Alþýðublaðið - 09.09.1973, Blaðsíða 8
, Ýmsir telja, að með ráöherra-
skiptunum i sumar, þegar Björn
Jónsson tók við af Hannibal,
hafi rikisstjórninni verið
tryggður sá vinnufriður sem
endist kjörtimabilið út. Slikt er
þó óráð að álykta að svo komnu
máli, enda þótt margt bendi til
að Björn hafi ný fyllst nýrri
vinnugleði á hinum háa stóli.
Fram undan eru ýmsar þær
aðgerðir, sem gætu reynst rfkis-
stjórninni þungar i vöfum. Auk
venjulegra skylduverka við
efnahagsmál er þar að geta
almennra kjarasamninga sem
brátt fara i hönd, en vitað er að
ýmsir verkalýðsforingjar vilja
gjarna koma höggi á þá stjórn-
málamenn sem hlutuðust til
um siðustu samninga sem
kunnugt er. A komanda vetri
verða varnarmálin einnig mjög
til umræðu, og er alveg óvist
hvernig til tekst um þau, eða
hvort Alþýðubandalagið hefur
áhuga á að komast að sam-
lagi við aðra um þau mál.
Ráðherraskiptin marka jafn-
framt timamót i sögu Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna.
Leiðtoginn Hannibal Valdi-
kom strax til sundurþykkis og
gremju. Þeim samtökum, sem
settu sér sameiningu að höfuð-
markmiði var frá upphafi
mörkuð úlfuð og hlutu aö stefna
að upplausn.
Misheppnaðar
sjónhverfingar
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna settu sér það að
markmiði að fella „Viðreisnar-
stjórnina” og það tókst. Þau
settu sér það takmark að vinna
að myndun nýrrar vinstri
stjórnar og það tókst einnig.
Bjarni Guðnason hefur oftar en
einu sinni látið i það skina, að
honum beri að þakka það öðrum
fremur, að núverandi rikis-
stjórn varð til. Hann á hins
vegar alveg eftir að gera grein
fyrir þvi með hverjum til-
drögum það varð eða við hverja
var að etja. En Samtökin settu
sér það sem höfuðmarkmið að
gera sameiningu islenskra
vinstri manna, jafnaðar- og
samvinnumanna, að veruleika.
þessu takmarki hefur hins
vegar ekki verið náð og raunar
iitlar likur á að það takist,
tök frjálslyndra og vinstri
manna eru þegar svo gersam-
lega i molum sem frekast getur
orðið Bjarni Guðnason hefur
um sig fámenna hjörð áhuga-
manna, og Hannibalistar i
höfuðborginni eiga félagsskap
sinn raunverulga undir fógeta-
úrskurði, en munu þó hafa
hrokkið frá þvi að sækja mál sin
þar. Fylgismenn Björns Jóns-
sonar fyrir norðan eru i mesta
lagi að byrja að átta sig á
sveiflum foringjans undanfarið
ár, og munu fylkingar nyrðra
mjög hafa riðlast. Fylgið á
Vestfjörðum er algerlega
óskrifað blað ef höfuðkappinn
Hannibal er ekki i framboði. t
Alþýðuflokknum fyllast menn
hreinlega skelfingu þegar þeim
verður hugsað til þess hvern
drösul sameining gæti dregið
yfir eininguna innan flokksins,
enda er þessi flokkslega eining
það eina tromp sem kratar hafa
á höndinni nú á dögum. Það er
auðvitað út i hött að láta sér
detta i hug að Framsóknarmenn
taki þátt I þeirri sameiningu
sem nú gætu orðið horfur á, en
samt sem áður hefur sam-
Konsertinn sem fór út um
marsson tekur nú að drag'a sig i
hlé og eftirlætur öðrum að
annast þungann af þeirri
upplausn sem þegar er hafin I
flokknum. Vafalaust á eftir að
slá hressilega I brýnu á Alþingi I
vetur, þar sem nú hefur Hanni-
bal frjálsar hendur sem þing-
maður til að kljást við Bjarna
Guðnason, en Björn Jónsson
getur sem ráðherra tekið til
máls i báðum þingdeildum og
fær þvi langþráð tækifæri til að
senda Bjarna tóninn. Ekki er að
efa á hinn bóginn að Bjarni mun
telja sér skylt að sækja harðlega
aö fyrri flokksfélögum sinum.
Allt um það á saga Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna
eftir að verða mönnum ráðgáta,
og það þótt ekki fari eins mikið
fyrir þeim framvegis og verið
hefur um hrið.
úlfúð frá upphafi
Það fer ekkert á milli mála að
þeir sem stofnuðu til Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna
voru óánægðir með starfandi
stjórnmálaflokka i landinu, og
þeir vildu breyta til. En ekki
höfðu þessir menn lengi starfað
saman, er i ljós kom, þrátt fyrir
allar yfirlýsingar, að þeir áttu
ekkert sameiginlegt nema
óánægjuna. Klofningur Samtak-
anna og upplausn þeirra, sem
nú er á allra vitorði, er siður en
svo skyndilegur eða óvæntur at-
buröur. Sannleikurinn er sá að
Samtökin voru klofin þegar
fyrir siðustu Alþingiskosningar
og gengu klögumálin á vixl
þegar i kosningabaráttunni.
Siðan þá hitnaði æ meir i
kolunum uns upp úr sauð endan-
lega haustið 1972.
Astæöa klofningsins er ekki
gerræöi þeirra Björns og Hanni
bals, og ekki heldur vanvita-
skapur úr Bjarna Guðnasyni.
Samtökin voru i upphafi
mynduð af svo sundurleitum og
ólikum öflum að um samstöðu
til langframa gat aldrei orðið að
ræða. Til Samtakanna var
stofnaö af reyndum stjórnmála-
mönnum sem tóku hlutverk sitt
alvarlega en höfðu orðið við-
skila við fyrri samferðamenn og
hugðust launa þeim lambið
gráa. Að þessum hópi safnaðist
siðan hópur alls kyns óánægju-
afla, hugsjónarikra mennta-
manna og annarra sem aldrei
höfðu komist i kast við raun-
veruleik islenskra stjórnmála,
vissu ekki hver hann var og er
og vildu i rauninni ekkert um
hann vita. Milli þessara aðila
a.m.k. ef sameining er skilin
þeim viða skilningi sem upphaf-
lega var til ætlast. Það grát-
broslega er að skipan núverandi
stjórnar hlaut að vera tilræði
við sameiningarhugmyndina,
þar sem Aiþýðuflokkurinn
stendur utan rikisstjórnar sem
Framsóknarflokkurinn og
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna eiga hlut að. Þessar
aðstæður hafa og löngum orðið
forystumönnum stjórnarinnar
andvökuefni þvi að bæði var að
kratar toguðu i Hannibalista út
úr stjórninni en Hannibalist-
arnir reyndu að fá kratana inn i
hana.
Það væri ekkert annað en
pólitiskt grin ef þakka ætti
Bjarna Guðnasyni myndun
vinstri stjórnarinnar — sem út
af fyrir sig er ósönnuð fullyrðing
hans— , þvi að þá er honum
einnig um að kenna að sam-
einingarmálið er komið i þá
flækju sem raun ber vitni. Þeir
aðilar sem saman áttu að ganga
i eina pólitiska sæng hafa orðið
aö eigast við sem andstæðingar
allan þann tima sem sam-
einingarviðræðum hefur verið
haldið uppi. Jafnframt hefur
þetta valdið þvi æ ofan i æ að
innan Samtakanna hefur hver
höndin verið uppi á móti
annarri, Björn beitt sér fyrir
sameiningu en ráðherrarnir
borið hag stjórnarinnar fyrir
brjósti. Það er og mála sannast
aö sameiningar talið er farið að
hljóma i eyrum almennings eins
og hlægilegur farsi og tilburðir
leikenda á að sjá misheppnaðar
sjónhverfingar. Og ekki verður
sýningin burðugri fyrir það að
ungir framagjarnir Fram-
sóknarmenn hafa tekið að sér
undirleikinn. Ahorfendurnir
veltast um af hlátri i stað þess
aö stara dáleiddum augum á
töframennina.
Sameingarhorfur og
vaxandi sundrung
Sameining islenskra vinstri
manna hefur áður verið dægur-
mál og baráttuefni i islenskum
stjórnmálum, en allar fyrri til-
raunir hafa einungis leitt af sér
aukna sundrung og úlfúð.
Margir töldu að nú væri loks
tækifæri til að höggva á hnútinn,
og væri sjálfsagt betur að satt
væri. Þvi er þó ekki að leyna að
ekki er annað að sjá en að nú
fari sem fyrr og niðurstaðan
verði óbreytt flokkakerfi að
mestu en vaxandi tortryggni og
illindi á vinstra kantinum. Sam-
einingarhjalið valdið hreinum
skæruhernaði innan flokksins.
Nú er sameining vinstri
manna fögur hugsjón og fjöl-
margir hafa orðið fyrir sárum
vonbrigðum með þá stefnu er
málin hafa tekið. Vitað er að"
allmargir félagar í Sam-
tökunum hafa dregið sig i hlé og
vilja hvergi koma nærri eins og
nú standa sakir. Það er jafnvel
vitað að nokkrir þeirra sem
virkan þátt tóku i sameiningar-
viðræðunum á siðasta vetri hafa
horfið-frá og kvittað fyrir aðild
sina. Það má nærri geta hvernig
farið hefur um kjósendur sem
álengdar standa fyrst svo er um
þá sem nær hafa komið.
Misheppnaður konsert
Nú er ár liðið siðan Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
áttu þess siðast kost að þykjast
samstæður flokkur fyrir augum
almennings. Það var á lands-
fundi Samtakanna haustið 1972
sem upp úr sauð. Og tilefni
klofningsins var einmitt ágrein-
ingur um sameiningarmálið.
Það var lika afstaðan til þess
sem olli þvi að Bjarni Guðnason
hljóp til og sagði sig úr þing-
flokknum i desember siðastliðn-
um. Eftir þvi sem fram hefur
komið hafði hann engan áhuga á
efnahagsvanda þeim sem við
blasti og hafði ekki lagt fram
neinar tillögur og raunar huns-
að þingflokksfundi. En hann
mun hafa talið að tillögur
Hannibalista um gengisfellingu
værú til þess ætlaðar að kljúfa
stjórnina og mynda nýja stjórn
með Alþýðuflokknum upp á
Ihaldsnáð. Hvað hann kann að
hafa haft fyrir sér um þetta eða
hver innblés honum þessum
anda i brjóst er óljóst enda hef-
ur hann ekki haft það við að
skýra frá þvi, en svo mikið er
vist að atvikin sýndu að hér var
um misskilning að ræða.
Sá pólitiski konsert sem for-
ystumenn Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna hafa leikið
fyrir eyrum þjóðarinnar hefur
einkennst af þvi hve illa hljóm-
sveitin var æfð, hljóðfæri illa
stillt og almenn óánægja með
prógrammið og hljómsveitar-
stjorann. Strax að loknum for-
leik fóru spilararnir að leika
þau lög sem hver og einn kunni
og hver i sinu horni. Sýningin
hefur verið leyst upp og á pallin-
um er alger óreiða. Tónlistin er
orðin að hávaða og áheyrendur
þyrpast út.
Bjarni Guðnason ætlaði að
ganga til leiks i Islenzkum
stjórnmálum sem draumaprins,
heilagur Georg sem ræður nið-
urlögum drekans. Þessi fyrir-
ætlun hljómar nú sem hvert
annað mismæli sem Bjarna hef-
ur orðið á munni. Gr stórkost-
legum ráðagerðum hans um
endurfæðingu þjóðmála hefur
orðið frumvarp um fóstureyð-
ingar. Hann hugðist slá sig til
riddara i augum alþjóðar, en út-
koman varð tillaga um að.
leggja riddarakrossinn niður.
Bjarni Guðnason hefur haldið
góðu og nánu sambandi við
stuðningsmenn sina og honum
er annt um að koma heiðarlega
fram við þá, en að öðru leyti
verður um hann sagt að hann er
ekki öfugmæli i islenskum
stjórnmálum eins og margir
hafa haldið. Hann er bara mis-
mæli.
Hannibal Valdimarsson er
listamaðurinn og snillingurinn i
islenskum stjórnmálum siðustu
ára. 1 augum hans hafa stjórn-
málin alltaf tekið á sig mynd
lokkandi þokkadisar og þess
vegna hafa sigrar hans verið
honum sætur unaður. En það er
þúfur
um Hannibal eins og aðra snill-
inga að andinn verður að koma
yfir hann ef listaverkið á að
verða til. Hann starfar aðeins á
inspirasjónum og hefst ekki að
ella. Þess vegna varð hann
aldrei þægur flokksmaður eða
sjálfum sér samkvæmur sem
flokksleiðtogi. Hannibal er ein-
faldlega ekki hæfur I húsum þar
sem tamning á sér stað. Honum
hæfa engin pólitisk hús önnur en
himinninn.
Björn upp
við vegg
öllum eru kunnug átök þeirra
Bjarna Guðnasonar og Hanni-
bals á Siðasta vetri, en um hitt
hefur minna verið talað hversu
oft þeim lenti saman i ýmsum
málum, Birni Jónssyni og
Hannibal. Astæðan var einkum
sú hversu gerólikir mennirnir
eru.
Björn Jónsson er liklega ein-
hver skarpasti og haröskeytt-
asti stjórnmálamaður þjóðar-
innar nú um stundir. Og hann er
sá eini i þeim hópi sem eitt sinn
var forystulið Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna sem
unnt er að meta eftir venjuleg-
um röklegum leiðum pólitiskrar
skynsemi. Það getur verið að
Björn hafi ætlað sér að sprengja
rikisstórnina i desember siðast-
liðnum, en hann sætti sig þó við
að svo varð ekki. Það getur ver-
iö að hann hafi haft stjórnarslit
og sameiningu við Alþýðuflokk-
inn i huga þegar deilt var um
Viðlagasjóð og visitölumál á út-
mánuðum, en aftur fór svo að
andinn kom ekki yfir Hannibal á
þvi augnabliki sem Björn hafði
allt til reiðu. Alþýðuflokkurinn
beið þess sem verða vildi með
vaxandi óþreyju og óánægju er
frá leið. En Björn tefldi vel, og
hafi hann stefnt að þvi að kljúfa
stjórnina — og slikt verður ekki
fullyrt umsvifalaust — þá er svo
mikið vist að það voru flokksfé-
lagar hans á ráðherrastólum
sem brugðu fyrir hann fæti.
Vikurnar liðu uns flokks-
stjórnarfundur Samtakanna
kom saman i vor, og skyndilega
gerðist undrið. Hannibal fékk
allt I einu innblástur og sagði af
sér eftir að hafa ruglað allan
landslýð i ríminu og mest eigin
flokksmenn með nýrri Mar-
bakkalinu i landhelgismálinu.
Listaverkið var svo haganlega
gert og af slikri snilld að Björn
Jónsson var á samri stundu
kominn upp að vegg og var sá
Framhald á 2
Sunnudagur 9. september 1973