Alþýðublaðið - 19.10.1973, Side 3
n
i
Frá ntönnum
og málefnum
VÖKRU
SKJÓNAR
Séra Jón á Bægisá var ekkert
feiminn við að orða nafngiftar-
áráttu sina á þann veg, að vakri
skjóni skyldi hrossið heita þó að
meri það væri brún. Og margir
hafa farið að dæmi séra Jóns og
gefið öllu i jörð og á nöfn, sem
oft eiga minna skylt við það sem
skýrt er en ýmis konar hughrif
og rómantik. Það er alkunna að
nöfn á nýbýlum i sveitum eru
ýmist sólroðin, laufskrýdd eða
laugum vafin, og jafnframt hef-
ur nöfnum á bæjum verið
breytt, þar sem eldra nafnið
þótti ekki nógu virðulegt, eink-
um ef það endaði á ,,kot”, en i
staðin tekið upp nafn sem betur
hæfði eins konar sólroðnum
laufalundi en þeirri túnsvuntu,
sem barin hefur verið upp úr
kargamóum með stórum drátt-
arvélum og skurðgröfum.
Þá er alkunna hvernig gripið
er til hátiðlegra nafngifta i við-
skiptalifinu. Hér um árið fundu
HORNiD
Dekurbarnið
í hlýjunni
meðan hinir
farast úr
kuldanum
. nHrollkaldur starfsmaður
eins litlu flugfélaganna á
Reykjavikurflugvelli” hringdi i
visir menn að bezt 'mundi ganga
að selja skreið og þurrkaðan
saltfisk ef þessi varningur bæri
heitið Saga eða Edda. Siðan höf-
um við verið að selja Itölum,
Spánverjum og aðskiljanlegum
svertingjaþjóðflokkum suður i
Afriku ýmist Saga-skreið eða
Edda-saltfisk. Enginn veit
hverju svona hundakúnstir
þjóna. Eflaust eru kaupendur
þessa varning að leggja fé út
fyrir hann til þess að éta hann.
Og varla gera þeir kröfu til þess
að innan i hverjum pakka finni
þeir Sæmundar-Eddu eða Eyr-
byggju. Það væri og til litils
gagns, þvi skreiðaræturnar
myndu seint ráða fram úr forn-
islenzkunni á þeim bókum.
En þessum nafnsiðum linnir
ekki. Nú er kominn nýr togari til
landsins, gott skip og fagurt, og
ber nafniö Snorri Sturluson.
Ekki er vitað til að Snorri hafi
haft afskipti af Bæjarútgerð
Reykjavikur á meðan hann bjó i
Reykholti, og i höfuðriti hans,
Heimskringlu er hvergi minnzt,
svo vitað sé, á togaraútgerð.
Samt er nafn þessa helzta
manns islenzkra bókmennta
fyrr og siðar sett á skuttogara,
alveg eins og rithöfundinum i
Reykholti væri að þakka upphaf
togaraútgerðarinnar. Það er
satt, að margt er um manna-
nöfn á islenzkum skipum, og
fara þau skipunum yfirleitt vel.
En i flestum ef ekki öllum slik-
um tilfellum er um nöfn manna
að ræða, sem tengd eru útgerð
og skipum á einhvern eftir-
minnilegan máta, og ráðast
slikar nafngiftir af þvi að verið
er að heiðra dugnaðar- og at-
orkumenn. Hvort verið er að
heiðra Snorra Sturluson með þvi
að setja nafn hans á skuttogara
skal ósagt látið, og verða þeir
nafngiftarmenn, sem þessu
ráða að svara fyrir það. Má af
likum ætla að i þeim svörum
sætu þeir uppi með brúna meri,
eins og séra Jón á Bægisá forð-
um.
Það er undarlegt að ekki skuli
hafa verið gripið til manna-
nafna úr kirkjusögunni, fyrst
svo fast er sótt á mið hinnar
veraldlegu sögu, þegar skuttog-
arar eru annars vegar. Svo ber
við i rómönskum löndum að
menn eru skirðir Jesús Maria
o.s.frv. Okkur kemur þetta
spánskt fyrir sjónir að visu, en
sinn er siður i hverju landi.
Þetta bendir okkur hins vegar á
þá staðreynd, að varla myndi
um það fengizt, frekar en hin
veraldlegu nöfn, þótt hingað
yrði fenginn nýr skuttogari, sem
héti Jóhannes skirari eða Þor-
lákur helgi. Næsta þota okkar
íslendinga ætti samkvæmt
nafnsiðum hér að geta heitið
Heilagur andi. Og millilanda-
skipið stóra, sem við hljótum að
fá okkur eftir að Gullfoss hefur
verið seldur, gæti fengið nafnið
Drottinn allsherjar, nema þess
verði sérstaklega gætt að nöfn-
um geta menn ekki slett að vild
sinni, hvorki á dauða muni eða
lifandi.
Ríkisútvarpið
samræmir störf
fréttastofanna
VITUS
Hornið i gær ,,að atbeina fleiri
starfsbræðra sinna”:
„Nú er nóg komið með dekur
Flugmálastjórnar á þessari
nýju flugvél sinni, sem manna á
milli er kölluð dekurbarnið. Nú
stendur nefnilega til að leggja
hitaveitu i einkaskýli Flug-
málastjórnar, þar sem vélin er
geymd, til að henni kólni ekki i
vetur.
A meðan megum við hinir,
sem stöndum i flugi hér á vellin-
um, hirast með vélar okkar i
köldum og óþéttum leiguskýlum
Flugmálastjórnar, sem vindar
og veður gnauða um, vatn lekur
inn I og stöðug plága er af
dúfnaskit dúfnafjölskyldnanna
sem búa i járnavirkjum undir
loftunum. Skiturinn tærir máln-
ingu og málma og engin aðstaða
er til að hreinsa hann af.
Þessi skýli á Flugmálastjórn
og þótt einhver vildi reisa al-
mennilegt flugskýli á flug-
vallarsvæðinu, þá má hann það
ekki, þvi þar á Flugmálastjórn
að eiga öll mannvirki.
1 eina tið var vél Flugmála-
stjórnar geymd i stóra flugskýl-
inu við Loftleiðir, skýli 1. Senni-
lega hefur flugmálastjóra ekki
þótt fara nægilega vel um hana
fremur en aðrar vélar þar, og
léthann þá byggja flugskýli fyr-
ir vél stofnunar sinnar fyrir
nokkrum árum.
Það er hið vandaðasta, lekur
— Hér er einungis um það að
ræða, að Rikisútvarpið vill noca
einn fréttamann i stað tveggja,
þegar hægt er að koma þvi við,
sagði Guðmundur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Rikisútvarpsins,
þegar Alþýðublaðið spurði hann
hvort verið væri að samræma
störf beggja fréttastofa Rikisút-
varpsins með þvi að láta frétta-
menn sitt hvorrar stofnunar sjá
báðum fyrir fréttum af atburðum
erlendis: Arni Gunnarsson var
samtimis Einari Ágústssyni i
New York og Washington á dög-
unum og i gær kom Guðjón Ein-
arsson, fréttamaður sjónvarps-
ins, heim frá London, þar sem
hann hafði fylgst með viðræðum
þeirra Heaths og Ólafs Jóhannes-
sonar.
Áður kom fyrir að báðar frétta-
stofurnar sendu menn utan til að
fylgjast með mikilvægum atburð-
um, er snertu Island og islensk
málefni — og kostnaðurinn nátt-
úrlega tvöfaldur. Fréttamenn
fréttastofanna tveggja hafa hing-
■að til haldið mjög fast fram, að
Þessi vél er þó mun þægilegri að
ferðast i.
Nú var gömlu vélinni rutt út
úr flugskýlinu góða, og hin nýja
sett þar inn, óvirk i meira en
mánuð, enda með bilaðan annan
mótorinn, og hún þarfnaðist
málningar, þrátt fyrir að gæða-
gripur væri þar á ferð.
Ekki dugði að láta þetta nýja
„dekurbarn” sitja við sömu
kjör og hið eldra. Var þvi flug-
skýli Flugmálastjórnar allt ein-
angrað innan i sumar, en þess-
háttar munaður er nokkuð sem
enginn leyfir sér að fara fram á
i stóra skýlinu. Það þarf fyrst að
verða fokhelt.
Leið nú til hausts, og kólna tók
i veðri. Liklega hefurflugmála-
Úánsgð með eitthvað?
Hringið þá í HORNIÐ — Síminn er 8-66-66.
ekki, er fokhelt, og dúfur fá ekki
að koma þar inn. Þótti nægileg
hagsbót fyrir gamla „dekur-
barnið”. I vor keypti Flugmála-
stjórn svo notaða, stóra vél, og
seldi þá gömlu. Sú nýja vél virð-
ist þó hafa verið keypt dýrari en
aðrar sambærilegar vélar,
samkvæmt verðskrá notaðra
véla á Bandarikjamarkaði um
það leyti.
Kannski var dekurbarnið svo
miklu betra en aðrar sambæri-
legar vélar, eða einhver hefur
fengið þóknun fyrir kaupin.
Þessi vél er mun stærri en sú
gamla, enda rökstuddi flug-
málastjóri kaupin m.a. með þvi
að hún gæti tekið á sig viðbótar-
verkefni, sem er að fljúga ljós-
myndaflug fyrir landmæling-
arnar. Nú er hinsvegar i athug-
un að láta Vængi fljúga það flug,
og eru þar með ástæður fyrir
þessari stækkun flugvélakosts-
ins foknar út i veður og vind.
stjóri dregið kalt upp i nefið ein-
hvern morguninn og hugsað til
„dekurbarnsins” um leið, þvi
nú er tekið til við að leggja hita-
veitu 1 þetta ágæta skýli Flug-
málsstjórnarinnar, og full-
komna það enn, utan um þessa
einu flugvél. Skoðast hún þó
ekki nauðsynlegt öryggistæki
svo sem björgunarþyrla Gæsl-
unnar, enda getur hún ekki lent
nema á bestu völlum hérlendis.
A meðan þessu fer fram, þarf
nær allt flugmannalið vallarins
að hópa sig saman á morgnana
til að ryðja ryðguðum og hálfó-
nýtum hurðum stóra flugskýlis-
ins frá, sneiða hjá fugladritinu
og ýta svo siðan fast frosnum
vélunum, eða blautum, út á
stæðin fyrir utan, á meðan
dekurbarn Flugmálastjórnar-
innar sefur vært i skýli sinu,
sem i hugum þessara manna er
að verða ámóta vistlegt og
félagsheimili”.
um tvær aðskildar fréttastofur sé
að ræða og munu vafalaust gera
það áfram, þrátt fyrir þessa
„hagræðingu”.
Þá má geta þess, að Gunnar
Eyþórsson, fréttamaður hljóð-
varps, leysir um þessar mundir
af ölaf Ragnarsson, fréttamann
sjónvarpsins, sem er i einkaer-
indúm i Bandarikjunum. f beinu
framhaldi af þvi mun Gunnar svo
leysa af annan fréttamann sjón-
varpsins, sem er að fara i fri.
Maraþon
hjá
kananum
— Ég ætla mér að slá
heimsmetið og vaka i 120 tima
samfleytt — eða þangað til
klukkan 6 á mánudagsmorg-
uninn, sagði Dick Bardee,
plötusnúður i útvarpi hersins á
Keflavikurvelli, i stuttu
viðtali við Alþýðublaðið um
kvöldmatarleytið i gær.
Þá var Bardee búinn að vaka
i 37 klukkustundir og sagðist
vera hress og kátur. Hann
situr ásamt nokkrum að-
stoðarmönnum i stúdiói út-
varpsins á Vellinum og leikur
plötur fyrir þá, sem hringja
inn og bjóða ákveðna upphæð
fyrir lag eða eitthvað annað.
Þegar blaðið hafði tal af
Bardee höfðu safnast 2137
dollarar og 21 sent og hæsta
boð voru 180 dollarar fyrir
klukkutima með söngv-
aranum Neil Young. Agóðinn
rennur til góðgerðarstarfsemi
innan hersins, Federal Over-
seas Campaign.
Sem dæmi um óskir hlust-
enda — og fjölmargir um allt
SV-land hafa hringt — má
nefna, að i gærmorgun
voru leiknar tvær plötur
„Imagine” með John Lennon
og „Wanderin ’Star” með Lee
Marvin i tvo tima — fyrir 50
dollara. Þessar tvær voru
leiknar til skiptis þar til ein-
hver bauð 51 dollar fyrir eitt-
hvaðannað. Dick Bardee, sem
hefur verið hér i tvö ár og fer
heim til Illinois eftir 13 daga,
ætlar að slá tveggja vikna
gamalt 112 tima heimsmet
plötusnúða Bandarikjahers á
Grænlandi og hann segist von-
góður um að sér takist það.
Þá hefst i Keflavikursjón-
varpinu i kvöld svokallaður
„Opinn salur” og stendur sú
skemmtidagskrá yfir i 30
klukkustundir, eða til klukkan
13 á morgun. I „Opinn sal”
verður hægt að fá alla helstu
generálana og offisérana til að
syngja, standa á haus, eða
gera eitthvað annað fyrir
peninga — og svo verður
einhver að yfirbjóða til að fá
þá til að þagna. Þá verður
hægt að gera ýmislegt, svo
sem eyðileggja einn bil og
fleira. Agóðinn af þeim rennur
til Rauða kross söfnunar
hersins.
Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 86660
Föstudagur 19. október 1973
o