Alþýðublaðið - 29.09.1973, Side 11
íþróttir
ER LANDSUÐIÐ RANGLEGA UPPBYGGT?
í næstu viku leikuin við tvo landsleiki við Norðnienn í liand-
knattleik, báða ytra. Val lfi manna landsliðshóps til leikjanna var
tilkynnt i siðustu viku, og var það val allbyltingakennt, einkum
þegar þcss er gætt að afar stutt er til leikja undankeppni HM, og
ekki nema örfáir mánuöir í sjálfa lokakeppni HM i Austur-Þýska-
landi.
Til upprifjunar skal hópurinn
upptalinn, nöfn leikmanna, fé-
lög, fjöldi lansleikja og þar á
eftir fjöldi unglingalandsleikja:
Markverðir:
Sigurgeir Sigurðsson Vik. 1 0
Gunnar Einarss. Haukum 2 4
Guðjón Erlendss., Fram 0 12
Útileikmenn:
Gunnst. Skúlas. Val 36 8
Ölafur H. Jónss. Val 56 3
Jón Karlss., Val 5 8
Bergur Guðnas. Val 0 0
Viðar Simonars. FH 48 8
Gunnar Einarss. FH
Björgv. Björgvinss. Fram
Axel Axelss. Fram
Hörður Sigmarss. Hauk.
Einar Magnúss., Vik.
Jón H. Magnúss. Vik.
Jón Sigurðss. Vik
ViggóSigurðss. Vik.
Ef Iitiðer nánar á þennan hóp,
má sjá að þetta er blanda
reyndra og óreyndra leik-
manna, og reynsluleysið virðist
LIÐIÐ ÓNEITANLEGA
SKRINGILEGA SAMANSETT
vera afar veikur punktur i þess-
um hóp.
Ef við litum fyrst á vörnina,
rekum við strax augun i það, að
allir markverðirnir eru óreynd-
ir i landsleikjum. t slikan hóp
þarf a.m.k. einn reyndan mark-
vörð, og þá er ekki hægt að
ganga framhjá okkar besta
markverði, ölafi Benediktssyni.
Þá eru aðrar áberandi varnar-
veilur þær, að enginn reyndur
varnarmaður er á miðjunni
l'rammi, þvi hvorki Sigurbergur
Sigsteinsson né Agúst
ögmundsson eru valdir. Þá er
aðeins einn maður i hópnum
sem getur leikið á miðjunni al'l-
ur svo vel sé, Gunnsteinn Skúla-
son, en enginn varamaður hans
finnst. Hins vegar eru átta
hornamenn valdir! Fjórir
..hal'far" eru valdir, og leika
þeir flestir vinstra megin i vörn-
inni.
1 sókninni er vel séð fyrir
skyttum, en þess minna hugsað
um linumenn, þeir eru aðeins
þrir, Gunnsteinn, Björgvin og
Jón Sig. Af þessu sést, að þetta
er varla sá höpur sem byggja
skal uppá, þó þar sé að finna
kjarnann. Fyrir utan standa
nienn, sem tvimælalaust eiga
heima i liðinu. Þeir hljóta að
koma inn, þegar landsliðsnefnd
hel'ur lokið tilraunum sinum, en
það er eins gott að þær tilraunir
standi ekki miklu lengur, þvi
stuttur timi er til stefnu.
—ss.
KARFAN BYRJAR
í NÆSTU VIKU
Reykjavikurmótið i körfubolta
fer nú fram i 17. sinn, með þátt-
töku 25 flokka frá 6 Reykjavlkur-
élögum, auk móts i minnibolta.
Munu þátttakendur vera um 350
talsins. Frá þvi að Reykjavikur-
mótið komst á fyrir 17 árum hafa
K.R. og t.R. oftast borið sigur úr
bitum eða alltaf utan 4 sinnum.
Þau félög, sem taka þátt i mótinu
að þessu sinni eru: Ármann,
t.R., Valur, t.S„ K.R. og Fram.
Þessi félög hafa sigrað i
meistaraflokki frá uppþafi:
1957 l.S.
1958 t.R,
1959 K.F.R
1960 I.R.
1961 t.R.
1962 l.R.
1963 t.R.
1964 t.R
1965 K.F.R.
1966 K.R.
1967 K.R.
1968 l.R.
Keppt hjá GR
i dag, laugardag, hefst hjá Glt i
Grafarholti svonefnd Jason Clark
golfkeppni. Ilefst hún klukkan 10
f.h., og verður siðan fram haldið
klukkan 13.
1969 I.R.
1970 l.R.
1971 Ármann
1972 K.R.
Full ástæða er til þess að ætla,
að mótið i ár verði mun jafnara
en oft áður, bæði vegna þess að
K.R. og l.R. hafa misst nokkra af
sinum föstu mönnum, og auk þess
mæta hin liðin mun sterkari en oft
áður til leiks. Má i þvi sambandi
benda á nýafstaðna bikarkeppni
K.S.I. þar sem K.R. sigraði
tþróttafélag studenta naumlega i
úrslitaleik með aðeins þriggja
stiga mun. Virtust öll félögin vera
mjög áþekk að getu i mótinu.
Liðin eru öll i mjög góðri æfingu
um þessar mundir og geta þvi
boðið áhorfendum upp góða
skemmtun. Tekinn verður upp sá
háttur að bjóða 5-6 gagnfræða- og
æðri skólum á hvert leikkvöld,
nemendum að kostnaðarlausu.
Geta þá nemendur þeirra skóla
fengið ókeypis inngöngu, ef þeir
sina skirteini þess efnis, að þeir
séu i viðkomandi skóla þetta
skólaár. Þetta er gert til að laða
fólk að þessari ágætu iþrótt, sem
er stunduð af fjölda ungra manna
og kvenna um allt land en svo fáir
virðast hafa tima til að eyða i eins
og einni kvöldstund eða svo.
Coventry —
Newcastíe
Knski sjónvarpsleikurinn i
dag verður milli Coventry og
Neweaslle i 1. deild, og er það
góður leikur. Með fylgja
glefsur úr leik West llam og
Leieester, einnig úr I. deild.
Meðfylgjandi mynd er úr
siðari leiknum, og við bendum
sérstaklega á dómarann,
Pat Patridgc. Þetta er sá sami
og dæmdi leik ÍBV og
líorrussia á Laugardalsvelli
URSLIT 3.
DEILDAR
í DAG
Úrslitaleikur 3. deildar. milli
Reynis Irá Sandgerði og Isl'irð-
inga, fer Iram á Melavellinum i
dag, laugardag, og hel'st klukkan
17.30. Það lið sem sigrar, öðlast
þátttökurétt i 2. deild næsta ár.
Þessi óvenjulegi timi er valinn
vegna þess að leikmenn Reynis
þurl'a að fara i jarðarför klukkan
14 i dag, og fyrir ísfirðinga var
nauðsyn að leika i dag, svo þeir
ka'inust aftur til tsaf jarðar .á
morgun.
Um sigurmiiguleika liðanna er
ekki goll að seg.ja. Islirðingar eru
af kunnugum álitnir sterkari, en
Reynismenn hafa orð a ser fyrir
mikla hörku, og þeir munu ekki
gela sig fyrr en i lulla hnefana.
Fleiri gjafir
I5tlþúsund krónur hafa bæst i
llaukssöfnun siðan Alþ.bl. birti
lisla ylir gefendur nu i vikunni.
KR-lélagar afhentu 40 þúsund
krónurá fimmtudaginn, ISI hefur
heitið 100 þúsund króna framlagi
og frá ömari Ragnarssyni frétta-
manni halði horist mjög myndar-
legt Iramlag, 10 þúsund krónur.
Vegna mistaka var ekki getið um
•ramlag ömars i upptalningunni.
BIINKE MÆLTI MED GRAFARHOLTSVELLI
G.S.l. hefur nú borist bréf með stuttri skýrslu frá Lennart
Bunke, framkvæmdastjóra Skandinaviska golfsambandsins.
Bréfið er dagsett i Stokkhólmi 8. sept. Þar lýsir Bunke hómsókn
sinni til tslands 31. ágúst og 1. sept. sl„ þegar hann lék og kannaði
bæði Grafarholts- og Hvaleyrarvöll.
Bunke segist hafa farið þessa
ferð í framhaldi af jákvæðum
úndirtektum þingfulltrúa i Osló
i ágúst að hvetja Island til dáða
á golfsviðinu. Hann telur, að
þetta mót muni hafa gifurleg
áhrif til að laða fram aukinn
skilning bæði opinberra og
einkaaðila á gildi golfiþróttar-
innar og leggur mikla áherslu á,
að þetta einstæða tækifæri v'
vel nýtt. Lennart Bunke er einn
af þeim mönnum i Sviþjóð, sem
einna ötullegast hefur að þvi
unnið að gera Sviþjóð að þvi
stórveldi innan golfiþróttarinn-
ar, sem hún bersýnilega er i
dag.
Bunke minnist einungis á
vallarskilyrðin i Grafarholti,
trúlega af þvi, að honum finnst
aðeins 18 holu völlur koma til
greina fyrir slikt mót. Bunke
segir: ,,Þar sem völlurinn hefur
aðeins um 5.200 m samanlagða
brautarlengd legg ég til, að
hann verði lengdur I ca. 5.500 m.
Hins vegar tel ég, að i 10—12
gráðu hita fari boltinn mun
styttra auk þess sem brautir séu
það mjukar, að boltinn rúlli i
styttra lagi. Einnig vil ég benda
á, að brautir eru viða þröngar
og grýtt óræktin utan sleginna
brauta kostar menn oft vitis-
högg. Ég vil stytta 12. og 15
brautirnar i par 4, þannig að
mjög erfitt verði á leika völlinn
á pari nema nákvæmnin sé
mikil”.
Þetta eru orð Bunke i 1. lið
skýrslunnar. Ég er honum sam-
mála og er hreykinn af þvi, hvað
hann gefur vellinum þc góða
einkunn. Litil vandkvæði ættu
að vera á þvi að lengja margar
brautanna með þvi að færa
teigana aftur, þ.e. byggja litla
meistarateiga, eins og reyndar
var gert ráð fyrir á teikningu
Nils Skjold þegar i upphafi.
1 öðru lagi segir Bunke: „Yfir-
borö slegnu brautanna (fair-
ways) er allgott nú þegar. Ég
lék völlinn skv. St. Andrews-
reglunum, þ.e. án þess að
hreyfa, enda fannst mér slikt
óþarfi. Að visu þarf að laga
sumar brautirnar, þar sem dá-
Htið er af smáholum og kröpp-
um dældum”.
Þessi vitnisburður Bunke er
ánægjulegur f ljósi þess, að að-
eins eru liðnir 2 mánuðir síðan
vallarnefnd og kappleikanefnd
G.R. tóku upp þann sið að leika
golf I Grafarholti eftir sumar-
reglum (án þess að hreyfa). Það
heíur þvi tekið okkur a.m.k. 10
ár að ná þessum áfanga, enda
þótt talsvert skorti á enn, til að
allir haldi sönsum við leik á
vellinum.
1 þriðja lagi segir Bunke i
skýrslu sinni: „Stærsta vanda-
málið eru flatirnar. Nauðsyn-
legt er að hefja sem fyrst fram-
kvæmdir til að gera þær mýkri
og sléttari. 1 Norðurlandameist-
aramótinu verður að slá flatirn-
ar mjög snöggt, svo að þær
verði sem likastar þeim flötum,
sem við þekkjum hér á Norður-
löndunum”.
Loks nefnir Bunke ýmis
framkvæmdaatriði og aðbúnað
hér og telur, að ferðin hingað
ætti ekki að verða alltof dýr og
ennfremur að birtan verði ekki
vandamál heldur.
Lokaorð Bunke eru þessi:
„Með tilvisun til skýrslu minnar
hér að framan legg ég til, að
Norðurlandameistaramótið i
sveitakeppni fari fram á tslandi
1974”.
Þessi siðasta setning Bunke
sýnir glöggt vinarþel og bróður-
hug frænda okkar á Norðurlönd-
unum, sem við urðum áþreifan-
lega varir við á fyrstu 5 landa
keppninni i Rungsted 1972 og ég
sjálfur kynntist, er Island varð
íullgildur meðlimur
Skandinaviska golfsambands-
ins á fundi þess i Nýborg á Fjóni
1971.
I iok bréfsins skýrir bunke frá
þvi, að Sænska golfsambandið
hafi samþykkt einróma á fundi
5. sept. sl. að styðja tillögu
Bunke. Hann segir, að Noregi,
Danmörku og Finnlandi hafi
verið gefinn frestur til 24. sept. á
aökoma með mótbárur gegn til-
lögunni. Að öðrum kosti verði
málið talið hafa hlotið samþykki
allra aðila. Það er þvi ekki likur
til, að hér verði nein breyting
gerð á og njótum við þvi þess
heiðurs að halda hér norrænt
meistaramót á 1100 ára afmæli
tslandsbyggðar og á 40 ára af-
mæli G.R. E.G.
Laugardagur 29. september 1973
o