Alþýðublaðið - 29.09.1973, Qupperneq 1
BRÉF UR
FANGELSI
^HORNID
Laugardagur 29. sept. 1973 ■ slT'á™.’
r-
ÞORIR ER HIHIR ÞÉEBTI
(H)ROS I
HNAPPA-
GATIÐ!
Ritstjórn
Alþýðublaðsins
hefur ákveðið að
veita vikulega
„rós i hnappagat”
til þeirra einstakl-
inga, félagasam-
taka eða stofnana,
sem koma al-
menningi þægileg-
ast á óvart eða
veita einstakling-
um eða almenn-
ingi bestu þjón-
ustu eða fyrir-
greiðsluna. Blaðið
óskar eftir sam-
vinnu við lesendur
sina um útdeilingu
rósarinnar, svo ef
einhver lesandi
Alþýðublaðsins
finnur þörf hjá sér
til þess að hrósa
einhverjum aðila
sérstaklega fyrir
þægilegheit i við-
skiptum eða fram-
kvæmd til al-
menningsheilla,
ætti hann að hafa
samband við rit-
stjörn Alþýðu-
blaðsins i sima
86666 og láta vita.
Einnig mun
Alþýðublaðið veita
sérstaka „kaktus-
orðu” þeim, sem
gert hafa sig seka
um sérstaklega,
fálkalega eða mið-
ur þekkilega
framkomu og ósk-
ar, eins og áður,
eftir samvinnu
lesenda sinna um
þá tilfinningu.
obak
TJON SUNNU
METIÐ Á
35,4 MILLJ.
Tjón Ferða-
skrifstofunnar
Sunnu vegna
sviptingar á flug-
rekstrarleyfi er
metið á kr. 35.4
milljónir, og er þá
ekki metið til fjár
það óbeina tjón,
sem ferðaskrif-
stofan hefur orðið
að mæta, meðal
annars það, sem
leiddi af rýrðu
trausti hennar á
alþjóðlegum flug-
leigumarkaði.
í gær var Sunnu-
málið tekið fyrir i
borgardómi og þar
lögð fram mats-
gerð dómkvaddra
matsmanna;
Bárðar Daniels-
sonar, verkfræð-
ings og Guðmund-
ar Magnússonar
prófessors. Eins
og Alþýðublaðið
hefur áður sagt
frá, höfðaði
Ferðaskrst. Sunna
hinn 15). okt. 11)71
mál á hendur
Samgönguráðu-
neytinu og fjár-
málaráðherra f.h.
ríkissjóðs, vegna
sviptingar á flug-
rekstrarleyfi, sem
henni hafði verið
veitt.
Gerði Sunna bóta-
kröfur upp á rúm-
ar 60 miiljónir
króna, vegna
beins og óbeins
tjóns af þeirri
ákvörðun is-
lenskra stjórn-
valda að svipta
hana flugrekstrar-
leyfi á sinum tima.
Sérstaku ir
rannsóknar-
maður ti 1
AAoskvu! ►
Frétt Alþýðublaðsins
um „Islenskt hneyksli I
Moskvu” hefur vakið gif-
urlega athygli. Langt er I
frá að öll kurl þessa máls
séu komin til grafar, en
svo alvarlegt var það tal-
ið, að hugsanlegt misferli
sendiherra og sendiráðs-
ritara Islands i Moskvu,
byggt á kæru til utanrik-
isráðuneytisins frá fyrr-
verandi starfsstúlku við
sendiráðið, var tekið
fyrir á fundi rikisstjórn-
arinnar og máliö þar með
tekið úr höndum embætt-
ismannánna.
Alþýðublaðið hafði i
gær samband við Pétur
Thorsteinsson, ráðuneyt-
isstjóra i utanrikisráðu-
neytinu, en hann, neitaði
að ræða þetta mál við
blaðamann blaðsins i
sima. ,,Ég tala ekki við
yður um einkamál
manna,” sagði ráðuneyt-
isstjórinn, þegar hann
var spurður um mál is-
lenska sendiráðsins i
Moskvu.
Þegar kæran barst,
uröu fyrstu viðbrögð
embættismannanna svo
hörö, að þegar rikis-
stjórnin komst i málið,
þótti það best úrræða að
bæta Inga R. Helgasyni,
hrl., inn i islenska við-
skiptasendinefnd til
Moskvu og skyidi hann
ekki sinna öðrum við-
skiptum en reyna að
komast til botns i þessu
máli.
t fyrrgreindri kæru
koma fram fleiri atriði en
Alþýðublaðið hefur skýrt
frá og sum mjög alvar-
legs eðlis, ef sönn reyn-
ast. Ingi R. Helgason, var
I gær erlendis, þegar
Alþýðublaðið hugðist
spyrja hann um málið.
Tímanum lokað fyrir
Sambandi ungra
Framsóknarmanna
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri Timans, hefur
stöðvað birtingu á efni frá
ungum framsóknar-
mönnum að fyrirmælum
Ólafs Jóhannessonar, for-
sætisráðherra og for-
manns Framsóknar-
flokksins. Var SUF -siðu,
sem formaður Sambands
ungra framsóknar-
manna, Elias Snæland
Jónsson, blaðamaður,
hafði gengið frá.
Forsaga þessa máls er
sú, að skrif ungra fram-
sóknarmanna á SUF-siðu
Timans hafa gert flokks-
forystunni mjög gramt i
geði upp á siðkastið — og
þá einkum og sér I lagi
mjög alvarlegar ásakanir
ungra framsóknarmanna
á hendur ólafi Jóhannes-
syni og nánum sam-
starfsmönnum hans fyrir
aö hafa staðið. á bak við
þær atlögur, sem gerðar
hafa verið að SUF-foryst-
unni og vinstri mönnum i
flokknum. Skömmu eftir
að Ólafur Jóhannesson
hafði látið sameiginlegan
fund þingflokks og fram-
kvæmdastjórnar Fram-
sóknarflokksins gefa sér
„skirnarvottorð upp á
sálina” að þessu leyti hélt
blaðstjórn Timans fund,
ar sem samþykkt var að
senda stjórn SUF' bréf,
þar sem stjórninni væri
falið að skipa sérstaka
ritstjóra SUF-siðunnar til
þess að bera ábyrgð á efni
hennarog stjórninni jafn-
framt tilkynnt sú sam-
þykkt blaðstjórnarinnar,
að ekki mætti skrifa ó-
málefnalega um fram-
sóknarmenn i Timanum
og væri ritstjórum blaðs-
ins falið að hafa eftirlit
með þvi, að sliks gætti
ekki i skrifum þess.
Stjórn SUF sendi blað-
stjórn Timans svarbréf,
þar sem stjórnin tjáði sig
fúsa til þess að tilnefna
sérstaka ritstjóra og á-
byrgðarmenn SUF-
siðunnar
Voru þeir Pétur Einars-
son og ólafur Ragnar
Grimsson skipaðir af
hálfu SUF til þess starfs.
Jafnframt tjáði stjórn
SUF blaðstjórn Timans,
að henni væri ekki fylli-
lega ljóst hvað átt væri
við með orðalaginu „að
ekki mætti skrifa ómál-
efnalega um framsóknar-
menn i Timann’’og hvort
skilja bæri þessa sam-
þykkt sem svo, að rit-
stjórar Timans ættu að
ritskoða efni SUF-siðu,
þótt það birtist á ábyrgð
ákveðinna ritstjóra SUF-
slðunnar, eins og blaða-
stjórnin hafði óskað eftir
að gert yrði. Sagðist
stjórn SUF ekki geta sætt
sig við slika ritskoðun á
efni, sem væri á ábyrgð
hennar.
Skömmu siðar hugðist
stjórn SUF svo birta efni
frá sér i Timanum og
hafði Elias Jónsson,
blaðamaður, gengið frá
efninu á SUF-siðu. Efni
þetta var tviþætt: annars
vegar var skýrt frá af-
mælisriti SUF og hins
vegar átti að birta bréfa-
skitpin, sem átt höfðu sér
stað milli SUF-stjórnar-
innar og blaðstjórnar
Tlmans um SUF-siðuna.
Ólafur Jóhannesson
fékk hins vegar fregnir af
þvi, hvað til stæði, og
hafði hann umsvifalaust
samband við Þórarin
Þórarinsson, aðalrit-
stjóra Timans, og fyrir-
skipaði Þórarni að stöðva
umsvifalaust birtingu
efnisins frá ungum fram-
sóknarmönnum a.m.k.
fram yfir næsta fund
blaðstjórnar Timans. Fór
Þórarinn að þeim fyrir-
mælum flokksformanns-
ins og kippti siðunni fyrir-
varalaust út úr blaðinu en
setti annað efni i staðinn.
Sex konur
i
lögregluna
Lögreglunni i Reykja-
vik berst ánægjulegur
liðsstyrkur i jóla-
umferðina, en 12.
desember næstkomandi
birtast á götum
borgarinnar lyrstu
lögreglukonurnar og
taka m.a. til við að
stjórna umferðinni.
Umsóknarfresturinn
um störf fjögurra
lögreglukvenna rann út
i gær, og að sögn Bjarka
Eliassonar, yfir-
lögregluþjóns sóttu um
þau sex konur á
aldrinum milli tvitugs
og þritugs. 1 gær hafði
Bjarki rætt við þrjár
kvennanna, og sagöi
hann i viðtali við
Alþýðublaðið i gær.
kvöldi, að sér hefði litist
mæta vel á þær, „en að
sjálfsögðu er ekki hægt
aö segja til um hæfni
þeirra til starísins fyrr
en að loknum þeim
tveggja ára reynslu-
tima, sem allir
lögreglumenn verða að
gangast undir ”, sagði
Bjarki.
Þær fjórar konur,
sem verða ráðnar, hefja
nám i lögreglu-
skólanum 16. október,
eins og aðrir, sem sækja
um starf hjá lög-
reglunni, og fá þar
sömu undirbúnings-
menntun og aðrir.
Skólanum lýkur 12.
desember og stiga þá
lögreglukonurnar út á
götu i fyrsta sinn i
skrúða sinum, og taka
að sveifla hvitu
kylfunni.