Alþýðublaðið - 18.10.1973, Side 3

Alþýðublaðið - 18.10.1973, Side 3
Utanríkisþjónustan í krónuspegli: Við leggjum meira til Nato en til Sameinuöu þjóðanna Skipulag utanrikisþjónustu okkar hefur oft borið á góma að undanförnu, og vinnur nú sérstakur embættismaður að þvl að gera tillögur um breyt- ingar á henni til utanrikisráð- herra. Þær raddir hafa oft heyrst að við berumst um of á með sendiráð I hinum Norður- löndunum, meðan Islensk' sendiráð vanti tilfinnanlega annars staðar. Allar umræður um lokun Islenskra sendiráða I einhverju hinna Norðurland- anna hafa þó stöðvast vegna mjög eindreginnar andstöðu frændþjóða okkar, til dæmis Norðmanna, þegar sendiráðið I Osló bar á góma. En hvernig er þá utanríkis- þjónusta okkar I krónuspegli? 1 fjárlagafrumvarpi rikis- stjórnarinnar er gert ráð fyrir ,um 316 milljónum króna til utanrlkisráðuneytisins. Til reksturs ráðuneytisins sjálfs eiga að fara 49,3 milljónir króna, til varnamáladeildar 7.2 milljónir og til embættis lögreglustjórans á Kefla- vlkurflugvelli tæpar 62 milljónir. Dýrasta sendiráðið okkar er I Parls, en með þvl eru fasta- nefndir íslands hjá OECD og IJNESCO og einnig hefur sendiráðið Egyptaland, Eþlóplu og Júgóslavíu á sinni könnu. Til þessa eiga að fara 13.2 milljónir króna. Fastanefnd okkar hjá Sam- einuðu þjóðunum og aðal- ræðismannaskrifstofan I New York koma fast á eftir með rétt rösklega 13 milljónir. 1 þriðja sæti koma sendiráð- ið I Brussel og fastanefnd okk- ar hjá NATO, en til þeirra ætl- um við 11,8 milljónir. Sendiráðið I Moskvu er dýr- Paris er okkur dyrust en sendiraðiö í Stokk- hólmi er þaö ódyrasta ast einstakra sendiráða og kostar okkur með Búlgariu og Rúmeniu 11,6 milljónir og sendiráðið I London mun kosta okkur að öllu forfallalausu um 11,1 milljón, en þar eru Hol- land, Spánn, Portúgal og Nlgeria llka með. Sendiráðinu I Bonn sem einnig annast Sviss, Grikk- land, Iran og Japan og fasta- nefnd okkar hjá Evrópuráði ætlum við um 10,9 milljónir króna og af Norðurlanda- sendiráðunum er það í Kaup- mannahöfn dýrast, 10,5 milljónir en þvl fylgja Kina, lrland og Tyrkland. Til sendi- ráðsins I Washington eiga að fara rösklega 10,2 milljónir króna, en það hefur og Suður- Ameriku, Kanada og Kúbu á sinni könnu. Þá eru ótalin tvö sendiráð á hinum Norðurlöndunum, til sendiráðsins I Osló eiga að fara rétt rösklega 9 milljónir en sendiherra okkar I Osló annast lika Pólland, ísrael, ítaliu og Tékkóslóvakiu og sendiráðið I Stokkhólmi reyn- ist okkur ódýrast, 8,8 milljónir ^ það að kosta á árinu 1974, en þar eru Finnland og Austur- riki til húsa. Lestina rekur svo fasta- nefnd okkar hjá EFTA I Genf, sem er um milljón ódýrari en sendiráðiö i Stokkhólmi, eða upp á rétt tæpar 7,9 milljónir króna. En það er fleira sem tilheyr- ir utanrikisráðuneytinu, þegar það er gert upp I krónutali. Við ætlum að segja 5 milljónir I aðstoð við þróunarlöndin og 800 þúsund til Flóttamanna- ráös íslands. Þá greiðum við 34 tillög til alþjóðastofnana og samtaka, samtals 73,5 milljónir króna. Það er Alþjóðaframfara- stofnunin langhæst á blaði með 21,4 milljónir, til Atlans- hafsbandalagsins leggjum við 8,9 milljónir, til Sameinuðu þjóðanna greiðum við tæpar 8 milljónir og til þróunaraðstoð- ar S.Þ. rösklega 6 milljónir. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin fær hjá okkur rösklega 3,8 milljónir. Minnsta fram- lagið leggjum við til Alþjóða- gerðardómsins I Haag, — 8 þúsund krónur. Minnsta framlagið til Alþjóðagerðardómsins í þeirri frægu Haag 15197 ferðamenn 1 september komu samtals 15197 ferðamenn til Islands, þar af meginhlutinn íslendingar. Af erlendum ferðamönnum voru Amerlkanar fjölmennastir. Slæðingur var af ferðamönnum frá ýmsum fjarlægum þjóðum, svo sem Ceylon og Maritanlu, svo eitthvað sé nefnt. ELDHUS I ÚTVARPINU Klukkan hálf átta I kvöld hefst útvarp frá Alþingi um stefnu- ræðu forsætisráðherra. Umferðir verða tvær. 1 fyrri umferð fá talsmenn flokkanna 20 min. til umráða, en I þeirri seinni 10 min. Auk þess fær Bjarni Guðnason 15 mln. til umráða. Alþýðuflokksmenn eru aðrir I röðinni I umferðunum. t fyrri umferðinni talar Gylfi Þ. Glsla- son af flokksins hálfu, en I þeirri siðari Benedikt Gröndal. HORNIÐ Vörubílstjóra- Þróttur heldur félagsfund I húsi sinu Ikvöld kl. 20,30. FUNDAREFNI: Samningamálin. Arlðandi að félagsmenn fjölmenni stundvislega. Stiórnin. Akerrén- ferðastyrkurinn 1974 Dr. Bo Akerrén, læknir I Sviþjóð, og kona hans tilkynntu islenskum stjórnvöldum á sinum tima, að þau hefðu I hyggju að bjóða árlega fram nokkra fjárhæð sem ferða- styrk handa Islendingi, er óskaði að fara til náms á Norð- urlöndum. Hefur styrkurinn verið veittur tólf sinnum, I fyrsta skipti vorið 1962. Akerrén-ferðastyrkurinn nemur að þessu sinni eitt þúsund sænskum krónum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um hann, skulu senda umsóknir til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 56, Reykjavik, fyrir 1. desember n.k. I umsókn skal greina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfest afrit prófskirteina og meðmæla. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamáiaráðuneytið, 17. október 1973. Styrkur til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms i Hollandi námsárið 1974—75. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent, sem kominn er nokkuð áleiðis I háskólanámi, eða kandidat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla erstyrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin ér 750 flórinur á mánuði i 9 mánuði, og styrkþegi er undanþeginn greiðslu skólagjalda. Þá eru og veittar allt að 300 flórinur til kaupa á bókum eða öðrum námsgögnum og 250 flórínur til greiðslu nauðsynlegra útgjalda i upphafi styrktimabils- ins. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi gott vald á hol- lensku, ensku, frönsku eða þýsku. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. desember n.k., og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt tvennum meðmælum og heilbrigöisvottorði. Umsókn um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum um- sækjanda, en segulbandsupptaka, ef sótt er um styrk til tónlistarnáms. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 17. okt. 1973. LENGIR EFTIR SVARI „Námsmaður” hringdi: „Fyrir nokkru var Al- þýðublaðið með fyrir- spurn til utanríkisráðu- neytisins vegna atvika sem áttu sér stað í sendi- ráði okkar í Moskvu. Ég ereinn margra sem fylgj- ast vel með þessu máli, og ég get ekki neitað því, að mig er farið að lengja eft- ir svari ráðuneytisins. Hefur það kannski eitt- hvað að fela?" Auglýsingasími .Alþýðublaðsins er 86660 A AÐ REKA ÚÞ. ÚR LANDI? Akureyringur hringdi langlinusamtal í Hornið: „Ég var að glugga hér í vikugamlan Þjóðvilja. Á baksíðu hans er frétt um íslensku varðskipin, og þar tiundað með stakri nákvæmnl, hvar hvert og eitt þeirra er staðsett. I sumarvar Breta nokkrum vísað úr landi fyrir að gefa út sams konar upp- lýsingar. Og nú spyr ég: „Megum við vænta þess að það sama verði gert við þann blaðamann Þjóð- viljans sem ritar undir fréttina, en hann ber ein- kennisstafina úþ?" Blaðburður Blaðburðarfólk vantar nú þegar i eftirtalin hverfi: Laugarnes- Teigar Lækir Kleppsvegur (lág nr.) Fossvogur Kópavogur: Hrauntunga Illiðarvegur íslendingar 5 stöðvanna. Meðan Atlantshafs- bandalagið starfar og tslend- ingar eru i þvi, hlyti þessi starf- semi að verða I nánum tengsl- um við það. I framtíðinni kemst vonandi á afvopnun eða viðtæk takmörkun vopnabúnaðar und- ir eftirliti Sameinuðu þjóöanna. Island gæti gegnt mikilvægu hlutverki í þvf eftirliti. Að sjálfsögðu er á þessu stigi fjölmörgum spurningum ó- .svarað varðandi þetta mál. Hugmyndum þeim, sem fram komu á flokksþingi Alþýðu- flokksins, er varpaö fram til at- hugunar og ihugunar. Einmitt nú, þegar boðaðar hafa verið viðræður við Bandaríkjastjórn um varnir landsins i byrjun næsta árs, virðist slik athugun vera timabær”. r MAÐKUR I (Upphaf greinar um „matvæli og íjöimiðla” I nýjasta hefti Strokkhljóðsins.) Ungir jafnaðarmenn! Garðar Sveinn Arnason, formaður SUJ, verður til við- tals i dag, fimmtudag, kl. 6 til 7 e.h. á skrifstofum Alþýðu- flokksins, Hverfisgötu 8-10. Simi 15020. Fimmtudagur 18. október 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.