Alþýðublaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 2
ÞETTA GERÐIST LÍKA Fóstureyöing flótti Aðalfundur Prestafélags Vest- fjarða, haldinn i Flókalundi, 18. september 1973, lýsir þeirri skoð- un sinni, að frumvarp til laga um fóstureyðingar, sem leggja á fyrir alþingi, feli i sér árás á gildi mannslifa, auk vonleysis og böl- sýni, sem fái ekki samrýmst kristinni trú. Telur fundurinn fóstureyðingar vera ábyrgðar- lausan flótta frá vanda, sem leysa á með mannfélagslegum umbót- um. Skattabreytingar ekki til bóta segja prentarar A fundi Prentarafélagsins ný- verið var bent á að breytingar sem geröar voru á skattalöggjöf- inni i upphafi valdatimabils nú- verandi rikisstjórnar, hafi ekki komið launþegum til góöa, og þvi þurfi breytingar á henni sem tryggi lækkun skatta hjá launþeg- um, og tryggi jafnframt aö at- vinnurekendur og eignamenn greiöi skatta i samræmi viö raun- verulegar tekjur og eignir. Þá var það skoðun fundarins að reikna eigi kaupgjaldsvisitöluna mánaðarlega, en ekki á þriggja mánaða fresti, þvi samkvæmt þvi kerfi þurfi launafólk aö biða bóta- laust i þrjá mánuði. Slökkviliösmenn stofna samband Framhaldsstofnþing Lands- sambands slökkviliðsmanna var haldið fyrir skömmu. Þingið sótti 41 slökkviliðsmaður, auk gesta frá 18 aðildarfélögum. Formaður var kjörinn Guðmundur Haralds- son. Systurnar hittusf ekki aftur fyrr en eftir 23 ár Tvær enskar systur, sem ekki höfðu sést i 23 ár, hittust á dögun- um og fögnuðu hvor annarri með brosi og tárum. Leiðir þeirra skildu, þegar forcldrarnir leystu upp hjónaband sitt. Carole var send á uppeldisheimili og Linda á einkaheimili tii fósturforeldra. Fyrir skömmu kom Carolc í hug að leita systur sina uppi. Hún ræddi við konu, sem hét henni hjálp sinni, og lokst tókst að hafa uppi á Lindu. Hér eru svo systurnar eftir 23ja ára aöskilnað. Carole er sú til vinstri. Ekki dropa af víni fyrir klukkan tíu! Bannið áfengi á morgnana! Það er tillaga Ponitowsky, heil- brigðismálaráðherra til þess að reyna að stöðva alkóhólismann i Frakklandi. Alkóhólismi er þjóðarsjúkdómur Frakka nr. 1. Heilbrigðismálaráðherrann telur, að setja eigi bann við þvi að reiöa fram áfengi fyrir kl. 10 á morgnana — en sliku banni hafa bareigendur harðlega mót- mælt. Alkóhólisminn er sá sjúkdóm- ur sem veldur þriðju flestum dauðsföllum i Frakklandi. Þá á hann hlut að þriðjungi allra um- ferðarslysa og fimmta hluta allra vinnuslysa. Hvergi i heiminum er her- pilifur (lifrarsjúkdómur, sem hrjáir ofneytendur áfengra drykkja) jafn útbreiddur sjúk- dómur og i Frakklandi. 1 fyrra létust 18 þúsund manns af hans völdum. Fimm þúsund létust úr bráöri áfengiseitrun. Þriðjung dauösfalla lungnaberklasjúk- linga má einnig með einu eða öðru móti rekja til áfengisins. Fjórðung allra sjálfsmorða má rekja til ölvunar, og jafnframt helming allra morða og mann- drápa. Ráðstafanir þær, sem gripið var til i forsætisráðherratið Mendes-France komust yfirleitt ekki lengra en á pappirinn. Þær fjölluðu fyrst og fremst um Tilraun til að stöðva alkóhólismann í Frakklandi skyldaða meðhöndlun drykkju- sjúkra á hælum. Þar fyrir utan átti að stofna bindindisnefndir, og var það gert á nokkrum stöð- um i landinu. Slik nefnd, sem um nokkurtskeiö hefur starfað i héraði einu i Suður-Frakklandi, hefur á þremur árum uppgötvað 22 áfengissjúklinga og aðeins 10 manns hafa leitað aðstoðar nefndarinnar. Afengissjúklingarnir iþyngja einnig franska heilsugæslukerf- inu mjög mikið. Eitt áfengis- sýkitilfelli kostar rikið venju- lega þrisvar sinnum meira en annað sjúkdómstilfelli. Lifrar- bólga útheimtir venjulega 70 daga meðhöndlun á spitala. Poniatowsky heilbrigðis- málaráðherra krefst þess einn- ig, að þeir 1,3 milljarðar franka, sem franska rikið hefur árlega i tekjur af sköttum á vini og brennivini, eigi að notast i bar- áttunni gegn áfengissýkinni og til hjálpar þeim fórnardýrum, sem orðið hafa alkóhólismanum að bráð. Lítið við og kynnizt okkar glœsilega húsgagnaúrvali — FINNSK BORÐSTOFUSETT Borðstofusett í sérflokki — úr bœsuðu birki (brúnt) 2 skápar — borð — 6 stólar Yerð kr. 129.800.- Greiðslukjör allt að 15 mánuðir. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. PAIÍ SÆIGA.T ISOCRO Skipholt 29 — Sími 244fifi BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opió tíl kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA i KR0N 0 Föstudagur 19. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.