Alþýðublaðið - 18.10.1973, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1973, Síða 2
Allt of faar hitaeiningar sóttar í ávexti og grænmeti Norskir næringarsérfræðingar á einu máli um að auka beri neyslu á þessum fæðutegundum. Hvernig skyldum við vera þar á vegi stödd? Enda þótt neysla ávaxta og græn- metis hafi aukist i Noregi á undan- förnum árum, telja næringarsérfræð- ingar þar, að þessar mikilvægu fæðu- tegundir skipi ekki eins veglegan sess i daglegu mataræði og almenn heil- brigði krefjist. Hvað grænmeti snert- ir, þá heíur næringarmálaráðið norska ákveðið, að hver einstakling- ur eigi að neyta að jafnaði minnst 200 gr daglega. Það yrðu um 73 kg af grænmeti á hvern fjölskyldumeðlim yfir árið — en eins og er þá neytir hver norskur einstaklingur ekki nema 35 kg yfir árið að meðaltali. Þaö liggja margar orsakir til þess að talið er æskilegt, að þjóðin neyti meira af grænmeti og á- vöxtum, að þvi er þetta sérfræð- ingaráð segir, en aðalatriðið er , að þær fæðutegundir innihalda nauðsynlegustu fjörefnin og steinefnin. Þær veita mataræðinu þá fjölbreytni, sem einkum er mikilvæg fyrir meltinguna, en meltingartregðan er að verða einhver útbreiddasti og hvimleið- asti sjúkdómur i hverju vel- ferðarríki nútimans, segja norsku sérfræðingarnir. Auk þess veitir grænmetið og ávextirnir tönnun- um nauðsynlega áreynslu. Kartöflurnar eru enn sú tegund grænmetis, sem mest er neytt i Noregi. Æskilegasti skammtur- inn af kartöflum er um 500 gr á hvern einstakling á dag, eða 180 kg á hvern einstakling yfir árið. En að undanförnu hefur kartöflu- neyslan farið stórum þverrandi. Arið 1955 var hún 92 kg á hvern landsmann, en árið sem leið ekki nema 83 kg. Neysla ávaxta og berja hefur aftur á móti aukist nokkuð, jafnt og þétt eða úr 41 kg á hvern ein- stakling árið 1955 i rúmlega 68 kg siðastliðið ár, en sérfræðingarnir telja að enn skorti talsvert á að hinu æskilega neyslumarki sé náð. Einungis 10% af hitaeininga- þörf sinni fær þjóðin úr grænmeti og ávöxtum, en hinsvegar fær hún 22% úr feiti — svo sem smjörliki, smjöri, rjóma og matarolium. Þegar þeir norskir kaupmenn, sem einkum versla með græn- meti og ávexti hefja að öllum lik- indum á næstunni auglýsingaher- ferð fyrir aukinni sölu, hafa þeir næringarsérfræðingana að bak- hjarli. Þeir hafa hvað eftir annað áður lagt áherslu á mikla þörf fyrir breytt mataræði, og þá, eins og nú, sér í lagi á aukna neyslu grænmetis og ávaxta. En það er ekki einungis i Nor- egi, sem sérfræðingar á þessu sviði láta til sin heyra, heldur hafa og sænskir sérfræðingar haf- ið áróður fyrir breyttu mataræði. Þar hefur sú stofnun, sem um þau mál fjallar á vegum heilbrigðis- málaráðuneytisins, sett það mark að auka þjóðarneysluna á græn- meti um 100%, á timabilinu 1974-1980, en um 50% hvaö ávext- ina snertir. Hefur stofnuninni verið heitið allriflegum, efna- hagslegum stuðningi til að vinna að framkvæmd málsins. Og öllum ber saman um það, lærðum sem leikum, að það sé auðvelt að framreiða bæði græn- metið og ávextina i ótal tilbrigð- um, jafnt á matborðið á virkum dögum og hátiðisdögum, þannig að fólk fái ekki leiða á þvi góð- meti. Þar er ekki einungis um að ræða hollan mat, heldur mun sið- ur fitandi en margflestar aðrar fæðutegundir, og það hefur sinn kost einmitt nú, þegar allir þegn- ar velferðarrikjanna ganga si og æ með hitann i haldinu út af linun- um. Joan Kennedy skemmtir sér Joan Kennedy, hin 37 ára gamla eiginkona kins rösklega fertuga Edwards Kennedy, hefur skemmt sér stórkostlega i Evrópu. Nú sem stendur er fylgdarmaður hennar italskur gleöidrengur, sem hún hitti i Feneyjum. Strax fóru að ganga um það sögur i Bandarikjunum, að hjónaskilnaður væri yfirvof- andi. En Edward Kennedy sló á allan slikan söguburð, þegar hann sagði nýlega i viðtali við Daily Mirror i London: — Konan min var á tónlistar- hátið i Salzburg. Að þvi loknu heimsótti hún nokkra vini i Fen- eyjum. En samkvæmt sögusögnum, sem ganga i Washington og London, er ýmislegt meira i málinu fólgið. Alveg eins og Jaqueline og John F. Kennedy á sinum tima uröu sammála um að lifa hvort sinu lifi, hafa þau Joan og Edward Kennedy auö- sjáanlega komið sér saman um slikt hið sama. Og á meðan dreift er um allan heim ljósmyndum af Joan þar sem hún stigur dans i nætur- klúbbunum situr Edward um kyrrt heima i Bandarikjunum Aður var það hann, sem var úti um hvippinn og hvappinn og lifði lifi sinu ”til hliðar við” fjöl- skylduna. Að sögn breskra blaða hefur Joan nú fengið meira en nóg af rólegheitum heimilislifsins. Aður stóð hún ávallt við hlið manns sins, þegar eitthvað var honum andstætt. Það gerði hún einnig árið 1968, eftir hið hörmulega slys þar sem Mary Jo Kopechne lét lifið eftir sam- kvæmi i Massachusettes. Það, sem heldur hjónaband- inu nú saman, er það stjórn- málalega tillit, sem taka verður. Eins og nú standa sakir er Edward Kennedy liklegasti frambjóðandi Demókrata við næstu forsetakosningar i Bandarikjunum. En það væri með öllu útilokað, ef fjölskyldu- lif hans væri allt lagt i rúst með hjónaskilnaði. Nýtt í ullariðnaðinum Prjónaflíkur, sem þola þvott í vélum Settu ullarpeysuna i þvotta- vélina, þegar hún er oröin óhrein. Hún þolir það og verður sem ný — vel að merkja ef garnið, sem peysan er prjónuð úr, ber merkið Superwash. Það merkir, að garnið hefur fengið sérstaka meðhöndlun, sem fag- menn i IWS — International Wool Secretariaty — hafa fundið upp. Ull er náttúrBegt efni, létt i vinnslu og þægilegt i að vera, en fólk hefur ávallt þurft að fara ákaflega varlega með ullarföt i þvotti, svo þau aflagist ekki — hlaupi ekki, togni eða lóist. 1 mörg ár hefur sérmenntað fólk á vegum IWS unnið að þvi að gera ullina þvotthæfa meö við- varandi meðhöndlun gegn hlaupi, sem ekki breyti eigin- leikum ullarinnar. Nú hefur árangur náðst og i Englandi hafa garnverksmiður þegar hafið framleiðslu á prjónuðum flikum og garni, sem þolir þvott f þvottavél. Þar sem Islend- Superwash er kenniorðið ingar flytja talsvert inn af prjónaflikum frá Englandi liður sennilega ekki á löngu áður, en slikar þvottekta ullarflikur fara aö fást i verslunum hér. Það er sama frá hvaöa fram- leiðanda varan er. Ef hún ber merkið Superwash i vörumerki sinu þá táknar það að ullin sé þvottekta og þoli þvott i vélum. Hvað merkir Superwash? Superwash er ný aðferð, sem geir ull þvottekta. t stórum dráttum er meðhöndlunin röð nokkuð flikinna ráðstafana, sem miða að þvi að þekja uilarhárin með örþunnu lagi af sérstöku efni sem ekki helypir varni — og þá ekki heldur óhreinindum — að uilarhárunum sjálfum. Aðferð þessi er varanleg og endist svo lengi sem ullarflikin endist. UUin heldur samt ailri sinni mýkt, litektun og styrk- leika. Hún vcrður meira aö sgja frekar sterkari en hitt við með- höndlunina. En ckki má þvo þessar flikur i heitara vatni, en 40 stigum á Celcius. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. SÆLGATISOCBO Skipholt 29 — Sími 244G6 BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. kTEL 14444*25555 imm BlLALEIGA car rental 0 Fimmtudagur 18. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.