Alþýðublaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 3
ALÞYDUFLOKKURINN SKRIFAR WILSON Framkvæmdastjórn Al- þýðuflokksins ákvað i s.l. viku, að flokksforystan skyldi skrifa Harold Wil- son, formanni breska Verkamannaflokksins, bréf um landhelgismálið, þar sem skýrð yrði afstaða Islands í málinu og hvatt til þess, að breskir jafnaðar- menn sýndu málstað okkar aukinn skilning og stuðn- ing. Frá þvi var skýrt á kjördæmis- þingi Alþýðuflokksins i Reykja- vik, sem haldið var um s.l. helgi, að s.l. laugardag hefði slikt bréf verið póstlagt til Harold Wilson og undir það hefðu ritað þeir Gylfi Þ. Gislason, formaöur Alþýðu- flokksins, Benedikt Gröndal, varaformaður flokksins og Egg- ert G. Þorsteinsson, ritari hans. Þá var jafnframt frá þvi skýrt, aö ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að allir þingmenn Verka mannaflokksins fái sérstaka greinargerð senda um málstaö tslands i landhelgismálinu, þar sem viðhorf tslendinga eru skýrö og afstaða þeirra rökstudd. Þing breska Verkamanna- flokksins hefst i borginni Black- pool i Englandi þann 1. október n.k. og mun landhelgismálið að likindum bera þar eitthvað á góma. Þegar þar að kemur munu Harold Wilson og samþingsmenn hans úr Verkamannaflokknum væntanlega vera búnir að fá bréf þau og greinargerðir, sem for- ystumenn Alþýðuflokksins hafa sent þeim. HVALIRNIR MALAÐIR GRAIR Hvalvertið er iokiö i ár, og allir hvalbátarnir komnir i höfn. Veröur i vikunni gengið frá samningum við Hval hf um leigu tveggja hvalbáta til landhelgisgæslu i vetur, að þvi er Hafsteinn Hafsteinsson talsmaður Gæslunnar tjáði Alþ.bl. i gær. Bátarnir, Hvalur 8 og Hvalur 9, verða málaðir gráir á næstu dögum, og skipt um byssur á þeim. Þá fá þeir ný nöfn, Hvalur 9 mun sem áður heita Týr en ennþá hefur Hval 8 ekki verið valið goða- nafn. Hjá Hval hf fengust þær upplýsingar i gær, að alls hefðu veiðst 452 hvalir á vertiðinni i sumar. Er þetta ágæt vertið. Mest var veitt af langreyði, 267, sandreyðar voru 138 og 47 búrhvalir. Fjórir bátar voru við veið- arnar i sumar. Stígvél og góð skjólföt verður happadrýgsti fatnaðurinn í dag eins og í gær, en vonandi ætti að geta farið að byrta yfir svip fólks úr þessu. POSTMÁLIN HÖFUÐLAUS Póstmál landsins höfuðlaus, segja póstmenn. Landsþing póst- manna beinir þeim tilmælum til nefndar þeirrar, sem skipuð var af ráðherra 1973, til að endur- skoða lög um stjórn og starf- rækslu pósts og sima frá 1935, að hún athugi vandlega, hvort ekki sé timabært að aðskilja póst og sima meira en nú er. Telur þing- ið, að samstarfið hafi verið fjötur um fót póstþjónustunnar á undan- förnum árum. Bendir þingið á, að enginn sérstakur aöili fjallar um póstmál landsins i heild hjá póst- og simamálastjórninni. Segja póstmenn, aö nú sé svo komiö eftir áratuga yfirstjórn simamanna á póstmálum lands- ins, að algert ófremdarástand hafi skapast á mörgum sviðum. Kemur þetta hart niður á þjónust- unni við almenning, jafnt sem á starfsmönnum póstsins. Póstmannaþingið fagnar frum- kvæði samgönguráöherra til und- irbúnings að byggingu höfuð- stöðvar póstþjónustunnar. Telja póstmenn, að húsnæðismái pósts- ins i Reykjavik, séu komin i slikt öngþveiti, að allsendis ómögulegt sé að veita þá þjónustu, sem krefjast verður i nútima þjóðfé- lagi. Aðalpósthúsið i Reykjavik var byggt árið 1916 og á enn að heita höfuðstöðvar, en óhjá- kvæmilega hefur orðið að flytja burt ýmsar deildir, sem skilyrðis- laust ættu að vera undir sama þaki. LIFLEGAR SÖLUR ER- LENDIS Lif er aö færast í sölur is- lenskra togara og báta í er- lendum höfnum. Sölur haustsins benda til þess að markaðir séu góðir, og búast megi við líflegum sölum. Tveir bátar seldu i Þýskalandi i gær.Gunnar frá Reyðarfirði seldi 621estir fyrir 3,4 milljónir, eða 55 krónur kilóið að meðaltali, sem er gott verð fyrir stórufsa úr netum. Gunnar sledi i Bremerhaven, en i Cuxhaven seldi Asver frá Vest- mannaeyjum 72,5 lestir fyrir 3,8 milljónir, eða 52,40 krónur hvert kiló. t þessari viku selja tveir bátar úti, Halkion og Glettingur, og tveir togarar selja afla sinn, Júni i Þýskalandi og Röðull i Belgiu. ,,Ef markaður helst góður, má búast við mörgum söluferðum is- lenskra skipa á næstu vikum”, sagði Ingimar Einarsson hjá LtO i samtali við Alþ.bl. Þaö var þjófur en ekki Seðlabankinn Forstjóri sælgætisgerðar- innar Freyju við Lindargötu, heyrði skruðninga á laugar- dagskvöldið, en hann býr i sama húsi og verksmiðjan er i. Taldi hann umsvifalaust aö enn væri verið að sprengja fyrir grunni Seðlabankans, og hugði ekki að hávaðánum nán- ar. Daginn eftir sá hann svo, að hávaöinn mundi hafa stafað af innbrotsþjóf, sem braut sér leið inn i verksmiðjuna, og stal sér talsverðu af sælgagti i poka, sem hann hafði með sér. Þjófurinn hefur náðst, og er hann af yngri kynslóðinni og hrifinn af sælgæti. Hann hefur fleiri afbrot á samviskunni. — Olvaður tekinn í tvígang af sömu lögregluþjónunum Alltaf er eitthvað um að menn aki undir áhrifum áfengis, og einn létt kenndur lenti i árekstri á laugardagskvöldið. Areksturinn varð ekki harður, og engan sak- aði. Var maðurinn færður til blóð- prufu, og ja'taði hann strax að hafa neytt áfengis. Var bíllinn tekinn af honum og geymdur á bilastæði lögreglunnar, og tók lögreglan billyklana i sina vörslu. Lögregluþjónarnir, sem komið höfðu að árekstrinum, voru ekki lengi búnir að aka um þegar þeir sáu bilinn, sem þeir voru þá ný- búnir að taka úr umferö, á fullri ferö i umferðinni aftur. Stöðvuðu þeir hann og var þar sami maðurinn undir stýri og fyrr, og sýnu drukknari. Hafði hann farið heim til sin eftir blóð- tökuna, sðtt varalykla af bilnum, og sótt bilinn á stæði lögreglunn- ar. Ekki tók lögreglan áhættu á að maðurinn ætti enn fleiri lykla og geymdi hann i fangageymslun- um, þar til af honum rann. — m m % % m Hættuleg stétt HORNIÐ n fÁ undan ___ framan verslunarhús Silla og Valda i Austurstræti. „Þegar rignir mikiö eins og þessa stundina# er stór- hættulegt aö ganga um gangstétt fyrir stéttina, þvi hún er svo Gísli Helgason hringdi í Hornið i gær, og kvartaði URlWC-bO LIQGUR ÞB£ ElTTMúAfe 'A HÖAÆTA ? STmi $ m (M m sleip. Núna áðan datt vinnufélagi minn á stétt- inni og slasaði sig. Þetta 32? er einhverskonar steinn £& sem er ágætur i þurru, en stórvarasamur í bleytu. M Öryggisins vegna ætti að f|j skipta um efni i gang- íV: stéttinni, og setja venju- || legar hellur". || * m | & t) Þriðjudagur 25. september 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.