Alþýðublaðið - 09.10.1973, Page 11
Tekst þeim að koma liðum sínum upp?
CHARLTONBRÆDUR STANDA SIG
VEL BÆÐIUTAN VALLAR 36INNAN!
Mikiö var um jafntefli I leikjum 1.
deiidarinnar ensku á laugardaginn, og
þvi hætt viö aö menn veröi ekki meö
marga rétta á- getraunaseölum sinum,
þvi sú hefur oröiö reynslan aö menn
eru ekki glúrnir að finna út jafntefli.
AIls uröu jafnteflin sex, og auk þess
nokkur önnur óvænt úrslit. Augu
manna eru nú meira en áöur farin að
beinast aö 2. deild, þar sem þeir Charl-
tonbræöur Jackie og Bobby gera þaö
gott sem framkvæmdastjórar. Liðið
hans Jackie, Middlesbrough, er i efsta
sæti 2. deildar, og Preston liö Bobbys
ekki langt undan. Haldi þau bæöi i
horfinu eiga þau mikla möguleika á
sæti I 1. deild, þvi nú flytjast þrjú lið
upp úr 2. deild. Ef svo verður, yrði það
i fyrsta skipti i sögunni aö tveir bræöur
stjórnuöu liðum sem flytjast upp, og
þar að auki á þeirra fyrsta keppnis-
timabiii sem stjórnendur. En þaö er nú
kannski fullsnemmt aö fara aö spá
svonaiöguðu, þegar eftir eru rúmlega
30 leikir á iiö.
1 Arsenal-Birmingham 1:0. Garry
Sprake, sem lék þarna sinn fyrsta leik
meö Birmingham, mátti sjá af knett-
inum i netið i eitt skipti, og það var nóg
til að færa Arsenal sigurinn og skilja
Birmingham eftir i enn meiri vand-
ræðum á botninum. 17 ára irskur pilt-
ur, Liam Brady, kom inná sem vara-
maður, og hann átti heiðurinn af
markinu sem Ray Kennedy skoraði.
2 Coventry-Everton l:2.Við þessum ó-
væntu úrslitum hafði vist enginn búist,
eftir góða frammistöðu Coventry að
undanförnu, enda var keppniskeimur
yfir sigrinum. Alan Green skoraði fyr-
ir Coventry snemma i leiknum á 12.
minútu, en Everton skoraði tvisvar á
siðustu átta mlnútunum, fyrst Mick
Leyons og svo John Connelly á 88. min.
Vafi þótti leika á þvi viö annað markið,
hvort boltinn hefði farið inn eða ekki.
X Derby-Norwich 1:1. Hér er komið
að fyrstíjafnteflinu. Colin Suggett gaf
Norwich óvænta forystu með góðu
marki, og var Derby lengi vel undir,
en það kom að þvi að Roger Davies
jafnaði metin með skalla. Derby mis-
notaði vitaspyrnuna.
X Ipswich-Tottenham 0:0. Ipswich
sótti mun meira, en varnarleikur
Tottenham var traustur, og liðinu
tókst að ná ætlunarverkinu, að ná jafn-
tefli á útivelli. En ekki var leikur liðs-
ins til að hrópa húrra fyrir.
X Leeds-Stoke 1:1. Þarna var sama
sagan, forystuliðið Leeds sótti af mikl-
um krafti, en Stoke varðist af prýði.
Leeds skoraði á 41. minútu með góðu
marki Mick Jones eftir undirbúning
AHan Clarke, en Stoke jafnaði á loka-
minútunni með skallamarki miðvarð-
arins Dennis Smith. Leeds hefur enn
þriggja stiga forystu, hefur 18 stig eftir
10 leiki.
1 Liverpool-Newcastle 2:1. Mestur á-
horfendafjöldinn var i þetta sinn á An-
field, 45.612 manns, og þeir sáu góðan
leik. Peter Cormack skoraði fyrir
heimamenn með þrumuskoti á 20.
minútu. Irving Natrass jafnaði, og
hann kom einnig við sögu þegar Liver-
pool skoraði sigurmarkið, þvi á 81.
minútu brá hann Steve Heighway inn-
an vitateigs, og Alec Lindsay skoraði
úr vitaspyrnunni sem dæmd var á
brotiö.
X Manch. City-Southampton 1:1.
Harður leikur, þar sem fjórir leik-
menn voru bókaðir og einn fluttur á
sjúkrahús, Mike Doyle. Rodney Marsh
skoraði með skalla á 39. mínútu, en
Mike Channon jafnaði metin fyrir
Southampton.
X QPR-Chelsea 1:1. Chelsea tók for-
ystuna i leiknum, þegar Terry Mancini
skoraði sjálfsmark. En undir lok leiks-
ins tókst QPR réttilega að jafna með
marki Don Givens.
X Sheff Utd.-Leicester 1:1. Ekkert lát
ætlar að verða á sigurgöngu nýliða
Burnley, og sigur þeirra var sannfær-
andi i þessum leik. Sigurmarkið gerði
miðvörðurinn Colin Waldron á 65. min-
útu, eftir að hafa fengið sendingu frá
Geoff Nulty. Ted McDougall i liði West
Ham var rekinn af Velli, eftir að hafa
slegið Burnley leikmanninn Collins I
andlitið.
1 Wolves-Man. Utd. 2:1. Man. Utd.
baröist grimmilega fyrir öðru stiginu,
en tókst ekki. Derek Dougan lagði
grunninn að sigri Wolves, og það var
hann sem skoraði sigurmarkið.
1 2. deild vann Middlesbrough góðan
sigur á útivelli, og hefur tveggja stiga
forystu. Leikur Sunderland og Sheff.
Wed. var á getraunaseðlinum I þetta
sinn, og vann Sunderland 3:1. I Skot-
landi unnu Celtic og Rangers, en
Hibernian gerði jafntefli við Aberdeen
á útivelli.
— SS.
Þetta er fyrsta myndin sem tekin var af þeim saman, Bobby og Jackie, eftir að
þeir gerðust báðir framkvæmdarstjórar. Hún er tekin I hádegisverðarboði Bell
wiskýfirmans, sem árlega verðlauna sigursælustu framkvæmdarstjóra ársins. Ekki
er annað að sjá en þeim liki lifið vel, og varia hefur ánægjan minnkaö upp á sið-
kastið, þvi þeim hefur báðum gengið vel. Middlesbrough lið Jackie er i efsta sæti i 2.
deild, og Preston lið Bobbys er ekki langt að baki, og munaði þó ekki nema hárs-
breidd og liðið félli i vor niður i 3. deild .
Leynimóti að Ijúka
Þaö var fyrir tilviljun eina aö
undirritaöur komst á snoöir um
aö svonefndu Reykjavikurmóti I
handknattleik yröi fram haldiö
á sunnudagskvöld. Þaö viröist
vera vilji stjórnarmanna HKRR
aö halda þessu móti sem mest
leyndu, enda voru áhorfendur
sárafáir. Tveir ieikir fóru fram,
m.a. tryggöi Fram sér sæti i
úrslitunumog mun þar iíkiega
mæta Val.
Fram Armann 15:9 (7:6)
Leikurinn var nokkuö jafn i
byrjun, en þegar leið á tóku
Framarar völdin, jafnvel þótt
þeir misstu Björgvin meiddan
af velli. Hjá Armanni vantaði
Vilberg og Olfert.
Mörk Fram: Axel 4, Andrés 3,
Arnar 2, Arni 2, Guðm. Þ. 2,
Gylfi og Pálmi eitt mark.
Mörk Armanns: Jón Astv. 5,
Björn 2, Þorsteinn og Ragnar 1
hvor.
KR-Fylkir 24:13 (8:6)
Yfirburðir KR-inga voru al-
geririsiðari hálfleik. Mörk KR:
Haukur 7, Björn 4, Gunnar 4,
Ævar 4, Stefán 2, Bogi, Þorvarð-
ur og Haraldur eitt hver.
Mörk Fylkis: Guðm. Sig. 5,
Einar E. 3, Einar Ag. 3, Kristinn
og Stefán eitt hvor.
Siðustu leikir undankeppninn-
ar fara fram á miðvikudags-
kvöld.
Knattspyrnuþjálfari
íþróttafélagið Völsungur óskar eftir að
ráða knattspyrnuþjálfara fyrir næsta
keppnistimabil. Umsóknarfrestur til 1.
nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Bjarna-
son i sima 41468.
Í.F.V.
Þriðjudagur 9. október T973.
o