Alþýðublaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 10
Fjórðungur liðinn af ensku deildarkeppninni Burnley fetar sig að toppsætinu Nú er rétt rúmur fjórðungur liðinn af deiidarkeppninni i Englandi — 11 leikir búnir af 42. Leeds hefur haldið forystunni allan timann, en nú er Burnley að fikra sig nær toppsætinu. Burnley hefur staðið sig mjög vel að undanförnu, og ekki tapað leik á meðan Leeds hefur orðið að gefa eftir eitt og eitt stig. Leeds er nú með 19 stig eftir 11 leiki, og Burnley með 17 stig eftir jafnmarga leiki. West Ham er nú komið i botnsætið, en það litt eftir- sókarverða sæti hefur verið i höndum Birmingham um langa hríð. 1 Birmingham-Wolves 2:1. Þarna vann Birmingham sinn fyrsta sigur i langan tima.en hann varð þeim dýr, þvi liðið missti nýja markvörðinn Garry Sprake meiddan af velli, John Richards skoraði fyrst fyrir trlfana, fyrsta mark þessa mikla markaskorara á tfma- bilinu. Francis jafnaði úr vita- spyrnu og Burns gerði sigur- markið. 1 Burnley - QPR 2:1. Sigur Burnley var aldrei i hættu, og hann hefði jafnvel getað orðið stærri. Aðeins frábær mark- varsla Phil Parkes hjá QPR kom i veg fyrir það. Leighton James var illstöðvandi i fram- linu Burnley, og hann skoraði gott mark á 43. min. Dave Thomas, sem Burnley seldi frá sér i fyrra, þegar félagið var 1 peningakröggum, jafnaði metin á 60. minútu, en sigurmarkið gerði kornungur leikmaður, Ray Hankin. 2 Chelsea-Ipswich 2:3.Ipseich er I stórsókn þessa stundina, og þessi óvænti útisigur var engin tilviljun. David Johnssons skoraði tvö af mörkum Ipseich og Brian Hamilton eitt mark. Mörk Chelsea gerðu Tommy Baldwin og John Hollins (viti). I Everton- West Ham 1:0. West Ham er nú að komast i al- varleg vandræði, og með þessu tapi for liðið i botnsætiö. Harper skoraði eina mark þessa heldur tilþrifalitla leiks. X Leicester - Leeds 2:2.Þetta var sem vænta mátti hörkuleik- ur, og Leeds komst i vanda I byrjun.þegar Leicester komst i 2:0 með mörkum Worthington og Birchenhall. En leikmenn Leeds sýndu að þeir eru engir aukvisar heldur tókst þeim að jafna með mörkum Jones og Bremner, og undir lokin mátti Leicester þakka fyrir annað stigið, markvarsla Peter Shilton sá um það. 2 Man. Utd. -Derby 1 0:1. Heldur gengur illa hjá Man. Utd. og ekki bætir úr skák að innbyrðis deilur hafa blossað upp hjá liðinu. Derby lék mjög vel i byrjun og Kevin Hector skoraði eftir 4 minútur. En und- John Richards, marka- kóngurinn i fyrra. Honum hefur gengið afar illa i haust, og það var fyrst á laugar- daginn að honum tókst að finna netamöskvana. En það dugði ekki, iiö hans Wolves tapaði 1:2 fyrir botnliðinu Birmingham. ir lokin sótti United ákaft, en tókst þó ekki að skora. 1 Newcastle - Man. City. 1:0. Malcholm McDonald skoraði eina mark leiksins, 100. deildar- mark þessa fyrrum bakvarðar. Sigur liðsins var aldrei i hættu. X Norwich - Coventry 0:0. Fátt markvert má segja um þennan leik, hann fellur i gleymsku, sem enn eitt litt spennandi markalaust jafntefli. Norwich þó nær sigri. 1 Southampton - Liverpool 1:0. Mark, sem Mike Channon skoraði úr vitaspyrnu á 7. minútu tryggði bæði stigin. Lloyd brá Channon innan vita- teigs. Meisturum Liverpool hefur alltaf vegnað illa á heima- velli Dýrðlinganna, og þessi leikur var engin undantekning. Sigur þeirra hefði getað orðið stærri. Channon bókaður. 2 Stoke-Sheffield Utd. 1:2. Heimaleikir Stoke eru alltaf vandræðagripir, þeir hefjast seinna en aðrir leikir, og þvl er erfitt að fá af þeim fréttir. Ekki er vitað, hverjir gerðu mörkin i leiknum, en óhætt er að segja að úrslit hans koma á óvart. 1 Tottenham - Arsenal. Þetta var afar lélegur leikur Lundúnaliðanna tveggja, og mörkin tvö komu ekki fyrr en i lokin, þau gerði Alan Gilsean og Martin Peters. Sjúkralisti Arsenal lengist stöðugt. I 2. deild héldu toppliðin sinu striki, og getraunaleik Orient og Notth. Forest lauk með sigri Orient 2:1. Middlesbrough er enn i efsta sæti. -SS. Þrír með ellefu rétta Það ætlar að verða bið á þvi að fram komi seðill meö 12réttum leikjum í getraununum. Þegar starfsmenn Getrauna hf. fóru yfir seðlana i gær, komu fram þrjár raðir með 11 rétta leiki og 22 raðir með 10 leiki rétta. Enginn seðill fannst með 12 réttum að þessu sinni. Eigendur seðlanna með 11 réttum fá i sinn hlut 131 þúsund krónur hver, en eigendur seðlanna með 10 réttum fá 7.600 krónur. Tveir vinningsseðlanna voru úr Reykjavik og einn úr Kópavogi. Seldar raðir voru að þessu sinni rúmlega 45 þúsund, og pottur- inn 560 þúsund. Er þetta nokkur aukning frá fyrri viku, og 19 þúsund raða aukningfrá sama tima i fyrra. -SS. VJí- A . ... ' ' aj-L ‘ „h' i ' i‘~, rl 'iiri’i f, ■' ” ■ ■ ' - ísl. unglingaliðið keppir í EM í kvöld Irarnir með sterkt lið A gærmorgun hélt isienska ungiingalandsliðið I knattspyrnu áleiðis til Dublin i irlandi, en I kvöld leikur liðið við ira I undan- keppni Evröpukeppni unglinga. 1 hópnum eru 20 manns, 16 leik- menn og 4 fararstjórar. irska liðið er ákaflega sterkt, og f þvf eru margir piltar, sem þegar eru komnir á samning hjá enskum at- vinnumannaliðum. Má þar nefna Liam Brady Arsenal sem vakti á sér athygli ekki alls fyrir löngu. Fararstjórn islenska liðsins er þannig: Jens Sumarliðason og Arni Agústsson, fararstjórar, Albert Eymundsson þjálfari og Sigurður Steindórsson, liðsstjóri Leikmenn eru eftirtaldir: Ólafur Magnússon, Valur, 3.10 óskar Tómasson, Vikingur 29.1 1955, Guðmundur Hallsteinsson, Fram, 3.1. 1956, Janus Guðlaugsson, FH. 7.10. 1955, Guðjón Hilmarsson, K.R. 8.11. 1956, Arni Valgeirsson, Þróttur, 24.10. 1956, Guðjón Þórðarson, l.A. 14.9. 1955, Gunnlaugur Kristfinnsson, Vikingur, 13.8 1955, Guðmundur Arason, Vikingur, 26.7. 1956, Hannes Lárusson, Valur, 26. 9. 1955, 1956, Kristinn Björnsson, Valur 13.9: 1955, Arni Sveinsson, l.A. 12.2. 1956, Ragnar Gislason, Vikingur 6.1. 1956, Jóhannes, V. Bjarnason, Þróttur 9.8. 1955, Hálfdán örlygsson, K.R. 15.9. 1956, Theodór Sigurðsson, F.H. 17.12. 1956. írska landsliðið trska landsliðið, sem leikur gegn Islandi verður skipað leik- mönnum, er valdir verða úr eftirtöldum hóp. Atta af þessum leikmönnum voru með Irska unglingalandsliðinu i úr- slitakeppni unglingamóts UEFAivorá ltaliu,enþar stóð hið unga lið Irlands sig frá- bærilega vel. Gera má ráð fyrir að allir leikmennirnir irsku hafi ritað undir atvinnumannasamning i einhverju formi, og þó sérstak- lega þeir, sem titlaðir eru við ensku atvinnumannaliðin. Anthony Buckley (Derby Co.) 26 9. 1956, Gerald Fagan (Shelbourne) 24.10 1955, Paul Byrne (Home Farm) 23.9 1957, Andrew Murray (Rush Ath.) 29.8. 1956, J.O’ Brien (Arsenal) 18.12. 1956, David O’ Leary (Arsenal) 2.5 1958, Desmond Mangan (Sheilbourne) 22.9 1956, Francis Williams (Shel- bourne) 22.10 1955, David Lang- an (Derby Co.) 16.2. 1957, John Long (Wembley) 10.6. 1956, Gerard Hogan (LeedsUtd.) 16.9 1956, Liam Brady (Arsenal) 13.2 1956, Thomas O’ Brien (Coventry City) 3.2. 1957, Noel King (Home Farm) 13. 9. 1956, Harold McLoughlin (Sligo Rov- ers) 12.11 1956, Donald O’ Riordan (Derby Co.) 14.5. 1957, Edward Hogan (Derby Co.) 17.11. 1956, Patrick McDaid (Letterkenny Rovers) 16.9 1956, William Gillen (Crofton Celtic) 27.4 1956, Patrick Byrne (Rangers) 15.5. 1956, Francis Stapleton (Arsenal) 8.10 1956, John Murphy (Arsenal) 27.8 1957, Maurice Daly (Wolves) 28.11. 1956, Noel Mitten (Manchester Utd.) 5.1 1957, Gerard Duggan (Fairview Rangers) 11.6. 1956. Búlgaria og Austur—Þýska- land hafa svo gott sem tryggt sér sæti i úrslitakeppni HM I knattspyrnu á næsta ári. Fimm þjóðir hafa tryggt sér fast sæti þar, Vestur—Þjóð- verjar, Brasilia, Urugay, Skotland og Argentina. I 4. Evrópuriðli léku Rúmenia og Finnland á sunnudaginn, og vann Rúmenía 9:0. Þessi stórsigur- dugir Rúmenum varla, þvi Austur-Þjóðverjum nægir jafntefli gegn Albaniu 3. nóvember n.k. i Albaniu. Staðan i riðlinum er þessi: Rúmenia 641117: 4 9 A-Þýskal 5 401 14: 28 Finnland 61 14 3 21 3 Albania 5 1 0 4 2:9 2 1 6. riðli léku Portúgal og Búlgaria i Lissabon á sunnu- daginn, og varð jafntefli 2:2. Staðan i riölinum er þessi: Búlgaria 5 3 20 11:38 Portúgal 5 22 1 9:5 6 N-írland 5 122 1:5 4 Kypur 5 10 4 1:92 Búlgaria á eftir að leika við Kýpur heima, og nægir jafn- tefli. Búlgaria má jafnvel við þvi að tapa, ef Portúgal vinnur ekki Irana stórt heima. Þá komast Búlgarar áfram á betri markatölu, svo sjá má að staða þeirra er mjög góð. Mistök Þau mistök áttu sér stað á i- þróttasiöunni á laugardaginn, að i dálki minum ”t hrein- skilni sagt", féllu niður loka orðin. Þetta var afar óheppi legt, og gerði greinina heldur hjákátlega, þvi iokaorðin voru einmitt kveikja greinarinnar, áskorun til iþróttaáhugafólks um að taka nú myndarlega til höndum og styrkja landsliö okkar i handknattleik, með þvi að kaupa styrktarmerkin. Er þessari áskorun hér meö komið á framfæri. Með von um góðan ágangur. —SS Wr Þriðjudagur 16. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.