Alþýðublaðið - 18.10.1973, Síða 12
i dag er búist viö, að
dragi til mildari áttar á
Suðvesturlandi, þykkni i
lofti, og regnsvæði berist
inn yfir landiði Þetta
regnsvæði var hundrað
km suðvestur af
Reykjanesi með fimm
stiga hita kl. 18 í gær.
Fyrir norðan er hinsveg-
ar norðanátt með nokkru
frosti og sumsstaðar
snjókomu. I dag er búist
við, að dragi úr norðan-
áttinni og snjókomunni.
Mesta frost kl. 18 i gær
var 7 stig á Grímsstöð-
um, 9 og 10 stig á
hálendisstöðvunum, en í
Reykjavík var eins stigs
ÍGQSt
KRILIÐ
□ MH T/r T,l LEtíCrj) m. £//V. SfímHL
(rnsm DRYKK (rRftTft
HtíuLl Ur<6
VSHSHfí SsEK ...
bÚK/K TlJTk
\sl'/w/
SKhfiH ÞftNNI6 5 j'o FL'/K
PLHNKI VL/ZLfí SuNp
’ BRKK-K XLUKK Nfí
f
musiiM D'CJT ' 1 BE/Tt/
> 1
INNLÁNSVIÐSKIPTI LEIÐ
1^1^ TIL LÁNSVIÐSKIPTA
Jbijnaðarbanki
' ÍSLANDS
KOPAVOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
BB8HBBBD1
1 __ .. . ' - Snorri nánast læddist
upp að 1 landinu!
Um hádegisbilið i gær kom spænskbyggði skuttogarinn Snorri Sturluson
fánum prýddur á ytri höfnina i Reykjavik. Ekki fór hátt um komu togarans,
lúðraþyturinn var ekki sá sami og þegar Bjarni Benediktsson kom til sama
útgerðarfélags í byrjun ársins, Bæjarútgerðar Reykjavikur.
Snorri Sturluson er þriðji
skuttogarinn af sex sem við ís-
lendingar látum byggja hjá
skipasmiðastöðinni Astilleros
Luzuriaga i San Sebastian á
Spáni. Bjarni Benediktsson kom
fyrstur i byrjun ársins, og kom
hann i hlut BOR. Hafnfirðingar
fengu næsta togara, Júni, um
mitt sumar, og nú er Snorri
kominn. Næstur kemur Ingólfur
Arnarson til BOR, og verður
það væntanlega um jólaleytið.
Þá er búið að leggja kjölinn að
tveimur öðrum skuttogurum
hjá spænsku skipasmiðastöð-
-4nni, en samningar um þá voru
undirritaðir nokkru seinna en
um fjóra þá fyrri. Upphaflega
var ráð fyrir þvi gert að báðir
þeir togarar færu til Otgerðar-
félags Akureyringa, en þau mál
eru þó enn i lausu lofti, þvi
Akureyringarnir vilja helst ekki
fá togarana. Hafa ekki fundist
aðrir aðilar i þeirra stað, sem
huga hafa á útgerð slikra skipa.
Snorri Sturluson er af svokall-
aðri stærri gerð skuttogara,
tæpar 1000 brúttólestir sam-
kvæmt nýju mælingarreglun-
um, en 1417 samkvæmt þeim
gömlu. A næstu dögum verður
togarinn útbúinn til veiða, og
samkvæmt upplýsingum sem
Alþ.bl. fékk i gær hjá BÚR,
standa vonir til þess að hann
komist á veiðar innan fárra
daga. Skipstjóri verður kunnur
aflamaður Guðbjörn Jensson,
sem áður var með Þorkel mána.
1. vélstjóri er af sama skipi,
ÓlafurTorfason, og 1. stýrimað-
ur einnig, Jóhann Sigurgeirs-
son. Snorri var afhentur BOR
formlega á þriðjudaginn i sið-
ustu viku, og hann lagði af stað
til Islands á föstudaginn. Heim-
siglingin tók tæpa fimm sólar-
hringa, og þykir það að mati
fróðra manna góður gangur.
Forráðamenn BOR gættu
þess vel að raunir þær sem
menn höfðu af Bjarna Bene-
diktssyni endurtækju sig ekki,
og því voru þau atriði sem á-
bótavant var hjá Bjarna, vand-
lega yfirfarin á Snorra. Rauna-
saga Bjarna er of kunn til að ti-
unda þurfi hana hér, og i skugga
hennar hafa fallið ýmis atriði
sem segja má skipunum til
hróss. Þar skal fyrst nefnt, að
þau þrjú sem þegar eru komin,
hafa þótt afburða góð sjóskip.
Þá má nefnda nýjung sem litið
hefur verið haldið á lofti, tvö
grandaspil i hverjum togara
sem gera kleift að hafa tvö troll
i gangi, og þvi þarf aldrei að
verða stopp þótt troll skemmist.
„Það er búið að yfirfara þetta
seinna skip mjög gaumgæfi-
lega, og nú er bara að vona að
gæfan verði þvi hliðhollari en
hún var fyrra skipinu”, sagði
einn forráðamanna BOR við
blaðamann Alþ.bl. i gær.
Myndin er af Snorra og
Bjarna i höfn i gær.
Hver vill Akureyrartogarana?
6 fðmum i
ilylílÍP^fOiJL
> rin""iT'ii'TMiii 'íi ii ii ié iiié i mrnMBBiniwnniii mii'
Ætlar þú að hlusta á eldhúsdags umræðurnar f kvöld?
ÉPÍS
Bjarki Hjaltason, flugmaður:
Nei, ég ætla ekki að gera það, og
geri það yfirleitt ekki þar sem
ég hef ekki áhuga á þvi.
Kormákur Asgeirsson, sjó-
maður i Boston: Ég geri ráð
fyrir þvi já. Ég á ekki heima
hér, svo það er best að nota
tækifærið.
örn Arnþórsson: Ætli ég hlusti
ekki á þetta með öðru eyranu.
Ég geri það vanalega, ef ég hef
ekki eitthvað annað fyrir stafni.
Kolfreyja Arnljótsdóttir, hús-
freyja: Já, ég ætla að hlusta. Ég
hlusta yfirleitt á þessar eldhús-
dagsumræður.
Ólafur Tryggvason, versiunar-
maður: Nei. Ég ætla að spila
bridge, svo ég kemst ekki til
þess að hlusta.