Alþýðublaðið - 09.09.1973, Page 2
Umferðaslys geta
valdið sálranum
truflunum í börnum
Um þaö bil 1500 böm farast
árlega i umferöarslysum i Vest-
ur-þýska sambandslýöveldinu
og rúmlega 50 þúsund börn slas-
ast þarárlega i bilslysum. Hag-
skýrslur um umferðarslys
greina frá fjölda látinna og slas-
aðra, en enginn getur talið
fjölda þeirra, sem viröast
sleppa frá slysunum án þess að
fá skrámu og eiga þó viö sál-
ræna þjáningu að búa. Aðeins
örfáir þessa hóps fá meöferð
lækna eða sálfræðinga. Oft er
litið á óeðlilega og óheppilega
hegðun þessara barna sem
óþekkt, og léleg frammistaða i
skólum er talin afleiðing leti eða
hæfileikaskorts. Tengslum
þessa við umferðarslysið, sem
að baki er, er ekki veitt athygli.
Hvort sem börnin slasast eða
ekki, og hvort sem þau hafa lent
I slysi eða aðeins verið áhorf-
endur að þvi, hafa umferðarslys
allt önnur áhrif á börn en full-
orðið fólk. Og þau verða fyrir
enn frekari þjáningum ef þau
eru tekin til meöferðar á sjúkra-
húsum. Þegar þau hafa slasast
alvarlega fá þau aftur meðvit-
und I umhverfi og við aðstæður,
sem valda þeim ótta og eru
þeim óskiljanlegar. Simio Tod-
orow við Taugalækningasjúkra-
húsiö I Tubingen lýsir i nýlegra
grein hugsunum barns, er fær
aftur meðvitund á Gjörgæslu-
deild sjúkrahúss:
„Slysið slitur barnið með
skyndilegumog ofsalegum hætti
úr tengslurn við hið eðlilega lif
þess og fólkið, sem þaö þekkir.
En þvi er komið fyrir I gjörsam-
lega frábrugðnum heimi án
nokkurs aðiögunartima eða
beinna tengsla þar I milli.
Slanga er rekin niöur I vélinda
þess og hendur og fætur eru
bundnar i rúmið. Nokkrar
slöngur liggja frá likamanum
að verkfæraskáp, þar sem ým-
iss konar vökvar eru fyrir hendi
á flöskum sem þar standa. Við
þetta bætast þræðir, sem koma
úr rafmagnstækjum þeim, er
safna upplýsingum um liöan
barnsins. Þeir eru festir við lik-
ama þess, rauð ljós blikka og
þunnir grænir „ormar” hlykkj-
ast á skermum athugunartækj-
anna. Hvit- og bláklæddar verur
hreyfast um sjónarsvið barns-
ins. Þær virðast vera mannleg-
ar og tala mál likt og menn
gera. En engin þeirra virðist
hafa neinn áhuga fyrir barninu.
Þá sjaldan, að einhver þessara
vera kemur til barnsins gerir
hún eitt og annað, sem þvi finnst
einkennilegt, oft óþægilegt og
stundum sárt, t.d. með þvi aö
setja slöngu inn I munninn eða
brjóstið, sem veldur þvi að
barnið hóstar, eða hún setur
gulleitan þykkan vökva inn I llk-
amann gegnum slöngu, sem
liggur inn I nefið”.
Hvernig á nú barnið að túlka
það, sem það stendur frammi
fyrir og fær aö reyna i þessu
herbergi skelfingarinnar? Hvað
á það að halda? „Ef barn reynir
að lyfta hönd sinni i varnarskyni
— eins og börn gera — veröur
þvi ljóst, að þaö getur ekki
hreyft einn vöðva”, skrifar
Todorow i grein sinni. „Ef barn
hrópar i örvæntingu á móöur
sina — eins og börn gera —
veröur þvi ljóst, að þaö getur
ekki komið upp einu orði. Ef
barnið vissi hvað dauðinn væri
myndi þaö halda, að það væri
látið og það væri komið á verri
staðinn”, skrifar hann.
Auðvitað liður fullorönu fólki
ekki alltof vel viö svipaðar að-
stæður, en það er þó að minnsta
kosti fært um að gefa sjálfu sér
skynsamlega skýringu á um-
hverfinu. Það lætur sér ekki
detta I hug,'að það sé fórnardýr
I skelfingar-kvikmynd, stjórnað
af Alfred Hitchcock.
Nú er ekki svo að skilja, aö
það þurfi heila Gjörgæsludeild
til að barni finnist sem það sé
komið I annan heim. Reinhardt
Lempp, sálfræðingur við
Taugasjúkrahúsið I Tubingen,
segir frá telpu, sem 8 ára gömul
varð fyrir alvarlegu höfuðslysi i
bilárekstri. Vikum saman var
hún meðvitundarlaus á tauga-
sjúkrahúsinu, sem var i óra
fjarlægð frá heimili hennar. Var
foreldrum hennar bannað að
heimsækja hana, eins og svo oft
gerist. Þegar loks stúlkan kom
aftur til sjálfrar sin var hún i al-
gjör.lega ókunnum heimi, þar
sem fólkið talaði með öðrum
áherslum en hún hafði vanist og
þessu kom hún ekki heim og
saman við fyrri reynslu sina.
Mörgum vikum síðar var hún
útskrifuð af spitalanum. Ein
fyrsta spurningin, sem hún
lagði fyrir móður sina, var: A
þetta skritna lif að halda áfram
eða verður nú allt gott aftur?”
Barnið gat sýnilega ekki með
nokkru móti fært eða komiö
saman hinum aðskildu heimum
sjúkrahússins og heimilis fjöl-
skyldunnar. Og eftir að það
hafði einu sinni orðið svo óvænt
fyrir þvi, aö vakna i hinum
heiminum getur það aldrei ver-
ið öruggt um, að þessi ofsa-
fengna sviðsbreyting muni ekki
gerast aftur. Það er barninu af-
ar árlðandi að sjá fólkið, sem
það þekkir, meðan það dvelur á
sjúkrahúsinu. „Það er enginn
vafi á þvi, að það hefur verulega
þýðingu fyrir sálarheill barns-
ins er þaö kemur aftur til sjálfs
sin i ókunnugu umhverfi og
timabilið þar á eftir. Hiö sama
gildir um hæfni þess til að túlka
ástandið og siðar meir tengsli
þess við umhverfið”, segir
Lempp I grein sinni. Þvi er
nauösynlegt að hjálpa börnum
til þess að ná tengslum viö fyrri
reynslu sina og minni, svo að
þau nái tökum á hinum nýju
tengslum sinum við umhverfið,
sem oft er brotin og brömluð. Er
þetta sannast sagna mikilvæg
ástæða fyrir þvi, aö foreldrum
eða ættingjum ætti' að leyfa
heimsóknir til barna á sjúkra-
húsum, meira aö segja meðan
barnið virðist vera eða er i raun
meðvitundarlaust. Meira að
segja leikfangabangsinn getur
haft vissu hlutverki að gegna i
sliku tilfelli.
Ógerlegt er að greina milli
þeirrar sálrænu og likamlegu
þjáningar, er barnið liöur. Anna
Freud benti á, að þjáningarnar
væru ekki i réttu hlutfalli við
veikindin, heldur færu fyrst og
fremst eftir sálarástandi barns-
ins. Biermann prófessor i Sál-
sýkissjúkrahúsinu i Köln heldur
þvi einnig fram, að andlegar
þjáningar og sálrænar truflanir,
er fylgja i kjölfar slyss, séu eng-
an veginn I réttu hlutfalli við
það eða umfang þess. Biermann
prófessor segir, að þrir þættir
hafa mikla þýðingu þegar barn
verður fyrir slysi: Asigkomulag
barnsins áður en slysið varð, sá
missir ástúöar, er fylgir i kjöl-
far slyssins og sú mikla þrúg-
andi áreynsla, er fylgir slysinu
sjálfu. Byggir Biermenn þessa
niðurstöðu sina á ransóknum, er
hann gerði á hópi þriggja barna,
sem hann fékk til athugunar i
þessu skyni. Foreldrar tólf
barnanna lýstu hegðun þeirra
sem algjörlega eðlilegri — ó-
sætti bræðra og systra i helm-
ingi tilfella (15) er talin vera
eðlileg. 1 fimm barnanna hefðu
orðið breytingar á persónuleika
erkomu fram sem aukinn kviði,
erfiðleikar i stofnun kynna við
önnur börn eða verulegar hindr-
anir i þvi efni, jafnvel áður en
þau urðu fyrir slysum. 11 mæðr-
anna var lýst sem taugaveikluð-
um, óttaslegnum eða óstöðug-
um i skapgerð, tvær voru sagð-
ar þunglyndar. Sjö mæðranna
höfðu þróað I sálum sinum sam-
lifs-tengsl með barni sinu. Þær
voru aðallega mæður einka-
barna, síðustu barna i röð eða
ynsta barnsins I fjölskyldunni.
Fjögur barnanna höfðu áður
orðið fyrir slysum ýmist á
heimilum, á leikvöllum eða á
götunum. 1 þrem fjölskyldn-
anna voru hjúskaparerfiðleikar
og þar var einnig um sambúðar-
vandamál að ræða vegna
drykkjuskapar heimilisföður-
ins. Eitt barnið kom frá upp-
leystu heimili. Sálrænn þrýst-
ingur af þessu tagi virðist ryðja
umferðarslysum braut að börn-
unum.
Missir ástúöar i kjölfar slyss
er mikilvægur þáttur, þegar
manneskja, sem barnið ann,
ferst i slysinu. Biermann
prófessor segir frá dæmi þessa.
Er þar um að ræða 5 ára gamla
telpu, er missti ömmu sina I bil-
slysi. Barnið meiddist ekkert i
slysinu, en hegöan þess breytt-
ist mjög verulega, hún varð
mjög hljóölát og einangraði sig
með öllu frá umhverfi sinu.
Þegar hún hóf skólanám ári sið-
ar dreymdi hana dagdrauma og
námið var með öllu misheppn-
að. Leitaö var til sálfræðings og
á meðan á rannsókn hans stóð
teiknaði telpan hvað eftir annað
mynd af hinni látnu ömmu
sinni. Umhverfis hana stóð fólk,
dýr og tré, en krókódill með
gapandi gin gætti hennar að
framanveröu. Þegar læknirinn
talaði við foreldra telpunnar
komsthann að þvi, að þau höfðu
haldiö öllu óbreyttu i herbergi
ömmunnar frá þvi að hún lést,
sem tákn fyrir minningu henn-
ar. ’Telpunni hafði aöeins einu
sinni verið leyft að leika sér þar
inni, en slðan ekki meir. Nú var
foreldrunum ráðlagt að leyfa
telpunni að leika sér þar aftur.
Skömmu siðar tókst barninu að
komast yfir sorg sina og eftir
það varö gatan greiðari i skól-
anum.
Þegar barni tekst ekki að ná
fullum tökum á þeirri reynslu,
sem það verður fyrir i umferð-
arslysi, getur það leitt til árás-
arhneigðar af hálfu þess, auk-
innar óttahneigðar, svefnleysis
og þess, að barnið væti rúm sitt i
tima og ótima. í öðrum börnum
koma fram andlitskækir eða
þau verða ófáanleg til þess að
G
Sunnudagur 9. september 1973