Alþýðublaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 3
STEFNIR FRAMKVÆMDASTJORI
TlMANS ALÞÝDUBLAÐINU?
Udnir fyrirsögninni „Rógskrif
Alþýðublaðsins” vikur Timinn á
forsiðu sinni s.l. sunnudag að
frétt, sem Alþýðublaðið birti um
fjárhagsmál Timans s.l. laugar-
dag. I forsiðuklausu Timans er
sagt m.a., að Alþýðublaðið haldi
þvi fram, að framkvæmdastjóri
Timans hafi falsað bókhald
fyrir blaðstjórn Timans og hafi
blaðstjórnin skipað sérstaka
rannsóknarnefnd til þess að
rannsaka bókhaldið.
Eins og ljóslega kemur fram i
frétt Alþýðublaðsins frá þvi á
laugardaginn eru þessar full-
yrðingar Timans algerlega
rangar. Alþýðublaðið hefur
aldrei sagt eða gefið i skyn, að
framkvæmdastjórinn hafi
„falsað bókhald” blaðsins fyrir
blaðst jórn Timans né heldur, að
blaðstjórnin hafi skipað sér-
staka rannsóknarnefnd” til þess
að rannsaka bókhaldið. Alþýðu-
blaðið sagði, að i reikningsyfir-
liti, sem framkvæmdastjórinn
lagði fyrir blaðstjórnina um
rekstur blaðsins frá 1. jan. til 1.
september hefði komið fram 600
þús. kr. hagnaður á blaðrekstr-
inum, en þegar nánar var farið
að athuga málið hafi komið i
ljós, að i yfirliti framkvæmda-
stjórans hafi verið ótaldar ýms-
ar talsvert háar skuldir blaðs-
ins, sem það hafi stofnað til á
timabilinu. Alþýðublaðið sagði
siðan orðrétt:
„Þegar tillit hafði verið tekið
til þessara skulda mun tap
blaðsins fyrstu átta mánuði árs-
ins hafa numið eitthvað á
fimmtu milljón i stað 600 þUs.
kr. hagnaðar, eins og fram kom
i yfirliti framkvæmdastjórans.
Mál þessi hafa valdið stjórnend-
um Timans þungum áhyggjum,
og fól blaðstjórnin þvi sérstakri
nefnd-að yfirfara alla reikninga
blaðsins og gera nákvæma
skuldaskrá”.
Til nánari skýringar skal
fram tekið, að þessi „sérstaka
nefnd” er hin svonefnda „litla
blaðstjórn” Timans, sem m.a.
þeir Helgi Bergs, bankastjóri,
og Friðgeir Björnsson, lögfræð-
ingur, eiga sæti i.
Til enn frekari upplýsinga
skal fram tekið, að umrætt
reikningsyfirlit framkvæmda-
stjórans um rekstrarafkomu
Timans fyrstu átta mánuði árs-
ins var lagt fyrir blaðstjórnina
fyrri hluta septembermánaðar
sl.
Skömmu siðar — á öðrum
fundi blaðstjórnarinnar — komu
fram nýjar upplýsingar um
málin i itarlegri greinargerð frá
einum af trUnaðarmönnum
Timans i blaðrekstrinum og
bentu þær upplýsingar til, að ó-
taldar væru i yfirliti fram-
kvæmdastjórans töluvert háar
skuldir vegna hækkaðs verðs á
keyptri þjónust i Blaðaprenti. A
blaðstjórnarfundi um málið var
hinni sérstöku nefnd (þ.e.a.s.
hinni svonefndu „litlu blað-
stjórn” Timans) falið að yfir-
fara reikninga blaðsins með til-
liti til þessara nýju upplýsinga
og gera athuganir á fjárhags-
legri afkomu Utgáfunnar. SU
nefnd hefur nU þegar haldið einn
fund um málið, þar sem m.a.
framkvæmdastjóri Timans var
viðstaddur.
Alþýðublaðið hafði i gær tal af
þeim blaðstjórnarmönnum
Timans, sem i náðist, og lagði
fyrir þá eftirtaldar þrjár spurn-
ingar:
1. Telur þU, að það rekstrar-
uppgjör, sem framkvæmda-
stjóri Timans lagði fyrir fund
blaðstjórnarinnar, um rekstrar-
afkomuna á fyrstu átta mánuð-
um þessa árs hafi verið full-
nægjandi?
2. Er það rétt, að sérstakri
nefnd blaðstjórnar (nánar til
tekið hinni svonefndu „litlu
blaðstjórn”) hafi verið falið af
blaðstjórn að athuga sérstak-
lega einhverja þætti i blað-
rekstrinum og þá hverja?
3. Er það rétt, að i millitiðinni
— þ.e.a.s. frá þvi reikningsyfir-
lit framkvæmdastjórans var
lagt fram og þar til ákvörðun
var tekin um að fela „litlu blað-
stjórninni” að athuga nánar
einhver ákveðin atriði i rekstri
blaðsins, hafi blaðstjórn borist
nýjar upplýsingar i formi
greinargerðar, þar sem fram
hafi komið, að skuldir blaðsins,
sem það hefði stofnað til á um-
ræddum átta fyrstu mánuðum
þessa árs, væru til muna meiri,
en fram kom i margumræddu
yfirliti framkvæmdastjórans?
Þessum þrem spurningum
Fjármál Tímans
í athugun
Blaðstjórn Timans hefur
faliö ákveðnum hópi manna
með Helga Bergs, banka-
stjóra, i broddi fylkingar, að
yfirfara allar fjárreiður
Timans þar sem fram þykir
hafa komið, að rekstur
blaðsins hafi gengið til muna
verr, en fram kemur af
reikningsyfirliti, sem blað-
stjórninni var afhent fyrir
fáum vikum. 1 þessu
reikningsyfirliti, sem fram-
kvæmdastjóri Timans
Kristinn Finnbogason, mun
hafa tekið saman og nær yfir
fyrstu átta mánuöi yfir-
standandi árs, mun hafa veriö
sýndur 600 þUs. kr. hagnaður
af rekstrinum, en þegar nánar
er farið að athuga málið mun
hafa komið i ljós, aö ótaldar
hafi veriö ýmsar lalsvert
háar skuldir blaðsins, sem það
hefur stofnað til á timabilinu.
Þegar tillit hafði verið tekið til
þessara skulda mun tap
blaðsins fyrstu átta mánuði
ársins hafa numið eitthvað á
fimmtu milljón i stað 600 þUs.
kr. hagnaðar uins og fram
kom i yfirliti framkvæmda
stjórans.
Mál þessi hafa valdið stjórn-
endum Timans þungum á-
hyggjum.og fól blaöstjórnin
þvi sérstakri nefnd að yfirfara
alla reikninga blaðsins og
gera nákvæma skuldaskrá.
Frétt á bls. 3 í laugar-
dagsblaði Alþýðu-
blaðsins.
svöruðu eftirtaldir blað-
stjórnarmenn svo:
Friðgeir Björnsson, lög-
fræðingur: „Þar sem likur
benda til þess, að framkvæmda-
stjóri Timans, Kristinn
Finnbogason, hyggist hefja
málsókn á Alþýðublaðið Ut af
fréttum þess um þau mál, sem
hér er rætt um, þá tel ég rétt að
vera ekki að gefa neinar yfir-
lýsingar um málið eða Ut-
skýringar á aðdraganda þess
fyrr en þá ef mál þetta verður
dómstólamál og þá hjá þeim
aðilum, sem þá munu um mál
þetta íjalla.”
Þo r s t e i n n öl a f s s o n ,
viðskiptafræðingur: „Ég vil
ekki ræða mál þetta efnislega að
svo stöddu. Þar sem Kristinn
Finnbogason, framkvæmda-
stjóri Timans, hefur haft á orði
að hefja málsókn gegn Alþýðu-
blaðinu vegna þessa máls tel ég
ekki rétt að veita neinar upp-
lýsingar um málið opinberlega
fyrr en þá fyrir rétti, ef til sliks
kemur."
Öðinn Rögnvaldsson, ýfir-
verkstjóri: „Ég vil ekki láta
hafa neitt eftir mér, um þessi
mál.”
Alþýðublaðinu tókst ekki að
ná tali af l'leiri blaðstjórnar-
mönnum Timans en þessum.
Alþýðublaðið tekur enn einu
sinni fram, að sU l'ullyrðing
Timans er alröng, að Alþýðu-
blaðið hafi borið bókhalds-
falsanir á framkvæmdastjóra
Timans i sambandi við mál það
sem hér er um rætt. Hins vegar
verður hann að sjálfsögðu að
eiga um það við sjálían sig,
hvort hann telur ástæðu til
málshöfðunar á Alþýðublaðið
vegna fréttar þess um fjárhags-
mál Timans frá laugardeginum
13. okt. s.l. Alþýðublaðið sér
enga ástæðu lil þess að biðjast
afsökunar á þeim ummælum,
sem þareru viðhöfð —enda fela
þau ekki i sér þær aðdróttanir,
sem Timinn vill vera láta — og
Alþýðublaðið telur einnig að
ekkert það hafi komið fram i
málinu, sem se á þá lund, að
„leiðréttingu” þurfi að gera á
umræddri frétt.
Rógskrif
Alþýðublaðsins
1 ALÞÝÐUBLAÐINU i gær er
þvi haldið fram, að fram-
kvæmdastjóri Timans hafi
lagt falsað bókhald fyrir blað-
stjórn Timans, og hafi blað-
stjórnin skipað sérstaka rann-
sóknanefnd til að rannsaka
bókhaldið.
Af þessu tilefni hefur Ólafur
Jóhannesson forsætisráð-
herra, formaður blaðstjórnar
Timans, beðiö blaðið fyrir
eftirfarandi yfirlýsingu:
„Að gef nu tilefni vil ég lýsa
þvi yfir, að það er tilhæfulaust
með öllu, að „blaðstjórn Tim-
ans hafi falið ákveðnum hópi
manna með Helga Bergs
bankastjóra i broddi fylking-
ar, að yfirfara allar fjárreiður
Timans, þar sem fram þykir
hafa komiö, að rekstur blaðs-
ins hafi gengið til muna verr,
en fram kemur af reiknings-
yfirliti,sem blaðstjórninni var
afhent fyrir nokkrum vikum”,
eins og sagt er i Alþýðublaðinu
I gær.
Sérstök undirnefnd blað-
stjórnar hefur á undanförnum
árum starfað til aðstoðar
framkvæmdastjóra. t nefnd-
inni voru upphaflega Helgi
Bergs. Kristinn Finnbogason
og Friðgeir Björnsson. Þegar
Kristinn Finnbogason var ráð-
inn framkvæmdastjóri i stað
Kristjáns Benediktssonar
siðla á siðasta ári, vék Krist-
inn Finnbogason Ur nefndinni,
og I stað hans var kjörinn
Steingrimur Hermannsson. t
þessum efnum hefur þvi engin
breyting á orðið siðan Kristinn
Finnbogason tók við fram-
kvæmdastjórn Timans.
Ólafur Jóhannesson.”
Yfirlýsing frá Kristni
Kinnbogasyni, framkvæmda-
stjóra Timans:
„Þrátt fyrir það, að ég hafi
ásett mér að svara ekki nafn-
lausum rógskrifum i Alþýðu-
blaðinu og fleiri blöðum, þá
finnst mér aðdróttun sú um
fölsun á bókhaldi Timans, er
hirtist i Alþýðublaðinu i gær,
svo alvarlegs eðlis, að ég gct
ekki annað en stefnt for-
ráðamönnum Alþýðublaðsins
til ábyrgðar. Mun ég krefjast
þess, að þessi ummæli verði
dæmd dauð og ómerk fyrir
rétti, komi ekki við fyrsta
tækifæri tilhlýðilcg afsnkun og
leiðrétting á Alþýðublaðinu á
þessum tilhæfulausa áburði.
Kristinn Finnbogason."
Forsíðufrétt Tfmans
120 skip á loðnuna
og tíu vilja kaupa 800
lesta loðnuskip
Nýtt frumvarp um loðnu-
löndun verður lagt fram á
Alþingi á næstu dögum. Veitir
vist ekki af að hafa góöa stjórn á
loðnulöndunarmálunum á næstu
vertið, þvi fróðir menn telja að
veiðiskipin verði allt að 120 en i
fyrra voru þau rUmlega 80
talsins. BUast má við uppgripum
hjá bátunum, þvi eins og verð-
lagsþróunin er i dag á erlendum
mjölmarkaði, er liklegt að loðnu-
verðið verði 4-5 krónur á næstu
vertið, en það var i fyrra, 1,96,
krónur, og 1,76 krónur eftir 1.
mars. Tvöfaldast verðið og vel
það.
Veiðiskipin verða hin fjöl-
breytilegustu, allt frá 100 lesta
bátum með flottroll upp i 1000
lesta togara. Þá hafa 10 Ut-
gerðarmenn sótt um rikisábyrgð
vegna kaupa á 800 lesta loðnu-
veiðiskipum frá skipasmiðastöð i
Mandal i Noregi. Eru þetta 2
aöilar i Vestmannaeyjum, tveir á
Stöðvarfirði, og einn aðili á
eftirtöldum stöðum: Reykjavik,
Akranesi, Ólafsvik, Hellisandi,
FáskrUðsfirði og Reyðarfirði.
Rikisstjórnin hefur máíið til af-
greiðslu.
Margar fiskbræðslur hafa
stækkað við sig frá siðustu ver-
tið, og enn aðrar hafa aukið af-
köst sin. Þá munu einhverjar
verksmiðjur, sem ekki tóku við
loðnu i fyrra, taka við loðnu til
bræðslu á næstu vertið. Loðnu-
lönduninni verður eins og i fyrra
stjórnað af sérstakri loðnu-
löndunarnefnd.
Björnshollir
trúnaðarmenn
fá að fjúka
Menn, sen\ vel fylgjast
meö verkalýðsmálum,
hafa tjáö Alþýðublaðinu,
að nýjasta herbragð
kommúnista á Akureyri
sé að setja sem flesta
trúnaðarmenn Verkalýðs-
félagsins Einingar, sem
eru hliðhollir Birni Jóns-
syni, umsvifalaust úr em-
bætti og skipa sína menn f
staðinn. Það er formaður
félagsins, Jón Ásgeirsson,
sem þetta gerir upp á
eigin spýturogán samráðs
við stjórn félagsins, en
samkvæmt félagslögum
er það þó stjórnin, sem
skipa á trúnaðarmenn
félagsinsá vinnustöðum.
Samkvæmt skipulagi verka-
lýðsfélaganna eru trúnaðar-
mannaráðin mjög valdamiklar
stofnanir innan þeirra. Það eru
m.a. trUnaðarmennirnir, sem
geta veitt félaginu heimild til
vinnustöðvunar og i þeirri
baráttu, sem framundan er —
þar sem kommUnistar norðan-
lands hyggjast kljUfa sig frá
öðrum stéttarfélögum i
samningamálunum — skiptir
miklu, hverrar skoðunar meiri-
hluti trUnaðarmannanna er.
Eins og sakir standa munu
stuðningsmenn Björn Jónssonar
vera i meirihluta i trUnaðar-
mannaráði Einingar og einnig
hafa meirihluta I stjórn
félagsins, þótt formaóurinn,
kommúnistinn Jón Asgeirsson,
sé ákafur andstæðingur Björns
og raunar ASl-forystunnar allr-
ar. Til þess að reyna að snUa
málunum sér i hag hefur hann
þvi gripið til þess ráðs að stofna
til deilna við þá trUnaðarmenn,
sem Birni eru hliðhollir, og
notar þær deilur siðan sem
ástæðu til þess að setja
trunaðarmennina af og skipa
sina menn i staðinn.
Þriðjudagur 16. október 1973
o