Alþýðublaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 11
íþróttir Ólafur Jónsson var hreint óstöövandi fyrir varnarmcnn ttalanna. A myndinni aö ofan hef ur hann sloppið i gegnum varnarvegginn og skorar glæsilega. Aft neftan sést Auftunn Óskarsson skora, en hann átti mjög góftan leik á linunni. Myndirnar tók Friftþjófur. Nú blasir alvaran við landsliðinu Nú blasir alvaran vift islenzka landsliftinu. A sunnudaginn mætum vift Frökkum i fyrri leiknum i Paris. Þaft var vitaft mál aft leikirnir vift itali yrftu afteins formsatrifti, og markatalan 26:9 i fyrri leikn- um á sunnudaginn, var ósköp svipuft þvi sem menn höföu gert sér f hugarlund fyrirfram. italir eru ný- græðingar i handknattleiknum, en Frakkar eru orftnir þar rótgrónir. Þeir hafa náft svipuftum árangri og vift á undanförnum árum, og þvi verfta okkar menn aft taka á öllu sinu, ef tækifærinu á lokasæti HM á ekki aft glopra niftur. Leikurinn við ítali var heldur léleg skemmtun fyrir hina rúm- lega 2000 áhorfendur. ttalarnir með sitt unga lið eiga enn töluvert langt i land með að ná upp fram- bærilegu liði. Leikmenn þeirra eru snarir og liprir, en vita kraft- lausir i skotum sínum. Þeir léku þá skynsamlegu taktik að halda boltanum sem lengst, draga okkar menn út á völlinn, og reyna svo gegnumbrot á linunni. Þessi svæfingaraðferð heppnaðist, með hjálp afar lélegra norksra dómara, sem dæmdu aldrei leik- töf á Italiu allan leikinn, svo furðulegt sem það nú er. Þannig fengu ttalirnir að halda knettinum lon og don, og þar með urðu sóknarlotur okkar færri en ella. Nýtingin var með albesta móti i sókninni, miðað við fyrri s > G -2 ra 15C jO — & O) S :® S .5 « « - - t « * cd rt j; W) '*"* f2 £ í s® 4> -1 °:0 m No. 2. Gunnsteinn Skúlason 220000021 No. 3. Jón Karlsson 320100000 No. 4. Viðar Simonarson 330000001 No. 5. Einar Magnússon 420020200 No. 7. Ólafur H. Jónsson 8 7 0 0 1 0 1 1 1 No. 8. Jón H. Magnússon 210100001 No. 9. Auðunn Óskarsson 220000014 No. 10. Hörður Sigmarsson 440000001 No. 11. Axel Axelsson 730311000 No. 15. Viggó Sigurðsson 000000000 1 Leikurinn í tölum Hér kemur yfirlit fyrir landsleikinn við ttali i tölum. Það er ætið vandi að gera slikar töflur þvi þær má gera á margvislegan hátt. Hér er sú leið valin að taka aðeins sóknarlotur tslendinga i reikninginn, og þá aðeins að þær gangi upp, i besta falli með marki. Að öðrum kosti sýnir hún hvað varð af boltanum ef um skot var að ræða, eða þá að leikmaður tapaði bolta, t.d. með þvi að missa boltann til andstæðinganna, stiga á linu, láta dæma á sig, o.s. frv. Taldar eru með linusendingar sem gáfu af sér mark, og hvaða leikmenn voru duglegastir að fiska viti. Taflan ber það með sér að skotnýtingin og nýting sóknarlotanna yfirleitt hefur verið i goðu lagi, einkanlega þó hjá vissum mönn- um, svo sem Olafi, Viðari, Herði, Auðunni og Gunnsteini. Þá hefur Auðunn verið drjúgur að krækja sér i viti þó uppskera þeirra hafi nú kannski ekki orðið sem skyldi. Eftirtektarvert er að allir leik- mennirnir skora mark, utan Viggó Sigurðsson, en hann gerði þó ágætt mark, sem dæmt var ógilt af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. landsleiki, enda varnarleiKur Italanna ekki upp á marga fiska, né heldur markvarsla. Mörkin komu jafnt og þétt, ef undanskil- inn er niu minútna kafli i siðari hálfleik. Þá fundu okkar menn ekki netamöskvana, heldur klúðruðu hverju tækifærinu af öðru. Þó sá liðsstjórnin enga á- stæðu til að breyta til, og sátu þó Axel og Jón Hjaltalin á bekkjun- um þennan tima. Að ekki skuli skorað mark i heilar niu minútur gegn sliku liði sem Italiu, sýnir að eitthvað er ekki i lagi. Það er nokkuð alvarlegur hlutur að liðs- stjórnin skyldi ekki gera viðeig- aodi ráðstafa,nir.. Annar neikvæður hlútur viö þennan landsleik voru vitaköstin. Alls fengust niu vitaköst i leikn- um, og nýttust aðeins fimm þeirra, en fjögur vitaköst varði italski markvörðurinn, sem þó ekkert gat. Var þetta það eina sem hann varði allan leikinn! Þeir sem gerðu sig seka um mis- notkun vitakastanna voru Axel (2), Einar og Jón Hjaltalin. Axel skoraði svo úr þremur vitaköst- um og Viðar úr tveimur. Vitaköst eiga að vera 90% örugg, og ef þau eru það ekki, þá þarf greinilega að æfa sérstaklega. Sóknin virkaði oft á tiðum skipulagslaus, en góð þess á milli. Hætta var á þvi, þar sem slikur sægur var af langskyttum, að leikurinn yrði einskonar skot- keppni einstakra leikmanna, en svo varð ekki, hver vann fyrir annan og eigingirni varð ekki vart. Þetta var það gleðilegasta við leikinn. Olafur Jónsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins, sifellt ógnandi með hraða sinum og krafti, og 7 mörk úr 8 skotum tala sinu máli. Margir aðrir höfðu svo til villu- lausan leik, og er vert að visa til töflunnar málinu til stuðnings. Næst Ölafi kom Hörður Sigmars- son best út úr leiknum. Þar er á ferðinni framtiðarmaður i lands- liði. Þá má nefna Viðar, Gunn- stein og Auðunn, en tveir þeir siöastnefndu voru einu linumenn- irnir i liðinu, og er það atriði sem bæta þarf. Litið bar á stór- skyttunum Jóni Hj.,Axeli og Ein- Framhald á bls. 4 100 þúsund fyrsta daginn! j ”Vift fengum framúrskarandi góftar vifttökur, betri en vift þorftum nokkru sinni aft vona”, sagfti Sigurftur Jónsson formaftur fjáröflunarncfndar IISl cr vift ræddum vift eftir leikinn á sunnudaginn. Þá um daginn bauft ncfndin i fyrsta sinn til sölu styrktarmerki landsliftsins, sem sagt hefur verift frá. Salan gekk injög vel, 500 merki seldust. þaft þýftir 100 þúsund krónur i styrktarsjóftinn. Lætur nærri aft helmingur fullorftinna áhorfenda að leiknum hafi keypt styrktarmerki, og sýnir þetta vel þær vinsældir sem hand- knattleikurinn nýtur meftal iþróttaáhugamanna. Þeir vilja greinilega leggja sitt af mörkum, til þess aft gera handknattleiksmönnum okkar kleift aft keppa aft því aft verða i hópi þeirra bestu i hciminum. Þriðjudagur 16. október 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.