Alþýðublaðið - 18.10.1973, Síða 5
alþýdu
ilfiTi
Alþýöublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri
Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjómarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og
ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ,ritstjórnar, Skipholti 19. Sími
86666. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
HÆTTULEGASTI ANDSTÆDINGURINN
t vændum eru nú nýir kjara-
samningar milli verkalýðs og
vinnuveitenda að loknu tveggja
ára samningstimabili. Af þeim
tveimur árum hefur verkalýðs-
hreyfingin ýmislegt lært. Ekki
sist það, að þeirri rikisstjórn,
sem gaf sjálfri sér nafnið
„stjórn hinna vinnandi stétta”
er ekki treystandi.
Eftir erfiða samningabaráttu
haustið 1971, þar sem öll fyrir-
heit rikisstjórnarinnar um
stuðning við verkalýðs-
hreyfinguna brugðust með
einum eða öðrum hætti, náði
verkalýðshreyfingin
samningum, sem á margan hátt
máttu teljast góðir. Auk ýmissa
kjarabóta svo sem orlofs-
lengingar og vinnutíma-
styttingar, náði verkalýðs-
stéttin fram talsverðri kaup-
hækkun og þá einkum- i lagi til
þeirra, sem lægst hafa iaunin.
Ef þeir samningar gefðu fengiö
að vera i friði og þannig getaö
orðið launþegum i landinu sú
kjarabót, sem að var, þá hefði
verkalýðshreyfingin að ýmsu
leyti mátt vel við una.
En samningarnir fengu ekki
að vera i friði. Vinnuveitendur
héldu samkomulagið fyrir sitt
leyti. En rikisstjórnin gerði það
ekki. Hún gat ekki látið það vera
að rifa niður þá kjara-
samninga, sem verkalýðs-
hreyfingin haföi gert við vinnu-
veitendur i fr jálsum
samningum. Þannig iiðu ekki
nema nokkrar vikur þar til
rikisstjórnin hafði með ýmsum
tilfæringum haft af verkafólki
nokkur visitölustig, sem aldrei
siðan hafa fengist borguð, og
sextán mánuöum eftir að kjara-
samningarnir voru gerðir lýsti
þáverandi forseti Alþýðusam-
bands tslands, núverandi ráð-
herra Björn Jónsson, þvi yfir,
að rikisstjórnin hefði alls átta
sinnum gert atlögu að kjara-
samningum verkafólksins i
landinu. Svo koin skatta-
áþjánin I skattalögunum nýju.
Svo kom óðaverðbólgan, þar
sem algengustu neysluvörur
heimilanna voru látnar hækka
upp úr öllu valdi. Af sjálfum
kjarasamningunum, sem gerðir
voru i desembermánuði árið
1971, standa nú aðeins uppi
rústirnar einar.
Og svo fá launþegaheimilin
senda þá kveðju frá rfkis-
stjórninni i fjárlagafrumvarpi
hennar nú á dögunum, að til
standi að hækka söluskattinn
um tvö prósentustig strax um
næstu áramót og lækka jafn-
framt bæturnar til barnafjöl-
skyldna um 139 milljónir króna.
Kröfur þær, sem verkalýðs-
hreyfingin setur nú fram, cru
lágmarkskröfur. Hún þarf að
heyja harða baráttu til þess að
fá þeim framgengt. l>á baráttu
þarf hún að heyja gegn tvcimur
andstæðingum. Annars vegar
gegn vinnuveitendum. Hins
vegar gegn rikisstjórninni.
Og það hefur verkalýðs-
hreyfingin lært, að þó húnkunni
að geta treyst atvinnurekendum
til þess að halda gerða
samninga, þá getur hún ekki
treyst rikisstjórninni. Kikis-
stjórnin hefur frá upphafi setið
á svikráöum við verkalýðs-
hrcyfinguna og það mun hún á-
fram gera. Hún er sá hættulegi
andstæðingur, sem aldrei má
liafa auga af, þvi hún er tiu
sinnum fljótari til svika en
samninga.
HINAR NÝJU HUGMYNDIR ALÞÝÐUFLOKKSINS í VARNARMÁLUNUM
fSLENDINGAR YFIRTAKIEFTIRLITID
ÞINGSALYKTUNARTILLAGA
Strax i þingbyrjun hafa allir
þingmenn Alþýðuflokksins lagt
fram á ný þingsályktunartillögu
sina um öryggismál íslands, sem
fyrst var flutt á þinginu i fyrra, en
var þá ekki útrædd. Fyrsti flutn-
ingsmaður tillögunnar nú sem þá
er Benedikt Gröndal, varafor-
maður Alþýðuflokksins, og mun
hann þvi væntanlega mæla fyrir
tillögunni, þegar þar að kemur.
Tillaga þessi felur i sér þær
einu hugmyndir um nýskipan ör-
yggis- og varnarmála Islands,
sem að þessu sinni hafa verið
settar fram á Alþingi og hafa þær
vakið mikla athygli bæði hér
heima og eins erlendis, þar sem
þær voru fyrst settar fram i fyrra.
Sjálf tillagan hljóðar svo:
,,Þar eð tæknibreytingar sið-
ustu ára hafa valdið þvi, að
hernaðarleg þýðing lslands
felst nú að langmestu leyti i eft-
irliti með siglingum i og á haf-
inu milli Grænlands, Islands og
Færeyja, ályktar Alþingi að
fela ríkisstjórninni:
1) að láta rannsaka, hvort ts-
land geti verið óvopnuð eftir-
litsstöð I sambandi við það ör-
yggisbandalag, sem landið er
aðili að, en síöar meir á vegum
Sameinuðu þjóðanna, og
2) að rannsaka, hvort Islend-
ingar geti með fjárhagslegri
þátttöku bandalagsins komið
upp sveit fullkominna, en ó-
vopnaðra eftirlitsflugvéla, svo
og nauðsynlegum björgunar-
flugvéium, og tekið við þessum
þýðingarmesta hluta af verk-
efni varnarliðsins og stjórn
varnarsvæðanna”.
GREINARGERD
bá fylgir tillögunni greinargerð
vönduð og itarleg, þar sem for-
sendur hennar eru raktar og frek-
ar útskýrt, hvað vakir fyrir þing-
mönnum Alþýðuflokksins með
flutningi tillögunnar. Þar sem
þess má vænta, að varnarmálin
komi senn hvað liður til kasta Al-
þingis með einhverjum hætti,
mikill almennur áhugi er fyrir
málinu og tillögur Alþýðuflokks-
mannanna eru þær einu nýju og
raunhæfu, sem settar hafa verið
fram varðandi lausn öryggismál-
anna, birtir Alþýðublaðið hér á
eftir greinargerðina i heild.
„Þingsályktunartillaga þessi
er flutt i framhaldi af ályktun
um öryggismál tslands, sem 34.
þing Alþýðuflokksins gerði 22.
október 1972. Er hún frábrugðin
ályktunum fyrri flokksþinga,
enda þótt meginstefna AÍþýðu-
flokksins á þessu sviði sé ó-
breytt. Alyktun flokksþingsins
var á þessa lund:
„Tæknibreytingar siðustu
ára hafa valdið þvi, að hern-
aöarleg þýðing tslands felst nú
að langmestu leyti i eftirliti
með siglingum i og á hafinu
milli Grænlands, tslands og
Færeyja, en um þessi sund fara
kjarnorkukafbátar risaveld-
anna. öryggi Islands hefur ver-
ið og mun verða best tryggt
meðaðild að varnarsamtökum,
en vopnað varnarlið hefur verið
hér aðallega til eftirlits og að-
vörunar.
Þessar breytingar valda þvi,
að rannsaka þarf, hvort tsland
geti verið óvopnuð eftirlitsstöð i
sambandi við öryggisbandalag
það, sem landið hverju sinni er
aðili að, en si ðar meir á vegum
Sameinuðu þjóðanna.
Rannsaka verður, hvort ts-
lendingar geti með fjárhags-
legri þátttöku bandalagsins
komið upp sveit fullkominna,
en óvopnaðra eftirlitsflugvéla,
svo og nauðsynlegum björg-
unarflugvélum, og tekið við
þessum þýðingarmesta hluta af
verkefni varnarliðsins og
stjórn varnarsvæðanna.
Slik lausn væri skynsamleg
miðlun milli þeirra sjónar-
miða, að varnarliðið geti horfið
úr landinu, án þess að eitthvað
komi i þess stað, og hins, að
varnarliðið hljóti að dveljast I
landinu um ófyrirsjáanlega
framtið”.
Þróun varnarmálanna
Þegar Atlantshafsbandalagið
var stofnað 1949, byggðist það á
þeirri hugmynd, að yrði eitt
þátttökurikja fyrir árás, væru
hin skuldbundin til að koma þvi
til hjálpar. Þetta var hefðbund-
ið form varnarbandaiaga, og
mörg slik komu til fram-
kvæmda 1914 og 1939.
I þessum anda ræddu for-
göngumenn bandalagsins við
fulltrúa Islendinga og veittu
þeim fyrirheit um, að varnar-
liðs yrði ekki þörf á íslandi á
friðartimum. Þeir töldu, að
brytist ófriðurút, mundi nægja
sams konar aðstaða og Banda-
menn höfðu haft hér á landi i
siðustu styrjöld.
Fljótlega heyrðust raddir
um, að þessi gamla bandalags-
hugmynd væri úrelt, þar sem
nútima hertækni mundi ekki
veita rikjum svigrúm til að
fara hvert öðru til hjálpar, ef til
árá'sar kæmi. Þetta sannaðist
áþreifanlega i Kóreustyrjöld-
inni, og var þá tekið til að ger-
breyta eðli Atlantshafsbanda-
lagsins. Komið var á fót sam-
eiginlegu varnarkerfi og her-
stjórn, sem átti að vera við öllu
búin, og sendur her til Græn-
lands, Islands og Azoreyja.
Þegar skoðuð er þessi þróun
mála, verður ljóst, að vegna
breyttra aðstæðna er ekki
raunhæft að krefjast þess, að
Atlantshafsbandalagið standi
við þau fyrirheit, sem gefin
voru 1949. Islendingar verða að
meta öryggismál sin sjálfir eft-
ir aðstæðum hverju sinni og
móta sér stefnu eftir þeim, eins
og raunar hefur verið gert.
Varnarliðið, sem kom til ts-
lands vorið 1951, var skipað um
5000 mönnum úr landher og
flugher Bandarikjanna. Reist-
ar voru fjórar ratsjárstöðvar á
landshornum og komið fyrir
sveit orrustuflugvéla á Kefla-
vikurflugvelli. Deildir land-
hersins voru vopnaðar til að
verja landið gegn hugsanlegri
innrás og höguðu sér sam-
kvæmt þvi i tiðum skötæfing-
um.
Augljóst er, að þessi varnar-
skipan var ekki fyrir tsland
eitt, heldur hluti af keðju
stöðva, hinni svonefndu Dew-
linu, frá Alaska, yfir norðan-
vert Kanada, Grænland, ts-
land, Færeyjar og til Bret-
lands. Þetta varnarkerfi
byggðist á þeirri skoðun, að nýr
ófriður kynni að brjótast út á
þann hátt, að flugvélar og flug-
skeyti með kjarnorkuvopn
kæmu svifandi yfir norðurhvel i
átt til Bandarikjanna.
Þessar hugmyndir voru rikj-
andi á árum kalda striðsins og
viðbúnaði hagað eftir þvi með
þeirri tækni, sem þá var til full-
komnust. Um 1960 tóku viðhorf
að breytast. Kafbátar búnir
kjarnorkuflugskeytum komu til
sögunnar, og það var ljóst, að
þrátefli kjarnorkuvopna gæti
haidist lengi, en búast mætti
við, að annað valdatafl héldi á-
fram.
Sumarið 1961 var gerð mikil
breyting á varnarliðinu. Land-
herinn var kallaður heim, en i
hans stað voru eftirlitsflug-
sveitir bandariska flotans flutt-
ar frá Nýfundnalandi til ts-
lands. Flotaforingjar tóku við
stjórn varnarliðsins af flugfor-
ingjum. Fækkað var i liðinu úr
5000 i rúm 3000, og ratsjár-
stöðvar urðu aðeins tvær.
Vopnaburður i Keflavik minnk-
aði til muna, en meginstarf
varnarliðsins varð eftirlitsflug
um sundin milli Grænlands, Is-
lands og Færeyja.
Þýðing íslands
nú á timum
t margar aldir hafa Engil-
saxar, fyrst Bretar, en sTðan
Bandarikjamenn, haft alger yf-
irráð á Atlantshafi og raunar
öllum höfum. Þetta hefur haft
viðtæk áhrif á mannkynssög-
una, þar á meðal örlög tslend-
inga.
A siðustu árum hafa Sovét-
rikin ráðist i stórfellda upp-
byggingu Rauða flotans. So-
vésku herskipin eru af nær öll-
um gerðum og hin fullkomn-
ustu. Þau sigla i vaxandi fjölda
um heimsins höf og sýna fána
sinn i höfnum allra megin-
landa.
Rauði flotinn skiptist i fjóra
hluta, og hefur hinn stærsti og
öflugasti þeirra, Norðurflotinn,
heimkynni i höfnum á Kola-
skaga. Þessi floti hefur stækk-
að og umsvif hans aukist með
hverju ári.
Breska stofnunin „The Inter-
national Institute for Strategic
Studies” segir i yfirliti um her-
mál árið 1971, að hlutverk so-
véska flotans á Noregshafi
(milli Grænlands, tslands, Nor-
egs og Svalbarða) sé eftirfar-
andi: (1) Að vinna gegn Pol-
aris- og Poseidon-kjarnorku-
kafbátum Bandarikjanna, (2)
Að stöðva bandarisk flugvéla-
móöurskip á þessu svæði, áður
en þau gætu gert árás, (3) Að
tryggja sovésk yfirráð á þessu
hafi, (4) Að tryggja sovéskum
kjarnorkukafbátum leið suður i
Atlantshaf að ströndum Banda-
rikjanna, (5) Að rjúfa sam-
gönguleiðir og siglingar At-
lantshafsbandalagsins, (6) Að
veita flotastyrk við sovéskar
hernaðaraögerðir á landi á
þessu svæði, (7) Að sýna so-
yéskt vald og draga úr trú á á-
byrgð Atlantshafsbandalagsins
á öryggi aðildarrikja þess i
Norður-Evrópu (Noregs, Dan-
merkur og Islands).
Norskir sérfræðingar við
utanrikismálastofnunina i Osló
hafa komist að þeirri niður-
stöðu, að Sovétrikin telji nú tvi-
mælalaust, að framvarnarlina
þeirra á Norður-Atlantshafi sé
milli tslands og Færeyja. Þeir
segja: „Varnarlina svo fram-
arlega með Noreg að baki gefur
til kynna, að Rússar i flotaað-
gerðum sinum liti i vaxandi
mæli svo á, að Noregshaf sé
Marc Sovjeticum”.
Aðurnefnd stofnun i London
kemst að svipaðri niðurstöðu,
en dregur þessa viðbótarálykt-
un: „A sama hátt eru sundin
milli Grænlands, tslands og
Bretlands fremsta lina i vörn-
um meginlands Norður-Ame-
riku”.
Margir fleiri aðilar hafa látið
i ljós sömu skoðanir á
hernaðarstöðu tslands i dag, en
rökstudd andmæli hafa verið
litil sem engin. tsland hefur nú
á dögum aðra og að ýmsu leyti
meiri hernaðarlega þýðingu en
áður.
Enda þótt sambúð stórvelda
haldi áfram að batna og likur á
heimsófriði að minnka, bendir
ekkert til þess, að vígbúnaðar-
kapphlaupið á hafinu verði
stöðvaði náinni framtið. Er þvi
með öllu óraunhæft, að varnar-
liðið hverfi frá Islandi, án þess
að eitthvað komi i staðinn. Ef
óvopnað eftirlitsflug og annað,
sem þvi fylgir, skiptir nú mestu
máli, hljóta tslendingar að at-
huga vandlega, hvort þeir geta
tekið það hlutverk að sér og þar
með rekstur varnarstöðvanna.
Reynist þetta við nánari at-
hugun fært, er ástæða til að
ætla, að rikisstjórnir tslands
muni i fyrirsjáanlegri framtið
jafnan eiga frekari kosta völ til
að tryggja öryggi þjóðarinnar,
ef ástand alþjóðamáia breytist
til hins verra og hætta á ófriði
eykst á ný.
Hugsanleg þátt-
taka tslendinga
Meðan hlutverk varnarliðsins
var að mestu vopnaburður,
kom ekki til mála, að tslend-
ingar tækju við þvi. Nú krefst
meginhlutverk varnarliðsins,
eftirlitsflugið, ekki vopnaburð-
ar. Þess vegna er varpað fram
þeirri spurningu, hvort ekki
nægi að hafa hér vopnlausa
eftirlitsstöð, en tslendingar
taki að sér eftirlitiö. Land-
helgisgæslan eða annar aðili
mundi koma á fót eftirlits- og
björgunarsveit, sem gæti fylgst
vandlega með öllum siglingum,
fiskveiðum og annarri hagnýt-
ingu á auðæfum hafsins, hætt-
um á mengun og öðru, er máli
skiptir. Á nokkrum árum
mundu tslendingar taka alveg
við rekstri og st jórn varnarliðs-
Framhald á bls. 3.
Skynsamleg miðlun milli þeirra sjónariiöa, að varnarliðið geti horfið úr landinu, án þess að
eitthvað komi þess í stað, og hins, að varnarliðið hljóti að dveljast hér um ófyrirsjáanlega framtíð
Fimmtudagur 18. október 1973
O