Alþýðublaðið - 15.09.1973, Síða 10
Þessi frábæra mynd hefur birst áður á iþróttasiðunni. En við
drögum hana fram að nýju, þvi knattspyrnumaðurinn á myndinni
er enginn annar en Berti Vogts, hinn frábæri bakvörður Borussia.
Hann mun leika við IBV á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn.
Valinn maður í hverju rúmi
í liði Borussia er valinn maður i hverju rúmi,
eins og best sést á upptalningunni hér á eftir:
Bonhof, bakvörður
Rainer
Fæddur 29. 3. 1952, 1,80 m. 72 kg.
Hefur leikið 1 landsleik, 3 leiki
undir 23 ára og 10 ungl.lands-
leiki. Hefur þótt standa sig frá-
bærlega vel gegn stjörnum eins
og Gruyff, Keizer, van Himst o.
fl. i landsliðshópi V-Þýzkal.
Dietmar Danner, tengiliður.
Fæddur 29. 11.1950, 1,78 m. 65 kg.
Hefur leikið 1 B-landsleik og 4
leiki undir 23 ára. Leikinn og
lipur leikmaður sem er talinn
snjall að „lesa” i leikinn.
Jupp Heynckes, framherji.
Fæddur 9.5. 1954, 1,80, m 77 kg.
Hefur leikið 22 landsleiki og 3 leiki
undir 23 ára. Mjög snjall sóknar-
maður, sem er fastur maður i V.-
þýzka landsliðinu. Getur leikið
hvar sem er i framlinunni, en
þykir bestur sem miðherji.
Henning Jensen, framherji.
Fæddur 17.8. 1949, 1,82 m 76 kg.
Hefur leikið 4 landsleiki með
danska landsliðinu og er þar nú
fastur leikmaður. Akaflega skot-
fastur og ræður yfir miklum
hraða og góðri boltameðferð.
Wolfgang Kleff, markvörður.
Fæddur 16.11.1946, 1,80 m. 74 kg.
Hefur leikið 2 landsleiki. Talinn
annar besti markvörður i V.-
Þýzkalandi og varamarkvörður
landsliðsins.
Horst Köppel, tengiliður.
Fæddur 17.5. 1948, 1,76 m. 68 kg.
Hefur leikið 10 landsieiki, 1 B-
landsleik, 9 leiki undir 23 ára og 2
áhugamannalandsleiki.
Tekniskur leikmaður með mikinn
hraða oggóða leikni með boltann.
Tekur virkan þátt I sókninni.
Gúnter Köstner, tengiliður.
Fæddur 30.1. 1952, 1,75 m. 70 kg.
Hefur leikið 3 áhugamannalands-
leiki.
Christian Kulik, tengiliður.
Fæddur 6.12. 1952, 1,75 m. 59 kg.
Hefur leikið 1 landsleik undir 23
ára. Fastur maður i liðinu siðasta
keppnistimabil. Tekniskur
leikmaður og snjall uppbyggjari.
Heinz Michallik, bakvörður.
Fæddur 21.7. 1947, 1,75 m 66 kg.
Fljótur og leikinn bakvörður. Lék
flesta leiki liðsins siðasta
keppnistimabil.
Bernd Rupp, framherji.
Fæddur 24.2. 1949, 1,69 m. 66 kg.
Hefur leikið 1 landsleik. Leikur
vel hvar sem er i framlinunni.
Snjall að leika með knöttinn og
talinn einn hættulegasti sóknar-
maðurinn i Bundesliga.
Klaus Sieloff, miðvörður.
Fæddur 27.2. 1942, 1.78 m. 75 kg.
Hefur leikið 14 landsleiki.
Kletturinn i vörn liðsins, talinn
einn besti „sviperinn” i V-Þýzka-
landi. Var i HM liði V.-Þýzka-
lands 1966 og 1970.
Allan Simonsen, framherji.
Fæddur 15.12. 1952, 1,68 m 57 kg.
Hefur leikið 9 landsleiki með
danska landsliðinu. Vel þekktur
hér á landi frá landsleikjum viö
Danmörk.
Ulli Stielike, bakvörður. Fædd-
ur 15.11. 1954, 1,74 m 69 kg. Hefur
leikið 16 unglingalandsleiki.
Ulrich Surau, miðvörður.
Fæddur 19.8. 1952, 180 m. 73 kg.
Leikmaður i stöðugri framför.
Berti Vogts, bakvörður.
Fæddur 30. 12. 1946, 1,68 m. 67 kg.
Hefur leikið 45landsleiki, 3 lands-
leiki undir 23 ára og 9 unglinga-
landsleiki. Bakvörður i heims-
klassa. Knattspyrnumaður ársins
1971. Lék 39 landsleiki i röö sem
er met i V.-Þýzkalandi og 212 leiki
I Bundesliga, sem einnig er met.
Hcrbert Wimmer, tengiliður.
Fæddur 9.11. 1944, 1,79, 72,5 kg.
Hefur leikið 19 landsleiki og 4
landsleiki undir 23 ára. Fyrirliði
liðsinsá leikvelli. Vakti mikla at-
hygli i Evrópukeppni landsliða
fyrir frábæra leiki þar sem hann
lék ýmist á miðjunni, vinstri út-
herja eða hægri útherja. Mjög
fljótur og frábærlega leikinn með
knöttinn.
LEIKMENN IBV
FLESTIR REYNDIR
1 liði Vestmannaeyinga eru
flestir leikmenn mjög reyndir, og
hafa reynslu af Evrópukeppni:
Arsæil Sveinsson, markvörður.
18 ára gamall skrifstofumaður.
Hóf að leika með mfl. 1972. Mark-
vörður unglingalandsliðsins með
5 leiki.
Páll Pálmason, markvörður. 28
ára gamall verkstjóri. Hóf að
leika með mfl. 1962. Hefur leikið 1
landsleik.
Ólafur Sigurvinsson, bakvörð-
ur. 22 ára gamall pipulagninga-
maður. Hóf að leika með mfl.
1968. Fyrirliði liðsins. Hefur leikið
15 landsleiki og 3 unglingalands-
leiki.
Einar Friðþjófsson, bakvörður.
23 ára gamall nemandi. Hóf að
leika með mfl. 1968.
Friðfinnur Finnbogason, mið-
vörður. 23 ára gamall verslunar-
maður. Hóf að leika með mfl.
1967. Valinn I landsliðshópinn i
sumar.
Þórður Hallgrimsson, miðvörö-
ur. 20 ára gamall netagerðar-
maður. Hóf að leika með mfl.
1970. Hefur leikið 4 unglinga-
landsleiki.
Snorri Rútsson, tengiliður. 20
ára gamall nemandi við Iþrótta-
kennaraskólann. Hóf að leika
með mfl. 1971. Hefur leikiö 4 ung-
lingalandsleiki.
Óskar Valtýsson, tengiliöur. 22
ára gamall verkamaður. Hóf aö
leika með mfl. 1968. Hefur leikið 2
landsleiki og 3 unglingalands-
leiki.
Kristján Sigurgeirsson, tengi-
liöur. 23 ára gamall lögfræði-
nemi. Hóf að leika með mfl. 1968.
Tómas Pálsson, framherji. 23
ára gamall bankastarfsmaður.
Hóf að leika með mfl. 1968. Hefur
leikið 5 landsleiki og 3 unglinga-
landsleiki.
Örn óskarsson, framherji. 20
ára gamall pipulagningamaður.
Hóf að leika með mfl. 1970. Hefur
leikið 3 landsleiki og 4 unglinga-
landsleiki.
Haraldur Júliusson, framherji.
26 ára gamall netagerðarmaður.
Hóf að leika með mfl. 1967. Einnig
snjall golfari.
Viðar Eliasson, framherji. 17
ára gamall nemandi. Nýliði.
Leifur Leifsson, framherji. 18
ára gamall nemandi. Nýliði. Hef-
ur leikið 4 unglingalandsleiki.
Haraldur Óskarsson, miðvörð-
ur. 18 ára gamall iðnnemi. Nýliði.
Ingibergur Einarsson, bak-
vöröur. 18 ára gamall nemandi.
Nýliði.
Haraldur Gunnarsson, bak-
vörður. 17 ára nemandi.
Valþór Sigþórsson, tengiliður.
17 ára nemandi.
ÞÝSKIR MEISTARAR A HVERJU STRÁI
Borussia mætir ÍBV í næstu viku
Það verður ekki vant
þýskra iþróttameistara
hér i næstu viku. Hand-
knattleiksmeistarar
Gummersbach leika
við Val á þriðjudaginn,
og á fimmtudaginn
verða svo bikarmeist-
ararnir i knattspyrnu á
ferð, Borussia
Mönchengladbach en
þeir mæta Vestmanna-
eyingum. Leikurinn fer
fram á Laugardalsvell-
inum, og hefst hann
klukkan 17.30.
Leikur liðanna er lið-
ur i Evrópukeppni
meistaraliða bikar-
meistara. Dómari er
enskur, Partridge,, og
linuverðir einnig. For-
sala aðgöngumiða er
þegar hafin i tjaldi i
Austurstræti i Reykja-
vik, sama tjaldi og
Valsmenn selja miða
sina á leikinn við
Gummersbach. Gefin
verður út vönduð leik-
skrá, og henni dreift ó-
keypis.
Borussia Mönchen-
gladbach er annað
tveggja þekktustu
knattspyrnuliða Vest-
ur-Þýskalands, og hef-
ur orðið margfaldur
meistari á seinni árum.
Það hefur innan sinna
vébanda marga þekkt-
ustu knattspyrnumenn
Þjóðverja, en bann
þekktasta seldi félagið
til Real Madrid i vor,
súperstirnið Gunter
Netzer.
Hér á siðunni verða
leikmenn Borussia og
Vestmannaeyinga
kynntir, en i næstu viku
verður nánar rætt um
félögin tvö og sögu
þeirra.
Laugardagur 15. september 1973