemur til þorpsins, hefur
Peters leit að ástmey sinni.
Nú skriöu þrir menn út úr
kofum sinum og gengu i
áttina til þeirra eftir
göngubrúnum. Þeir voru
skreyttir fjöðrum, svo að varla
sá i þá. Gloriu rann kalt vatn
milli skinns og hörunds, er hún
sá hálsfestar þeirra, sem náðu
næstum til jarðar. Þær voru
gerðar af höfðum, hnefastórum,
samanskroppnum mannshöfð-
um.
Hermennirnir umhverfis
færðu sig og stækkuðu hringinn.
Trumbuslátturinn drundi enn,
og æsandi hljómfallið varð
hraðara og villtara en áður.
Gloria reis á fætur. Sólin skein
á ljóst, sitt hár hennar, og slikt
var mönnum, sem höfðu aldrei
fyrr séð ljóst hár, hin mesta
furðusýn.
Gloria leit i kringum sig. Bak-
pokarnir lágu niðri á árbakkan-
um. Hún varð róleg, er hún kom
auga á þá. 1 bakpokunum var
sitthvað, sem nota mátti til að
hrifa þessa frumstæðu menn,
eldspýtur, spegill, skæri, kúlu-
penni, ljósmyndavél.
Fjöðrum skreyttir mennirnir
nálguðust virðulega. Fremstur
gekk fjörgamall maður, grind-
horaður og hrukkóttur, og fætur
hans drógust eftir jörðinni. Sá,
sem næstur honum kom, var
ungur og jafn knálegur og
striðsmennirnir, en nokkru
hærri. Hinn þriðji, sem var
maður á bezta aldri, byrjaði allt
i einu að hoppa og gefa frá sér
kynleg kokhljóð. Höfuð hans var
skreytt skartgripum úr beinum
og ljósrauðum fjöðrum.
Keðjur úr saman-
skroppnum
mannshöfðum
Gloria óttaðist ekki lengur.
Þvi lengur sem hún virti þessa
smávöxnu, nöktu, máluðu menn
fyrir sér, þvi minni ógn stóð
henni af þeim.
Þeir ætla ekki að drepa mig,
hugsaði hún. Þeir álita mig yfir-
náttúrulega. Ég verð að sann-
færa þá um, að þær hugmyndir,
sem þeir hafa gert sér um mig,
séu réttar.
Mennirnir þrir i fjaðrahöm-
unum gengu hátiðlega i kring-
um Gloriu og sýndu henni með
augljósu stolti festarnar, sem
gerðar voru úr samanskroppn-
um mannshöfðum.
Svo virtist, sem þeir vildu
færa henni að gjöf þessi sigur-
tákn, þessi höfuð fallinna and-
stæðinga.
Skyndilega flaug Gloriu ráð i
hug. Hún hljóp niður að árbakk-
anum. Hjartað hamaðist i
brjósti hennar, er hún opnaði
aðra töskuna. Hún þreif Pola-
roid-myndavélina upp úr henni,
smeygði ólinni yfir hálsinn og
hljóp til baka.
OLAFUR JOHAHNESSON, LEIDTOGIFLOKKSI
Hér birtist annar hluti af úr-
drætti úr bókinni „Blaða-
mennska fyrir flokkinn” eftir
Einar Björgvin, fyrrum þing-
fréttaritara Timans, en bókin
kemur á markaðinn i haust.
t þessum hluta er sagt frá
sigri Tómasar Karlssonar i
prófkjörsátökunum vorið 1971
og sigurhátið á heimili hans þar
sem menn voru við skál og
fluttu ræður. Siðan vikur sög-
unni að „elliheimilinu við
Austurvöll”.
Þegar prófkjörið fór fram
vann ég niðri á skrifstofunni,
þar sem kjörið fór fram, við að
taka niður. nöfn allra þeirra,
sem karjutil að kjósa, og senda
heim til Tómasar, þar sem
kosningaskrifstofa hans var.
Þar var fyrir bók með nöfnum
allra þeirra, sem heimild höfðu
til að kjósa, þ.e.a.s. voru félagar
i Framsóknarfélagi Reykjavik-
ur, Framsóknarkvennnafélagi
Reykjavikur eða Félagi ungra
framsóknarmanna i Reykjavik.
Þannig var hægt að fylgjast
með þvi hverjir væru búnir að
kjósa og hverjir ekki, og svo var
rekið óspart á eftir siðbúnum
stuðningsmönnum.
Flokksforystan studdi Tómas
og mun talsverð samvinna þvi
hafa verið milli kosningaskrif-
stofu hansog kosningaskrifstofu
eldri manna, þ.e.a.s. Einars Ag-
ústssonar, varaformanns
flokksins, og Þórarins Þórarins-
sonar, enda lögðu lika stuðn-
ingsmenn Tómasar áherzlu á að
hreyfa ekki við þeim félögum i
toppsætunum. Stuðningsmenn
Baldurs voru margir hverjir
kærulausari gagnvart sætum
þessarra manna.
— Mér er skitsama um hverj-
ir aðrir eru á þessum lista, ég
vil bara Baldur i fyrsta sætið,
heyrði ég oft sagt úr röðum
stuðningsmanna hans.
Tómasarmenn og Baldurs-
menn gerðu sér ljóst, að sigur-
likur tvimenninganna voru álik-
ar. Þess vegna var barizt til sið-
ustu stundar — og það var
taugaóstyrkur maður, sem sat
við simann heima hjá sér sið-
ustu klukkutima prófkjörsins og
bölvaði hippanum Baldri ósk-
arssyni.
Að loknu prófkjörinu á sunnu-
dagskvöldi var komið saman á
heimili Tómasar og fylgzt með
talningu atkvæða. Einar Ag-
ústsson skaut Þórarni niður i
annað sæti listans, og margir
sögðu: Greyið Þórarinn. Hann
hlaut annað sætið og Tómas
fékk eitthvað um 20 atkvæðum
meira en Baldur i þriðja sætið.
Kristján Thorlacius féll niður i
fimmta sætið og allir óskuðu
Tómasi til hamingju. Þessu
næst var skálað og i heimsókn
komu stærri menn flokksins,
eins og Einar Agústsson, Þórar-
inn Þórarinsson og Kristján
Benediktsson, framkvæmda-
stjóri Timans og fleiri — og svo
urðu menn meira eða minna
drukknir. Þórarinn var reiður
út i Ólaf Ragnar Grimsson, — og
Kristján Friðriksson, iðnrek-
andi, sem orðið hafði fyrir von-
brigðum að lenda i sjötta sæti
listans, hélt ræðu um sig og is-
lenzku þjóðina. Alfreð Þor-
steinsson, varaborgarfulltrúi,
Elias Jónsson, ég og aðrir
hlýddum á ræðu Kristjáns — og
Alfreð átti svo sannarlega skilið
að fá að slappa af þvi óhætt sé
að fullyrða, að hann hafi verið
manna duglegastur við að skila
„BLAÐAMENNSKA
FYRIR
FLOKKINN”
Einar Björgvin
stuðningsmönnum Tómasar á
kjörstað.
Ég gekk til sængur klukkan
sex um morguninn og i næstu
útgáfu Morgunblaðsins mátti
lesa um það, þegar Tómas barð-
ist gegn þvi, að róttæka plaggið
yrði samþykkt á þingi SUF að
Hallormstað: þegar það var
fellt og hurðaskellir glumdu við.
1 raun kynntist ég fyrst is-
lenzkri stjórnmálabaráttu i
þessu prófkjöri.
Fréttamennska
hafin i þinginu.
Tómas Karlsson hafði mig i
huga sem þingfréttaritara
blaðsins, þegar hann réði mig.
Vildi hann hafa fastan þing-
fréttaritara á blaðinu, en ekki
nýjan hvert ár eins og tiðkazt
hafði tvo vetur áður, enda hafði
slikt fyrirkomulag ekki gefizt
vel. Ég hafði ekki á móti þvi að
taka starfið að mér, þvi að ég
vissi vel, að ég gæti lært ótal-
margt i sliku starfi. Ég held, að
flokksmenn i kringum Timann
hafi ekki margir verið hrifnir i
fyrstu að hafa mig i starfinu og
flokkshöfuðið, ólafur Jóhannes-
son, vildi fá Elias Jónsson i
starfið, en þvi mun Elias hafa
hafnað. Endirinn var sá, að ég
var ráðinn til bráðabirgða sem
þingfréttaritari. Ég var ákveð-
inn að standa mig sæmilega i
starfinu svo ég yrði ráðinn á-
fram yfir veturinn.
Og svo var ég kominn með
penna og blað inn i Alþingi, sem
ég i ræðu uppi i Samvinnuskóla
veturinn áður Hafði kallað elli-
heimilið við Austurvöll og með
réttu. Þarna réð ihaldið rikjum.
Þárna komu saman menn hinna
ýmsu hagsmunahópa landsins,
margir komnir um aldur fram
og þreyttir á margra ára þrasi
um alla skapaða hluti, aðrir
yngri og valdsmannslegir, stað-
ráðnir i að standa sig vel i lifs-
baráttunni og safna miklum
peningum og völdum, nokkrir
með landsföðurlegan svip, enda
virðulegir og valdamiklir menn,
— og enn aðrir hógværir og nið-
urlútir, einhvers konar auka-
hlekkir i flokkssamst'eypunum.
Við þingfréttaritararnir höfð-
um herbergi út af fyrir okkur i
Alþingishúsinu, þar sem hver
hafði sinn bás og hlustunartæki
til að fylgjast með umræðum i
báðum þingdeildunum, efri og
neðri deild. Ennfremur höfðum
við sérstakar stúkur i báðum
deildunum. Höfðum við þvi
nokkuð góða aðstöðu til athafna
þarna i þinginu.
Þingfundir hófust venjulega
klukkan tvö i báðum deildum og
voru fundir yfirleitt fjóra og
fimm daga vikunnar og stóðu
oftast til klukkan fjögur eða
fimm um daginn. Ef mikið ann-
riki var i þinginu stóðu fundir
lengur, jafnvel fram yfir mið-
nætti og þá stundum þingað sex
daga vikunnar. Annrikið var
mest siðustu vikur fyrir þing-
slit, og þegar stórmál voru á
dagskrá þingsins eins og fjár-
lagafrumvarpið og landhelgis-
málið.
Það fylgdi starfi minu að
fylgjast með fundum þingflokks
Framsóknarflokksins, sem
venjulega voru haldnir tvisvar i
viku i herbergi flokksins i þing-
húsinu að loknum fundum i
Or
Miðvikudagur 22. ágúst 1973