Alþýðublaðið - 22.08.1973, Side 7
Hún bar myndavélina upp að
öðru auganu án þess að gefa til
kynna, hvað hún hefði i hyggju,
beindi henni að þremenningun-
um og smellti af.
Það liða þrjátiu sekúndur, þar
til litmyndin er tilbúin, hugsaði
Gloria. Hún togaði i myndar-
lampann og byrjaði að telja.
Trumbuslátturinn yfirgnæfði
lágan smellinn.
Striðsmennirnir horfðu tor-
tryggnir á hana. Þremenning-
arnir lögðu höfuðfestarnar á
jörðina fyrir framan Gloriu, og
maðurinn með beinaskrautið á
höfðinu tók eins konar hringlu,
harðþurrkaðan ávöxt með
steinvölum, innan úr fjaðraham
sinum, og hristi.
Tuttugu og átta.... tuttugu og
niu... þrjátiu.
Gloria dró filmuna út og dró
hlifðarpappirinn varlega ofan af
henni. Myndin var velheppnuð:
Þrir menn i skrautlegum
fjaðrabúningum.
Gloria sagði ekki orð, en sýndi
mönnunum myndina. Gamli
maðurinn horfði á hana, þekkti
sjálfan sig, en hann var orðinn
miklu, miklu minni en saman-
skroppið höfuð. Nú sá hann
sjálfan sig skyndilega utan lik-
ama sins. Þvi hlaut hann að
vera dauður, en hann lifði samt.
Hann var svo forviða, að hann
fórnaði höndum til himins, rak
upp hvellt vein og féll til jarðar.
„Taktu hjarta
mitt, gyðja”
Hinir mennirnir tveir báru
einnig kennsl á sjálfa sig.
Maðurinn með beinaskrautið
henti frá sér hringlunni og flúði
upp í þorpið.
Ungi maðurinn starði á Gloriu
stórum, glampandi augum, reif
fjaðrahaminn af líkama sinum,
kraup nakinn fyrir framan hana
og benti á brjóst sér.
„Taktu hjarta mitt, gyðja ',
táknaði þetta. ,,Þú átt það".
Gloria hristi höfuðið. ,,Ég vil
ekkert illt gera ykkur", sagði
hún sefandi röddu. ,,Bg vil að-
eins sýna ykkur, að ég kann
meira fyrir mér en þið og er auk
þess sterkari. Þið verðið að
veita mér éina bón. Ég ætla að
reyna að gera ykkur ljóst, hvers
ég vænti. Littu á þetta, ungi
höfðingi: Þetta ert þú. Þekkir
þú sjálfan þig?”
Hún beygði sig niður og sýndi
honum myndina.
Gamli höfðinginn lá hreyfing-
arlaus við hlið hans. Vonandi er
hann ekki dauður, hugsaði
Gloria skefld. Það er ekki góðs
viti að byrja á þvi að drepa
höfðingja.
Ungi maðurinn leit enn einu
sinni á myndina, en hrifsaði
hana siðan úr hendi Gloriu og
vöðlaði henni saman. Síðan stóð
hann upp, móður og másandi,
og beið.
Hann hafði eyðilagt imynd
sina. Hvað gerðist næst? Myndi
likami hans verða að dufti?
Ilann gaut hornauga til töfra-
læknisins, sem stóð uppi á
göngubrúnni og beið þess, að
slokknaði á sólinni.
En ekkert gerðist.
Þá kastaði ungi hermaður-
inn samanvöðlaðri ljósmynd-
inni að fótum Gloriu.
Ég ef beðið ósigur, hugsaði
Gloria. Og henni var ljóst, að frá
þessari stundu var þessi smá-
vaxni, hugrakki maður helzti ó-
vinur hennar.
t hans augum var hún ekki
gyðja. - Hún gat ekki hegnt
honum, og þvi var hún magn-
laus.
Peters í lífsháska
Krókódiilinn kom á miklum
hraða. Er hann var rétt kominn
að Peters, opnaði hann ginið, og
sólin glampaði á hvössum tönn-
unum.
Nú var orðið of seint að bjarga
sér á flótta. Varla myndu liða
nema nokkrar sekúndur, unz
hann biði bana á hinn hroðaleg-
asta hátt.
En þá fékk hann brjálæðis-
lega hugmynd. Hann þreif ofan
blikkfötuna, sem hann hafði á
höfði sér, rétti hana i áttina til
krókódilsins og sló á botn henn-
ar með lófanum. Dýrinu varð
við, eins og það hefði fengið
bylmingshögg á kjaftinn, þegar
það heyrði hvellan hljóminn.
Það lagði snarlega á flótta.
Peters var allan daginn á ferð
niður með ánni. Hann klöngrað-
ist yfir dauða, rotnandi trjáboli
og brauzt i gegnum vafningsvið-
arflækjur, og stundum óð hann
vatnið i hné.
Og hann fjarlægðist Gloriu æ
nieir, enda þótt hann héldi, að
saman drægi með þeim.
Það var komið að kvöldi, er
hann kom að háum fossi. í
fjarska steig mjó reykjarsúla til
lofts.
Viðskipti í
frumskóginum
„Hve mikils
virði er yður
líf Gloriu?”
Gloría er á ferðalagi
með flugvél, sem
hrapar í frumskóginn
Hausaveiðarar
telja hana
hvíta gyðju
UTILL PERSÓNULEIKI
NS, FANNST MÉR
þingdeildunum. Þessir fundir
voru yfirleitt haldnir á mánu-
dögum og miðvikudögum. Á
þessum fundum var rædd af-
staða flokksins til ýmissa mála
er til meðferðar voru i þinginu
og þingmennirnir skiptust á
skoðunum um þau. Þá greindu
þingmennirnir frá ýmsum mál-
um, sem þeir vildu beita sér fyr-
ir i þinginu, skýrðu frá störfum
þingnefnda er þeir áttu sæti i
og þar fram eftir götunum,
Þingfréttaritarastarfið var i-
kaflega annasamt, en ég hafði
gaman af þvi fyrri veturinn sem
ég var i þvi starfi. Ef vel átti að
vera þurfti ég að fylgjast sam-
timis með þvi, sem fram fór i
báðum þingdeildunum, en var
auðvitað of mikið fyrir einn
mann. Gekk mér þó stóráfalla-
laust að koma þvi i blaðið, sem
þurfti til að hafa flesta þing-
menn flokksins sæmilega á-
nægða. Auðvitað fékk ég oft orð
i eyra frá hinum og þessum
þingmanni flokksins, fyrir að
hafa ekki skýrt nægjanlega frá
þvi, sem hann hafði sagt á þess-
um og hinum þingfundinum, eða
hreinlega gengið framhjá máli
hans. Reyndi ég auðvitað að
finna sem skynsamlegasta
lausn á málinu, og finndist mér
þingmaður ekki skilja nægjan-
lega vel, að takmörk voru fyrir
þvi, hversu miklu af frásögnum
af störfum þeirra i þinginu var
hægt að koma fyrir i blaðinu dag
hvern, auk þess að vinnutimi
þingfréttaritara er takmarkað-
ur eins og annarra starfs-
manna, lét ég orð hans sem vind
um eyru þjóta.
Þingmenn Framsóknar-
flokksins voru 18 að tölu fyrri
veturinn, sem ég stundaði
blaðamennsku fyrir flokkinn.
Siðari veturinn voru þeir 17 að
tölu, enda höfðu þingkosningar
farið fram um sumarið.
ólafur Jóhannesson.
Þótt ólafur Jóhannesson væri
leiðtogi flokksins og formaður
blaðstjórnar Timans og siðar
forsætisráðherra, bar ég aldrei.
virðingu fyrir honum. Mér
fannst maðurinn ákaflega litill
persónuleiki. Stjórnmálaleið-
togar á tslandi hin siðustu ár,
hafa ekki verið upp á marga
fiskana. Þá skortir kraft mikil-
mennisins, — þann kraft, sem
manni er sagt, að stjórnmála-
leiðtogar landsins á fyrri árum
hafi haft. Ekki si.zt skorti ólaf
Jóhannesson þennan kraft.
Þótt Ólafur Jóhannesson virð-
ist, öðrum framsóknarmönnum
fremur hafa fengið jájáneinei-
stimpilinn á sig, hef ég sterkan
grun um, að undir niðri hafi
hann ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum. En hann
virðist hræddur við að láta þess-
ar skoðanir sinar uppi við hvern
sem er. Maðurinn virðist þvi
helzt dunda við skoðanaskipti i
skúmaskotum, þar sem hann er
nokkurn veginn óhultur fyrir al-
menningi, og framkvæma
marga hluti þar. Þetta mun þvi
hafa valdið nokkurri óvissu hjá
hinum almenna flokksmanni
um, að hverju flokkur hans
raunverulega stefni.
Ég hafði litil kynni af þessum
flokks- og þjóðarleiðtoga þau
tvö ár, sem ég vann fyrir mál-
gagn hans. Persónulega hafði
hann litil afskipti af störfum
minum og minnti mig afar
sjaldan á, að hann hefði tekið til
máls á þingfundi. En þar sem
maðurinn var höfuð flokksins
gerði ég yfirleitt grein fyrir um-
svifum hans i þinginu, sem
fengu góðan uppslátt i blaðinu.
Þá þingflokksfundi Fram-
sóknarflokksins, sem ég sat vet-
urna tvo gustaði ekki mikið af
Ólafi. Þar fannst mér hann ó-
ráðin gáta, eins og fyrri daginn.
Hann var hæglágur og ihugull,
Tómas Karlsson
... og það var tauga-
óstyrkur maðun sem sat
við símann heima hjá sér
síðustu klukkustundir
prófkjörsins og bölvaði
hippanum Baldri óskars-
syni.
en ef hann átti til að byrsta sig
virkaði það eins og látbragðs-
leikur, enda brosti maður þá
oftast.
En þegar á öllur er botninn
hvolft, er Ólafur Jóhannesson
liklega ágætur fulltrúi þess
flokks, sem hann er fyrir: Skip-
stjóri á gamalli skútu meö rifn-
um seglum sem stefnir ekki
lengur að ákveðnu marki og þvi
liklegt, að endalok hennar verði
þau, aðhún liðist i sundur i öldu-
Alþingishúsið.
Og svo var ég kominn
með penna og blað inn í
Alþingi, sem ég i ræðu i
Samvinnuskólanum i Bif-
röst veturinn áður hafði
kallað elliheimilið við
Austurvöll — og það með
réttu.
róti milli skerja.
An efa er heilabú þessa
manns ágætlega gert af Guðs
hendi, þótt honum farnist skip-
stjórnin ekki vel, og hef ég svo
ekki meira um Ólaf að segja i
sérstökum kafla.
Á morgun segir Einar Björg-
vin svo frá þingflokksfundum
Framsóknarflokksins og lýsir
skipstjóranum á skútunni....
,,bar ég aldrei virðingu fyrir
honum”.
Einar Ágústsson.
Þessu næst var skálað
og i heimsókn komu hinir
stærri menn flokksins.
Miðvikudagur 22. ágúst 1973